Morgunblaðið - 03.11.2011, Síða 25

Morgunblaðið - 03.11.2011, Síða 25
✝ Sveinn HalldórHermann Frið- björnsson fæddist í Hnífsdal 23. apríl 1929. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. október 2011. Foreldrar hans voru hjónin Sólveig Steinunn Pálsdóttir, f. 30. nóvember 1899, d. 21. febrúar 1993, og Friðbjörn Helgason, f. 5. október 1883, d. 24. september 1946. Sveinn giftist Jóhönnu Sig- rúnu Ingvarsdóttur, f. 1. janúar 1933, hinn 5. júní 1954. Börn þeirra eru 1) Salbjörg Sveins- dóttir Hotz, f. 5. ágúst 1953, mað- ur hennar er Peter Eugen Hotz, Fyrstu árin starfaði hann við sjó- mennsku og var meðal annars stýrimaður frá 19 ára aldri, á þá- verandi Páli Pálssyni sem gerður var út frá Hnífsdal. Meirihluta starfsævinnar starfaði hann við hin ýmsu störf í landi, þá að- allega að steypa múrsteina, við hleðslu húsa og við múrverk. Hann starfaði einnig um tíma hjá Steypustöðinni á Ísafirði. Síðustu ár starfsævinnar starfaði hann hjá Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal. Hann hafði sterkar rætur til Grunnavíkur og var einn af stofnendum Grunnvíkingafélags- ins. Hann var einn af síðustu hjarðsveinum landsins, þar sem hann sat yfir ánum í Grunnavík frá unga aldri, en þar komst hann fyrst í berjatínsluna. Hann var mikill náttúrumaður og fast- ur liður á hverju hausti var ber- jatínsla og að safta fyrir vet- urinn. Síðastliðið haust var hann ákaflega iðinn við berjatínsluna. Útför Sveins fer fram í Ísa- fjarðarkirkju í dag, 3. nóvember 2011, kl. 14. f. 30. nóvember 1949, börn þeirra eru: a) Astrid Hotz, f. 9. ágúst 1988, b) Tanja Hotz, f. 23. maí 1991. 2) Ingvar Friðbjörn Sveins- son, f. 15. júní 1956. 3) Jón Hermann Sveinsson, f. 10. ágúst 1957. Börn hans: a) Örn Her- mann Jónsson, f. 21. júní 1980, kona hans er Rebekka Hilmarsdóttir, f. 16. apríl 1984. b) Jóhann Ásgeir Jónsson, f. 4. apríl 1984, d. 30. júlí 2000. Móðir þeirra er Erna Stefánsdóttir f. 25. maí 1957. Sveinn ólst upp í Grunnavík til 15 ára aldurs, þá flutti hann til Hnífsdals og bjó þar til æviloka. Miðvikudaginn síðastliðinn féll frá fyrrverandi tengdafaðir minn, 82 ára. Með honum er gengin ein af alþýðuhetjunum. Sveini kynntist ég 16 ára þeg- ar ég kom á heimili þeirra hjóna, þá vinkona Salbjargar dóttur þeirra. Síðar giftist ég Jóni syni hans og varð tengdadóttir. Við bjuggum í Hnífsdal og þar ólust drengirnir mínir upp. Heimili afa og ömmu var ávallt þeirra annað heimili. Þar var þeim tekið opnum örmum og þar áttu þeir alltaf skjól. Öddi eldri sonur minn var ekki hár í loftinu þegar hann var far- inn að skottast út í skúr með afa að smíða. Meðan hendur voru litl- ar var byggt úr einangrunar- plasti en seinna urðu smíðarnar fjölbreyttari og á hverju sumri voru byggðir hinir skrautlegustu kofar sem drógu að sér börnin í þorpinu. þeir brölluðu margt saman afi og Öddi og það var allt- af til tími fyrir strákinn. Svenni vann alla tíð mikið og hlífði sér hvergi. Hann var hjálp- samur og greiðvirkinn og það var alltaf gott að leita til hans. Ég varð þess aðnjótandi að vinna með honum á tímabili og betri samstarfsmann var ekki hægt að hugsa sér. Ég man aldrei eftir því í þau tæpu fjörutíu ár sem ég þekkti þennan mann að hafa séð hann skipta skapi og hann bar ekki tilfinningar sínar á borð. Af honum stafaði alltaf mikil hlýja og hann hafði góða nærveru. Hann hafði skemmtilegan húmor og var með sinn orðaforða yfir hinar ýmsu athafnir og hluti. Þegar hann var að fara að sofa eða leggja sig sagðist hann vera að fara inn að „ryksuga“. Gler- augun sín kallaði hann „ratar“ og seðlaveskið var „stóra veskið“, sleggja sem hann átti hét „Þur- íður“ og þegar hann tók sér pásu í vinnu sagðist hann þurfa að fara að fá sér „svona sjö, átta