Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Okkar eigin Osló, gamanmynd leik-
stjórans Reynis Lyngdal, var vel tek-
ið af landanum fyrr á árinu og nú er
önnur kvikmynd væntanleg frá
Reyni, tökur að hefjast á henni uppi á
Langjökli. Vinnuheiti myndarinnar er
Frost. „Þetta er vísindaskáldskapur,
hálfgerður tryllir, gerist reyndar í nú-
tímanum en það eru þættir í þessu
sem eru svolítið „out of the ordinary“,
eitthvað sem við vitum ekki alveg
hvað er,“ segir Reynir. Jón Atli Jón-
asson skrifaði handritið að myndinni
og Kisi, fyrirtæki Ingvars Þórð-
arsonar og Júlíusar Kemp, framleiðir.
Reynir segir myndina gerast að
mestu leyti uppi á jökli. Í henni segi
af jöklarannsóknarmönnum. „Það er
þarna par sem Anna Gunndís Guð-
mundsdóttir og Björn Thors leika.
Hún er að vinna með þessu fólki,
kærastinn hennar er kvikmynda-
gerðarmaður og kemur í heimsókn.
Þá fara voveiflegir hlutir að gerast.“
– Það má ekkert fara nánar út í þá?
„Nei.“
– Verður þetta svolítið blóðugt?
„Sjáum til,“ svarar Reynir, greini-
legt að hann vill halda hlutunum eins
leyndum og mögulegt er.
– Hvaða leikarar aðrir eru í kvik-
myndinni?
„Það er leyndarmál,“ segir Reynir
og hlær allt að því kvikindislega.
– Eru brellur í myndinni, í ljósi
þess að þetta er vísindaskáldskapur?
„Vísindaskáldskapur er yfirleitt
bara e.k. staðfæring á einhverjum
raunveruleika sem við þekkjum. þar
sem er aðeins snúið upp á hann. Inn-
an sci-fi-geirans (science fiction,
innsk. blm.) eru geimmyndir en svo
ertu líka með hálfgerðar hryllings-
myndir og eðlilegar aðstæður þar
sem verður innrás geimvera. Sci-fi
getur líka verið mynd sem fjallar um
venjulegt fólk sem verður fyrir vírus
sem er ekki til. Allt þetta fjall er sci-fi,
svo að fólk misskilji þetta ekki, við er-
um ekki að fara að gera geimmynd.“
– En verða geimverur í henni?
Reynir hlær. „Ja, sjáum til.“
– Þetta var nú eiginlega játning ...
„Nei, eiginlega ekki, ég er nú bara
að reyna að halda þessu spennandi,“
svarar Reynir kíminn. Myndin fjalli
fyrst og fremst um baráttu fólks og
tilfinningar þess í tilteknum að-
stæðum sem áhorfendur þekki að ein-
hverju leyti. Efnið standi Íslend-
ingum nærri. Já, dularfullt er það.
Morgunblaðið/Golli
Leyndardómsfullt Reynir Lyngdal vill ekki segja of mikið um Frost.
Vísindaskáldskapur á Langjökli
Reynir Lyngdal leikstýrir kvikmynd
eftir handriti Jóns Atla Jónassonar
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
When China Met Africa nefnist heim-
ildarmynd sem frumsýnd verður í
kvöld í Bíó Paradís. Sýning mynd-
arinnar er skipulögð af Stofnun Evu
Joly í samvinnu við kvikmyndahúsið. Í
myndinni er fjallað um landakaup og
fjárfestingar Kínverja í Sambíu og
áhrifin sem þau umsvif hafa haft á
samfélagið þar. Í myndinni er tekinn
fyrir sögulegur fundur Afríkuleiðtoga í
Peking árið 2006 en á honum voru
gerðir viðskiptasamningar milli
ríkjanna upp á um tvo milljarða doll-
ara. Í myndinni er svo fylgst með
þremur mönnum: Li sem er verk-
efnastjóri fjölþjóðlegs, kínversks fyr-
irtækis sem stendur í endurbótum á
lengsta vegi landsins; Liu sem er einn
þúsunda kínverskra athafnamanna í
landinu, hefur keypt sér bújörð og
hagnast vel og viðskiptaráðherra Sam-
bíu sem heldur til Kína í þeim tilgangi
að tryggja fjárfestingar Kínverja í
Sambíu upp á milljónir dollara.
Höfundar myndarinnar eru Bret-
arnir Marc og Nick Francis. Blaða-
maður ræddi við Nick í gær og sagði
hann myndina í raun portrett af hinum
miklu umsvifum Kínverja í Sambíu.
Sagan væri sögð frá sjónarhóli þriggja
manna með ólík verkefni og hagsmuni,
sjónum m.a. beint
að samskiptum
þeirra við und-
irmenn sína og
samstarfsmenn.
Francis segir ekki
lesið inn á myndina,
engar lýsingar eða
athugasemdir
sögumanns sé að
finna í henni. Það
sé áhorfenda að meta það sem fram fer
og mynda sér skoðun.
