Morgunblaðið - 03.11.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.11.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011 ✝ Óli Tynes Jóns-son fæddist í Reykjavík 23. des- ember 1944. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27. októ- ber 2011. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigtryggsson, læknir og tann- læknir, stofnandi og fyrsti prófessor við Tannlæknadeild Háskóla Ís- lands, fæddur á Akureyri 10.4. 1908, d. 11.2. 1992 og kona hans Jórunn (Lóa) Tynes, fædd á Siglufirði 28.2. 1913, d. 23.3. 1978. Systkini hans eru Jón Örn, f. 1938, maki Guðrún Mjöll Guð- bergsdóttir, þau eru búsett í Kanada, Ingvi Hrafn, f. 1942, maki Ragnheiður Sara Haf- steinsdóttir, Sigtryggur, f. 1947, maki Guðlaug Helga Konráðs- dóttir og Margrét, f. 1955 Eftirlifandi eiginkona Óla er Vilborg Halldórsdóttir, f. 25.9. 1937 í Reykjavík, foreldrar hennar voru Halldór Gíslason skipstjóri, f. 19.8. 1899, d. 7.12. 1999 og kona hans Sigr. Jenný einnig lengi við ljósvakamiðla sem fréttamaður, m.a. á Bylgj- unni og Vísir.is. Síðustu árin starfaði hann sem fréttamaður í erlendum fréttum á Stöð 2. Óli stundaði sjómennsku á fiskiskip- um á yngri árum og var um tíma fararstjóri á Spáni og Ítalíu, Ja- maica og víðar, og síðar far- arstjóri og skíðakennari í Sviss og Austurríki. Hann var einnig stöðvarstjóri í Jeddah í Saudi- Arabíu fyrir Arnarflug þegar þeir stunduðu þaðan pílagríma- flug. Á löngum fréttamannsferli sínum upplifði hann marga stór- viðburði. Hann fór tvisvar sem sjálfboðaliði á samyrkjubú í Ísr- ael og þegar 6 daga stríðið hófst 1967 var hann staddur í Ísrael. Í þorskastríðinu 1976 var hann fyrst um borð í Tý og Þór þegar breskar freigátur sigldu á þá og síðar sama ár um borð í bresku freygátunum Gurkha og Falmo- uth þegar þær sigldu á íslensku varðskipin. Óli tók virkan þátt í félagsstörfum. Hann var m.a. formaður froskmannafélagsins Syndasela, formaður félagsins Ísland-Ísrael, formaður Starfs- mannafélags Arnarflugs og sat í fulltrúaráði Sólheima. Útför Óla Tynes fer fram frá Fossvogskirkju í Reykjavík í dag, 3. nóvember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Magnúsdóttir, f. 30.7. 1909, d. 6.9. 1978. Fyrri kona Óla var Sigurdís Laxdal Eggertsdóttir, son- ur þeirra er Jón Gunnar, f. 1965, dóttir Jóns Gunnars og Þrúðar Hjelm er Eva Dögg, f. 20.7. 1983. Sonur hennar er Þráinn Berg, f. 9.6. 2007. Dætur Jóns Gunnars og Guðbjargar Ágústdóttur eru: Indíana Rut f. 15.5. 1997 og Kar- itas Ósk, f. 17.3. 2003. Sonur Óla og Guðnýjar Jónsdóttur er Jón Þór, f. 8.2. 1974, sambýliskona hans er Elín Björg Harðardóttir, börn þeirra eru Tryggvi Garðar f. 13.4. 2003 og Arna Sif, f. 21.5. 2009. Óli starfaði mest alla starfsævi sína sem blaða- og fréttamaður á ýmsum fjölmiðlum. Hann byrjaði ferilinn kornungur á Vísi og starfaði á Morgunblaðinu, Helg- arpóstinum, hjá Frjálsu Fram- taki við ýmis tímarit og var rit- stjóri vikublaðsins Fólks og ritstjóri tímarits Arnarflugs, „Örninn flýgur.