Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011
Sími +354 590 2200 // Fax +354 590 2299 // utleiga@eik.is // www.eik.is
Atvinnuhúsnæði sem hentar þér
Skeifan 19, verslunarhúsnæði
Verslunar- og lagerhúsnæði á besta stað í Skeifunni.
Stærð: 178,7 m2
Laust: Nú þegar
Lýsing: Verslunar- og lagerhúsnæði á fjölförnum stað í Skeifunni.
Verslunin er vel sjáanleg frá götu og með góðum gluggum.
Vilhelm Patrick Bernhöft
GSM: 663-9000
Netfang: vilhelm@eik.is
Ekkert lát var á átökum milli öryggissveita og mótmælenda í Kaíró í gær
þrátt fyrir loforð leiðtoga hersins í Egyptalandi um að mynda nýja bráða-
birgðastjórn og flýta forsetakosningum. Mótmælendur söfnuðust saman á
Tahrir-torgi og kröfðust þess að leiðtogar hersins létu tafarlaust af völd-
um. A.m.k. þrír menn biðu bana í átökunum í Kaíró í gær og einn til við-
bótar lét lífið í bænum Mersah Matruh þegar öryggissveitir börðust við
mótmælendur sem reyndu að ráðast inn í lögreglustöð. Yfirvöld í Kaíró
sögðu að minnst 35 manns lægju í valnum eftir átökin frá því á laugardag.
Reuters
Enn blóðug átök í Kaíró
Forseti Jemens, Ali Abdullah Saleh,
undirritaði í gær samning um að
hann léti af embætti gegn því að
hann nyti friðhelgi frá ákæru.
Samkomulagið náðist fyrir milli-
göngu embættismanna frá grann-
ríkjum Jemens við Persaflóa og
Sameinuðu þjóðanna. Saleh undirrit-
aði samninginn í Sádi-Arabíu eftir að
hafa frestað því nokkrum sinnum á
síðustu stundu undanfarna mánuði.
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar á
þingi Jemens undirrituðu samning-
inn í apríl.
Krefjast saksóknar
Saleh er 69 ára að aldri og hefur
verið við völd í 33 ár. Þúsundir and-
stæðinga Saleh söfnuðust saman á
götum höfuðborgarinnar Sanaa í
gær til að mótmæla því að honum og
fjölskyldu hans var veitt friðhelgi frá
ákæru. Þeir sögðust hafna sam-
komulaginu og kröfðust þess að
Saleh léti þegar í
stað af embætti.
Þeir vilja einnig
að hann verði
sóttur til saka
fyrir að beita ör-
yggissveitum
gegn mótmæl-
endum í aðgerð-
um sem hafa
kostað hundruð
manna lífið.
Samkvæmt samkomulaginu á
varaforseti Jemens, Abdrabu Mans-
ur Hadi, að taka við völdum forset-
ans. Saleh á þó að vera heiðursfor-
seti í þrjá mánuði, eða þar til Hadi
verður kjörinn forseti landsins til
tveggja ára.
Stjórnarandstaðan á þinginu á að
velja forsætisráðherra bráðabirgða-
stjórnar sem á að hefja viðræður við
leiðtoga ungs fólks sem hefur tekið
þátt í mótmælunum. bogi@mbl.is
Hafna samkomu-
lagi við Saleh
Reuters
Mótmæli Stjórnarandstæðingar í Sanaa mótmæla samkomulagi við forseta
Jemens um að veita honum friðhelgi gegn því að hann láti af völdum.
Ali Abdullah
Saleh