Morgunblaðið - 03.11.2011, Síða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011
Elva er mikilli
kímnigáfu gædd
og gerir miskunnarlaust
grín að sjálfri sér 35
»
Sönglög Sigursveins D. Krist-
inssonar verða flutt á tónleikum í sal
Tónskólans á Engjateigi 1 á laug-
ardaginn kl. 14.00. Tónleikarnir eru
haldnir í tilefni þess að komin er út
heildarútgáfa laganna.
Tónskáldið og tónlistarfrömuður-
inn Sigursveinn Davíð Kristinsson
hefði orðið 100 ára á síðasta ári, en
hann fæddist 24. apríl 1911 og lést 2.
maí 1990. Í tilefni af 100 ára afmæl-
inu hafði Sigrún Valgerður Gests-
dóttir sópransöngkona, sem var
samstarfsmaður Sigursveins um
árabil, forgöngu um að tekin yrði
saman og tekin upp heildarútgáfa á
sönglögum Sigursveins. Sú útgáfa,
sem heitir einfaldlega Sönglög, kom
út á tvöföldum geisladisk nú fyrir
stuttu, en það er Smekkleysa sem
gefur diskinn út.
Alls eru þrjátíu lög á diskunum
tveim. Flytjendur laganna eru Sig-
rún Valgerður, Einar Jóhannesson
klarínettuleikari og Kristinn Örn
Kristinsson píanóleikari. Á tónleik-
unum á laugardag flytja Sigrún,
Einar og Kristinn valin lög.
Sungin sönglög Sigursveins
Heildarútgáfa sönglaga Sigursveins
D. Kristinssonar kynnt
Sönglög Einar Jóhannesson, Sigrún Valgerður Gestsdóttir og Kristinn Örn
Kristinsson flytja sönglög Sigursveins D. Kristinssonar á laugardag.
Glíman, óháð tímarit um guðfræði
og samfélag, Reykjavíkurakademían
og Skálholtsskóli standa fyrir mál-
þingi um sjálfskilning og tilvist-
arvanda mannsins frá ýmsum sjón-
arhornum guðfræði, bókmennta-
fræði og heimspeki á föstudag og
laugardag. Málþingið verður haldið í
Reykjavíkurakademíunni, Hring-
braut 121, á föstudag kl. 15.00 til
18.00 og laugardag kl. 10.00 til 16.00.
Á föstudag ræðir Kristinn Ólason
um kreppur sjálfsins og brotna
guðsmynd í Jobsbók, Soffía Auður
Birgisdóttir fjallar um kreppur
sjálfsins í bókum Þórbergs Þórð-
arsonar, og Clarence E. Glad ræðir
um orð úr Rómverjabréfi: „Það sem
ég vil, það gjöri ég ekki, en það sem
ég hata, það gjöri ég.“ Sr. Gunnar
Kristjánsson bregst við erindum.
Á laugardag fjallar Gunnbjörg
Óladóttir um stríðlynt samband trú-
ar og trausts, Jón Viðar Jónsson
ræðir ólíkan mannskilning í leik-
ritum Christopher Marlowes og
William Shakespeares, Sigurjón
Árni Eyjólfsson um sjálfin og synd-
ina, Bjarni Bjarnason veltir upp
spurningunni hvað óflekkað mann-
orð kosti, Arnhildur Lilý Karlsdóttir
rýnir í atman, Kristín Guðrún Jóns-
dóttir segir frá stigamönnum í
helgra manna tölu með tveim dæm-
um frá Mexíkó og Egill Arnarson
ræðir krísur sjálfsins í verkum Wi-
told Gombrowicz. Gauti Krist-
mannsson bregst við erindum.
Mannskilningur Leikskáldið Chri-
stopher Marlowe, mynd frá 1585.
Sjálfskiln-
ingur og til-
vistarvandi
Málþing í Reykja-
víkurakademíunni
Menningarhátíðin Safnahelgi á
Suðurlandi verður sett í Sögu-
setri á Hvolsvelli í dag og
stendur fram á sunnudag. Al-
menn dagskrá hefst á föstudag
og nær um allt Suðurland.
Í Listasafni Árnesinga verð-
ur boðið upp á listamannsspjall
á sunnudag kl. 14.00 með JBK
Ransu um verk hans á sýning-
unni Almynstur.
Á föstudag kl. 17.00 verður
síðan opnuð sýning á verkum indverska papp-
írslistamannsins Baniprosonno og einnig verður
sýndur afrakstur úr listasmiðjum með Davíð Erni
Halldórssyni.
Myndlist
Safnahelgi
í Listasafninu
JBK
Ransu
Vinjettuhátíð verður haldin í
Kaffi Kró í Vestmannaeyjum á
sunnudag og hefst kl. 16.00.
Lesið verður upp úr verkum
Ármanns Reynissonar. Upp-
lesarar auk hans eru Sigrún
Inga Sigurgeirsdóttir, Sigríður
Halldóra Gunnarsdóttir og
Guðbjörg Ósk Jónsdóttir, fé-
lagar úr Kvenfélaginu Líkn,
Viktor Rittmuller og Berglind
Karlsdóttir nemendur úr
Framhaldsskóla Vestmannaeyja og Gísli Halldór
Jónasson og Hermann Einarsson heldriborgarar.
Hljóðfæraleik og söng annast Unnar Gísli Sig-
urmundsson. Aðgangur ókeypis.
Bókmenntir
Vinjettuhátíð
í Kaffi Kró
Ármann
Reynisson
Næstkomandi sunnudag lýkur
sýningu Ingu Þóreyjar Jó-
hannsdóttur í Listasafni ASÍ.
