Morgunblaðið - 03.11.2011, Side 30

Morgunblaðið - 03.11.2011, Side 30
30 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011 Sudoku Frumstig 5 9 1 2 9 1 2 4 6 4 5 3 8 6 1 8 3 2 9 5 3 6 8 4 9 1 6 2 4 2 5 5 7 8 1 9 7 1 6 9 2 6 9 4 7 8 1 5 8 6 6 1 8 5 2 9 5 2 1 3 8 2 7 8 4 6 1 2 4 4 4 3 7 8 9 2 9 4 5 1 8 3 7 6 1 8 5 6 7 3 9 2 4 7 3 6 9 2 4 1 5 8 3 4 2 1 8 5 7 6 9 8 5 1 7 9 6 2 4 3 9 6 7 4 3 2 8 1 5 6 2 3 8 5 7 4 9 1 5 7 9 3 4 1 6 8 2 4 1 8 2 6 9 5 3 7 9 8 3 7 2 6 1 5 4 2 7 1 4 9 5 3 8 6 5 4 6 3 8 1 9 2 7 4 6 8 1 3 2 7 9 5 1 5 7 8 4 9 6 3 2 3 2 9 5 6 7 8 4 1 6 9 5 2 1 8 4 7 3 7 1 4 9 5 3 2 6 8 8 3 2 6 7 4 5 1 9 8 3 2 7 5 1 6 9 4 6 5 7 4 2 9 1 8 3 1 4 9 8 6 3 7 2 5 4 6 1 2 9 7 3 5 8 3 9 8 5 1 4 2 7 6 7 2 5 3 8 6 9 4 1 9 1 4 6 7 8 5 3 2 5 8 6 9 3 2 4 1 7 2 7 3 1 4 5 8 6 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 3. nóvember, 307. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. (Jh. 12, 50.) Það vakti athygli Víkverja þegarhann fékk bréf þar sem hann var beðinn um að taka þátt í könnun á ferðavenjum að ekki var gefið lof- orð um nafnleynd, heldur látið nægja að heita því að trúnaðar yrði gætt. „Farið verður með öll svör sem trún- aðarmál og við alla framsetningu nið- urstaðna er þess vandlega gætt að ekki sé mögulegt að rekja svör til ein- stakra svarenda,“ sagði í bréfinu. x x x Það kom Víkverja ekki á óvart aðþeir, sem standa að könnuninni, skyldu ekki geta heitið nafnleynd því að þátttakendur voru ekki bara beðn- ir um að skrá ferðir sínar á meðfylgj- andi eyðublað, heldur einnig skrá áfangastaði. Því var óhjákvæmilegt að þeir gæfu upp til dæmis heim- ilisföng og vinnustað og þar með var rekjanleikinn orðinn nokkur. Þátt- takendum var gert að færa síðan ferðalög sín inn í tölvu. x x x Víkverji gerði það af sam-viskusemi, en þar bættust við spurningar á borð við hverjar heim- ilistekjurnar væru. Þetta fannst Vík- verja dálítið mikil forvitni þrátt fyrir að vandlega eigi að gæta þess að „ekki sé hægt að rekja svör til ein- stakra svarenda“. Það er að minnsta kosti alveg ljóst að þeir, sem vinna úr gögnum, munu auðveldlega geta rak- ið svörin, þótt væntanlega verði að vænta þess að niðurstöðurnar verði ekki birtar með þeim hætti að það verði gerlegt. x x x Víkverji hefur vitaskuld ekkert ámóti því að leggja sitt af mörk- um til að bæta samgöngur í höf- uðborginni. Hann veltir þó fyrir sér hvers vegna ekki er farið nánar út í ferðavenjur fyrst verið er að gera þessa könnun á annað borð. Til dæm- is hefði mátt spyrja Víkverja hvað þyrfti að breytast til þess að hann gæti hugsað sér að taka Strætó í vinnuna – fyrir utan að sjá markvisst til þess að það verði svo dýrt að reka bíl að því verði sjálfhætt. En líkar vangaveltur eru kannski efni í aðra könnun. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 skóflar, 4 frækinn, 7 veslast upp, 8 ásjóna, 9 vindur, 11 húsaskjól, 13 and- vari, 14 tæla, 15 óbangin, 17 undur, 20 bókstafur, 22 tréð, 23 duftið, 24 ljúka, 25 híma. Lóðrétt | 1 fýll, 2 kiðling- arnir, 3 kyrrir, 4 snjókoma, 5 hefur í hyggju, 6 brúkað, 10 fárviðri, 12 reið, 13 op, 15 ís, 16 kistan, 18 hökur, 19 kona, 20 auk þess, 21 heiti. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: |1 hjásvæfan, 8 sýpur, 9 logns, 10 tíu, 11 tjara, 13 nánar, 15 fiska, 18 satan, 21 rek, 22 skott, 23 apans, 24 sannaðist. Lóðrétt: |2 japla, 3 sorta, 4 ætlun, 5 angan, 6 ósæt, 7 ósar, 12 rak, 14 áma, 15 foss, 16 Skota, 17 artin, 18 skarð, 19 trafs, 20 næst. