Morgunblaðið - 03.11.2011, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Skilaboð ríkisskattstjóra um áhrif
dóms Hæstaréttar vegna fjármögn-
unarleigusamnings sem Íslands-
banki gerði við kraftvélar voru skýr.
Dómurinn breytti vissulega forsend-
um en á hinn bóginn tæki því alls
ekki að leiðrétta skattskilin.
Þetta kom fram á fundi efnahags-
og viðskiptanefndar Alþingis í gær-
morgun. Á fundinn komu fulltrúar
Samtaka fjármálafyrirtækja og
Samtaka iðnaðarins en fundinum
lauk með því að „fríður flokkur frá
ríkisskattstjóra“ eins og Þráinn
Bertelsson, varaformaður nefndar-
innar, orðaði það. Fulltrúar skatt-
stjóra voru fjórir, en SFF og SI
sendu hvort um sig tvo fulltrúa.
Þjónar engum tilgangi
„Eftir að þessi dómur gekk í
Hæstarétti Íslands fyrir stuttu hefur
embætti ríkisskattstjóra unnið að
því að greina dóminn og gera sér
grein fyrir því hvaða afleiðingar
hann hefur með tilliti til skattlagn-
ingar. Það er alveg ljóst að það eru
ýmsir sem þurfa að breyta virðis-
aukaskattskilum sínum. Lauslega
metið gætu þetta verið 100 til
150.000 skýrslur sem þarf að breyta.
Nettóniðurstaðan er engu að síður
núll, bæði fyrir atvinnulífið og fyrir
ríkissjóð. Það er því tillaga okkar,
sem við munum kynna fyrir fjár-
málaráðuneytinu, að menn láti við
það sitja, að það verði ekki farið að
fylla út þessar leiðréttingaskýrslur
af hálfu fyrirtækjanna, senda síðan
til skattayfirvalda sem kallar á
skráningu. Þetta er gríðarleg vinna,
þetta þjónar engum tilgangi, þetta
hefur ekkert að segja, það er engin
breyting hjá virðisaukaskattsskyld-
um aðilum.“
Með því að sleppa leiðréttingu
myndi bæði atvinnulífið og ríkið
spara sér fé og fyrirhöfn.
Hugsanlega þyrfti að hafa annan
hátt á hvað varðar aðila sem stunda
ekki virðisaukaskattsskylda starf-
semi, s.s. lækna og tannlækna en þau
tilfelli væru fá, hugsanlega 2-4% af
heildinni.
Dómurinn hefði einnig töluverð
áhrif á tekjuskatt. Í fyrsta lagi yrði
að breyta hvernig þeir hlutir sem
keyptir voru með ólögmætum samn-
ingum eru færðir til eignar. Þá yrði
að eignfæra hjá þeim sem gerðu
samningana en ekki hjá fjármögn-
unarleigufyrirtækjunum. Skúli lagði
til að þetta yrði gert upp í einu lagi
árið 2012, þ.e. fyrir þá sem gerðu
samninga við Íslandsbanka (Glitni)
og ekki væri deilt um.
Skúli sagði að embætti ríkisskatt-
stjóra teldi sig hafa skýra lagaheim-
ild tekjuskattskila. Um virðisauka-
skattskilin væri vafi á lagaheimild og
því myndi embætti ríkisskattstjóra
óska eftir að sett yrði bráðabrigða-
ákvæði inn í lög til að gera þetta
mögulegt. Með þeim orðum að ritari
nefndarinnar hefði lagt að honum að
hafa innganginn stuttan lauk hann
orðum sínum. „Þetta er bara snilld,“
sagði Þráinn Bertelsson þá.
Um 10-15.000 samningar
Nefndarfundurinn, sem var í
beinni útsendingu á Alþingisrásinni,
hófst með því að tveir fulltrúar Sam-
taka fjármálafyrirtækja komu fyrir
nefndina. Meðal þess sem kom fram
hjá Guðmundi Guðbjörnssyni var að
fjármögnunarleigusamningar, en
um einn slíkan snerist hæstaréttar-
dómurinn, væru um 10-15.000 og
snertu um 2.500 aðila. Óvíst væri til
hversu margra samninga dómurinn
tæki. Í dómi Hæstaréttar hefði kom-
ið fram að þótt þessi tiltekni samn-
ingur og tenging hans við erlendan
gjaldmiðil væri ólögmæt, kæmi einn-
ig fram í dómnum að slíkir samn-
ingar væru ekki allir ólöglegir.
