Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011 Sænski rithöfundurinn Her- man Lindqvist verður gestur á höfundakvöldi í Norræna hús- inu í kvöld kl. 20.00. Hann er þekktur metsöluhöfundur í heimalandi sínu. Hann er einn- ig blaðamaður og þáttastjórn- andi í sjónvarpi. Á höfunda- kvöldinu kynnir Lindqvist bók sína Napóleon, sem nú kemur út í íslenskri þýðingu Borgþórs Kjærnested. Bókin kom út í Svíþjóð 2004 og rataði þá efst á vinsældalista fræðibóka. Hálf-sænskt Tríó Inga Bjarna Skúlasonar flytur sænsk þjóðlög í djass- búningi fyrir gesti frá kl. 19.45 Sænska sendiráðið býður léttar veitingar. Bókmenntir Höfundakvöld með Herman Lindqvist Herman Lindqvist Leikfélag Kópavogs sýnir í kvöld fjóra einleiki, tvo erlenda og tvo innlenda, undir yf- irskriftinni Ferna. Íslensku þættirnir eru XXX eftir Jónínu Leósdóttur og Verann eftir Hrefnu Friðriksdóttur. Er- lendu þættirnir nefnast Fjöl- skylda 2.0 og Vegsummerki minninga. Átta leikarar taka þátt í uppfærslunni og þar af eru fimm að þreyta frumraun sína með leikfélaginu. Leikstjóri er Hörður Sig- urðarson. Aðeins verða tvær sýningar, í kvöld og annað kvöld. Dagskráin er tæplega klukkustund Sýningar eru í Leikhúsinu, Funalind 2, og hefjast kl. 20.00 bæði kvöldin. Leiklist Ferna Leikfélags Kópavogs í kvöld Úr XXX eftir Jón- ínu Leósdóttur. Háskólakórinn heldur haust- tónleika sína í kvöld kl. 20 í Neskirkju. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, íslenskir sálm- ar og ljóð, þýdd ungversk lög og frelsissálmar. Einsöngvari með kórnum verður Jón Svav- ar Jósepsson og einnig syngja fjórir kórfélagar einsöng; Guð- mundur Davíðsson, Anna Sig- rún Ingimarsdóttir, Helga Margrét Marzellíusardóttir og Sveinn Enok Jóhannsson. Á tónleikadaginn gefur kórinn út geisladiskinn, Álfavísur, sem gefinn er út í tilefni af 40 ára starfsafmæli kórsins og 100 ára afmæli Háskóla Íslands. Tónlist Hausttónleikar Háskólakórsins Jón Svavar Jósepsson Tríó Reykjavíkur heldur tónleika í Hafnarborg á sunnudag og hyggst þá flytja verk eftir tónskáldin Schubert og Brahms. Yfirskrift tónleikanna er Klassík við kerta- ljós og gestur tríósins verður Jón- as Ingimundarson píanóleikari. Þetta eru aðrir tónleikarnir á dag- skrá starfsárs Tríós Reykjavíkur í Hafnarborg. Jónas Ingimundarson hefur starfað sem píanóleikari, tónlistar- kennari og kórstjóri, haldið fjölda tónleika á Íslandi og komið fram víða í Evrópu og Bandaríkjunum, ýmist einn eða með öðrum, einkum söngvurum. Jónas hefur leikið inn á fjölda hljómplatna og hljóm- diska. Hann hefur fengið lista- mannalaun, notið starfslauna lista- manna og hlotið margvíslegar viðurkenningar svo sem heið- ursverðlaun Íslensku tónlist- arverðlaunanna 2001. Tríó Reykjavíkur var stofnað ár- ið 1988 af Halldóri Haraldssyni pí- anóleikara, Guðnýju Guðmunds- dóttur fiðluleikara og Gunnari Kvaran sellóleikara. Árið 1996 tók Peter Máté píanóleikari við af Halldóri. Næstu tónleikar í tón- leikaröð tríósins verða Nýárstón- leikar í janúar. Kertaljós Jónas Ingimundarson verður gestur í Hafnarborg. Klassík við kertaljós  Jónas Ingimund- arson gestur Tríós