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Ekkert slegið af. N-AV. Norður ♠D83 ♥G ♦DG1086 ♣KG43 Vestur Austur ♠954 ♠KG106 ♥Á108762 ♥D3 ♦932 ♦ÁK754 ♣10 ♣95 Suður ♠Á72 ♥K954 ♦– ♣ÁD8762 Suður spilar 6♣. Í þriðju lotu úrslitaleiks HM vakti hinn bandaríski John Hurd á 1♦, Prec- ision, áslaus með 10 punkta slétta. Gott og vel, ef sá er stíllinn. Makker hans, Joel Wooldridge, krafði í geim með eðlilegu svari á 2♣, sem Hurd lyfti auð- vitað í 3♣. Nú sýndi Wooldridge slemmuáhuga með 4♣. Í ljósi fyrri létt- leika hefði einhver látið duga að hækka í 5♣, en Hurd taldi sér skylt að láta vita af fyrirstöðunni í hjarta og sagði 4♥, hvergi smeykur. Sú sögn hljómaði eins og fuglasöngur í eyrum Wooldridge og hann flaug í slemmu. Útspilið var hag- stætt – hjartaás – og þægileg lega í tíglinum tryggði sagnhafa léttan leik í framhaldinu og tólf slagi. Hinum meg- in spiluðu Hollendingar aðeins bút í laufi, en þar passaði norður í upphafi og austur náði frumkvæðinu með opn- un á veiku grandi. 3. nóvember 1960 Tollgæslan lagði hald á mikið af smyglvarningi í Lagarfossi, m.a. 2.160 brjóstahaldara, 720 pör af nælonsokkum og 528 sokkabuxur. Morgunblaðið spurði: „Smyglhringur að verki?“ 3. nóvember 1968 Alþýðubandalagið var stofnað sem stjórnmálaflokkur, en það hafði starfað síðan í apríl 1956. Flokkurinn varð hluti af Samfylkingunni árið 2000. 3. nóvember 1978 Megas hélt tónleika í Mennta- skólanum við Hamrahlíð undir nafninu Drög að sjálfsmorði. Tónleikanna var minnst fimm- tán árum síðar en þá voru þeir nefndir Drög að upprisu. 3. nóvember 1985 Arnarflug flutti þrjá háhyrn- inga frá Keflavík til Japans. Þetta var fyrsta beina flugið milli Íslands og Japans og tók tuttugu klukkustundir, með millilendingu í Kanada. 3. nóvember 2000 Hátíðin Ljósin í norðri var sett í Reykjavík. Hún var í sam- vinnu við hinar norrænu menningarborgirnar, Helsinki og Bergen. Tilgangurinn var „að virkja myrkur og kulda vetrarmánaðanna á norður- slóðum á jákvæðan hátt til list- sköpunar og skemmtunar,“ eins og Morgunblaðið orðaði það. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Birgir Svan Símonarson, rithöfundur og deild- arstjóri, ætlar heldur betur að taka sextugs- afmælið með trompi og gefur út ljóðabók í tilefni dagsins auk þess að halda heilar þrjár afmæl- isveislur. Hann hyggst mæta með köku í vinnuna í dag, hélt upp á afmælið með fjölskyldunni í gær- kveldi og býður vinunum til listahátíðar um helgina. Nýja ljóðabókin er sú sautjánda í röðinni og ber heitið „Eftir atvikum“. „Ég hef gefið út bæði ljóðabækur, smásagna- safn, skáldsögu, barnabækur og eina bók á disk með lögum og ljóðum fyrir krakka,“ útskýrir Birgir, sem rak um fjórtán ára skeið sérkennsluúrræðið Hvammshús fyrir börn á aldrinum 14-16 ára. Skáldgyðjunni þjónar hann í frí- stundum en hann segist hafa notið þeirrar náðar að vera fæddur til að sinna kennslustörfum auk þess sem hann stundaði einnig sjóinn um nokkurra ára skeið og segist hvergi sofa betur en úti á rúmsjó. Hann dregur innblástur frá síbreytilegu umhverfi sínu og hefur verið óhræddur við að gera tilraunir við ljóðasmíðarnar. „Ég hef dá- lítið litið á mig sem blaðamann í ljóðlistinni,“ segir hann, „litið á ljóð- listina sem blaðamennsku frá greiningardeild tilfinninganna.