Jóna Björk Guðnadóttir minnti á
að Landsbankinn og Lýsing hefðu
lýst því yfir að þeirra samningar
hefðu verið gerðir með öðrum hætti
og því teldu þessi fyrirtæki ekki að
dómurinn hefði fordæmisgildi fyrir
þau. Úr þessu yrði væntanlega skor-
ið fyrir dómstólum.
Leiðrétting þjónar engum tilgangi
„Þetta hefur ekkert að segja, það er engin breyting hjá virðisaukaskattsskyldum aðilum,“ sagði
ríkisskattstjóri Félagsmenn SI borgi af samningum í samræmi við fordæmið sem Hæstiréttur gaf
Morgunblaðið/Golli
Fjármögnun Vinnuvélar í Hafnar-
firði tilbúnar til útflutnings.
Árni Jóhannsson frá Sam-
tökum iðnaðarins sagði á
nefndarfundinum í gær að SI
ráðlegðu félagsmönnum sínum
að greiða af samningum í sam-
ræmi við dóm Hæstaréttar.
Fordæmisgildi dóms Hæsta-
réttar væri ótvírætt, hann gilti
um alla fjármögnunarleigu-
samninga, rekstrar-
leigusamninga „og öll þessi
leiguform.“
Árni sagði það tiltölulega
flókið og mikið nákvæmnisverk
að reikna samningana upp á
nýtt. Að mati ráðgjafarfyrir-
tækis sem SI leitaði til er um
tveggja tíma starf að endur-
reikna hvern einasta samning.
Örugglega yrði hægt að finna
einhverja skemmri leið, ein-
hverja grófa nálgun.
Þarf grófa
nálgun
ÓTVÍRÆTT FORDÆMI
BAKSVIÐ
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Forsvarsmenn hestamannafélagsins
Mána og Landssambands hesta-
mannafélaga eru ósáttir við að
Grindavíkurbær hafi gert þríhliða
samkomulag við hestamannafélagið
Brimfaxa í Grindavík og ferðaþjón-
ustufyrirtækið Fjórhjólaævintýri um
endurskilgreiningu og samnýtingu
slóða í nánd við Grindavík. Brimfaxi á
a.m.k. enn sem komið er ekki aðild að
Landssambandi hestamannafélaga.
Halldór H. Halldórsson, formaður
samgöngunefndar Landssambands
hestamannafélaga, telur Brimfaxa
ekki hafa umboð til þess að semja um
afnot á þessum slóðum. „Þeir verða að
vera aðilar að sameiginlegu reiðvega-
nefndinni sem starfar á þessu svæði
og bera svona samninga upp þar,“
segir Halldór. Að hans mati er þetta
samkomulag sambærilegt því ef
hestaleiga gerði samkomulag við
hægri bakvörðinn hjá Grindavík um
að forsvarsmenn leigunnar mættu
ríða inn á knattspyrnuvöll bæjarins
og æfa þar.
Hafna gagnrýni LH
Að sögn Hilmars Knútssonar, for-
manns hestamannafélagsins Brim-
faxa í Grindavík, gengur umrætt sam-
komulag út það að forsvarsmenn
Fjórhjólaævintýris fái að fara með
ferðamenn á fjórhjólum eftir slóðum
sem félagsmenn Brimfaxa hafa í
gegnum tíðina notast við. Merktir
reiðvegir falli ekki undir samkomu-
lagið og fjórhjólamennirnir hafi
skuldbundið sig til að virða forgang
hestamanna á þessum slóðum.
„Við erum búnir að vera að vinna í
aðalskipulaginu, við vorum að skil-
greina slóðana upp á nýtt, við skil-
greindum þá sem frístundavegi og
þar sáum við fyrir okkur að byggja á
því samkomulagi sem hefur verið á
milli hestamanna og Fjórhjólaævin-
týris, og svo ætlum við að bæta inn í
það Akstursíþróttafélagi Suðurnesja
og þeir munu verða í samstarfi um
viðhald og rekstur þessara slóða,“
segir Vilhjálmur Árnason, formaður
skipulags- og umhverfisnefndar
Grindavíkurbæjar. Hann tekur jafn-
framt fram að markmiðið með þessu
sé það að hestamenn og fjórhjóla-
menn geti nýtt slóðana í sameiningu
og komið saman að viðhaldi þeirra.
Loks tekur Vilhjálmur fram að
Grindavíkurbær hafi ekki haft frum-
kvæði að gerð samkomulagsins held-
ur hafi Brimfaxi og Fjórhjólaævintýri
leitað til bæjarins um gerð þess.
