Morgunblaðið - 03.11.2011, Síða 10
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
56
96
8
10
/1
1
* Innifalið: Flug með Icelandair ásamt flugvallarsköttum, gisting í tvíbýli á Hótel Absalon í 3 nætur með morgunverði, akstur til/frá flugvelli og á hótel ásamt
öllum öðrum akstri, skoðunarferð um gamla bæinn með Sigrúnu Gísladóttur, 1 aðgöngumiði í Tívolí , „julefrokost” á Kronborg og sigling um síkin með
Jazzbandi Michael Böving.
KAUPMANNAHÖFN
AÐVENTUFERÐIR
FYRIR ELDRI BORGARA
VERÐ 99.900 KR.*
Á MANN Í TVÍBÝLI
(AUKAGJALD FYRIR
EINBÝLI: 13.400 KR.)
Við ætlum að komast í sannkallaða danska
jólastemningu í aðventuferð eldri borgara til
Kaupmannahafnar 4.–7. desember.
Icelandair skipuleggur ferðina í samstarfi við
Landssamband eldri borgara, Emil Guðmunds-
son og Hótelbókanir í Kaupmannahöfn. Þetta
verða fjórir indælir dagar þar sem við skoðum
okkur um í borginni og upplifum eitt og annað
skemmtilegt undir fararstjórn Emils
Guðmundssonar.
+ Bókanir á www.icelandair.is/hopar (númer
hópsins er 1359) og nánari upplýsingar hjá
hópadeild Icelandair í síma 50 50 406 eða
með því að senda tölvupóst á
hopar@icelandair.is
+ Athugið að félögum Vildarklúbbs Icelandair
stendur til boða að nota 15.000 Vildarpunkta
sem 10.000 kr greiðslu upp í pakkaferð.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Skinkur í krísu kallast erindi Önnudís-
ar G. Rúdolfsdóttur, námsstjóra hjá
Alþjóðlega jafnréttisskólanum, sem
hún mun flytja á alþjóðlegri ráðstefnu
um menningu, samfélag og umhverfi
næstkomandi laugardag. Erindið
verður innlegg í hringborðsumræður
og tengist rannsóknum Beverley
Skeggs, prófessors í félagsfræði við
Goldsmiths, London-háskóla. Skeggs
er einn lykilfyrirlesara á ráðstefnunni
og hefur Annadís verið í vinnuhópi í
haust og lesið verk hennar og grein-
ingar á stétt í bresku samfélagi.
Skeggs hefur skoðað mikið hvaða for-
sendur þurfi að vera fyrir hendi til að
einstaklingar geti gert tilkall til sjálfs-
myndar sem er einhvers virði í sam-
félaginu. Hún bendir á að fólk úr mis-
munandi stéttum hafi mismunandi
aðgang að félagslegum úrræðum sem
það geti síðan notað til að fá virðingu
frá öðrum.
Þykja lágkúrulegar
„Í vinnuhópnum höfum við spjall-
að um það hvort hægt sé að nota
greiningar Skeggs í íslensku sam-
félagi. Við getum ekki talað um stétt
eins og Bretar tala um stétt en það eru
svo sannarlega mismunandi fé-
lagslegir hópar hér sem njóta mis-
munandi virðingar. Við tölum t.d.
stundum um lágmenningu og há-
menningu og maður sér að hér í sam-
félaginu eru hópar sem vekja
hneykslun eða er hlegið að. Þá er það
oft út af því að þessir hópar tala ekki
nógu góða íslensku. Þetta á t.d. við
um skinkurnar, vitnað er beint í þær
og gefið í skyn að vitsmununum sé
ábótavant. Eins er mikið lagt upp úr
því hvernig þær líta út og gert grín að
því. Ýjað að því að þær séu ekki nógu
eðlilegar og náttúrulegar. Það er eins
og við leyfum okkur mjög margt þeg-
ar við erum að tala um þær. Ef maður
fylgist með umræðu á netinu og í fjöl-
miðlum er stundum talað um þær á
dálítið hatursfullan hátt. Við leyfum
okkur að gera lítið úr þeim þar sem
þær þykja lágkúrulegar, mála sig of
mikið og klæða sig of lítið. Þetta er
eitthvað sem við leyfum okkur að
hneykslast á og þráðurinn í gegnum
umræðuna um þessar stúlkur má
segja að sé sá að við drögum mörkin á
milli okkar, sem erum smekkleg, og
þeirra, sem eru ósmekklegar,“ segir
Annadís.
Nútíma My fair lady
Annadís segir að tengja megi ís-
lenskt samfélag að vissu leyti við
rannsóknir Skeggs. Hún hefur skoð-
að sérstaklega hvernig lágstéttirnar
birtast í samtímamenningu og fjöl-
miðlum. Það er mikið til út frá for-
Veiðileyfi gefi
Fólk á það til að aðgreina sinn hóp frá öðrum með
því að telja hann smekklegri en annan og dálítið fág-
aðri. Rannsóknir á ímynd lágstéttarkvenna í breskri
samtímamenningu má að hluta til bera saman við
orðræðu íslensks samfélags um svokallaðar skinkur.