Reykjavíkur Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Okkur fannst vanta fleiri og fjöl- breyttari bækur fyrir unglinga,“ seg- ir Birgitta Elín Hassell sem ákvað í samstarfi við Mörtu Hlín Magnadótt- ur að taka málin í eigin hendur. Þær stofnuðu fyrr á árinu bókaútgáfuna Bókabeituna og skrifuðu hvor sína bókina í bókaflokki sem þær nefna Rökkurhæðir. Bók Birgittu nefnist Rústirnar og er að sögn höfundar æv- intýrahryllingssaga, en bók Mörtu nefnist Óttulundur og er spennu- draugasaga. Saman skrifa þær svo þriðju bókina, Kristófer, sem vænt- anleg er í apríl á næsta ári í tengslum við viku bókarinnar. Að sögn Birgittu er von á tveimur bókum til viðbótar í bókaflokknum á árinu 2012, en þær verða skrifaðar hvor í sínu lagi. Birg- itta segir þær Mörtu nú þegar búnar að leggja drög að u.þ.b. tíu bókum í bókaflokknum, en vel geti farið svo að bækurnar verði fleiri gefi viðtökur til- efni til þess og finni þær nógu spenn- andi umfjöllunarefni. „Bækurnar eru hugsaðar sem sjálfstæðar frásagnir. Hugmyndin var að skapa heim þar sem jafnólíkir höfundar og við tvær gætum skrifað sögur sem tengdust án þess að þurfa að skrifa allar bækurnar saman. Við byrjuðum þess vegna á því að teikna upp sögusviðið og búa til þennan heim,“ segir Birgitta og vísar þar til Rökkurhæða sem er úthverfi borg- arinnar Sunnuvíkur. Efst á Hæðinni standa Rústirnar sem er sundurtætt fjölbýlishúsalengja. Enginn veit hvað gerðist þar, sumir tala um yfir- náttúrlega atburði en aðrir um hryðjuverk. Börnunum í Rökk- urhæðum er að minnsta kosti bannað að leggja leið sína í Rústirnar, en þau óhlýðnast flest. „Bækurnar tengjast allar í gegnum hverfið Rökkurhæðir og þannig getur aðalpersóna einnar bókar verið aukapersóna í annarri. Lesandinn fær því smám saman heil- steyptari mynd af hverfinu og íbúum þess.“ Aðspurð segir Birgitta bókaflokk- inn hugsaðan fyrir nemendur 7. bekkjar og upp úr, en auðvitað geti yngri börn sem og fullorðnir haft gaman af bókunum. Spurð hvort þær hafi hugsað bækurnar til kennslu svarar Birgitta því neitandi. „Þessar bækur eru ætlaðar til afþreyingar, þ.e. lestur lestrarins vegna,“ segir Birgitta og tekur fram að vonandi verði bækurnar til að stuðla að aukn- um bóklestri unglinga. Spurð hvort þær hafi notið yfirlestrar frá ungling- um meðan bækurnar voru í smíðum svarar Birgitta því játandi. „Við eig- um báðar börn á unglingsaldri sem lásu yfir fyrir okkur og gáfu okkur gagnlegar ábendingar,“ segir Birgitta og nefnir sem dæmi að skipt hafi verið um föt á persónum bókanna eftir ábendingum frá ungu ritstjórunum. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Ráðagóðar Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassell segjast taka við góðum ábendingum frá börnum sínum sem lesa yfir bækur þeirra. Skrifa spennu- bækur fyrir unglinga Bakgrunnur höfunda » Birgitta og Marta luku meistaraprófi í náms- og kennslufræðum sl. vor með ís- lensku og íslenskukennslu sem sérgrein. » Í kennaranáminu beindist áhugi þeirra sérstaklega að bókmenntakennslu.  