Morgunblaðið - 03.11.2011, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011
SVIÐSLJÓS
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Félag nýrnasjúklinga hélt upp á 25 ára af-
mæli félagsins um liðna helgi og mættu þar
um 200 manns. Við það tækifæri var nýrna-
gjöfum veitt viðurkenning fyrir framlagið.
Þar á meðal voru sjö einstaklingar sem höfðu
gefið maka sínum nýra.
Jórunn Sörensen, formaður Félags nýrna-
sjúkra, segir að sl. sumar hafi félagið látið
hanna kort og barmmerki, sem það hafi fært
ígræðsluteymi Landspítalans að gjöf, en þeg-
ar nýrnagjafi útskrifast sé honum veitt þessi
viðurkenning. Fyrstu gjafarnir fengu við-
urkenningarnar í september sem leið og á af-
mælishátíðinni voru heiðraðir þeir sem hafa
gefið nýra síðan aðgerðirnar hófust á Land-
spítalanum 2003. „Við stóðum öll með tárin í
augunum og kökkinn í hálsinum og horfðum á
þennan hóp af hetjum, þennan stóra hóp, þar
sem allir höfðu fílhraustir lagst á skurð-
arborðið, látið fjarlægja alheilbrigt líffæri til
þess að hjálpa annarri manneskju,“ segir Jór-
unn. „Það er annað og meira en að segja
það.“
Jórunn segir að gjafarar séu nokkur
hundruð og félagið vilji veita þeim öllum við-
urkenningu en það geti ekki beðið um upplýs-
ingarnar vegna persónuverndar.
Nýtt líf – nýr aldur
„Við eigum heimsmet í gjafmildi á nýrum
sem lifandi gjafar,“ segir Jórunn, sem fékk
nýra frá Þorsteini Magnússyni, eiginmanni
sínum, fyrir um fimm árum. Hún segir að
margir undrist að makar geti passað saman
að þessu leyti, en hafa beri í huga að á lista
Scandiatransplant, samtaka sem skipuleggja
líffæraígræðslur á Norðurlöndum, séu mót-
takendur líffæra og gjafarar yfirleitt óskyldir.
Hins vegar þurfi auðvitað ýmislegt að passa
saman. Þar beri fyrst að nefna blóðflokka en
auk þess séu margar aðrar prufur gerðar áð-
ur en að ígræðslu kemur. „En sá sem þiggur
líffæri þarf að vera á ónæmisbælandi lyfjum
það sem hann á eftir ólifað svo hann hafni
ekki líffærinu,“ segir hún. „Ég segi nú reynd-
ar stundum í gríni: „Eins og mér dytti í hug
að hafna nýranu hans Þorsteins míns sem
hann gaf mér af góðum hug.“ En þetta er
svona og ég er orðin fimm ára, því þegar við
höfum þegið líffæri endurreiknum við ald-
urinn. Kona sem er miklu eldri en ég er til
dæmis bara eins árs. En þegar við fáum nýtt
líf byrjum við að telja upp á nýtt.“
Blæðandi krabbameinsæxli
Jórunn, sem er 68 ára, segir að það sé
skemmtilegt og mögnuð tilhugsun að þau
hjónin skulu deila nýra sem Þorsteinn hafi
fæðst með fyrir um 72 árum. Hún segir að
hún hafi veikst þegar hún var 54 ára, hafi þá
fengið streptókokka í blóði, en hafi þurft að
bíða í átta ár eftir nýju nýra. „Það gekk ekki
upp hjá mér að fá nýra og því var ég á bið-
lista í átta ár,“ segir Jórunn og áréttar að
ekki geti allir fengið nýra vegna ýmissa
þátta.
„Nýrun hurfu eins og dögg fyrir sólu,“
heldur Jórunn áfram. „Öll líffærin mín dóu en
öll lifnuðu aftur við nema nýrun. Ég var í
blóðskilun í átta ár og margir hafa spurt af
hverju maðurinn minn hafi ekki gefið mér
nýra strax. Hann vildi það en þá kom í ljós að
hann var með blæðandi krabbameinsæxli í
ristli. Það uppgötvaðist þá og þetta var mikil
tilviljun, en við erum bæði eldhress og lifandi
og förum í langar gönguferðir með hundana
okkar.“ Hún bætir við að Þorsteinn hafi þeg-
ar verið skorinn upp 1998. Æxlið hafi ekki
dreift sér og eftir að fylgst hafi verið með
honum í sjö ár hafi hann sagt að hann væri
álitinn heilbrigður og því tími kominn til þess
að láta reyna á skiptin. „Það gekk en þetta er
mögnuð reynsla og afskaplega lærsdómsrík.“
Nútímalífsstílssjúkdómur
Markmið Félags nýrnasjúkra er að styðja
alla þá sem veikjast af langvinnum nýrna-
sjúkdómum og aðstandendur þeirra. Jórunn
segir að nýrnabilun sé ýmist arfgeng, vegna
sjálfsofnæmis eða aldurstengd. „Því eldri,
feitari og meiri sykursýki sem þú færð því
meiri líkur eru á að nýrun bili. Þetta er eins
og hver annar nútímalífsstílssjúkdómur.“
Með nýra makans
Á 25 ára afmælishátíð Félags nýrnasjúkra á Grand Hótel Reykjavík sl. sunnudag komu meðal annars saman sjö hjón sem eiga það sameiginlegt að annar makinn er með nýra hins. Frá vinstri eru
hjónin Örn S. Eiríksson og Guðlaug Hulda Halldórsdóttir, Kjartan Þ. Kjartansson og Ásta Björk Friðbertsdóttir, Björn Magnússon og Aðalbjörg J Reynisdóttir, Ögmundur Einarsson og Magda-
lena Jónsdóttir, Jórunn Sörensen og Þorsteinn Magnússon, Rósa Jónsdóttir og Jóhann Jónsson, og Ursula Irena Karlsdóttir og Bragi Ingólfsson.
