Morgunblaðið - 03.11.2011, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011
Tveir með öllu Þessir piltar áttu það svo sannarlega skilið að fá sér tvær með öllu í Bæjarins beztu pylsum í miðborginni og
þeir nutu þess út í ystu æsar, enda geta dugnaðarforkar orðið glorsvangir í erli dagsins og góðgætið rennur þá ljúflega niður.
Ómar
Allt frá því að
Göran Persson,
fyrrum forsætisráð-
herra Svíþjóðar,
fundaði með ís-
lenskum jafn-
aðarmönnum og
lagði þeim línurnar
að koma Íslandi inn
í ESB og taka upp
evru, er engu líkara
en heilabú samfylk-
ingarmanna hafi
frosið fast. Ekkert
annað mál kemst að og eru það-
ær og kýr jafnaðarstefnunnar á
Íslandi að þeim takist með góðu
eða illu að máta þjóðina inn í
þennan draum sinn.
Heilaþvotturinn er algjör.
Ríkisstjórnin hefur á örskömm-
um tíma náð undraverðum ár-
angri í afneitun staðreynda og
eyðileggingu málefnalegra for-
sendna í nær öllum málum er
landsmenn varða. Þannig verða
verkefni og röðun þeirra háð
stóra draumnum í höndum
ráðamanna en veruleiki lands-
manna og brýn þjóðarverkefni
fá að bíða. Flestir sjá þetta, m.a.
hrósa virtir erlendir fræðimenn
íslensku þjóðinni fyrir afstöðu
hennar í Icesave-málinu. Rík-
isstjórn Geirs Haarde fær sinn
skerf af hrósinu fyrir rétt við-
brögð á ögurstundu með setn-
ingu neyðarlaga, sem tók hag
þegnanna fram yfir hag óreiðu-
manna bankanna. Á daginn er
komið með úrskurði Hæsta-
réttar, að lögin standast gagn-
vart stjórnarskrá Íslands,
EES-samningnum og Mann-
réttindarsáttmála Evrópu. Sýn-
ir þessi niðurstaða að þjóðin
hafði hæft fólk í mikilvægustu
embættum, sem gátu brugðist
svo vel við stærsta efnahags-
legu áfalli í sögu þjóðarinnar. Í
raun má segja að þorri Íslend-
inga og vinir Íslands um heim
allan vinni með hag þjóðarinnar
fyrir augum og flestir sjá þetta
nema ríkisstjórnin, sem eyðir
öllum tíma í stríð gegn þjóðinni.
Þar sem heilaþvottur ríkir
gilda engin rök. Duttlungar ein-
ræðisherrans ræður för. Þess
vegna skiptir engu máli hvort
Evrópa stendur í logum, evran
er fallin, framundan eru við-
sjárverðustu tímar í sögu
mannkyns frá seinni heims-
styrjöld; ekkert fær breytt
plani íslensku ríkisstjórn-
arinnar að afhenda yfirráð
landsins til embættismanna í
Brussel. Ýmislegt er hægt að
kalla barnaskap en þegar kerf-
isbundið er unnið eftir reglunni
að tilgangurinn helgar meðalið
verður myndin önnur. Þjóðinni
má fórna til þess eins að draum-
ur ríkisstjórnarinnar verði að
veruleika.
Eitt af þeim verkfærum, sem
sköpuð hafa verið í þeim til-
gangi, er svokallað „frumvarp“
stjórnlagaráðs. Forsætisráð-
herra hefur boðað til forseta-
kosninga á næsta ári og til-
kynnt að kjósa eigi um
„frumvarpið“ í leiðinni. Forseti
Íslands, hr. Ólafur Ragnar
Grímsson, eyddi allri setning-
arræðu sinni á Alþingi í inni-
hald „frumvarpsins“ og boðaði,
að verið væri að gjörbreyta
grundvelli lýðveldisins bæði
með valdaminnkun flokka og
flokksforingja og einnig með
stórauknu valdi forseta Íslands.
Hvatti forsetinn þingmenn til
að rækilega taka afstöðu í mál-
inu, því enginn gæti vitað til
hvaða forsetaembættis væri
kosið, ef málin skýrðust ekki í
tæka tíð.
