Morgunblaðið - 03.11.2011, Qupperneq 34
Þór Harðarson, desember 2008.
Undanfarin ár hefur ljósmynd-
arinn Jónas Hallgrímsson myndað
íslenskt fitness-fólk á skipulegan
hátt til þess að skrásetja með
skipulegum hætti þá sem stunda
íþróttina. Frá föstudegi til sunnu-
dags verður hægt að sjá myndir úr
verkefninu á Expo-vörusýningunni
í Hörpu, en á henni verða kynntar
helstu nýjungar í fæðubótarefnum
og heilsuvörum, þjálfun og tækj-
um.
Fyrsta myndatakan í verkefninu
var í október 2008 og þær eru orðn-
ar 125, en fyrirsæturnar eru 90.
Myndirnar hafa verið teknar í
stúdíói í Reykjavík, í íþróttahöllinni
á Akureyri (í tengslum Íslands-
mótin 2009 og 2010) og víða í ná-
grenni Reykjavíkur. Frá upphafi var Jónas með það í huga að halda sýn-
ingu á myndunum og eins að gefa þær út á bók.
Í kynningu á sýningunni segir Jónas að sér hafi þótt þessi hópur áhuga-
verður. „Íslendingar flykkjast í ræktina og drekka próteindrykki. Það hefði
aldrei verið hægt að mynda alla sem stunda líkamsrækt en það er hægt að
mynda þá sem taka ræktina lengra en flestir og keppa í þessu og þannig má
skapa heimild um fitness-fólk á Íslandi.“
arnim@mbl.is
Myndir af íslensku fitness-fólki
Íslenskt fitness-fólk myndað á
skipulegan hátt í þrjú ár
125 myndatökur af 90 fyrirsætum
Ljósmyndir/Jónas Hallgrímsson
Arnar Grant, nóvember 2008.
Hrönn Sigurðardóttir, apríl 2009.
Mark Bargamento, nóvember 2010
Einhildur Ýr Gunnarsdóttir, apríl 2011.
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011
Fjórða skáldverk AraTrausta Guðmundssonarer lipurlega rituð röðfimm sagna sem eru á
mörkum þess að vera smásögur og
nóvellur að lengd, hver um sig.
Fljótt á litið virðist ekki margt
tengja þær saman enda fleyta sög-
urnar kerlingar á árhundruðunum
frá tólftu öld til dagsins í dag. Þó
eiga þær það sameiginlegt að fjalla
hver um sig um ákveðna umbrota-
tíma í sögu Íslands og þjóðarinnar
sem það byggir; nútíminn er í þann
mund að víkja fyrir nýjum tíma, með
því sem fylgir. Sögulegar persónur
koma við sögu í bland við skáldaðar,
raunverulegum atburðum fléttað
saman við skáldskap svo úr verður
býsna forvitnilegur aldaspegill sem
varpar ljósleiftri á liðinn tíma.
Frásögnin hefst á tólftu öld og
hverfist sá kafli um Sæmund Sigfús-
son fróða, goðorðsmann og prest í
Odda á Rangárvöllum. Þegar les-
andi kemur að er degi tekið að halla í
lífi hins lærða manns og mein tekin
að grafa um sig. Ýmsar blikur eru þá
á lofti; bæði hillir undir lok goð-
orðaskipanarinnar á Íslandi og óvíst
hvaða umrót og róstur það kann að
hafa í för með sér. Einnig eru synir
Sæmundar að hugsa sér til hreyf-
ings frá heimahögunum og horfa í
því sambandi til fjarlægra landa. Ís-
land, sem er ekki nema á þriðja ár-
hundraði sem þjóðríki, er sumsé að
vaxa úr grasi, rétt eins og höfð-
ingjasynirnir í Odda, hvort sem Sæ-
mundi er það leitt eða ljúft. Af svip-
uðum toga er annar hluti, en þá er
hinn kaþólski siður við það að fara
halloka hér á landi fyrir siðbót Lúth-
ers og kirkjunnar menn á báðum
áttum hvert halda skuli. Hversu
langt má ganga fyrir hinn geistlega
málstað, og hvar liggur réttlætið í
þeim efnum? Má brjóta boðorð
himnaherrans ef það er meint í þágu
hans sjálfs?
Þriðji kaflinn er einna bestur, að
mati undirritaðs. Þar segir frá kven-
skörungi, Sigríði að nafni, sem rær
til fiskjar frá hinum viðsjárverðu
ströndum Suðurlands á fyrri hluta
19. aldar. Ekki er hún einasta dug-
andi til sjós heldur formaður á bát
sínum. Þessi vaska persóna er sér-
lega heilsteypt og um leið áhuga-
verð, og birtist lesandanum ljóslif-
andi án þess að Ari Trausti þurfi að
spandera mörgum orðum í lýsingu á
henni. Hér slær hann hárréttan tón
og skapar svo magnaðan karakter
að mann blóðlangar að vita meira;
bæði um fortíðina sem brýndi Sig-
ríði til svo mikils dugnaðs og ákveðni
og eins hvert leið hennar og líf lá í
kjölfarið, þegar þilskipaútgerðin er
á næsta leiti. Ekki er laust við að
maður óski þess að höfundur hefði
gert henni skil með bók út af fyrir
sig.
Síðustu tvær sögurnar eru frá ná-
lægari tíma. Annars vegar segir frá
ferjumanni norður í landi á þriðja
áratug 20. aldar, í þann mund er
brúarsmíði er að tengja sveitir lands
svo um munar. Um leið og brýr eru
ótvíræð samgöngubót, lands-
mönnum til heilla, hlýtur sá ávinn-
ingur um leið að vera á kostnað
ferjumannsins, sem síst má við áföll-
um enda burðast hann þá þegar með
ýmsa djöfla úr fortíðinni. Ari Trausti
lýkur svo Sálumessu á sögu úr sam-
tímanum þar sem misbrotið fólk
reynir að fóta sig á sviðinni jörð góð-
ærisins svokallaða.
Um leið og áhugafólk um íslenska
sagnfræði fær talsvert fyrir sinn
snúð rísa kaflarnir fimm mishátt til
að fanga huga annarra lesenda.
Siðaskiptahlutinn úr Þingeyra-
klaustri hreyfði þannig heldur
minna við þessum lesanda en hlut-
arnir um formanninn og svo ferju-
manninn. Eftir stendur ágæt-
isskáldverk þar sem höfundur
syngur sálumessu yfir liðnum tíma,
og minnir hæglátlega á þá staðreynd
að framfarir heildarinnar og um-
skipti til nýrra tíma eru alltaf á ein-
hvern hátt, einhvers staðar, á kostn-
að einstaklinga; í samfélagslegum
framförum mun líkast til felast per-
sónulegur fórnarkostnaður, ef ekki
harmleikur. Ari Trausti bindur svo
heildina saman í fíngerðan, klass-
ískan þráð með því að gefa köflunum
latnesk heiti. Þegar allt kemur til
alls er það aðlögunarhæfnin sem
tengir kynslóðirnar – og stöku kon-
ur með valbrá í fuglsmynd.
Sálumessa bbbmn
Eftir Ara Trausta Guðmundsson.
Uppheimar gefa út. 321 bls.
JÓN AGNAR
ÓLASON
BÆKUR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sálumessa Í Sálumessu fléttar Ari Trausti Guðmundsson raunverulega at-
burði saman við skáldskap svo úr verður aldarspegill.
Að kveðja gamlan tíma