“ Óli starfaði Ó, Jesú, bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. Þín umsjón æ mér hlífi í öllu mínu lífi, þín líknarhönd mig leiði og lífsins veginn greiði. Mig styrk í stríði nauða, æ styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta þá ljómi’ í mínu hjarta. Með blíðum barnarómi mitt bænakvak svo hljómi: Þitt gott barn gef ég veri og góðan ávöxt beri. (Páll Jónsson) Elsku besti afi, hvíl þú í friði, við stelpurnar þínar pössum ömmu Boggu og pabba fyrir þig. Þínar afastelpur, Indíana Rut og Karitas Ósk. Angurvær tregi sækir að. Fyrsta skarðið höggvið í stóran og samhentan barnahóp Lóu og Jóns Sigtryggssonar. Við bræð- urnir áttum næstum 67 ára sam- leið í leik og starfi og sameigin- lega 94 ár í blaðamennsku. Óli bróðir var ekki mikil söng- maður, en hann lifði dyggilega í anda texta Sinatra og My Way. 16 ára taldi hann frekari skóla- göngu óþarfa og gerðist pikkaló á Hótel Sögu þar sem hann rakaði inn þjórfé svo jafnaðist á við pró- fessorslaun föður okkar. Trixið að sjarmera konurnar því þá reka þær karlana til að taka upp veskið og þakka þessum fallega og kurt- eisa dreng, sagði hann mér og sýndi fátækum menntskælingi hróðugur seðlabúnt og glotti við. Það verður ekki af Óla Tynes tekið, að hann var mikið sjarmat- röll fram á síðasta dag, er hann gantaðist við hjúkkurnar, sem voru að hjálpa honum að undir- búa ferðalok, rétti þeim súkku- laðipakka til að setja fram á kaffi- stofu svo allir gætu fengið smakk, það væri ekki pláss í hans tösku. Í byrjun næsta árs hefði hann haldið upp á 50 ára blaða- mennskuafmæli, en 1962, réði frændi okkar Gunnar Schram hann á Vísi og þar með voru örlög hans ráðin. Hann starfaði í miðju margra stóratburða síðustu áratuga, kannski toppurinn er hann lýsti fyrir þjóðinni um borð í breskri freigátu hvernig engu munaði að Tý hvolfdi eftir ásiglingu Bret- anna. Við störfuðum saman á Morg- unblaðinu um árabil og á frétta- stofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar og við vorum saman í Round Table, en hann var fyrsti formaður þeirra samtaka sem hann stofnaði m.a. með Mats Vibe Lund. Allan þennan tíma dáðist ég, mismikið að vísu á stundum, að kaldhæðn- islegri kímnigáfu hans og stöð- ugri leit að öðruvísi fréttum, ein- hverju sem kæmi fólki til að brosa og hlæja, tilbreytni frá gráum hversdagsleik frétta af stjórnmál- um, aflabrögðum og grassprettu. Þessu hélt hann áfram fram á síð- asta dag blaðamennskuferilsins í sumar. Ég veðjaði stundum við sjálfan mig, er ég var inn á Vísir.is áður en ég smellti á fyrirsögn, að þetta væri Óla frétt, og innihald hennar ekki það sem ég ætti von á. Kom mér ekki á óvart er vinur okkar og fréttastjóri Kristján Már Unnarsson sagði mér að fréttir Óla hefðu ítrekað fengið mestan lestur dag eftir dag. Segir sitt um vinsældir hans að fréttin um andlát hans var mest lesna fréttin á Vísir.is tvo daga í röð. En þegar Óli var ekki á kafi í fréttum stundaði hann froskköf- un, bogfimi, júdó, skíðakennslu, fararstjórn, pílagrímaflugsstörf, Kibbutsstörf í Ísrael svo fátt eitt sé nefnt og flakkaði um heims- hornin. Algeng spurning í fjöl- skyldunni: „Veit einhver hvar Óli er?