sígar- ettur“. Hann var alla tíð mikill áhuga- maður um berjatínslu og það var eins með hana og önnur verk sem hann tók sér fyrir hendur, hann tíndi ber af ákafa og vildi hafa mikið. Stundum féllust okkur hendur yfir magninu sem hann kom með heim. Hann lét ekki veikindi síðustu ára aftra sér frá að njóta þessa tómstundagamans síns. Hann upphugsaði sínar að- ferðir og leiðir til að geta farið til berja. Fyrir ellefu árum dó Jóhann yngri sonur minn og var hans sárt saknað af öllum sem til hans þekktu og ekki síst afa og ömmu sem hann hafði átt sitt annað heimili hjá. Meðan Jóhann lifði fékk hann líka að skottast með afa í skúrnum en sökum fötlunar sinnar var hann ekki eins mikið við smíðar og Öddi bróðir hans heldur smíðaði afi fyrir hann. Minnist ég sérstaklega mikillar gleði með fánastangir sem afi svo þolinmóður bjó til fyrir hann af öllum stærðum og gerðum og amma saumaði skrautlega fána á. Nú hafa þeir tveir hist að nýju í öðrum heimi og ég er sannfærð um að það hafa verið miklir gleði- fundir. Ég votta Jóhönnu, Salbjörgu, Jóni og Ingvari, tengdabörnum og barnabörnum innilega samúð mína. Megi Guð varðveita þau og veita þeim styrk. Minning um góðan mann lifir. Erna. Sveinn Halldór Her- mann Friðbjörnsson MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011 leiðir okkar oft legið saman, ekki síst í gegnum góða vinkonu okk- ar Óla og Boggu, hana Soffíu, sem nýverið flutti til Suður-Afr- íku. Eftir að einkadóttir Soffíu, Björk, flutti til Suður-Afríku með eiginmanni sínum urðu Bogga og Óli klettarnir í lífi Soffíu. Þar kom þeirra fallega innræti í ljós. Margar góðar minningar á ég um Óla. Einhverju sinni fór fyr- irtækið á árshátíð á Þingvöllum og eftir rútuferð í bæinn var farið í leigubíla. Við Óli lentum í bíl með konu sem hafði kíkt aðeins of djúpt í rauðvínsflöskurnar og sofnaði í leigubílnum. Hvorugt okkar hafði hugmynd um hvar hún byggi, svo við höfðum engin önnur ráð en rúnta bara um bæ- inn í leigubílnum með sofandi konuna á milli okkar þar til hún vaknaði og gat sagt hvar hún byggi. Óli borgaði bílinn. Elsku Óli. Ég mun alltaf minn- ast þín með mikilli hlýju og vænt- umþykju. Þú varst einn af fyrstu leiðbeinendum mínum í blaða- mennsku og þótt við sæjumst sjaldnar síðustu árin dofnaði væntumþykja mín í þinn garð aldrei. Við þríeykið, sem unnum með Boggu á Landakoti, sendum elsku vinkonu okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Missir hennar er mikill en hún á minningar sem hún getur yljað sér við. Slíkar minningar eiga ekki allir. Hvíldu í friði elsku vinur. Megi himnafaðirinn umvefja þig þar til við hittumst öll að nýju. Þú fórst alltof fljótt – en þú kvaddir með stæl. Megi Guð og allir himins engl- ar vaka yfir þér og þeim sem sakna þín. Þín gamla vinkona, Anna Kristine Magnúsdóttir. Hann kom til mín glaður og reifur. Reyndar skellihló hann, teygaði á Winston og gat varla komið niður kaffinu sem var í bollanum í hinni hendinni fyrir hlátri. Ég man að ég hló innilega með honum og það var svo gott að vera með Óla. Þegar ég vakn- aði þennan morgun og opnaði netpóstinn minn beið mín póstur frá Ingva bróður sem sagði mér að Óli hefði skilið við einmitt um það bil þegar hann kom svo glað- ur til mín í draumi og kvaddi. Ég er stoltur að geta sagt að Óli var einn af mínum allra nán- ustu og bestu vinum. Hann var ljúfur, hann var góður og það sem kannski mestu skiptir, hann hafði stórkostlegan húmor og mjög litla þolinmæði gagnvart því sem hann kallaði „apaheila“. Hann kallaði mig aldrei apaheila en hann kallaði mig eiginlega alltaf kommúnista þegar hann vildi segja mér að hann elskaði mig: „Hvað segir þú helvítis kommúnistinn þinn?