Þórey er menntuð við Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands,
Listaháskóla Íslands og
Hochschule fur Angewandte
Kunst í Vínarborg. Hún hefur
haldið einkasýningar m.a. í Ný-
listasafninu og Listasafni ASÍ
og tekið þátt í samsýningum í
Listasafni Reykjavíkur, Lista-
safni Reykjanesbæjar og Listasafni Kópavogs
auk annarra sýninga hér heima og erlendis.
Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl.
13 til 17 og aðgangur er ókeypis.
Myndlist
Sýningarlok
Ingu Þóreyjar
Inga Þórey
Jóhannsdóttir
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég lít fyrst og fremst á þetta sem
gamanleikrit þó að vissulega sé ver-
ið að spyrja erfiðra spurninga,“ seg-
ir Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri
og annar tveggja höfunda Endaloka
alheimsins sem grindvíska atvinnu-
leikhúsið (GRAL) frumsýnir annað
kvöld kl. 20 í Kvikunni, auðlinda- og
menningarhúsi Grindavíkur. Líkt og
titill verksins gefur til kynna fjallar
verkið um síðustu fjórar mannver-
urnar á jarðríki sem reyna að kom-
ast að því hvernig og hvort hægt sé
að halda áfram eftir endalokin.
„Þær hafa tækifæri til að byrja upp-
bygginguna frá grunni en virðast
vera ófærar um það vegna slæmrar
skilyrðingar og vondra siða.
Við höfundarnir leyfum okkur að
beita barnslegri einfeldni í skoðun
okkar á heiminum. Við sjáum fólk í
útlöndum mótmæla ranglætinu í
heiminum sem birtist m.a. í mis-
skiptingu auðs. Fólkið sér að það er
eitthvað rangt og krefst breytinga
þó að það sé sjálft ekki með svarið á
reiðum höndum. Með sama hætti
leyfum við okkur að setja spurning-
armerki við hluti á borð við efna-
hagskerfið, pólitíkina og orðræðuna
sem einkennir samtíma okkar,“ seg-
ir Bergur og vísar því á bug að verk-
ið einkennist af svartsýni. „Við
spyrjum glaðlega hvort það sé rétt
skilið hjá okkur að heimurinn sé
eins og hann kemur okkur fyrir
sjónir um þessar mundir,“ segir
Bergur og tekur fram að hann forð-
ist það að svara beint í uppsetning-
unni.
„Ég er bara eins og fólkið sem er
mótmæla fyrir framan Wall Street.
Ég er ekki með svarið en ég er samt
ekki sáttur. Mér finnst við hljóta að
geta gert betur.“
Húmor og stórt hjarta
Endalok alheimsins er þriðja upp-
setningin hjá GRAL sem áður hefur
sýnt 21 manns saknað og Horn á
höfði. Báðar sýningarnar voru til-
nefndar til Grímuverðlauna og hlaut
Horn á höfði Grímuna árið 2010 sem
barnasýning ársins. „Það er rétt að
taka fram að Endalok alheimsins er
ekki barnasýning, enda er hún
bönnuð börnum yngri en 12 ára. Við
leyfum okkur það frelsi að gera alls
konar sýningar, jafnt barnasýningar
sem fullorðinssýningar,“ segir Berg-
ur og tekur fram að á teikniborðinu
sé að gera framhald af Horn á höfði.
Spurður hvort sérstakur stíll ein-
kenni sýningar GRALs svarar
Bergur því játandi. „Leiksýningar
okkar einkennast af húmor og stóru
hjarta,“ segir Bergur og tekur fram
að markmið hópsins sé að efla
Grindavík sem menningarbæ.
Spurður hvernig gangi að fá fólk af
höfuðborgarsvæðinu til að keyra til
Grindavíkur í leikhús segir Bergur
það ganga vonum framar og bendir
á að um sex þúsund manns hafi séð
sýningar leikhópsins frá upphafi.
„Við spyrjum glaðlega“
Endalok
alheimsins nýtt
íslenskt leikrit
hjá GRAL
Hvað er í matinn? Hver á að elda síðustu ýsuna? Eru kartöflur nauðsynlegar með ýsunni eftir að heimurinn hefur
farist? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem persónur leiksins Endalok alheimsins þurfa að spyrja sig.
Endalok alheimsins er eftir Berg
Þór Ingólfsson og Guðmund
Brynjólfsson. Leikstjóri er Berg-
ur Þór Ingólfsson. Eva Vala Guð-
jónsdóttir hannar leikmynd- og
búninga, en Magnús Arnar Sig-
urðsson lýsingu. Leikarar eru
Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sól-
veig Guðmundsdóttir, Víðir Guð-
mundsson og Benedikt Gröndal.
Endalokin
LISTRÆNIR STJÓRNENDUR
Á laugardag kl.
13.30 til 16.00
verður haldið rit-
þing helgað Vig-
dísi Grímsdóttur í
Menningar-
miðstöðinni
Gerðubergi. Jór-
unn Sigurð-
ardóttir stjórnar
ritþinginu og
spyrlar verða
Hrafn Jökulsson og Þóra Sigríður
Ingólfsdóttir. Vigdís les úr verkum
sínum á ritþinginu og Ellen Krist-
jánsdóttir syngur. Á ritþinginu verð-
ur leitast við að veita innsýn í líf og
feril Vigdísar sem sendi frá sér smá-
sagnasafnið Tíu myndir úr lífi þínu
1983. Fyrir stuttu sendi Vigdís frá
sér skáldsöguna Trúir þú á töfra?,
en aðalpersóna sögunnar er stelpa
sem málar rauða ketti. Í kaffihúsi
Gerðubergs stendur nú sýning á
myndum sem Vigdís málaði sam-
hliða skrifunum.
Stefnumót
við Vigdísi
Vigdís
Grímsdóttir