Nútíminn - 01.12.1960, Qupperneq 7

Nútíminn - 01.12.1960, Qupperneq 7
NÚTÍMINN 7 Unga fólkið •*«••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••( ---W-W-W-VAV-W-V>W.-.W.V-.W--«W.W.W.VW>V FREISTINGAR Það er oft verið að tala um unga fólkið nú til dags og' eldra fólkið segir oft: Ja, þetta unga fólk nú, það hugsar ekki um annað en söng og dans og skemmtan- ir. Það var eitthvað annað þegar við vorum ung; Það er satt, tímarnir eru breyttir. En er unga fólkið í dag eftirbátar foreldra sinna á einhverju sviði? Ég' held ekki. Viðhorf ungs manns í dag eru yfirleitt allt önnur en ungs manns fyrir 20—30 ár- um og í dag' reynir mikið meir á manndóm unga fólks- ins en áður. I dag hefur unga fólkið yfirleitt talsverð peningaráð og í því liggur mikil freist- ing. Hvað á ungur maður að gera við peningana: skemmta sér fyrir þá, kaupa bækur, hjól, bíl, eða legg'ja þá inn í banka? Jú, leggja þá inn í banka, það væri farsælast í augum margra. Þú átt að leggja peningana inn á banka son- ur minn, segir faðirinn, en sonurinn veit að peningarn- ir rýrna í bankanum, ef þeir liggja til langs tíma — það er eins gott að eyða þessu, krónan er hvort sem er verðlaus. Þetta er mjög al- mennur hugsunarháttur og eðlilegur eins og í pottinn er búið — ungt fólk ber ekki neina „respekt" fyrir peningum og það kemur mörgum í koll síðar. Þegar ungur maður fer á dansleik sér hann að margir neyta áfengis og þar á meðal jafnaldrar hans, piltar og stúlkur. Ef hann gerir slíkt hið sama, þá fellur hann oft betur inn í hópinn — það finnur hann fljótt. Þar ligg- ur mikil freisting á vegi hans. Hann heyrir t. d. vin- konu sína segja: Hann Palli er svo ægilega sniðugur og fjörugur þegar hann er kippó — mér leiðast þessir strákar, sem aldrei smakka J það. ;! Það er freistandi að íj skvetta í sig og' vera eins I| sniðugur og Palli. Ekki satt? !| Ungt fólk þarf að hafa I| mikið fyrir stafni, eiga mörg !j áhugamál, og fá aðstöðu til !| að skemmta sér frjálslega og !■ með eðlilegum hætti. Þáð I| er ekki eðlilegt að ungt fólk I1 geti ekki skemmt sér nema í að hafa áfengi um hönd. / Ungar stúlkur geta breytt !j hér miklu um, en þá liggur sú sorglega staðreynd fyrir I| að síðan í stríðsbyrjun hef- i| ur drykkjuskapur stúlkna !| farið ört vaxandi. Á hverju !| kvöldi er allstór hópur af I| stúlkum er leggur leið sína !| inn á dansleiki hér í bænum, þær setjast við -borð hjá !; ungum mönnum, sem bjóða !■ þeim glas, af því að þeir J« halda að það sé sjálfsögð Ji kurteisi. Og þessar stúlkur j! láta í það skína að þeir séu |i hinir einu sönnu „kavaler- ■*! . I Það eru margir sem gera ? sér fulla grein fyrir því hvað víndrykkja á veitinga- húsum er í eðli ,sínu heimskuleg og skaðleg. ;! Fyrst og fremst skemmtir "|I fólk sér betur án víns, þ. é. a. s. ef flestir aðrir eru alls- gáðir og svo er víndrýkkja |I LITLl PICASSO Hann heitir Romany, litli snáðinn á myndinni. Til vinstri sést þar sem hann er að skoða málverk eftir Pic- asso á sýningu sem haldin var í sumar í Englandi. Þegar strákur hafði skoð- að nægju sína hljóp hann heim og tók til við að mála mynd í Picasso-stíl og sést hann við þá iðju á mynd- inni til hægri. Romany byrjaði að mála fyrir tveim árum er hann var þriggja ára gamall og seldi þá mynd á listsýningu; varð auðvitað landsfrægur og var þá af sumum kallað- ur litli Picasso! Romany litli er sonur list- málara að nafni Pierre og svo virðist sem hann verði brátt að sjá fjölskyldu sinni farborða, því faðir hans hefur ekki selt mynd í 8 ár. emur Conny til Islands? svo gífurlega kostnaðarsöm að sá maður er leggur leið í sína inn á veitihgahús