Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011 ✝ Ingvi Svein-björn Guð- mundsson fæddist í Reykjavík 14. maí 1932. Hann lést á krabbameinslæk- ingadeild Landspít- alans 16. nóvember 2011. Ingvi var sonur hjónanna Guð- mundar Benón- ýssonar, f. í Lax- árdal, Bæjarhreppi, Strandasýslu, 22. september 1901, d. 9. nóvember 1974, og Dagmarar Friðriksdóttur, f. í Reykjavík, 10. júlí 1910, d. 11. júní 1979. Þau bjuggu í Lax- árdal í nokkur ár og síðan á Borðeyri en fluttu í Kópavog 1943 og bjuggu þar til æviloka. Hálfsystkini Ingva voru Kristvin Kristinsson, f. 1926, og Auð- björg Brynjólfsdóttir, f. 1929, og alsystkin Sigríður og Benóný, f. 1934, sem létust í frumbernsku, Björgvin, f. 1935, stúlkubarn, f. 1939, lést óskírt, Friðbjörn Hall- dór, f. 1940, og Rakel, f. 1949. Öll eru látin fyrir utan Rakel. Ingvi kvæntist 5. júní 1954 Ellen Kjartans Einarsdóttur, f. á Ísafirði 5. mars 1933. Foreldrar hennar voru: Helga Margrét kvæntur Sólveigu Birnu Magn- úsdóttur, f. 1970. Börn þeirra: Berglind Sól, f. 1999, Tristan Ísak, f. 2006. Börn Sólveigar af fyrra hjónabandi Sara Lind, f. 1992, og Aron Alexander, f. 1995. Ingvi og Ellen stofnuðu sitt fyrsta heimili í Reykjavík 1954 en fluttu það sama ár í Kópavog, í Garðahrepp 1965 og í Hafn- arfjörð 1977 og bjuggu þar síð- an. Ingvi lauk prófi frá Iðnskól- anum í Reykjavík 1954 í húsasmíði og fékk meistararétt- indi 1957. Hann lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík í skipasmíði 1962 og frá Meist- araskólanum í Reykjavík 1966. Hann vann að iðn sinni hjá öðr- um auk þess að starfa á eigin vegum. Hann vann hjá Fast- eignamati ríkisins í nokkur ár, en síðustu starfsárin vann hann hjá ÍTR. Ingvi fékk snemma áhuga á íþróttum og stundaði frjálsar íþróttir og glímu. Hann vann mikið að félags- og æsku- lýðsmálum. Hlaut hann enda fjölda viðurkenninga frá þeim félögum og félagasamböndum sem hann starfaði fyrir um langt árabil, s.s. ÍSÍ, KSÍ, UM- SK, GLÍ. Einnig var hann kjör- inn heiðursfélagi Stjörnunnar í Garðabæ, félags sem var honum mjög kært og hann hafði unnið svo mikið fyrir á upphafsárum þess. Ingvi verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í dag, 24. nóv- ember 2011, kl. 13. Jónsdóttir, f. í Mos- dal í Önundarfirði 1894, og Einar Guð- mundur Eyjólfsson, f. í Tröð í Súðavík 1880. Börn Ingva og Ellenar eru; 1) Guðmundur Einar, f. 9. nóvember 1954, kvæntur Guð- nýju S. Bjarkadótt- ur, f. 16. nóvember 1954. Börn þeirra: Róbert Þór, f. 1980 og Ellert Ingvi, f. 1985. Uppeldissonur Guðni Þórarinn Finnsson, f. 1970. 2) Örn Orri, f. 4. sept- ember 1959. Börn hans: Björg- vin Hörður, f. 1978, barnsmóðir Alda Harðardóttir. Mikael, f. 1985 og Soffía Lena, f. 1989, barnsmóðir Birna Benedikts- dóttir. Daníel Örn, f. 1995, barnsmóðir Sólveig Hafsteins- dóttir. Kvæntur Auði Hansen, f. 1973. Þeirra börn: Reynir Máni, f. 1997, Dagmar Isabel, f. 2000, og Orri Thor, f. 2006. Uppeld- issonur Birgir Hans Birgisson, f. 1994; 3) Dagmar Svanhvít, f. 30. nóvember 1962, gift Hjörvari Þór Guðmundssyni, f. 1964. Börn þeirra: Hákon Óttar, f. 1984, Herdís Ólína, f. 1991. 4) Jóhann Ingvi, f. 8. júní 1972, Kveðjustundin kom svo miklu fyrr en okkur óraði fyrir og miss- irinn ægisár. En minningarnar lifa og flæða fram sem aldrei fyrr. Hlýtt kveðjuknús frá afa í síðustu heimsókn barnanna til ykkar mömmu, er þeim huggun harmi gegn. Þú varst hlýr og góður afi sem laðaðir börnin alltaf að þér, og lætur þeim eftir minningar sem verða þeim án efa ómetanlegt veganesti út í lífið. Það er ekki hægt að minnast pabba án þess að rifja upp hans hjartans mál: Eins og flestir vita var hann formaður íþróttafélags- ins Stjörnunnar til margra ára. Á þeim tíma var ekki sama