“ sagði hann og hló og ég svaraði: „Allt fínt helvítis kapítalistinn þinn,“ og svo hlógum við enn meira, feng- um okkur smók og stundum viskí með. „Ljúfmenni“ er oft sagt um menn sem eru góðir. Auðvitað eru allir menn innst inni góðir, alla vega þegar þeir standa gagn- vart sínum nánustu. En Óli var ljúfmenni eins og þau gerast best. Mátti ekkert aumt sjá, en var líka klár og sá í gegnum alla sem þóttust eiga bágt og fyrir slíku fólki hafði hann enga þol- inmæði. – „Apaheilar“. Fyrsta daginn minn á Stöð 2 hitti ég Óla og við urðum vinir „med det samme“. Margir vina okkar töldu þetta ólíkindavin- áttu, því fólk er svo skotgrafar- þenkjandi. En ekki við Óli sem kærðum okkur kollótta um allt slíkt tal. Við hefðum sennilega gifst ef við hefðum ekki verið svo andskoti ólíkir á því sviði. Hann var heppinn hann Óli. Átti frá- bæra konu, hana Boggu, sem var ekki bara konan hans, heldur langbesti vinur hans og hann varð alltaf hálfheilagur í framan þegar hann talaði um Boggu sína. Það er gott að sakna góðs vin- ar. Það liggur fyrir okkur öllum sem lifa vini, að kveðja þá og varðveita ljúfar stundir og mann- orð þeirra á meðan við höldum áfram að draga andann. Við lifum í þeirri von að hittast aftur þegar að okkur sjálfum kemur. Ég var svo lánsamur að ná að kveðja Óla og eiga við hann vinatal áður en stundin kom. Fyrir það er ég þakklátur og mun aldrei gleyma þeim góða dreng Óla Tynes. Hann kom inn í líf mitt kíminn, vel gefinn, forvitinn eins og fréttamönnum sæmir og átti frá upphafi auðvelt með að fá mig til að hlæja, jafnt að sjálfum mér sem öðrum, kommúnistum fem- ínistum, kapítalistum og öðrum istum sem og bara að lífinu sjálfu. Og fólk sem fær mann til að hlæja er besta fólkið. Það var mikið lán að vera í kompaníi við svo heiðarlegan og góðan mann. Nú er hann á barnum hjá Jesú og ég ætla rétt að vona að hann verði með fyrstu mönnum sem ég sé þegar þar að kemur. Bogga mín, guð styrki þig í söknuðinum og ég votta þér, börnum Óla og öllum hans ætt- ingjum og vinum mína dýpstu samúð með óendanlegu þakklæti fyrir að hafa fengið að þekkja Óla Tynes. Ps. ps.: ég öfunda þig enn af þorskastríðinu. Heimir Már Pétursson. Þegar Óli Tynes réðst til starfa á Vísi forðum daga varð okkur strax ljóst að hér var kom- inn einstaklega þægilegur og glaðlyndur samstarfsmaður. Hann var með gott fréttanef og fljótur að vinna. Við félagarnir eignuðumst þarna strax góðan vin með notalega nærveru. Hann bar með sér ferska vinda eftir langa dvöl í Ísrael og þótt hann væri aðeins þrítugur að aldri hafði hann fágaða og kurteislega framkomu sem hafði yfirbragð hins breska sjentilmanns – nema að þessi sjentilmaður var líka mikill grallari. Þegar við undirritaðir hóuðum svokallaðri Vísis-Mafíu saman á Café Sólon 35 árum síðar mætti Tynes skilvíslega á staðinn ásamt henni Boggu sinni elsku- legu, þeim hægláta og trausta lífsförunaut. Tynes varð að sjálf- sögðu miðdepill samkomunnar fyrr en varði. Gott skopskyn ein- kenndi Tynes, sem átti ákaflega auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á hlutunum – eins og hlustendur Bylgjunnar og áhorf- endur Stöðvar 2 fengu svo sann- arlega að kynnast. Það tísti jafn- an í honum hláturinn af minnsta tilefni og afar sjaldan heyrði maður hann andvarpa þunglega. Á ferli sínum í blaðamennsku ritstýrði Tynes meðal annars Arnarflugsblaðinu, sem við á Samútgáfunni unnum til prent- unar, svo og tímaritinu Fólki. Ritstjóratitlarnir gerðu Tynes blessunarlega gjaldgengan í klíku sem við ritstjórar og útgef- endur nokkurra tímarita mynd- uðum. Við hittumst á Grillinu í hádeginu alla þriðjudaga í sex ár og alltaf mætti Tynes með fersk- ar skemmtisögur. Eitt eftirminnilegasta ævin- týrið í okkar samskiptum var þegar sjö vikna prentaraverkfall skall á vorið 1979. Þá skunduðum við