j! þrisvar til fjórum sinnum í j! mánuði (margir fara mikið j! oftar) á ekki eftir peninga ■! fyrir ýmsum brýnum nauð- synjum. ■, Hér hefur verið drepið á Ji atriði sem oft hefur verið Ji skrifað og rætt um, en það '■ er engu hægt að breyta Ji nema menn hugsi málin — j! nema menn vilji leg'gja ;! fram sinn skerf. Þetta er ;I mál æskunnar og það er ;! enginn æskumaður sem vill ■! ekki lifa góðu og mannsæm- !j andi lífi — en þá er vínið <J ekki g'óður förunautur. ■; ! Það er margur ungling'urinn sem myndi kjósa sér að vera dægurlagasöngvari, fá myndir af sér í blöðum og hylli jafn- aldra sinna. Og söngstjörnur skjóta upp kollinum við og við hér heima og úti í hinum stóra heimi. Sumar söngstjörnurnar eru ekki lengi á lofti, þær ljóma skært í nokkurn tíma, en svo fölna þær og hverfa á jafn skjótan hátt og þær birtust. En sumir dans- og dægur- lagasöngvarar njóta lengi vin- sælda og má þar t. d. nefna Hauk Morthens. Ein fremsta söngstjarnan í Vestur-Þýzkalandi í dag heitir Cornelia Frobess. Hún er þekktari undir nafninu Conny og reykvískir unglingar kann- ast við hana eftir að hafa séð kvikmynd, er hún lék í, sem nýlega var sýnd í Austur- bæjarbíói. Conny er 17 ára gömul. Hve- nær og hvernig varð hún fræg? Þegar hún var barn söng hún mikið, enda var faðir hennar þekktur tónlistarmaö- ur. Hann spilaði undir á píanó og Conny söng. Eitt sinn fylgdi Conny föður sínum í þýzka útvarpið og þá gaf einn starfsmannanna henni súkkulaði. Þá sagði faðir henn- ar: Nú máttu til með að syngja eitt lag fyrir manninn í þakk- lætisskyni. Conny gerði það og maðurinn varð yfir sig hrif- inn og vildi ólmur fá að taka söng hennar á plötu. En það mátti faðir hennar ekki heyra og fóru þau heim við svo búið. En ekki leið á löngu þar til þýzka útvarpið sendi tilboð til foreldra hennar og þá létu þau undan og Conny fór í út- varpssal til að syngja í reynslu- skyni. Sama kvöld var söngn- um útvarpað og daginn eftir var Conny, sem var 7 ára göm- ul, orðin stjarna. Tveim árum síðar kom hún | fram í kvikmynd, en hún söng | ekkert í þeirri mynd — þetta var leynilögreglumynd, sem Conny fékk aldrei að sjá, því myndin var bönnuð fyrir börn. 13 ára gömul var Conny komin á rétta hillu — hún hélt áfram á sönglistarbrautinni og' nú dáðust allir unglingar í heimalandi hennar að hinum létta og oft og tíðum jass- kennda söng hennar. I dag hefur Conny meir en nóg' að gera. Þegar hún er ekki að leik í kvikmyndum, syngja inn á plötur, eða koma fram í sjónvarpi, þá er hún á söng- ferðalögum. Og við lásum ný- lega í dönsku blaði að næstu lönd sem hún ætlar að heim- sækja væru Sviss, Holland og ísland. TIL LESENDA Blaðið, sem þið fáið nú í hendurnar, er gefið út i tilraunaskyni. Ef það fær góðar viðtökur, þá verður það gefið út áfram. í framtíðinni er ráðgert að hafa þar alltaf eina síðu með lesefni fyrir ungt fólk og það lesefni viljum við gera vel úr garði. Nú heitum við á ykkur — unga fólkið, er stendur að þessu blaði að skrifa okkur nokkrar línur og segja okkur hvernig efni þið viljið hafa á slíkri síðu. Við getum boðið upp á ýmislegt — þýddar greinar, viðtöl. þætti um ljósmyndir og tómstundastörf og margt fleira. Sérstaklega væri kærkomið að fá eitthvað frá ykkur sjálfum, stuttar sögur, teikn- ingar, ljósmyndir eða hvað sem þið kynnuð að eiga í fórum ykkar. Næsta blað kemur ekki fyrr en eftir nýár, á meðan hafið þið nóganr tíma til að segja álit ykkar. Bréf sendist ritstjóranum merkt UNGA FÓLKIÐ.

x

Nútíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nútíminn
https://timarit.is/publication/1072

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.