viðhorf til ungmennahreyfingarinnar eins og það er í dag og lagði hann mikið á sig til þess að Stjarnan fengi að skína sem skærast. Hann lagði sálu sína og hjarta í að veita félag- inu brautargengi; stofan heima í Ásgarðinum var iðulega notuð sem búningsklefi; mamma sá um að þvo búningana og allur laus frí- tími fór í að berjast í þessu frum- kvöðlastarfi. Því miður sýndi tíð- arandinn íþróttastarfi lítinn skilning á þessum tíma, fjármagn var af skornum skammti og lífi haldið í félaginu með sjálfboða- starfi. Starf pabba var oftar en ekki vanmetið og vonbrigðin fyrir baráttumann fyrir íþróttastarfi ungmenna oft mikil. Það hefur því verið mikil gleði fyrir pabba að fylgjast með vaxandi gengi Stjörnunnar á síðustu áratugum. Og án efa leitun að styrkari stuðn- ingsmanni en hann var. Þar skilur hann eftir sig minnisvarða sem lif- ir hans dag. Kæri pabbi, þrátt fyrir að lífið sé ekki alltaf dans á rósum og margs sé að minnast er létt að fara um þig fögrum orðum að kvöldi dags. Mikið hefur verið rætt um afa á okkar heimili síðustu vikur, og margar sögur rifjaðar upp; veiðiferðir með afa, afi að hlusta á „rokk og gól“ í útvarpinu á Spáni, afí-Stjörnurnar og svo mætti lengi telja. Góðar minningar sem við munum halda á lofti um ókomin ár. Ein er sú minning sem er of- arlega í huga, það er þegar þú fluttir Einræður Starkaðar í brúð- kaupinu okkar Auðar fyrir tæpum 15 árum. Erfitt er að fá ekki kökk í hálsinn þegar hugsað er til þeirrar stundar er sannleikur þessa fal- lega ljóðs barst okkur á sólríkum hamingjudegi með djúpri ljóða- röddu þinni. Þeir sem á hlýddu fundu að kvæði þetta, og ekki síst síðasta erindi þess, hafði mikla þýðingu fyrir þig. Því langar okk- ur að kveðja þig með þessum sannleiksorðum Einars Bene- diktssonar sem þú kenndir okkur að meta og lifa eftir: Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Elsku pabbi, afi og tengda- pabbi, þú skilur eftir þig jafnt áþreifanlega sem óáþreifanlega minnisvarða. Megi Guðs blessun umvefja þig, og lina erfið spor mömmu/ömmu, og þeirra sem þig lifa. Orri, Auður, Björgvin Hörður, Mikael, Soffía Lena, Birgir Hans, Daníel Örn, Reynir Máni, Dagmar Isabel og Orri Thor. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Það eru til frændur og svo eru það stórfrændur. Ingvi frændi minn var stórfrændi. Hálfbróðir móður minnar, heimilisvinur og aufúsugestur. Þau voru lík í fasi og skapgerð systkinin, hörkudugleg og vinnuþjarkar, skapmikil en með stórt hjarta. Bros þeirra náði til augnanna svo þau lýstu upp hvern krók og hvern sálarkima. Glaðvær, stríðin með eindæmum og þótti ekki leiðinlegt að taka eins og eina snerru um pólitík og voru svo skemmtilega ósammála. Það var mikil gleði þegar þau Ell- en komu í heimsókn á Stekkjar- flötina og mikið skrafað og hlegið. Frændi minn fékk margar góðar gjafir í vöggugjöf, smiður góður, málari, skáld, hagur til munns og handa. Mikill íþróttamaður, fyrr- verandi glímukóngur og handhafi Grettisbeltisins, áhugamaður um framgang allra íþrótta. Einn stofnenda Umf. Stjörnunnar í Garðahreppi, nú Garðabæ, og helgaði því félagi starfskrafta sína um áratugaskeið. Ég var svo lán- söm að fá að starfa með frænda mínum hjá félagi okkar. Gríðar- legir fjárhagsörðugleikar skóku innviði þess og þurfti að taka erf- iðar ákvarðanir sem komu illa við marga, m.a. hann sjálfan. En ætt- arböndin héldu, blóð er þykkara en vatn og ekki féll skuggi á vin- áttu okkar. Hann unni félagi sínu, var vakinn og sofinn yfir velferð þess og framgangi allra deilda. Hann lét sig ekki vanta á kappleiki og þegar meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu tók á móti bikar sín- um nú í haust var öðlingurinn auð- vitað á staðnum. Frændi minn