Bókabeitan gefur út Rökkurhæðir Samfélagið í Svarf- aðardal er óskaplega sjarmerandi. Þarna er glað- vært fólk og góðlegt 32 » Við lok náms í myndlist-ardeild Listaháskólansákveður sögupersónaBónusstelpunnar, Diljá Magnúsdóttir, að framkvæma gjörning. Hann felst í því að af- greiða á kassa í Bónus í þrjár vikur með hárið litað bleikt í anda Bón- usgríssins, með bros á vör, og varpa gjörningnum í beinni útsend- ingu inn á útskriftarsýninguna. Diljá elskar gjörninga og fannst „ekkert skrýtið við þessa hugmynd. Hún var alveg í anda þess sem listamenn höfðu verið að gera síð- ustu áratugi. List í tengslum við samfélagið. Eitthvað þannig“. Ragna Sigurðardóttir hefur um árabil starfað sem farsæll myndlist- arrýnir og auk þess að hafa áður sent frá sér fjórar skáldsögur og ljóðabók er hún menntaður mynd- listarmaður. Hún er því á heima- velli á þessu sögusviði og nýtti sér listheiminn einnig við ritun Hins fullkomna landslags, áhugaverðrar skáldsögu sem kom út fyrir tveimur árum og byggist á málverkaföls- unarmálinu. Á þeim þremur vikum sem Diljá afgreiðir í beinni í Bónus tekur gjörningurinn óvænta og ófyrirséða stefnu. Sú saga nær flugi að bleik- hærða afgreiðslustúlkan búi yfir andlegum hæfileikum og geti gert kraftaverk. Þannig hefur stúlkan mikil áhrif á líf ókunnugs fólks, líf hennar nánustu tekur einnig breyt- ingum sem og áætlanir varðandi námið – skólayfirvöld þurfa að meta hvort þetta sé í raun listrænn gjörningur eða eitthvað allt annað og meira. Sjónarhornið færist milli Diljár, ungrar systur hennar, foreldra, úti- gangskonu, ungra hjóna sem þrá að eignast barn og óvenjulegs manns sem nefnist Hafliði og hefur afger- andi áhrif á þróun sögunnar og líf Diljár þessar vikur. Ragna er raunsæislegur höfundur, hún segir frá, gægist í hug persóna og sýnir án málalenginga, án þess að flúra textann eða koma með ljóðrænar lýsingar. Segja má að stíll hennar sé hreinn og beinn, og hann er læsi- legur. Helsti styrkur höfundarins felst í því hvernig hann kynnir allt þetta fólk til sögu og tengir það síð- an saman; það er afar vel gert og slitna þræðirnir aldrei þar sem þeir eru fléttaðir saman. Persónurnar lifna í textanum og eru vel mótaðar, þótt hlutverkin séu misstór. Þannig er lýsingin á sambandi systur Dilj- ár og útigangskonunnar afar vel unnin, rétt eins og myndin sem sköpuð er af örvæntingu fólks sem þráir og biður um kraftaverk. Viðfangsefni sögunnar eru sótt í okkar nánasta veruleika. Þarna eru helgarpabbinn og lyklabarnið, öm- urlegar aðstæður andlega sjúkra einstaklinga sem sumir hverjir eru heimilislausir, anda- og krafta- verkatrúin, sem alltaf virðist svo grunnt á með Íslendinga, og myndlistarsköpun ungs fólks í dag, sem á stundum vill verða meira um yfirborð en djúphugsuð viðbrögð við umhverfi og samfélagi. Allt þetta blandast á snarpan og for- vitnilegan hátt í Bónusstelpunni, sem er án efa besta skáldsaga Rögnu til þessa. Gjörningur breytist í kraftaverk Bónusstelpan bbbbn Skáldsaga eftir Rögnu Sigurðardóttur. Mál og menning, 2011. 213 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Morgunblaðið/Kristinn Ragna Bónusstelpan er „án efa besta skáldsaga Rögnu til þessa“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.