Morgunblaðið - 03.11.2011, Page 40
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 307. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Harka hlaupin í innheimtu
2. Andlát: Ólafur H. Óskarsson
3. Pilssídd leiddi til áfloga
4. Skaða sig vísvitandi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tom Six, leikstjóri The Human
Centipede 2, er væntanlegur til
landsins í næstu viku og mun sitja
sérstaka „spurt og svarað“-sýningu
10. nóvember. Myndirnar atarna
þykja með ógeðfelldustu myndum
sem sýndar hafa verið.
Leikstjóri Human
Centipede til landsins
Á laugardag kl.
14 verður opnuð
myndlistarsýning
í 002 Galleríi á
Þúfubarði 17, sýn-
ingarrými Birgis
Sigurðssonar sem
einnig er heimili
hans. Sýnendur
eru pörin Hulda
Vilhjálmsdóttir og Valgarður Braga-
son og Ragnhildur Jóhannsdóttir og
Jóhann Ludwig Torfason. Sýningin
stendur í tvo daga.
Tvö pör sýna mynd-
list heima hjá Birgi
Færeyska söngkonan Guðríð Hans-
dóttir vakti mikla athygli á nýliðinni
Airwaves-hátíð. Hún er
búsett á landinu um
þessar mundir og
heldur tónleika á
Gauknum í kvöld.
Einnig leika
Elevator og
Myrra Rós en hún
vinnur nú um
stundir að fyrstu
plötu sinni, Kveld-
úlfi.
Guðríð Hansdóttir á
Gauknum í kvöld
Á föstudag Suðaustlæg átt, 5-13 m/s en norðaustlægari norð-
vestantil, hvassast sunnantil um kvöldið. Rigning um landið sunn-
an- og vestanvert en úrkomulítið nyrðra. Hiti 2 til 9 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austanátt, 4-15 m/s. Styttir upp um landið
norðaustanvert en talsverð rigning norðvestantil fram eftir degi og
skúrir annars staðar. Hægt hlýnandi veður, hiti 1 til 10 stig.
VEÐUR
Evrópumeistararnir í hópfim-
leikum úr Gerplu hafa orðið
fyrir talsverðum skakkaföllum
að undanförnu og liðið fer
vængbrotið á Norðurlanda-
mótið sem haldið verður í Nor-
egi um aðra helgi. Íris Mist
Magnúsdóttir er úr leik og fjór-
ar aðrar í meistaralið-
inu eiga við meiðsli
að stríða. Það
breytir því ekki að
Gerplurnar stefna að
því að vinna gullið. »4
Mikil meiðsli í
herbúðum Gerplu
„Mér líkar rosalega vel í Danmörku.
Það fer vel um mig og ég er ánægður
með að geta loks farið að stíga fyrstu
skrefin sem atvinnumaður í hand-
bolta,“ sagði Ólafur Andrés Guð-
mundsson, landsliðsmaður í hand-
knattleik, sem í
vetur leikur með
danska úrvals-
deildarliðinu
Nordsjælland. »3
Mikil viðbrigði
að spila í Danmörku
Real Madrid með Cristiano Ronaldo í
broddi fylkingar tryggði sér í gær-
kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meist-
aradeildarinnar með 2:0-sigri gegn
Lyon. Ronaldo skoraði bæði mörk
liðsins sem hefur fullt hús stiga eftir
fjórar umferðir. Manchester City hélt
sigurgöngu sinni áfram og grannar
þeirra í Manchester United fögnuðu
sigri. »2
Cristiano Ronaldo skaut
Real Madrid áfram
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Gyrðir Elíasson rithöfundur tók í
gærkvöldi við Bókmenntaverðlaun-
um Norðurlandaráðs, við hátíðlega
athöfn í Konunglega tónlistarskól-
anum í Kaupmannahöfn. Á sama
tíma voru afhent kvikmynda-, tón-
listar- og umhverfisverðlaun Norð-
urlandaráðs.