þrír á ritstjórnarskrifstofur Samúels og hófum útgáfu Fréttablaðsins hins fyrsta, sem hóf göngu sína strax á öðrum degi verkfalls. Með okkur í slagn- um voru tveir galvaskir vinnu- félagar af Vísi, þau Edda Andr- ésar og Kjartan Stefánsson. Samhentur hópur sem vann markvisst að fréttaöflun en leyfði sér svo sannarlega að slá á létta strengi í leiðinni. Flug og köfun voru tvö af þekktustu áhugamálum Tynes. Einlægur áhugi hans á hernaðar- brölti með tilheyrandi tólum og tækjum fór hins vegar ekki eins hátt, en hann var ólatur að miðla okkur félögunum af þekkingu sinni á því sviði. Það var því fróð- legt að hlýða á Tynes yfirheyra Jón Björgvinsson, stríðsfrétta- ritara og gamlan vinnufélaga okkar af Vísi, þegar við hittumst fyrir stuttu yfir kaffibolla í Kópa- vogi eina kvöldstund ásamt Eddu Andrésar og mökum. Þar rædd- ust við tveir afburða fréttamenn sem fjölluðu greinilega ekki um erlend málefni til þess eins að hafa fyrir salti í grautinn, heldur höfðu brennandi áhuga á við- fangsefninu, heimsmálunum og framtíðinni. Ekki óraði okkur fyrir að þetta væri í síðasta skipti sem við nytum nærveru okkar góða félaga Óla Tynes. Vertu sæll kæri vinur og góða ferð. Boggu, börnum hans og systk- inum vottum við og makar okkar innilega samúð við ótímabært brotthvarf Óla Tynes. Ólafur Hauksson og Þór- arinn Jón Magnússon.  Fleiri minningargreinar um Óla Tynes Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug, vináttu og stuðning við andlát og útför sambýlismanns míns, föður okkar og sonar, JÓNS ÆGIS INGIMUNDARSONAR, Grýtu, Djúpavogi. Claudia Gomez Vides, Hafrún Alexía Ægisdóttir, Emilio Sær Ægisson, Unnur Jónsdóttir, Ingimundur Steingrímsson. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, KRISTBJARGAR HERMANNSDÓTTUR, Höfðagötu 17, Stykkishólmi. Hermann Guðmundsson, Sigurlína Sigurbjörnsdóttir, Bæring Jón Guðmundsson, Jóna Gréta Magnúsdóttir, Sigurþór Guðmundsson, Sigrún Hrönn Þorvarðardóttir, Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, Elísabet Kristjánsdóttir, Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir, Jón H. Gunnarsson, Ágústína I. Guðmundsdóttir, Gunnar Gunnarsson og fjölskyldur. ✝ Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma, dóttir og systir, ARNDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR blómaskreytir og skrúðgarðyrkjufræðingur, Álfaskeiði 94, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu Landspítalans. Emanúel Þórður Magnússon, Eva Lind Breiðfjörð, Magnús Guðni Emanúelsson, Jón Þór Magnússon, Guðrún María Jónsdóttir, Guðlaugur Magnússon, Tinna Rut Þrastardóttir, Áslaug Halla Villhjálmsdóttir, Þórður Jón Sveinsson, Sveinn, Sólveig, Kristján og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, HREFNA ÞORVARÐARDÓTTIR, sem andaðist fimmtudaginn 27. október, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 5. nóvember kl. 14.00. Hannes K. Gunnarsson, Sigurborg Kristín Hannesdóttir, Ingi Hans Jónsson, Gunnar Hannesson, Guðrún Hjartardóttir, Lárus Ástmar Hannesson, María Alma Valdimarsdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, HAUKUR ANDRÉSSON, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 21. október. Útförin fór fram í kyrrþey. Elín Kristinsdóttir, Sigurbjörg Hrönn Hauksdóttir, Guðni Guðnason, Halla Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR B. PÁLSSON verkfræðingur og prófessor, Ægisíðu 44, Reykjavík, sem lést föstudaginn 28. október, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 15.00. Sigríður Einarsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Páll Einarsson, Ingibjörg Briem, Baldvin Einarsson, Sigrún Steingrímsdóttir, Árni Einarsson, Unnur Þóra Jökulsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.