Undarlega hljótt
er enn um þetta mál
úr þingsölum en
fjölmiðlar ýmsir
halda því fram að
stóraukið lýðræði
sé hér á ferð. Við
nánari athugun
kemur ýmislegt í
ljós sem ekki er svo
fallegt eða í anda
aukins lýðræðis fyr-
ir þjóðina.
Í 67. gr. „frum-
varpsins“ er hug-
takið þjóð-
aratkvæðagreiðsla skilgreint
með eftirfarandi takmörk-
unum:
„Á grundvelli þeirra er
hvorki hægt að krefjast at-
kvæðagreiðslu um fjárlög, fjár-
aukalög, lög sem sett eru til að
framfylgja þjóðréttarskuld-
bindingum né heldur um
skattamálefni eða ríkisborg-
ararétt.“
Samþykki þjóðin ofan-
greinda skilgreiningu í þjóð-
aratkvæðagreiðslu er fordæmi
fengið um stjórnlagalegan
skilning sem gildir um allar
þjóðaratkvæðagreiðslur nema
annað sé tekið fram. Engin önn-
ur skilgreining er gefin sér-
staklega um þjóðaratkvæða-
greiðslur vegna synjunar
forseta á staðfestingu laga frá
Alþingi . Hefði þetta gilt í stað
núverandi stjórnarskrár hefði
þjóðin ekki fengið að kjósa um
Icesave. Verði þetta samþykkt
mun þjóðin ekki getað kosið um
þjóðréttarskuldbindingar við
afsal fullveldis Íslands til ESB.
Fæ ég ekki betur séð en hér
eigi að láta þjóðina binda hend-
ur sínar til að auðvelda inn-
limun Íslands í ESB. Lands-
menn fá heldur ekki að taka
afstöðu til einstakra greina,
meiningin er að innleiða nýja
stjórnarskrá í heild sinni og
kollvarpa stjórnarskrá lýðveld-
isins frá 17. júní 1944. Ætla al-
þingismenn virkilega að láta
það viðgangast að grundvöllur
Alþingis verði stórskertur, rík-
isráð lagt niður og flokksfor-
ingjar missi hlutverk sitt við
stjórnarmyndanir? Er það
raunverulega vilji Alþingis að
hendur Íslendinga verði bak-
bundnar og neyðarréttur þjóð-
arinnar afnuminn fyrir ESB?
Það er sorglegt að upplifa sí-
felldar árásir ríkisstjórnarinnar
á landsmenn og má þjóðin í
engu slaka á vörnum sínum.
Þótt ekki sé skrifað er það engu
að síður andi stjórnarskrár okk-
ar að ríkisstjórn sem ekki kem-
ur lögum í gegn á að fara frá.
Þetta atriði þarf að gera skýr-
ara með nýrri málsgrein t.d.
„Nú fellir þjóðin lög Alþingis,
sem forseti hefur synjað stað-
festingar og skal þá forsætis-
ráðherra biðjast lausnar fyrir
ríkisstjórnina og nýjar alþing-
iskosningar boðaðar innan
tveggja mánaða.“
Slíkt ákvæði hefði sparað
þjóðinni áþján síðustu ár og
ráðamenn fengið að fara frjálsir
ferða í hugarheimum án þess að
fórna þyrfti þjóðinni fyrir það.
Eftir Gústaf
Adolf Skúlason
» Verði þetta sam-
þykkt mun þjóð-
in ekki getað kosið
um þjóðréttarskuld-
bindingar við afsal
fullveldis Íslands till
ESB.
Gústaf Adolf
Skúlason
Höfundur er fv. ritari Smáfyr-
irtækjabandalags Evrópu.