Gyrðir hlaut verðlaunin fyrir
sagnasafnið Milli trjánna. Bókin hef-
ur komið út á Norðurlöndum á síð-
ustu mánuðum og alls staðar hlotið
afar lofsamlega dóma. Verðlaunaféð
er rúmar sjö milljónir króna.
Í þakkarávarpi sínu sagði Gyrðir
að þegar hann var unglingur að lesa
Klakahöllina eftir Tarjei Vesaas og
Vonin blíð eftir William Heinesen
hefði hann aldrei grunað að hann
ætti eftir að standa í sömu sporum
og þeir og aðrir ágætir höfundar
sem hafa hlotið þessi verðlaun.
Gyrðir minntist á áhrif sem fleiri
norrænir höfundar höfðu á hann, og
sagðist geta sagt með nokkurri vissu
að í bernsku sinni hefðu það verið
nokkrar skandinavískar skáldkonur
sem vöktu með honum hálfdulda
löngun til að skrifa, þær Selma Lag-
erlöf, Tove Jansson, Anne Cath.
Vestly, Maria Gripe, Astrid Lind-
gren og Sigrid Undset. „Mögulega
ásamt hinum óþekktu höfundum Ís-
lendingasagna, og þá sérstaklega
Grettissögu, sem varð mér hug-
leiknari en aðrar sögur vegna
þess að ég ólst upp í Skaga-
firði … þar sem Grettissaga ger-
ist að stórum hluta. Það
voru þó kannski íslenskar
þjóðsögur umfram allt
sem kveiktu í mér.
Nokkru síðar kom
Knut Hamsun til skjal-
anna og kynni mín af
honum hafa líklega ráð-
ið úrslitaáhrifum um þá
stefnu sem ég tók.“
Í lok ávarpsins sagði Gyrðir að allt
lífið verkaði á þann sem hefði óljósan
grun um að hann ætti eftir að feta
svokallaða „listabraut“. Hann sagði
að „samlíf við land og náttúru, fólk
og dýr er jafnmikilvægt og sú
menntun sem borgarsamfélög nú-
tímans bjóða upp á, og reyndar
byggist öll sönn menntun á þessu,
þegar grannt er skoðað, enn þann
dag í dag. Þegar sú stund rennur
upp að borgarsamfélögin hafa að
fullu gleymt uppruna sínum er voð-
inn vís. Undir allri steinsteypunni er
ennþá mold. Ég vona að heimur
tækni og svokallaðra framfara muni
aldrei yfirskyggja til fulls það lífs-
magn sem skáldskapurinn býr yfir,
lífsmagn sem er skylt sjálfri jörð-
inni.“
Þjóðsögurnar kveiktu í Gyrði
Gyrðir Elíasson
veitti verðlaun-
unum móttöku
Morgunblaðið/Einar Falur
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Gyrðir Elíasson tók við verðlaununum úr hendi Bertels Haarders, forseta
þings Norðurlandaráðs, í sal Konunglega tónlistarskólans í Kaupmannahöfn í gærkvöldi.
Gyrðir Elíasson er sjöundi ís-
lenski rithöfundurinn sem hlýtur
Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs en 50 ár eru nú
síðan verðlaunin voru fyrst
veitt. Auk Gyrðis hafa hlot-
ið verðlaunin þau Ólafur
Jóhann Sigurðsson,
Snorri Hjartarson, Thor
Vilhjálmsson, Fríða Á.
Sigurðardóttir, Einar Már
Guðmundsson og Sjón.
Í gær tók sænski leikstjórinn og
leikarinn Pernille August við Kvik-
myndaverðlaunum Norðurlanda-
ráðs fyrir Svínastíuna (Svinaläng-
orna), sænski saxófónleikarinn og
tónskáldið Mats Gustafsson, sem
er kunnur fyrir spunatónlist, hlaut
tónlistarverðlaunin að þessu sinni
og Scandic-hótelin umhverfis-
verðlaunin fyrir að hafa í tvo ára-
tugi verið í fararbroddi í sjálfbærri
ferðaþjónustu.
FERN VERÐLAUN NORÐURLANDARÁÐS AFHENT Í GÆR
Gyrðir með
verðlaunaskjalið.
Sjöundi íslenski höfundurinn