“ Oftast hafði móðir okkar ein- hverja hugmynd, en samt stund- um ekki. Einhvern tíma á tveggja ára tímabili hitti ég Jón Örn, elsta bróður okkar sem býr í Kanada, oftar en Óla Tynes, sem bjó u.þ.b. 200 m frá mér. En alltaf skilaði hans sér, brosandi, blíður og góð- ur. Þannig mun ég ætíð minnast hans og síðasta dílsins okkar. Hann lofaði að láta mig vita, sem blaðamannsskúbb heimssögunn- ar, hvort eitthvað væri í gangi handan landamæra lífs og dauða. Ef það kemur verður það örugg- lega undir grípandi fyrirsögn á Vísir.is. Ekki missa af því. Við Ragnheiður Sara, synir okkar og barnabörn syrgjum með Boggu og fjölskyldu, en gleðj- umst yfir lokum þrautargöngu elsku bróður. – ótj. góða ferð, vinur, og takk fyrir allt – Ingvi Hrafn Jónsson. Hinn 27.10. sl. lést heiðursmað- urinn og bróðir minn Óli Tynes Jónsson eftir erfiða en hetjulega baráttu við krabbamein. Ávarps- orðið okkar á milli var ætíð „her- mano“ eða bróðir þar sem við vor- um slarkfærir í spönsku. Óli var einstaklega ljúfur bróðir, yfirleitt sallarólegur og yfirvegaður en mjög ákveðinn ef það átti við. Þá var hann einstakur húmoristi. Við systkinin vorum alin upp við gott atlæti á Miklubraut 48. Við og foreldrarnir bjuggum á efri hæðinni en föðurafi og -amma, Sigtryggur Benediktsson og Margrét Jónsdóttir, í kjallar- anum. Það var ómetanlegt að alast þannig upp í faðmi stórfjöl- skyldunnar. Við urðum svo Hlíða- bundin að öll systkinin og sum börn okkar fluttu aftur í Hlíðarn- ar þegar tímar liðu. Þegar ég var fjögurra ára og Óli sjö vorum við einstaklega heppnir að eiga þess kost að fara saman í sveit á sumr- in að Fremra-Hálsi í Kjós til þeirra heiðurshjóna Ingibjargar Eyvindsdóttur og Jóns Sigurðs- sonar. Strax fyrsta sumarið fór- um við að kalla þau pabba og mömmu sem við gerðum ætíð síð- an og áttum síðan tvö sett af for- eldrum. Fyrstu sumrin okkar í Kjósinni var ekkert vélknúið farartæki á bænum og því kynntumst við ýmsum aldagömlum búskapar- háttum. Ef smalað var eða farið milli bæja voru gæðingar söðlaðir og farið geyst. Við bræður áttum jafnan góðar stundir þegar við minntumst sælutíma í sveitinni. Ég hef mjög oft fengið þá spurn- ingu hvort Óli væri albróðir minn og ef svo af hverju ég væri ekki líka Tynes. Ég skýrði þá enda- laust út og geri enn að Óli væri Jónsson eins og ég en hefði verið skírður Óli Tynes. Skýringin er sú að móðurafi okkar, Ole Andr- eas Olsen Tynes, dó 1944, sama árið og Óli fæddist. Þar sem ætt- arnafn móður okkar en ekki föður var Tynes erfist það ekki og því var Óli skírður ættarnafninu í höfuðið á afa okkar. Hann var norskur útgerðarmaður og síldar- saltandi á Siglufirði og hafði að sögn kunnugra til að bera ótrú- lega kímnigáfu. Annars er nafnið Tynes þannig tilkomið að frá heimabæ afa, Sykkylven á Suður- mæri í Noregi, skagar lítið og lágt nes út í fjörðinn sem heitir auðvit- að „Tynes“. Óli bróðir var sannkallaður lestrarhestur. Fyrir vikið var hann fjölfræðingur um heimsmál- in og átök mannskepnunnar um víða veröld enda skrifað erlendar