Í góðum gír á gjafanýra
„Eins og mér dytti í hug að hafna nýranu hans Þorsteins míns sem hann gaf mér af góðum hug“
Félag nýrnasjúkra á Íslandi 25 ára og stefnir að því að heiðra alla Íslendinga sem gefa nýra
Síðan 2003 hafa verið fram-
kvæmdar 57 nýrnaaðgerðir á
Landspítalanum. Jóhann
Jónsson, ígræðsluskurð-
læknir í Washington í Banda-
ríkjunum, kemur þrisvar á
ári og gerir aðgerðirnar með
sérfræðingum á Landspít-
alanum. Til að byrja með
voru aðgerðirnar tvær til þrjár í hvert skipti
en nú eru gerðar fjórar aðgerðir í hverri
komu Jóhanns, síðast í september og næst í
desember. Áður voru nýrnaígræðslur úr lif-
andi gjöfum framkvæmdar erlendis, einkum í
Danmörku eða Svíþjóð. Líffæraígræðslur úr
látnum einstaklingum hafa alla tíð farið fram
erlendis.
Hlutfall lifandi gjafa sem gefa nýra er mjög
hátt hérlendis og undanfarna tvo áratugi
hafa þeir verið um 70% allra nýrnagjafa. Alls
hafa verið gefin 224 nýru
(lifandi/látnir gjafar) og þar
af 139 nýru frá lifandi gjafa,
að sögn Hildigunnar Frið-
jónsdóttur á Landspít-
alanum, eina sérhæfða
hjúkrunarfræðings landsins í
ígræðslu.
Samkvæmt upplýsingum
frá Félagi nýrnasjúkra er skortur á líffærum
til ígræðslu. Kannanir hafi sýnt að um 80%
einstaklinga hafi sagt að þeir myndu sam-
þykkja að líffæri þeirra yrðu notuð til
ígræðslu, kæmi sú staða upp, en fæstir hafi
fyrir því að skrá þann vilja sinn og ræða hann
við nána ættingja. Allt að 40% aðstandenda
látins ættingja hafni brottnámi líffæra til
ígræðslu, en þeir sem samþykkja líffæragjöf
„upplifa að þeir eru að gefa um leið og þeir
eru að missa“.
Hafa framkvæmt 57 aðgerðir
NÝRNAAÐGERÐIR Á LANDSPÍTALANUM FRÁ 2003
Til hvers þurfum við nýru?
Að öllu jöfnu fæðist maðurinn með tvö
nýru í kviðarholi, sitt hvorum megin hryggj-
ar. Mikilvægasta verkefni nýrnanna er að
hreinsa úrgangsefni úr blóðinu sem síðar
skiljast út með þvagi. Nýrun stjórna einnig
vatns- og saltjafnvægi líkamans og fram-
leiða mikilvæg hormón sem stjórna blóð-
þrýstingi og blóðmagni. Ef annað nýrað er
fjarlægt, t.d. vegna þess að það er gefið
öðrum, eykur nýrað sem eftir er virkni sína.
Hverjir eru í mestri hættu á að fá
langvinnan nýrnasjúkdóm?
Þeir sem eru sykursjúkir, með háan blóð-
þrýsting eða eiga nána ættingja með
nýrnasjúkdóm. Einnig geta nýrun bilað
snögglega vegna annarra sjúkdóma eða
slysa en oft ná þau sér og starfa eðlilega að
nýju.
Hver eru helstu einkenni
nýrnasjúkdóma?
Þau eru lítil sem engin í upphafi en þegar
sjúkdómurinn er kominn á alvarlegra stig
finnur fólk fyrir þreytu, almennum slapp-
leika, minni matarlyst, kláða, getur átt erf-
itt með svefn og jafnvel að hugsa skýrt.
Einnig bólgna fætur og ökklar. Blóðprufa og
þvagprufa skera úr um hvort um skerta
starfsemi nýrnanna er að ræða.
Hvernig má hægja á sjúkdómnum?
Lækka blóðþrýstinginn með aukinni hreyf-
ingu, breyttu mataræði og lyfjum, halda
blóðsykri eðlilegum ef um sykursýki er að
ræða, ekki reykja og draga úr neyslu fæðu
sem er rík af eggjahvítuefnum.
Spurt&svarað