“ Birgir Svan Símonarson er sextugur í dag Stefnir á afmælisþrennu Flóðogfjara 3. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 6.01 1,4 12.34 3,2 19.01 1,4 9.17 17.07 Ísafjörður 2.06 1,5 8.11 0,8 14.47 1,7 21.23 0,7 9.35 16.58 Siglufjörður 4.36 1,0 10.18 0,6 16.43 1,1 23.09 0,4 9.19 16.41 Djúpivogur 2.48 0,7 9.29 1,7 15.52 0,9 21.52 1,5 8.50 16.33 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er líklegt að yfirmenn þínir setji fram ákveðnar hugmyndir um miklar breyt- ingar í dag. Notaðu hugmyndaflugið í at- vinnuleitinni. (20. apríl - 20. maí)  Naut Nú er heppilegur tími til að skipta um húsnæði eða starf. Farðu varlega og það mun skila þér miklu þegar fram í sækir. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Sköpunargáfa þín er í hámarki í dag. Leitaðu ráða ef þú þarft að taka stóra ákvörðun varðandi fasteignir. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er ekki amalegt lífið þessa dag- ana svo þú skalt njóta þess til hins ýtrasta. Innst inni veistu hvað þér er fyrir bestu og þá er bara að sýna kjark og kjósa rétt. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Hugmyndirnar streyma að þér úr öllum áttum svo þú mátt hafa þig alla/n við að drukkna ekki í flóðinu. Þú þarft ekki að ör- vænta, því með þolinmæðinni hefst allt. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú skalt nálgast fólk varlega. Bráðlæt- ið kemur þér ekkert fyrr á leiðarenda, þú get- ur alveg eins hallað þér aftur og notið útsýn- isins. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Greiddu úr flækjum í sambandi við eign- ir, sameiginlega ábyrgð og eignaskipti. Hægðu á verkefnum og gefðu þér tíma til að undirbúa framkvæmdir. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Ekki er gott að leggja við hlustir ef maður þagnar aldrei. Gerðu ráð fyrir að draumar þínir geti orðið að veruleika. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Nú er komið að því að vinur þinn verður að endurgjalda þér greiða. Þú skalt ekki taka það sem sjálfsagðan hlut að vera heilbrigð/ur. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er nóg að breyta einu litlu at- riði í daglegum háttum til þess að breyta hlutunum til batnaðar. Lærðu af reynslunni. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Ýmsir möguleikar standa þér til boða. Hvernig væri að sinna fjölskyldunni betur? Þú veist að hún skiptir meira máli en vinnan. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Með sama áframhaldi mun vinna þín skila þér arði og ánægju. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta. Stjörnuspá 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Bb7 5. Bg2 c5 6. d5 exd5 7. Rh4 g6 8. Rc3 Bg7 9. O-O O-O 10. Bg5 De8 11. cxd5 d6 12. Dd2 Rbd7 13. Bh6 Bxh6 14. Dxh6 a6 15. a4 b5 16. axb5 axb5 17. Rxb5 Hxa1 18. Hxa1 Dxe2 19. Rxd6 Dxb2 20. Hd1 c4 21. h3 c3 22. Rhf5 gxf5 23. Rxf5 Re8 24. Be4 Kh8 25. Rg7 f5 26. Rxe8 Hxe8 27. Bxf5 Rf8 28. Df6+ Kg8 29. Hd4 Dc1+ 30. Kh2 He1 Staðan kom upp á öflugu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Saratov í Rússlandi. Stórmeistarinn Pavel Elj- anov (2683) frá Úkraínu hafði hvítt gegn kollega sínum Dmitry Andreikin (2705) frá Rússlandi. 31. Bxh7+! og svartur gafst upp enda yrði hann mát eftir 31…Kxh7 32. Hh4+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.