fréttir í áratugi. Þess á milli átti hann uppátæki eins að byrja með dálkinn „Sandkorn“ á Vísi og bar ábyrgð á að snúa allra þjóða bröndurum upp á sárasaklausa Hafnfirðinga. Hann átti ótrúlega fjölbreyttan starfsferil að baki og hafði ferðast vítt og breitt um heiminn. Við sát- um oft löngum stundum og rædd- um orustur, stríðsátök og hvað væri handan við hornið í þeim efn- um. Hann var einn mesti her- fræðingur landsins. Hann lagði stund á froskköfun, júdó, skot- og bogfimi og var mikill göngugarp- ur. Þegar hann byrjaði í júdó sem unglingur var hann gjarn á að nota mig sem æfingagínu og skutla mér milli herbergja í kjall- aranum hjá afa og ömmu. Elsku bróðir, þín verður sárt saknað. Við Gulla biðjum guð að blessa þig og Boggu, syni þína og fjöl- skyldur þeirra og aðra aðstand- endur. Sigtryggur Jónsson. Elsku bróðir, mágur og frændi. Hér á Kastalavegi ríkir mikil sorg við ótímabært fráfall þitt. Það er svo margt að minnast á, margar glaðar stundir Þannig var það ætíð þegar fagnaðarfundum okkar bar sam- an á nokkurra ára fresti, annað hvort á Fróni eða í Kanada, eða eins og þú nefndir það, í henni Ka- nödu. Þó ár liðu á milli samfunda þá tókum við upp þráðinn eins og við hefðum síðast sést daginn áður. Þínar tíðu og velkomnu hringing- ar til okkar áttu að sjálfsögðu sinn þátt í því. Það voru ekki bara við þrjú sem hlökkuðum til þegar von var á heimsókn ykkar Boggu, en líka vinir okkar sem þið hittuð yfir ár- in, og litu á ykkur sem góða vini og hafa sent samúðarkveðjur. Við söknum þín ólýsanlega, en eigum ótal hugljúfar endurminn- ingar sem aldrei fyrnast. Vertu sæll. Guð blessi þig og Boggu og alla aðstandendur. Jón Örn, Guðrún og Haukur Hávar. „Du skal få en dag i moro som ren og ubrukt står…“. Svoleiðis orti Alf Pröysen vísnaskáld um bjartsýnina og æðruleysið. Þessir eiginleikar fannst mér alltaf ein- kenna Óla frænda. Hann var einnig búinn þeirri náðargjöf að kunna að segja skemmtilegar sögur. Því var einnig þannig farið hjá öfum okkar og þeim systkin- um. Þau voru þekkt fyrir að kunna listina að segja frá og tvinna frásögnina fyndni. Þær voru víst margar skemmtistund- irnar við eldhúsborðið á Tynes. Foreldrar okkar voru dugleg að halda saman Tynes-hópnum og minnist ég margra skemmtilegra jólaboða. En á fullorðinsárum höfum við frændur ekki svo sem mikið verið að þvælast fyrir hvor öðrum, en alltaf átt góða stund, þegar leiðir okkar lágu saman. Nú þegar Óli kveður okkur hérna megin og heldur á vit æv- intýranna hinum megin, þakka ég honum samferðina. Ég er viss um að hann fylgir lífsspeki Pröysen þar, rétt eins og hér. Svo er aldrei að vita nema hann laumi til okkar skondinni frétt úr þeim héruðum. Ég votta Vilborgu, sonum og barnabörnum samúð mína. Jón Arvid Tynes. Óli Tynes var æskuvinur okkar og frændi og ólumst við saman upp í Hlíðahverfinu, þar sem Öskjuhlíðin var þakin allskyns menjum frá seinni heimsstyrjöld- inni og Klambratúnið var sveit í borginni. Óli var alltaf léttur í bragði og yfirleitt stutt í hans kitl- andi hlátur og upplifðum við mörg ævintýrin