Morgunblaðið - 03.11.2011, Page 36

Morgunblaðið - 03.11.2011, Page 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2011 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Breiðskífa með tónverki Bens Frost og Daní- els Bjarnasonar, Solaris, kemur út í byrjun næstu viku. Tónlistina sömdu þeir félagar innblásnir af þekktri kvikmynd Rússans Andrei Tarkovskíj, Solaris, frá árinu 1972 en myndin er byggð á skáldsögu pólska rithöf- undarins Stanislaw Lem frá árinu 1961. Sol- aris er sálfræðidrama sem varpar ljósi á tak- markaðan skilning okkar mannanna á eigin eðli og alheiminum og fer að miklu leyti fram í geimstöð á sporbaug um plánetu sem nefn- ist Solaris. Vísindamenn um borð í geimstöð- inni hafa fengið það verkefni að rannsaka plánetu sem reynist vera lífvera og fer að stjórna heilastarfsemi vísindamannanna sem upplifa á ný augnablik úr eigin ævi. Sálfræð- ingur er sendur til geimstöðvarinnar til að meta ástandið og fer lífveran þá að ráðskast með hann einnig í þeim tilgangi að gera hann hamingjusaman. Tækifæri til samstarfs Frost er mikill aðdáandi Tarkovskíj heitins og Solaris er ein af hans uppáhalds- kvikmyndum. Hann segir tónlistina í mynd- inni hins vegar barn síns tíma og hann hafi því ákveðið að semja tónlist undir áhrifum af kvikmyndinni og bók Lem. Hugmyndin hafi kviknað í samræðum þeirra Matt Schulz, skipuleggjanda On Sound-tónlistarhátíð- arinnar í Póllandi. Þeir hafi farið að ræða um Solaris og Frost sagt honum frá því að hon- um þætti tónlistin í myndinni ekki hafa elst eins vel og myndin sjálf. Schulz hafi nokkru síðar hringt í hann og spurt hvort hann vildi semja nýja tónlist við myndina ef hann fengi tækifæri til að vinna með Krakársinfóníett- unni í Póllandi, semja fyrir hana og taka upp með henni. Frost sló til og sá þarna kjörið tækifæri til þess að vinna með Daníel en honum hafði hann kynnst árið 2005. Tónlist sem varð að semja Í fyrrasumar hlaut Frost Rolex-verðlaunin í listum og þeim fylgdi mikill heiður fyrir tónlistarmann, að fá að starfa með goðsögn- inni Brian Eno. Eno hefur verið Frost til leiðsagnar í um ár og vann hann myndbands- verk sem sýnt var samhliða flutningi tón- verksins Solaris. Verkið var frumflutt á tón- listarhátíðinni Unsouna í Kraká í október í fyrra, í Lincoln Center í New York í apríl á þessu ári og á Listahátíð í Reykjavík 4. júní sl. „Ég hef verið að vinna með Eno und- anfarið ár, við höfum verið að vinna saman í stúdíói ótrúlega mikið, tekið upp fimm, sex tíma af tónlist,“ segir Frost. Hann segir til- gang þurfa að vera með tónlistarsköpun, of mikið sé um tónlist í heiminum sem hafi eng- an sýnilegan tilgang. „Ég vil ekki semja verk sem er óþarft. Á tveimur síðustu plötunum mínum var tónlist sem ég þurfti að heyra, tónlist sem ekki var til annars staðar,“ út- skýrir Frost. Þegar tónverkinu Solaris hafi verið lokið hafi honum þótt það passa myndinni vel. Það lifi þó sjálfstæðu lífi. Eno hafi fengið þá hugmynd að búa til myndbandsverk til að sýna við frum- flutning verksins og unnið það út frá kvikmyndinni og þeirri speglun minninga og upplifana sem þar eigi sér stað. „Allt sem þú ert að hugsa um er speglað fyrir framan þig og við tókum svolítið frá þessu í tónlistinni,“ segir Frost, tónlistin hafi verið spegluð með sérstöku tölvuforriti, forriti sem veiti svar við svari, eins og hann orðar það. „Við end- uðum oft á mjög skrítnum stað, tónlistin snerist við hér og þar,“ segir Frost um út- komuna. Þeir Daníel gengu frá plötunni hér heima, í Gróðurhúsinu og Bedroom Comm- unity gefur út. Semja fyrir Djúpið – Ertu enn að vinna með Eno? „Já. Við höfum unnið saman í um það bil ár og samstarfinu er opinberlega lokið í dag en ég get ekki ímyndað mér að það sé búið. Við vinnum mjög vel saman,“ svarar Frost. Samstarfi þeirra Daníels sé heldur ekki lokið því þeir séu að ganga frá tónlist við kvik- mynd Baltasars Kormáks, Djúpið. Að lokum berst talið að umslagi plötunnar Solaris. Á því situr Daníel á rúmkanti og fyr- ir aftan hann liggur Frost. Undarleg, gam- aldags maskína sést í bakgrunni. „Þetta er endurgerð á stillu úr Solaris,“ útskýrir Frost fyrir blaðamanni sem hefur ekki séð kvik- myndina. „Mér finnst þetta fallegt augnablik í myndinni, þoli ekki leiðinleg kóver.