Eina planið: að
binda hendur þjóð-
arinnar fyrir ESB
Engin von er til þess
að efnahagslífið rétti úr
kútnum nema að hér
verði stórauknar fjár-
festingar. Þannig verða
til aukin umsvif, ný at-
vinnutækifæri og aukin
tekjumyndun. Slíkt er
forsenda þess að við
vinnum á atvinnuleysinu,
bætum lífskjör og sköp-
um nýjar tekjuforsendur
fyrir ríkissjóð. Við erum
núna stödd í vítahring samdráttar,
eins og við öll þekkjum. Þann víta-
hring verðum við að rjúfa til þess að
rífa efnahagslífið upp úr þeirri stöðnun
sem er að verða viðvarandi.
Gott dæmi um þetta er sjávarútveg-
urinn. Þar eru miklar forsendur til
umtalsverðrar fjárfestingar. Hið lága
gengi krónunnar kemur sjávarútveg-
inum eins og öðrum útflutnings- og
samkeppnisgreinum að gagni. Fisk-
verð er tiltölulega gott. Engu að síður
er fjárfesting í sjávarútvegi í sögulegu
lágmarki. Það er mikið áhyggjuefni og
þetta ástand mun skaða okkur mjög
mikið til lengri tíma.
Hin litla fjárfesting mun eyðileggja
það samkeppnislega forskot á sjáv-
arútvegssviðinu, sem við höfum gjarn-
an notið í samkeppni við aðrar þjóðir.
Vitað er að í ýmsum samkeppn-
islöndum okkar stuðlar ríkisvaldið
beinlínis að fjárfestingum í sjávar-
útvegi, jafnvel með beinum fjár-
framlögum. Enginn gerir kröfu til
slíks hér á landi. En til stjórnvalda
verðum við að gera þá kröfu að þau
vinni ekki beinlínis gegn fjárfestingum
í sjávarútveginum. Það sjá allir hversu
háskalegt það er þegar fjárfestingar í
sjávarútvegi eru svona litlar sem raun
ber vitni um. Vegna hins mikla um-
fangs sjávarútvegsins í efnahagslífinu
mun lágt fjárfestingarstig í sjávar-
útvegi hafa mjög lamandi áhrif á efna-
hagslífið; jafnt til lengri og skemmri
tíma.
Ráðist á skuldavandann
Tvennt verðum við að horfa á í
þessu sambandi. Annað lýtur að hinum
almennu skilyrðum. Bankar og fjár-
málastofnanir verða að vinna hratt úr
skuldavanda fyrirtækja og heimila. Of-
urskuldugt atvinnulíf mun ekki hafa
burði til að fjárfesta né ráða til sín
fólk. Þetta á við um sjávarútveginn
eins og aðrar atvinnugreinar, þó að
fyrir liggi að skuldavandi sjáv-
arútvegsins í heild sé minni en í mörg-
um örðum atvinnugreinum.
Alltof lítil fjárfesting
í sjávarútveginum
Hitt vandamálið er þó
ennþá alvarlegra og í raun
alveg stórhættulegt. Frá
því að ríkisstjórnin var
mynduð hefur ríkt full-
komin óvissa um rekstr-
arumhverfi atvinnugrein-
arinnar. Þrátt fyrir að
skilyrði til rekstrar séu
ágæt í sjávarútveginum al-
mennt, hefur óvissan sem
umlykur fyrirkomulag fisk-
veiðistjórnar haft lamandi áhrif á sjáv-
arútveginn og tengdar greinar.
Þetta sjáum við birtast í hagtölum
um fjárfestingar í sjávarútvegi. Þær
hafa verið um 5 milljarðar króna á ári
frá og með árinu 2009. Miðað við hag-
tölur sem fyrir liggja er ekki óvarlegt
að ætla að þessi fjárfesting hefði getað
verið fjórum sinnum meiri, eða um 20
milljarðar á ári. Menn halda hins veg-
ar að sér höndum. Hreyfa sig sem
minnst vegna þeirrar óvissu sem rík-
isstjórnin hefur skapað í kringum
þessa mikilvægu atvinnugrein.
Þetta er stórhættulegt ástand og því
verður að linna. Við verðum að koma
fjárfestingarstiginu á eðlilegt ról.