greindist með krabbamein fyrir ekki svo mörg- um mánuðum að mér finnst. Hann bar sig vel, kvartaði ekki og var staðráðinn í að vinna sigur í þess- ari baráttu eins og svo mörgum öðrum. Við hittumst síðsumars, áttum góða stund saman ásamt elsku Ellen, hans betri helmingi eins og hann sagði svo oft. Útlitið var gott, meinið að öllum líkindum horfið og nú var bara að ná upp þreki. Kvaddi hann þess fullviss að hitta hann og Ellen um jólin og allt yrði eins og áður. En eigi má sköpum renna og stórfrændi minn og uppáhalds þurfti að lúta í lægra haldi fyrir krabbanum sem læst hafði klónum fastar en nokkur vissi. Ég kveð þennan höfðingja með sorg í hjarta en þakklát fyrir allt það sem hann var móður minni, föður, systkinum og börnum okk- ar. Innilegar samúðarkveðjur til Ellenar, Gumma, Orra, Döggu og Jóa og megi algóður Guð gefa ykkur styrk á erfiðum tímum. Vertu kært kvaddur frændi sæll, takk fyrir allt og allt. Katrín Gunnarsdóttir og fjölskylda. Ingvi frændi minn er látinn. Því miður hafa leiðir okkar ekki legið saman síðustu árin, og er það á minni ábyrgð, sem svo margt ann- að. Frá barnæsku man ég eftir Ingva sem söngvara og miklum íþróttamanni, hann var stór og stæltur, og alltaf brosandi. Hann skilur eftir sig stóra sögu í upp- byggingu íþrótta og íþróttahreyf- inga í Kópavogi og Garðabæ. En hana kunna aðrir betur en ég. Þegar ég var 9 ára vann ég hjá föður mínum um sumarið, og þar sem móðir mín var í sumarbústað á Vatnsenda vorum við feðgar í kosti hjá ömmu okkar Ingva á Grettisgötunni. Það var hefð hjá vinnandi mönnum í ættinni að vera „í fæði“ hjá ömmu okkar og dóttur hennar Ingu, sem Ingvi hét eftir. Þar var oft glatt á hjalla í há- deginu, mikið hlegið og var Ingvi hrókur alls fagnaðar, að venju. Ingvi varð húsasmíðameistari, en ætlaði á sínum tíma að læra prentun hjá föður mínum, en sá lærdómur varð skammvinnur, þar sem Ingvi fékk blýeitrun og mátti því ekki koma nálægt þeim málmi. Það hefði verið gaman að vinna með Ingva í prentsmiðjunni. Foreldrar Ingva voru föður- systir mín Dagmar Friðriksdóttir, mikill dugnaðarforkur og lista- kokkur, og Guðmundur Benónýs- son sem var einn af þessum sjald- gæfu mönnum, „sjentilmaður“ af náttúrunnar hendi, og hafði góða kímnigáfu og smitandi bros. Þau brostu alltaf bæði, þrátt fyrir mjög erfiða ævi á fyrstu búskap- arárum þeirra, barnamissi og ann- að mótlæti. Ingvi erfði þessa eiginleika og byggði á þeim sitt líf. Hann kvæntist Ellen Einarsdóttur og eignuðust þau 4 börn. Samband þeirra hjóna var mjög gott og í fjölskyldunni voru þau yfirleitt nefnd saman, og ég veit að „eldri“ hluti fjölskyldunnar taldi Ingva hafa verið heppinn þegar þau festu ráð sitt, Ellen og hann. Það væri hægt að skrifa langt mál um Ingva heitinn, og það gera örugglega margir, en mig langar með þessum fáu orðum til að þakka honum samferðina, og við fjölskyldan vottum Ellen og fjöl- skyldunni alla samúð okkar. En það er alltaf gott að eiga góðar minningar, og þær skilur Ingvi eftir allt um kring. Þeir sem kynntust Ingva voru ríkari eftir. Garðar Jóhann. Mig langar að minnast, í fáein- um orðum, míns góða vinar Ingva Sv. Guðmundssonar sem lést í síð- astliðinni viku eftir erfið veikindi. Við Ingvi störfuðum saman í langan tíma í mótanefnd KSÍ og þótt við værum ekki alltaf sam- mála um öll mál tókst okkur yf- irleitt að koma frá okkur þokka- legri leikjaskrá fyrir knattspyrnumenn og -konur landsins. Til að byrja með gerðum við þetta í höndunum en það var síðan Ingvi sem fyrstur tók tölv- una í þjónustu nefndarinnar og voru það ótrúleg umskipti. Það tókst með okkur góð vin- átta og þar sem Ingvi var mikið fyrir lax- og silungsveiðar fór hann að sjálfsögðu að draga mig með í veiðina