“ Spegill Stilla úr kvikmyndinni Solaris að ofan og umslag plötunnar Solaris niðri. Eins og sjá má hefur heppnast býsna vel að líkja eftir stillunni á ljósmyndinni. Speglanir í myndum og tónum  Daníel Bjarnason og Ben Frost senda frá sér plötuna Solaris  Tónverk innblásið af samnefndri kvikmynd Andrei Tarkovskíj frá árinu 1972  Frekara samstarf Frosts og Brians Eno framundan Um flutning Krakársínfóníettunnar, Daníels og Frost á verki þeirra á Listahá- tíð í sumar sagði blaðamaður Morg- unblaðsins, Hallur Már, m.a: „Á köflum minnir verkið á tónlist síðrokksveita á borð við Godspeed you black emperor eða A Silver Mt. Zion en er þó bless- unarlega laust við yfirkeyrða og fyr- irsjáanlega dramatík. Ben Frost sem er þekktur fyrir að skapa ærandi hljóðveggi myndaði hljóðmynd með gít- areffektum og drunum sem urðu á köflum svo kraftmiklar að mér varð hugsað til sonar míns sem fékk að fljóta með í móðurkviði. Risið var þó aldrei yfirdrif- ið og ég er viss um að unginn hefur unað sér vel.“ Ekki yfirkeyrt Á LISTAHÁTÍÐ Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Steinar Fjeldsted tónlistarmaður er best þekktur sem einn stofn- meðlimum Quarashi. Í næstu viku kemur hins vegar út lagið „Ciga- rettes“ sem hann stendur einn og óskiptur að. Lagið er forsmekk- urinn að sólóplötu sem hann vinnur nú að á sveitabæ suður á landi en þangað er hann fluttur með konu, börn og bú og hefur dvalið þar í tvo mánuði. Netdreifing svínvirkar „Já, ég er að leigja bóndabæ hérna og setti upp hljóðver til að geta tekið upp,“ segir Steinar. „Ég var orðinn leiður á Reykja- vík og langaði til að prófa eitthvað nýtt.“ Lagið „Cigarettes“ kemur út eftir helgi og fer í spilun á útvarps- stöðvum. Einnig verður hægt að sækja það á netmiðla. „Við erum að tala um soundclo- ud, gogoyoko, youtube, fésbók- ina … þessar helstu stoppistöðvar fyrir tónlist á stafrænu formi. Von- andi kemst ég svo í það að búa til myndband. Það er svo skemmtilegt. Svona netdreifing svínvirkar og þú nærð athygli, efnið er aðgengilegt. Ég væri auðvitað helst til í að gefa út tólftommu líka, maður er af þeirri kynslóð, en slíkt kostar auð- vitað sitt.“ Steinar hefur verið að búa til eig- in tónlist frá ellefu ára aldri að eig- in sögn, en eftir að Quarashi lagði upp laupana hefur hann mikið til verið að sýsla í raftónlist. „En ég myndi flokka þessa plötu sem ég er að vinna í sem mína fyrstu opinberu plötu. Nú ætla ég líka einfaldlega að notast við mitt eigið nafn, Steinar Fjeldsted“ Kjöraðstæður Og honum líkar vel í sveitinni, tónninn í símanum er vonbjartur og orkuríkur. „Þetta er frábært. Og ef ég þarf nauðsynlega að skreppa í stórborg- ina ógnandi er hún skammt undan. Reykjavík er stressandi borg þótt lítil sé. Það er allt í gangi, alls stað- ar, alltaf. Þú þekkir þetta. Maður finnur sig allt í einu inni á ein- hverjum stað og maður veit ekki af hverju maður er þar. Manni finnst bara að maður eigi að vera þar! Hér róast maður allur og smám saman fer að lengjast í tímanum. Ég hef meiri tíma fyrir fjölskylduna, tón- listina og er bara með meiri fókus svona almennt. Það stöðvar mig ekkert núna, ég er í kjöraðstæðum til að vinna að mínum hlutum.“ Steini í Quarashi vinnur að sólóplötu Morgunblaðið/Sverrir Sveitasæla Steinar Fjeldsted, kenndur við Quarashi, býr nú úti á landi þar sem hann vinnur að sinni fyrstu sólóplötu í friði og spekt.  Fluttur suður á land og hefur aldrei haft það betra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.