Ekki einkamál sjávarútvegsins
Nú hefur líka safnast upp mikil fjár-
festingarþörf í atvinnugreininni. Nýjar
vinnsluaðferðir, t.d í uppsjávarveiðum
og vinnslu kalla á umtalsverðar fjár-
festingar, til þess að við getum nýtt
auðlindirnar með sem bestum og hag-
kvæmustum hætti. Svipaða sögu er að
segja úr öðrum þáttum sjávarútvegs-
ins. Miklar framfarir og tækninýj-
ungar hafa orðið án þess að okkar
sjávarútvegur hafi getað nýtt sér þær.
Því veldur að mestu sú óvissa sem
stjórnvöld bera alla ábyrgð á.
Þetta er ekki einkamál sjáv-
arútvegsins. Umsvif hans í þjóð-
arbúskapnum valda því að fjárfesting-
arstigið í greininni hefur umtalsverð
áhrif á hagkerfið í heild og á þær at-
vinnugreinar sem starfa í sambýli við
hann.
Heilu iðngreinarnar standa og falla
með fjárfestingarstiginu í sjávarútveg-
inum. Þegar það er svo lítið sem núna
streyma verkefnin úr landi. Keppi-
nautar okkar erlendis sitja ekki hjá á
meðan okkar helsta atvinnugrein getur
ekki hreyft sig vegna pólitískra
ákvarðana hér innanlands. Þeir skapa
sér forskot, sem mun hafa neikvæð
áhrif á lífskjörin hér á landi í bráð og
lengd. Og á meðan dragast umsvif
þeirra saman sem framleiða tækni-
lausnir fyrir sjávarútveginn hér innan-
lands.
Þessu verður að linna. Stjórnvöld
verða að höggva á þennan hnút.
Fjárfestingarnar geta
strax fimm- til sexfaldast
Í efnahagstillögum þeim sem við í
þingflokki Sjálfstæðisflokksins höfum
lagt fram er einmitt lögð á þetta mikil
áhersla. Við viljum virða þá sátt sem
náðist fyrir rúmu ári í endurskoð-
unarnefndinni um stjórn fiskveiða. Sú
nefnd er gjarnan kölluð sáttanefndin,
af því að henni tókst að ná saman um
markverðar tillögur í málaflokki þar
sem oft hafa staðið deilur um skipan
mála.
Með því að rjúfa óvissuna, skipa
málum með skynsamlegum hætti, er
ljóst mál að hér munu hefjast miklar
fjárfestingar í sjávarútvegsfyrirtækj-
unum. Mat okkar er, eftir samtöl við
stjórnendur í sjávarútvegi, að ætla
megi að fjárfestingar geti strax fimm-
til sexfaldast. Þörfin er orðin upp-
söfnuð og staða greinarinnar í heild
leyfir að hér geti farið af stað miklar
fjárfestingar. Þannig verða strax til ný
störf, auknar gjaldeyristekjur, aukin
umsvif og fleiri krónur í ríkiskassann.
Engin efnahagsleg viðreisn
án sjávarútvegsins
Það er því mikill ábyrgðarhluti að
tefla málum þannig, líkt og gert hefur
verið, að það bókstaflega komi í veg
fyrir að sjávarútvegurinn geti lagt sitt
þunga lóð á vogarskálarnar og stuðlað
að hagvexti og betri lífskjörum í land-
inu. Hvað sem öllu öðru líður hljótum
við að geta sammælst um að rjúfa
þessa efnahagslegu kyrrstöðu sem
stjórnvaldsathafnir hafa bókstaflega
skapað.
Og eitt skulum við öll hafa í huga.
Það verður engin alvöru viðreisn í
efnahagslífinu nema sjávarútvegurinn
geti tekið þátt í henni. Það er í hendi
stjórnvalda að skapa þær aðstæður og
slíkt má gera skjótt og útlátalaust
Eftir Einar Kristin
Guðfinnsson » Það verður engin al-vöru viðreisn í efna-
hagslífinu nema sjávar-
útvegurinn geti tekið þátt í
henni. Það er í hendi
stjórnvalda að skapa þær
aðstæður.
Einar K.
Guðfinnsson
Veitum sjávarútveginum tækifæri
Höfundur er alþingismaður.