Morgunblaðið - 03.11.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Hlíðarfjall er aldrei fallegra en eft-
ir að hvíta lakið er breitt yfir það.
Guðmundur og hans fólk drógu lakið
fram í vikunni með aðstoð æðri
máttarvalda og þegar hefur verið
troðin skíðagöngubraut sem opin er
daglega. Vonast er til þess að hægt
verði að opna svigbraut fljótlega.
Klúbbur matreiðslumeistara á
Norðurlandi færði í vikunni Fjöl-
smiðjunni á Akureyri 228.000 krón-
ur að gjöf. Uppæðinni söfnuðu þess-
ir gjafmildu kokkar á sýningunni
MATURINN 2011 sem haldin var í
íþróttahöllinni á Akureyri fyrr í
haust; seldu þar eftirrétti í þágu hins
góða málefnis.
Þengill Valdimarsson, húsgagna-
smiður og listamaður á Akureyri,
hélt eftirminnilega sýningu í Sjall-
anum á sínum tíma en þá komu um
1.000 manns á einum degi og skoð-
uðu list hans. Síðan eru liðin 25 ár,
hvorki meira né minna, og nú sýnir
Þengill loks á ný. Að þessu sinni í
heilsumiðstöðinni Orkulundi við
Viðjulund, sem rekin er af eiginkonu
hans, Sunnu Borg.
Á sýningu Þengils verða ljós-
myndir og sprautumyndirnar sem
margir muna eftir. Að auki einn
skúlptúr. Sýningin verður opin á
föstudagskvöldið kl. 20 til 23 og á
laugardag og sunnudag kl. 14 til 18.
Mikið verður um að vera í menn-
ingarmiðstöðinni Akureyri, sem ég
leyfi mér að kalla svo, næstu daga
eins og venjulega. Það væri líklega
fullt starf að fylgjast með öllu sem er
í boði, og það er auðvitað gott vanda-
mál. Nú stendur fólki til boða að
hafa áhrif á þróun menningarmála í
höfuðborg Norðurlands, á fundi sem
verður í Ketilhúsinu á morgun kl. 14
til 18.
Hulda Sif Hermannsdóttir,
verkefnastjóri hjá Akureyrarstofu,
vonast til þess að sem flestir mæti
og taki þátt í opnum hugarflugsfundi
um gerð nýrrar menningarstefnu.
„Það væri gaman að fá sem breið-
astan hóp. Þetta er frábært tækifæri
fyrir bæjarbúa til að koma hug-
myndum sínum í menningarmálum á
framfæri og hafa á þann hátt áhrif á
nýja menningarstefnu,“ segir Hulda.
Undirbúningur hefur staðið síð-
an í byrjun árs. Fimm hópar hófu þá
störf og velti hver fyrir sér einni list-
grein; sviðslist, sjónlist, ritlist og
tónlist og sá síðasti gaf gaum menn-
ingararfinum (söfnum og sögu). Á
fundinum verður farið yfir afrakstur
vinnuhópanna og kallað eftir hug-
myndum frá bæjarbúum og vöngum
velt yfir því hvernig málum verði
háttað í framtíðinni.
Felix Bergsson heldur útgáfu-
tónleika á Græna hattinum í kvöld, í
tilefni fyrstu sólóplötu sinnar, sem
hann kallar Þögul nóttin.
Hljómsveitin Dúndurfréttir
heldur tónleika í Hofi annað kvöld
og með í för verður söngvarinn Ei-
ríkur Hauksson. Þar verður rokkað
af mikilli list og innlifun.
Retro Stefson treður upp á
Græna hattinum annað kvöld en
þess má geta að sveitin ásamt fleir-
um verður með tónleika í Kvosinni í
húsnæði MA í kvöld.
Jónas Sig. og Ritvélar framtíð-
arinnar verða svo með tónleika á
Græna hattinum á laugardags-
kvöldið. Meðal meðlima sveitarinnar
með langa nafnið eru Kristjana Stef-
ánsdóttir, Ómar Guðjónsson og
Samúel Jón Samúelsson.
Áhugamenn um heimspeki takið
eftir; vikulegar samræður eru hafn-
ar á ný á Bláu könnunni, á sunnu-
dagsmorgnum milli kl. 11 og 12. Á
sunnudaginn kemur ræða Aðalbjörg
Steinarsdóttir og Helga María Þór-
arinsdótitr um heimspekilegar
vangaveltur með leikskólabörnum.