Skinka Jordan eða Katie Price hef-
ur oftar en ekki komist í sviðsljósið.
Um síðustu helgi var opnaður nýr ís-
lenskur vefmiðill undir nafninu inni-
hald.is en hann er ætlaður fyrir inni-
haldsríka umræðu um allt milli
himins og jarðar en einnig hugsaður
sem afþreyingarvefur. Þrjár íslenskar
konur standa að vefmiðlinum, þær
Anna Jóna Heimisdóttir stjórnmála-
og kynjafræðinemi, Sigrún Jóhanns-
dóttir lögfræðingur og Sæunn Ingi-
björg Marinósdóttir viðskiptafræð-
ingur. Samkvæmt því sem fram
kemur á síðunni er markmiðið „að
skapa vettvang fyrir vandaða þjóð-
félagsumræðu þar sem metnaður,
ábyrgð og virðing fyrir fjölbreytileik-
anum eru höfð að leiðarljósi. Leitast
er við að bakgrunnur, lífsviðhorf og
efnistök greinahöfunda séu sem fjöl-
breyttust, þannig að sem flestir mál-
svarar hafi á síðunni rödd“.
Farið er eftir ströngum siðareglum,
til dæmis þurfa pistlahöfundar að
gera grein fyrir heimildum sínum. All-
ir geta sent inn pistla og skrifað um
hvað sem þeim hentar, svo lengi sem
farið er eftir siðareglunum. Aðalefn-
isflokkarnir eru fjórir: þjóðfélagsmál,
heimili og fjölskylda, menning og
heilsa. Dæmi um efni pistla sem
þarna er að finna: Er munur á götulist
og annarri list? Verðbólga sjúkdóms-
greind. Og ótalmargt fleira.
Vefsíðan www.innihald.is
Knús Samvera konu og kattar er eitt af því sem sagt er frá í pistli á síðunni.
Innihaldsrík umræða um allt
Full ástæða er til að minna á kvik-
myndadaga Amnesty International
sem hófust í gær í Bíó Paradís og
standa til 13. nóvember. Yfirskrift
kvikmyndadaganna er (Ó)sýnileg og
vísar í starf samtakanna síðustu
fimmtíu ár. Félagar í samtökunum
neita að líta undan og krefjast þess
að mannréttindabrot séu gerð sýni-
leg en ekki reynt að fela þau.
Áhorfendum kvikmyndadaga er
boðið í ferðalag til allra heimshorna
og veitt innsýn í líf og aðstæður
fólks. Heimildarmyndir fela í sér til-
raun til að ljá hinum ósýnilegu rödd.
Sýndar verða tólf ólíkar myndir
sem allar hafa unnið til alþjóðlegra
verðlauna, hver með sína nálgun á
viðfangsefnið. Myndirnar segja frá
manneskjum og lífi þeirra í Kongó,
Níkaragva, Íran, Kamerún, Perú, Ind-
landi, Sýrlandi, Grænlandi, Palestínu
og Tétsníu. Peter Löfgren, framleið-
andi myndarinnar Travel Advice for
Syria, verður viðstaddur sýningu
myndarinnar 8. nóvember og svarar
spurningum að henni lokinni.
Sýningar eru alla dagana kl. 20:00.
Tólf ólíkar myndir frá ýmsum löndum
(Ó)sýnileg – kvikmyndadagar
Amnesty International
The Jungle Radio Gerist í Níkaragva og segir frá konu sem rekur útvarpsstöð.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Nú þegar hrekkjavakan er nýafstaðin
er þó nokkuð um að í verslunum séu
enn til grasker í tilefni hátíðarinnar.
Að matreiða úr keri þessu getur verið
hin besta skemmtun og frábær til-
breyting. Kjarnmikil graskerssúpa
hentar til dæmis vel á köldum vetr-
arkvöldum svo ekki sé talað um að
skera út kerin sér til skemmtunar og
nýta sem borðskraut. Um að gera að
vafra á netinu og finna uppskriftir
eða hvað annað sem tengist grasker-
um. Gott er að skera grasker í sneið-
ar, skella þeim í örbylgjuna í nokkrar
mínútur, pensla þær með ólífuolíu,
krydda með salti og pipar og kreista
sítrónusafa yfir, skella á grillið og
glóða (nú eða bara á pönnuna) og
nota sem meðlæti eða út í salat.
Endilega …
… nýtið gras-
kerin góðu
Skinka Jordan eða Katie Price er
heimsþekkt fyrir ýkt útlit.