Morgunblaðið - 03.11.2011, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011
Láta skína í tennurnar
» Bráðabirgðastjórnin kaus sér nýjan for-
sætisráðherra á mánudag, Abdel Rahim el-
Keeb, en hann er verkfræðingur frá Tripoli
og var í útlegð í tíð Gaddafis.
» Áður höfðu leiðtogar herflokkanna í Mis-
rata hótað að ef ekki yrði kjörinn maður að
þeirra skapi myndu þeir grípa inn í atburða-
rásina með valdi.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Margir af leiðtogum herflokka óbreyttra borgara í
Líbíu, sem tóku þátt í að velta Muammar Gaddafi
úr sessi, ætla ekki að standa við loforð um að láta
vopn sín af hendi. The New York Times segir að
sumir þeirra beri því við að fyrst vilji þeir sjá
trausta og lögmæta ríkisstjórn í landinu að lokn-
um frjálsum kosningum.
Komið hefur stöku sinnum til átaka þegar reynt
hefur verið að fá herflokkana til að afvopnast og
segja heimildarmenn í Libíu að bráðabirgða-
stjórnin, sem þegar hafði takmarkaðan myndug-
leika, sé í miklum vanda vegna málsins. „Enginn
vill láta vopnin af hendi núna og margir ættbálkar
og borgir safna nú vopnum, til vonar og vara,“ seg-
ir Mahmoud Shammam, talsmaður stjórnarinnar.
Í Misrata og höfuðborginni Tripoli tóku her-
flokkarnir í reynd við allri stjórn þegar búið var að
hrekja herlið Gaddafis þaðan. Fráfarandi for-
sætisráðherra bráðabirgðastjórnar uppreisnar-
manna, Mahmoud Jibril, stakk upp á því sl. sunnu-
dag að stjórnin reyndi ekki að leysa upp
herflokkana heldur treysta tengslin við þá með því
að láta fulltrúa þeirra fá aðild að stjórninni.
Herflokkar neita að afhenda vopnin
Reuters
Nýr Forsætisráðherra Líbíu, Abdul
Raheem al-Keeb (t.v.), ásamt forseta
bráðabirgðastjórnarinnar.
Segjast vilja bíða þar til lýðræðislega kjörin stjórn taki við völdum í Líbíu
Tillögur um að fulltrúar herflokkanna fái aðild að bráðabirgðastjórninni
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Forsætisráðherra Grikklands,
Georg Papandreou, tókst með naum-
indum að fá ríkisstjórnina aðfaranótt
þriðjudags til að styðja tillögu sína
um þjóðaratkvæði um efnahags-
aðgerðir í tengslum við fjárhags-
aðstoð evruríkjanna. Leiðtogar
Þjóðverja og Frakka tjáðu hins veg-
ar Papandreou í gær að ekki yrði
samið á ný um skilyrði aðstoð-
arinnar. Grikkir yrðu að ákveða ekki
síðar en um miðjan desember hvort
þeir vildu vera áfram í evrusamstarf-
inu.
Ráðherrann þarf að komast yfir
aðra hindrun á morgun, föstudag,
þegar þingið greiðir atkvæði um van-
trauststillögu á stjórn hans. Kann-
anir sýna að mikill meirihluti
Grikkja er andvígur efnahags-
aðgerðunum en drjúgur meirihluti
vill hins vegar halda í evruna.
Sumir vilja þó taka upp gömlu
drökmuna. „Raunverulegi vandinn
er að við notum útlendan gjaldmiðil,“
segir Vasilis Serafeimakis, yfirmað-
ur hjá stóru olíu- og gasdreifing-
arfyrirtæki, Avinoil. „Ef við værum
með eigin gjaldmiðil gætum við að
minnsta kosti prentað peninga.“
Geta ekki keppt við tyrkneska
ferðaþjónustu
Sumir Grikkir minna á að þeir séu
alls ekki færir um að bjóða erlendum
ferðamönnum jafn góð kjör og til
dæmis grannþjóðin Tyrkir. Gengi
evrunnar sé einfaldlega of hátt.
En bent er m.a. á að strax og
ákvörðun verði tekin um drökmu
muni allir flýta sér að taka út evr-
urnar sem þeir eigi í bönkum. Þeir
muni því hrynja. The New York
Times bendir samt á að heims-
þekktir hagfræðingar eins og Nour-
iel Roubini, Kenneth Rogoff og
Martin Feldstein, einnig bandaríski
fjárfestirinn George Soros, segi að
Grikkir muni aldrei endurheimta
samkeppnishæfni sína með evrunni.
Drakman
heillar enn
suma Grikki
Reuters
Átök Papandreou á leið á spennu-
þrunginn stjórnarfund á þriðjudag.
Þjóðverjar og Frakkar setja frest
Risastór gengisfelling?
» Með miklum niðurskurði er
þegar búið að tryggja að af-
gangur verði á fjárlögum
Grikkja næsta ár ef undan-
skildir eru vextir af skuldum.
» Freistingin er því mikil að
hætta að borga og semja við
lánardrottna á ný. Ein leiðin til
þess væri að fleygja evrunni og
taka upp drökmu með afar
lágu gengi.