saman. Þó okkar leiðir skildi að hluta upp úr fermingu vegna dvalar á heimavistarskól- um o.fl. var þeim mun skemmti- legra þegar leiðir lágu saman á ný. Það var svo margt sem við átt- um sameiginlegt frá okkar æsku- árum bæði innan fjölskyldunnar og ekki síður það sem við aðhöfð- umst utan hennar og án hennar vitneskju. Óli var strax í æsku grúskari og var ávallt leitandi að fróðleik og fréttum af umheiminum, með- an við frændur hans sinntum meir staðbundnum málum. Hann var mjög ungur orðinn læs á enska tungu og las mikið og hlustaði einnig á enskar úvarpsstöðvar, þegar við bræðurnir létum „guf- una“ nægja. En þessi mismun- andi afstaða til heimsmálanna breytti engu á þeim tíma um vin- skap og samskipti okkar. Smám saman fórum við að þroskast og starfa við ólík störf og þá minnk- uðu samskiptin töluvert eðli máls- ins samkvæmt, en vináttuböndin ávallt sterk þegar á reyndi. Hin seinni ár var sambandið ekki mikið en væntumþykjan leyndi sér ekki þá sjaldan við hitt- umst. Það var okkur því mikið áfall þegar við fréttum af hans veikindum og hittum hann á Landspítalanum fárveikan, en hann bar sig vel að vanda, enda var Óli alla tíð nokkuð fámáll um sín persónulegu mál og fór ekki með þau á torg. Við bræðurnir kveðjum nú frænda okkar Óla Tynes og þökk- um fyrir það sem hann var okkur og ekki síður þær fjölmörgu skemmtilegu æskuminningar, sem nú leita á hugann. Við vottum Vilborgu konu hans, sonum og öðrum nákomn- um okkar innilegustu samúð. Guðmundur og Kjartan Lárussynir. Íbúar Sólheima og fulltrúa- ráðsmenn kveðja í dag góðan dreng og öflugan liðsmann, Óla Tynes, fréttamann. Óli fylgdist náið með starfi Sólheima í áratugi og var þar tíður gestur ásamt Vil- borgu eiginkonu sinni vegna bú- setu Gísla Halldórssonar, bróður Vilborgar, að Sólheimum. Síðustu tíu ár átti Óli sæti í fulltrúaráði Sólheima, en áður hafi Óli verið kjörinn talsmaður aðstandenda og formaður aðstandendaráðs Sólheima. Óli fylgdist alla tíð vel með starfi og uppbyggingu Sólheima og sem fulltrúaráðsmaður lét hann málefni Sólheima sig miklu skipta, ritaði fjölda blaðagreina jafnt til kynningar á starfi Sól- heima og tók kröftuglega til varn- ar ef á málstað Sólheima var hall- að. Hann setti jafnan svip á fulltrúaráðsfundi og samkomur að Sólheimum með sinni glað- værð og bjartsýni og var manna fyrstur til að fagna hverjum áfanga í starfi og hvetja menn til dáða. Á fögrum degi í vor stóðum við tveir saman fyrir utan Vigdísar- hús að Sólheimum og ræddum sem oftar málefni Sólheima. Óli var þá nýkominn út af sjúkrahúsi eftir læknisaðgerð, bjartsýnn að venju. „Það er sama hvort það er krabbamein eða erfiðir stjórn- málamenn sem við er að eiga. Hvor tveggja kann að vera slæmt, en eina svarið er að halda ótrauður áfram.