„Málið er það að ef við ætlum að
einskorða aðgengi við einn hóp
manna þá er ansi erfitt að opna perlur
landsins,“ segir Sigurður Óli Hilm-
arsson, einn af eigendum Fjórhjóla-
ævintýris. Sigurður telur boð og bönn
ekki vera árangursrík hvað þessi mál
varðar og spyr jafnframt hvort þessar
helstu perlur landsins eigi aðeins að
vera aðgengilegar einum hópi manna.
Að sögn Sigurðar stuðla nýjar skil-
greiningar Grindavíkurbæjar á þeim
slóðum sem fólgnir eru í samkomu-
laginu að betra viðhaldi á þeim og þar
af leiðandi minni slysatíðni.
Ósáttur við skipulagsnefnd
Björn Viðar Ellertsson, formaður
reiðveganefndar hestamannafélags-
ins Mána, segir að Máni sé eina viður-
kennda hestamannafélagið í Grinda-
víkurbæ og því sé lítið að marka
samkomulag Fjórhjólaævintýris og
Brimfaxa. „Grindavíkurbær hefur
verið að leyfa einhverja hluti sem þeir
geta kannski ekkert leyft,“ segir
Björn sem er ósáttur við skipulags-
mál í Grindavíkurbæ. Telur hann
skipulagsnefnd bæjarins vera halla
undir fjórhjólamenn og furðar sig á
því að nefndin hafi ekki fyrst leitað
álits forsvarsmanna Mána.
Brunað um reiðstígana
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Samnýting slóða Hér virðist samstarf hests og fjórhjóls um samnýtingu slóða ganga mjög vel þó svo að kring-
umstæður myndarinnar séu talsvert frábrugðnar þeim aðstæðum sem greint er frá í fréttinni. Mynd úr safni.
Landssamband hestamannafélaga gagnrýnir hvernig staðið var að gerð sam-
komulags um endurskilgreiningu og samnýtingu slóða í nágrenni við Grindavík
Hvernig eru reiðstígar skil-
greindir í vegalögum?
Engin nákvæm skilgreining er á
hugtakinu „reiðstígar“ í núgild-
andi vegalögum.
Í 1. mgr. 10. gr. laganna kemur þó
fram að reiðstígar teljast til al-
mennra stíga. En slíkir stígar eru
ætlaðir almenningi til frjálsrar
umferðar og þeim er haldið við
af fé ríkis eða sveitarfélaga. Í 26.
gr. sömu laga er heimild til þess
að veita í samgönguáætlun fé til
almennra reiðstíga samkvæmt
sérstakri áætlun sem ber að
gera í samráði við samtök hesta-
manna og sveitarfélög.
Spurt&Svarað
Málþing um miðborgina sem íbúða-
hverfi verður haldið í Tækniskól-
anum, áður Iðnskólanum á Skóla-
vörðuholti, laugardaginn 5.
nóvember kl. 11-15.
Þar munu íbúar leitast við að
svara ýmsum spurningum, s.s.
hvernig er að alast upp í 101, um
náttúruleg útivistarsvæði, frum-
kvæði íbúa, umferðaröryggi og
fleira.
Klukkan 11.45 verður þátttak-
endum skipt í hópa, þar sem málin
verða rædd og kl. 13 hefjast pall-
borðsumræður. Hópstjórar munu
leggja helstu spurningar sem upp
koma í hópastarfinu fyrir þá
borgarfulltrúa sem sitja í pallborði
en þeir eru: Eva Einarsdóttir, Gísli
Marteinn Baldursson, Karl Sigurðs-
son og Óttarr Proppé. Spurningar
úr hópastarfi verða í forgangi en
einnig verður svarað spurningum
úr sal ef tími vinnst til.
Málþinginu lýkur kl. 15 með því
að Ingvar Örn Ingvarsson fund-
arstjóri dregur saman helstu nið-
urstöður þess.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Iðnskólinn Íbúar miðborgarinnar hittast
til skrafs og ráðagerða á laugardaginn.
Miðborgin sem
íbúðahverfi
Hulda Guðmundsdóttir guðfræð-
ingur og Ásdís Káradóttir hjúkr-
unarfræðingur halda fyrirlestra
um makamissi hjá Nýrri dögun,
samtökum um sorg og sorgar-
viðbrögð, fimmtudaginn 3. nóv-
ember kl. 20.30 í safnaðarheimili
Háteigskirkju.
Hulda mun í fyrirlestri sínum
fjalla um það þegar makinn deyr í
blóma lífsins en Ásdís fjallar um
makamissi á efri árum.
Fyrirlestrar um sorg