Francis segir að þeim Marc hafi þótt
fréttaflutningur vestrænna fjölmiðla af
viðskiptum og fjárfestingum Kínverja í
Afríku full einfaldur, samband Kína og
Afríku sé bæði marglaga og flókið. Þá
telji margir afrískir leiðtogar sam-
keppni Kína við Vesturlönd af hinu
góða.
„Umsvif Kínverja í Afríku eru til
marks um það hvernig valdið er að fær-
ast frá vestri til austurs á heimsvísu.
Hraði þessara umskipta sýnir hvernig
efnahagur Kína hefur þanist út og það
er eitthvað sem Íslendingar hafa ekki
farið varhluta af,“ segir Francis og vís-
ar þar í mál kínverska kaupsýslu-
mannsins Huangs Nubo sem bíður
leyfis íslenskra stjórnvalda fyrir kaup-
um á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum.
– Þú hefur s.s. kynnt þér það mál?
„Já, ég var reyndar að því áður en þú
hringdir,“ svarar Francis. Umsvif Kín-
verja í Afríku sýni í hnotskurn hvað sé
að gerast í heiminum. Viðskipti Kína
við Evrópuríki fari t.d. sívaxandi.
Francis leikur forvitni á því að vita
hvort viðskipti Nubo séu umdeild hér á
landi og blaðamaður telur sig geta
staðfest að svo sé.
Sambía og Ísland
Francis segir áhugavert að sjá
hvernig kínverskir athafnamenn séu að
leita viðskiptafæra í ríkjum sem orðið
hafi fyrir efnahagslegum áföllum, m.a.
Grikklandi. „Sagan af kínverskum
bónda sem kaupir jörð í Sambíu er
smækkuð útgáfa af tilboði Huangs
Nubo,“ segir hann. Þarna séu greini-
legar hliðstæður á ferð. Hvort sem
kaup Nubos verði samþykkt eða ekki
muni fleiri kínverskir athafnamenn
fylgja í kjölfarið.
Francis segir samskipti kínversks
bónda í heimildarmyndinni við inn-
fædda undirmenn sína í Sambíu sýna
hvernig heimurinn sé að breytast. „Það
er talið að tíu til tuttugu þúsund kín-
verskir bændur séu í Afríku núna með
eigin búskap,“ bendir Nick á. Því sé
spáð að árið 2020 verði hagkerfi Kína
það stærsta í heiminum. „Ég held að
við verðum að reyna að ná tengslum
við og skilja Kína og að mörgu leyti er
það hlutverk myndarinnar, að vekja
þá umræðu. Við erum að þokast inn í
kínversku öldina,“ segir Francis,.
Þjóðir heims og þá sérstaklega Vest-
urlandabúar verði að reyna að aðlag-
ast þeim breytingum, auka skilning
sinn og tengsl við hina nýju valda-
miðju heimsins og finna sér hlutverk í
breyttum heimi.
Valdið færist frá vestri til austurs
Heimildarmynd um umsvif Kínverja
í Sambíu frumsýnd í Bíó Paradís
Bóndi Kínverjinn Liu er einn þeirra sem fylgst er með í myndinni. Hér sést hann með eiginkonu og barni í Sambíu.
Nick Francis
whenchinametafrica.com
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
IMMORTALS 3D Sýnd kl. 8 - 10:15 (Power)
ELÍAS Sýnd kl. 6
TOWER HEIST Sýnd kl. 8 - 10:15
ÆVINTÝRI TINNA 3D Sýnd kl. 5
BORGRÍKI Sýnd kl. 6 - 8 - 10
NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND
Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA
HVERSU LANGT MYNDIR
ÞÚ GANGA FYRIR ÞANN
SEM ÞÚ ELSKAR?
HHHH
ÞÞ. FRÉTTATÍMINN
HHHH
KHK. MBL
HHH
AK. DV
HHH
„SJÓNRÆN VEISLA MEÐ SKEMMTILEGU
OFBELDI OG GRJÓTHÖRÐUM TÖFFARASKAP.“
T.V., KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
B.G. -MBL
HHHH
POWE
RSÝN
ING
KL. 10
:15
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR 5%
IMMORTALS 3D KL. 6 - 8 - 10 12
BAKKA-BALDUR KL. 6 L
TOWER HEIST KL. 8 - 10 12
IMMORTALS 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
IMMORTALS 3D LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
ELÍAS OG FJÁRSJÓÐSLEITIN KL. 3.40 L
TOWER HEIST KL. 8 - 10.20 12
IN TIME KL. 8 - 10.30 12
ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 3.20 - 5.40 - 8 7
HEADHUNTERS KL. 5.45 - 10.20 16
ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 - 5.50 L
ÞÓR 2D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 L
IMMORTALS 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
IN TIME KL. 10.15 12
HUMAN CENTIPEDE KL. 10.20 18
MONEYBALL KL. 8 L
ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 5.40 - 8 7
MIDNIGHT IN PARIS KL. 5.45 L
ELDFJALL KL. 5.45 - 8 L
FRÁ FRAMLEIÐENDUM 300
“SJÓNRÆN VEISLA MEÐ SKEMMTILEGU OFBELDI
OG GRJÓTHÖRÐUM TÖFFARASKAP.”
T.V., KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ & HEYRT