“ Þetta svar finnst mér táknrænt fyrir Óla og lífsviðhorf hans. Með nærveru sinni og bjartsýni lýsti hann oft upp veginn framundan fyrir okk- ur sem áttum samleið með hon- um. Fyrir hönd íbúa Sólheima, framkvæmdastjórnar og fulltrúa- ráðsmanna flyt ég Vilborgu og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Góður drengur er genginn. Við hin lútum höfði og þökkum sam- fylgdina. Pétur Sveinbjarnarson. Óli Tynes var jafnan á flugi; ef ekki í huganum, þá í rauninni. Hann var heillaður af flugvélum, ekki síst hervélum – og reyndar var hann lærður vel í stríðum og stórskotum. Einmitt þar var þversögn hans að finna, því frið- samari manneskju var vart hægt að hugsa sér. Íbyggin róin í svip hans var smitandi; nærvera hans alltaf jafn þægileg og rík, en um- fram allt sönn. Samstarf okkar og vinskapur hófst á Helgarpóstinum fyrir ríf- um aldarfjórðungi, en báðir vor- um við reyndar Vísismenn að upplagi, sem þétti kærleikann. Fyrir ungan blaðamann var það ígildi langskólanáms að hlusta á sögur Óla og lífsreynslu; úr flug- ævintýrum og eldgosum, en óneitanlega risu sögurnar hæst þegar talið barst að þorskastríð- um. Nema hvað. Óli var brautryðjandi í blaða- mennsku. Hann var enda sögu- maður af bestu gerð sem lét vera að fleyta kerlingar en lýsti frem- ur atburðum á dýptina. Yfirgrips- mikil söguþekking hans kom sér vel á fréttastofu Stöðvar 2 þegar hver heimsfréttin rak aðra eftir fall múrsins. Sjálfur virtist Óli hafa tekið þátt í heimsstyrjöldun- um báðum – og gott ef ekki Napó- leónsstríðinu líka. Nú er friðsami stríðsmaðurinn fallinn. Hann kennir mér ekki lengur að skjóta af lásboga úti í þjóðgarðinum á Þingvöllum eins og forðum daga. Og ekki heldur hvernig Bristol Beaufighter léku þýsku borgirnar grátt. Já, stríðið kann vissulega að vera tapað, en eftir situr friðurinn – og ekki síð- ur þakklætið fyrir að hafa kynnst einstökum manni, hlýjum vini og góðum dreng. Sigmundur Ernir Rúnarsson. Það er ekki hægt annað en kveðja vin minn Óla Tynes eftir að hann kvaddi okkur þjóðina og vini sína í sjónvarpinu á fimmtu- daginn var. Fyrir aðeins viku. Óla kynntist ég árið 1980 þeg- ar við unnum hjá Frjálsu fram- taki og fengum það skemmtilega verkefni að búa til tímaritið Fólk. Óli var yndislegur ritstjóri, skap- góður, réttsýnn og skipulagður. Hann var sérstaklega stríðinn og oftar en ekki hélt samstarfsfólkið að það væri nú eitthvað meira á milli okkar en samvinna. Það voru morgnanir sem ég sagði: „Oh, ég vaknaði í nótt með svo góða hugmynd og nú er ég búin að gleyma henni.“ „Elskan mín, þú áttir bara að vekja mig,“ sagði Óli þá háalvarlegur á svip. Sem betur fer átti Óli skiln- ingsríka og yndislega konu, hana Boggu. Svo sérkennilega vildi til að nokkrum árum varði ég í að starfa hálfan daginn með Óla við blaðamennsku og hálfan daginn sem læknaritari á Landakotsspít- ala þar sem Bogga konan hans vann. Þvílíkt sjarmatröll. Alltaf brosandi, alltaf glöð og ekkert sem kom henni úr jafnvægi. Á þessum rúmu þrjátíu árum hafa Óli Tynes Jónsson ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ERLENDUR BJÖRNSSON prentari, Hjallaseli 20, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 1. nóvember. Aðalheiður Jónsdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Björn Vilhelmsson, Björn Erlendsson og afabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.