Troðfullur menningarpottur
Ljósmynd/Kristján
Fjölsmiðjan Gestirnir, Kristinn Jakobsson, Snæbjörn Snæbjörnsson, Júlía
Skarphéðinsdóttir, Guðmundur Helgason og Fjölsmiðjufólkið, María Berg-
vinsdóttir, Erlingur Kristjánsson forstöðumaður og Hannes Pétursson.
Morgunblaðið/Skapti
List Þengill Valdimarsson með
skúlptúr sem verður á sýningunni.
Stórsveit Öðlinga Félags íslenskra
hljómlistarmanna, FÍH, er að hefja
sitt annað starfsár. Fyrir skömmu
lék hún við messu í Seltjarnar-
neskirkju og á morgun, föstudag-
inn 4. nóvember, verður hún með
tónleika í Bókasafni Seltjarnarness
á hæðinni fyrir ofan verslunina
Hagkaup og á veitingastaðnum
Rauða ljóninu í sömu byggingu
strax á eftir. Fyrri tónleikarnir
hefjast klukkan 16 og þeir seinni
klukkan 17. Aðgangur er ókeypis.
Þegar félagar FÍH verða 60 ára
verða þeir sjálfkrafa Öðlingar FÍH.
Stórsveitin er eitt áhugamál þeirra
og eru sveitir eldri borgara í
Bandaríkjunum, svonefndar Hori-
zon Bands, fyrirmyndin. Þorleifur
Gíslason saxófónleikari og stjórn-
andi sveitarinnar, og Árni Ísleifs-
son hafa samið og útsett fyrir sveit-
ina en auk tvímenninganna eru
fleiri þekktir djassleikarar eins og
t.d. Árni Ísleifsson, Þórarinn Ósk-
arsson, Sæmundur Haraldsson og
Friðrik Theodórsson, formaður
Stórsveitar Öðlinga FÍH.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tónleikar Öðlingarnir spiluðu á Rauða ljóninu fyrr á árinu og endurtaka nú leikinn.
Stórsveit Öðlinga með tónleika á Rauða
ljóninu og Bókasafni Seltjarnarness
„Er fátækt á Íslandi meiri eða minni en víða annars staðar í Evrópu?“
er efni fundar sem fram fer föstudaginn 4. nóvember kl. 13-15 í sal
ÖBÍ á 9. hæð, Hátúni 10, Reykjavík. Fundurinn er haldinn í tilefni af
heimsókn frá samtökunum European Anti Poverty Network (EAPN).
Þau berjast gegn fátækt í Evrópu og hafa nokkur félaög á Íslandi
myndað samtök sem eru aðilar að þessum samtökunum.
Á fundinum mun Vilborg Oddsdóttir, formaður EAPN á Íslandi
flytja erindið: Er þörf á samtökum gegn fátækt á Íslandi? Tanya Bas-
arab flytur erindið: Fátækt í Evrópu og hvernig EAPN berst gegn
henni. Loks verður kynning á starfi EAPN í Noregi.
„Hrunið og kreppan hafa breytt miklu í samfélagi okkar. Efnalitlu
fólki og fátækum hefur fjölgað og það er andstætt þeim hugmyndum
og hugsjónum sem velferðarsamfélagið stendur fyrir. Félagasamtök
og stofnanir hafa vakið athygli á auknu óréttlæti og mikilvægi þess að
berjast gegn fátækt. Í þessum málaflokki gildir það sama og annars
staðar að sameinuð erum við sterkari,“ segir í frétt frá fundarboð-
endum.
Stofnfélagar samtakanna EAPN á Íslandi eru: Félag einstæðra for-
eldra, Geðhjálp, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Samhjálp,
Sjálfsbjörg og Öryrkjabandalag Íslands.
Félög sem berjast gegn fátækt hafa mynd-
að samtök – Fundur um fátækt á Íslandi
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Leiðbeiningar sem Vegagerðin hef-
ur samþykkt og vinnur eftir gera
ekki ráð fyrir veglýsingu á þjóðveg-
um utan þéttbýlis nema í undan-
tekningartilvikum. Þannig hefur
Vegagerðin ekki talið rétt að verja
fjármunum til að koma upp lýsingu á
Hellisheiði, svo dæmi sé tekið.
Mikill þrýstingur var á að gerðar
væru endurbætur á Reykjanesbraut
fyrir fimmtán til tuttugu árum,
vegna tíðra slysa sem þar urðu. Lýs-
ing brautarinnar kom inn í þá um-
ræðu og var meðal annars flutt
þingsályktunartillaga um málið vor-
ið 1994. Þingmenn Reykjaneskjör-
dæmis gerðu lýsingu brautarinnar
að forgangsverkefni í vegamálum á
árinu 1996. Vegagerðin andæfði en
það var að lokum pólitísk ákvörðun
sem réð því að ráðist var í verkið.