Andstæðingar hnattvæðingar mótmæla á ströndinni í Suðaustur-
Frakklandi en leiðtogar G-20 ríkjanna halda fund í Cannes í dag og þar er
mikil öryggisgæsla. Á spjaldinu stendur: „G 20 hópurinn passar sig vel og
tekur enga áhættu“. Barack Obama Bandaríkjaforseti og Hu Jintao Kína-
forseti verða á fundinum en honum stýrir gestgjafinn, Nicolas Sarkozy
Frakklandsforseti. Fremsti maðurinn ber grímu með mynd hans.
Reuters
Mótmæla fundi G-20
Leiðtogafundur hefst í Cannes í dag
Lögmenn Julians
Assange, stofn-
anda WikiLeaks-
vefjarins, hyggj-
ast áfrýja dómi
yfirréttar í Lond-
on í gær um að
framselja beri
Assange til Sví-
þjóðar.
Óvíst er þó
hvort hæstiréttur Bretlands tekur
málið fyrir.
Lögmennirnir sögðu að evrópsk
handtökuskipun, sem gefin var út á
hendur Assange að beiðni Svía,
hefði verið andstæð lögum en dóm-
ararnir, sem fjölluðu um málið í
gær, sögðu engan vafa leika á um
lögmætið. Hafnað var líka þeim
fullyrðingum lögmanna Assange,
að lýsing á þeim afbrotum, sem
hann er sakaður um að hafa framið,
væri ónákvæm. Assange er sakaður
um að hafa nauðgað tveimur kon-
um í Svíþjóð í fyrra.
Assange hyggst
áfrýja framsalsdóm-
inum í Bretlandi
Julian Assange
Bandaríkjamenn og Bretar and-
mæltu kröftuglega á alþjóðlegum
fundi í London í fyrradag öllum til-
lögum Rússa, Kínverja og fleiri
þjóða um að setja hömlur á tjáning-
arfrelsi á netinu. Síðarnefndu þjóð-
irnar vilja samning um að hvert ríki
hafi lögregluvald í þessum efnum á
heimavelli.
„Enginn borgari í nokkru ríki
ætti að þurfa að sætta sig við þrúg-
andi alþjóðareglur þegar þeir
senda tölvuskeyti eða tjá sig um
frétt á netinu,“ sagði Joe Biden,
varaforseti Bandaríkjanna. Hömlur
myndu einnig seinka tækniþróun.
Bretar eru hins vegar sakaðir um
tvöfeldni. Bent er á að David Came-
ron forsætisráðherra hafi í ágúst
rætt um að setja skorður við sam-
skiptasíðum sem notaðar voru til að
skipuleggja óeirðir. kjon@mbl.is
Andvígir ríkishöml-
um á netfrelsi
Vopnaðir norskir
lögreglumenn
réðust í gær inn í
félagsheimili
glæpasamtak-
anna Hells Ang-
els í Tromsdalen
í Troms og í Ósló.
Átta voru hand-
teknir og verða
þeir kærðir fyrir
gróf fíkniefnabrot. Einn þeirra er
49 ára gamall maður sem talinn er
vera æðsti leiðtogi samtakanna í
landinu, að sögn Aftenposten.
Rannsókn á meintum fíkniefna-
hring sem tengist lykilmönnum í
Hells Angels hefur staðið yfir um
hríð. Einn þeirra hefur verið í
gæsluvarðhaldi frá því um miðjan
júlí. kjon@mbl.is
Liðsmenn Hells
Angels handteknir
Umskipti virðast hafa orðið í röðum valdhafa í
Búrma, þeir keppast nú við að lofa umbótum og
segja að haldnar verði frjálsar kosningar á næsta
ári. Fréttaskýrendur segja að Thein Sien, sem tók
við forsetaembættinu af hinum geysilega valda-
mikla Than Shwe fyrr á árinu, hafi ásamt fleiri
herforingjum lengi viljað slaka á alræðisklónum.
Breytingin er mikil, nýlega voru um 200 and-
ófsmenn látnir lausir úr fangelsi og ritskoðun hef-
ur að verulegu leyti verið aflétt. Ráðherra þróun-
armála í Noregi, Erik Solheim, heimsótti nýlega
Búrma og ræddi þá m.a. við Thein Sein. „Hann var
alveg með það á hreinu að haldið yrði áfram á
braut lýðræðis,“ segir Solheim. „Þetta er eigin-
lega ótrúlegt, enginn hefði trúað þessu fyrir fáein-
um mánuðum.“
Blaðamaður Aftenposten spurði Shwe
Mann, sem áður var þriðji valdamesti maður
herforingjaklíkunnar, hvort friðarverðlauna-
hafinn Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnar-
andstöðunnar, fengi að taka þátt í lýð-
ræðisferlinu. „Það fer eftir því hvað
hún gerir. Fyrir okkar leyti er hún
velkomin,“ var svarið. kjon@mbl.is
Leiðtogar Búrma lofa lýðræði
Segja Suu Kyi geta tekið þátt í umbótaferlinu
Sagnfræðingurinn Thant Myint U segir að
enginn leiðtoganna í Búrma hafi jafn sterka
stöðu og Than Shwe hafði. Því hafi mynd-
ast valdatóm sem menn reyni nú að fylla,
hreyfing sé komin á margt. Aðrir segja
auk þess ljóst að herforingjunum líki
vel hrósið sem þeir fái nú erlendis
frá.
Líkar vel hrósið
BREYTT STAÐA OG VALDATÓM
Thein Sien