Þingmenn töldu að lýsingin myndi
fækka slysum um 30%.
Könnun á slysatíðni sem gerð var
fyrir og eftir lýsingu benti ekki til
þess að slysatíðni hefði minnkað á
nóttunni, ef eitthvað var fjölgaði al-
varlegum slysum. Aðstæður eru nú
mjög breyttar, því búið er að
breikka Reykjanesbrautina.
Nú eru vegagerðarmenn að slá út
öryggjum þannig að aðeins annar
hver staur lýsi. Talið er að það muni
spara allt að 10 milljónir kr. á ári.
Haft var eftir upplýsingafulltrúa
Vegagerðarinnar á mbl.is í fyrradag
að þar sem staurarnir skapi hættu
hljóti að koma til skoðunar hvort
fjarlægja ætti þá staura sem ekki
væru nýttir. Engin ákvörðun hefur
verið tekin um það.
Slysum fækkar um 10%
Óumdeilt er að vegfarendur njóta
þæginda upplýsts vegar. Öryggið er
meira umdeilt, sérstaklega með til-
liti til stofn- og rekstrarkostnaðar.
Sérfræðingar telja hagkvæmara að
auka öryggi með öðrum aðgerðum.
Málið hefur víðar verið til umræðu á
undanförnum árum og leiðbeiningar
um veglýsingu utan þéttbýlis sem
Vegagerðin gaf út 2009 tekur mið af
henni. Þess má meðal annars geta að
Bretar breyttu um það leyti stöðlum
um lýsingu þjóðvega sem eru sam-
bærilegir Reykjanesbrautinni. Þar
að baki liggur rannsókn á slysum að
næturlagi sem sýnir að lýsing er tal-
in fækka slysum um 10% en ekki
30% eins og áður var miðað við.
Í leiðbeiningum Vegagerðarinnar
segir að lýsa skuli vegi í þéttbýli og
þá ekki síst með tilliti til fótgangandi
eða hjólandi vegfarenda. Ekki er
gert ráð fyrir lýsingu þjóðvega.
Helstu undantekningarnar eru vegir
sem liggja samsíða göngu- og/eða
hjólreiðastígum, mislæg gatnamót
og hringtorg. Einnig er ætlast til að
kaflar með aukinni slysatíðni í
myrkri séu lýstir ásamt gangbraut-
um og göngu- og hjólreiðastígum
sem þvera vegi.
Ekki er við því að búast að slökkt
verði á lýsingu vegarins milli
Reykjavíkur og Mosfellsbæjar sem
var mikið baráttumál á sínum tíma.
Þar eru mörg hringtorg sem ber að
lýsa og kaflarnir á milli það stuttir
að þeir falla undir ákvæði um að
reynt skuli að hafa lýsingu sam-
fellda.
Þjóðvegir ekki lýstir utan þéttbýlis
Morgunblaðið/RAX
Reykjanesbraut Smám saman er verið að slökkva á ljósastaurunum.
Dregið úr lýsingu á Reykjanesbraut Gildi veglýsingar utan þéttbýlis umdeilt Vegagerðin vill að-
eins veglýsingu við hringtorg, mislæg gatnamót og þar sem von er á gangandi og hjólandi vegfarendum
„Mér finnst það muna mestu á
hinni akreininni, sem ekki er
lýst. Lýsingin var það þétt að
hún dugði ágætlega fyrir báðar
akreinarnar,“ segir Guðmundur
Steindórsson um breytingarnar
á lýsingu Reykjanesbraut-
arinnar síðustu daga. Hann hef-
ur ekið leiðina í 25 ár sem at-
vinnubílstjóri og er óhress með
að dregið skuli úr lýsingu.
Hann telur aðgerð Vegagerð-
arinnar benda til að slökkt verði
alveg á ljósunum í framtíðinni.
Guðmundur mótmælir sér-
staklega þeim rökum upplýs-
ingafulltrúa Vegagerðarinnar að
sumum þyki óþægilegt að hafa
lýsinguna í skafrenningi. „Hún
getur skipt sköpum, einmitt í
skafrenningi. Vegurinn sést og
staurarnir vísa veginn.“
Lýsing getur
skipt sköpum
RÚTUBÍLSTJÓRI ÓHRESS