og voru það ógleym- anlegar ferðir, ekki eingöngu fyrir aflann, sem gat verið upp og ofan eins og gengur, heldur það að sitja úti í náttúrunni og hlusta á Ingva fara á kostum í sögum og ljóðum en á báðum sviðum var hann heill hafsjór. Um leið og ég kveð góðan vin vil ég og fjölskyldan votta Ellen og fjölskyldu dýpstu samúð. Helgi Þorvaldsson. Mig langar til þess að minnast vinar míns Ingva Guðmundssonar örfáum orðum, en hann lést mið- vikudaginn 16. nóvember sl. eftir harða baráttu við krabbamein. Til þess að gera langa sögu stutta kynntist ég Ingva fyrst þegar við Framarar í 5. flokki C (sem oftast var kallað „ruslið“ í þá daga) fór- um upp í sveit (Garðahrepp sem þá hét) til þess að etja kappi við leikmenn ungmennafélagsins í hreppnum, Stjörnumenn. Á fyrstu árum Stjörnunnar bjuggu knatt- spyrnumenn félagsins við mikið aðstöðuleysi, þar sem búnings- klefinn var t.a.m. inni í stofu hjá einhverju fólki sem bjó við jaðar vallarins, nánar tiltekið í Ásgarði 7. Um það bil tíu árum síðar átti ég síðan erindi við starfsmann mótanefndar KSÍ niðri í Laugar- dal. Var þar ekki kominn „ábúand- in úr búningsklefahúsinu“ frá því í gamla daga. Sinnti hann erindi mínu vel – og gerði síðan áfram um árabil. Enn liðu nokkur ár, en nú lágu leiðir okkar saman, á nýbyggðum gervigrasvellinum í Laugardal, þar sem Ingvi starfaði sem vakt- stjóri um árabil. Fór vel á með okkur vinum, þó ég hafi alltaf tap- að þegar við reyndum með okkur í skák þegar stund gafst á milli stríða. Eins átti hann það til að beita mig stöku glímubragði ef honum þótti ég gerast helst til frakkur í rökræðum okkar. Ég veit að Ingvi gaf mér gott orð í denn þegar ég sóttist eftir, og var ráðinn til þess, að þjálfa unga knattspyrnudrengi úr Garðabæ í nokkur ár. Ingvi fylgdist grannt með úr fjarlægð af velþóknun. Enn liðu allmörg ár, en nú síð- ast hitti ég Ingva á úrslitaleik þriðja flokks karla sl. haust þar sem Stjörnumennirnir hans báru sigurorð af afbragðsgóðu liði Breiðabliks (sem segir allt sem segja þarf um sigurliðið). Ingvi var orðinn nokkuð lasinn þegar þarna var komið sögu, en hann brosti hringinn, enda vissi hann að félagið hans var í góðum málum, enda kvennalið félagsins einnig nýbúið að landa fyrsta Íslands- meistaratitlinum í meistaraflokki. Ingvi var alla tíð trúr og trygg- ur Knattspyrnusambandi Íslands, fyrst sem nefndarmaður og starfsmaður mótanefndar, þá stjórnarmaður og loks sem ritari á þingum sambandsins í fjölmörg ár. Nákvæmni hans við það starf var og er enn til eftirbreytni. Fjöl- skyldu Ingva Guðmundssonar og Stjörnumönnum öllum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Far vel, trausti vinur. Gylfi Þór Orrason. Fallinn er nú frá mikill höfðingi úr okkar röðum eftir snarpa glímu við krabbamein. Ingva Guð- mundssonar – föður Stjörnunnar úr Garðabæ – minnist knatt- spyrnuhreyfingin af miklum hlý- hug. Ingvi var fyrst kvaddur til starfa hjá KSÍ sem nefndarmaður í mótanefnd árið 1981 og átti sæti í nefndinni til ársins 1985. Hann var jafnframt starfsmaður nefndar- innar árin 1982 og 1983. Hann sat einnig í dómaranefnd sambands- ins árið 1983 og í húsnæðisnefnd þess árið 1985. Fljótlega eftir vígslu gervigrasvallarins í Laug- ardal árið 1985 hóf Ingvi þar störf sem vaktstjóri og starfaði þar í mörg ár. Gervigrasvöllurinn boð- aði byltingu í æfingaaðstöðu knattspyrnumanna sem nú gátu loks stundað íþrótt sína yfir vetr- armánuðina á upphituðum velli í stað þess að hlaupa bara um götur og torg með snjóinn upp fyrir ökkla. Athvarf Ingva í vallarhúsinu við gervigrasvöllinn var um langt ára- bil mikill samkomustaður forráða- manna úr knattspyrnuhreyfing- unni á meðan utan dyra fóru fram æfingar eða leikir. Lengstur var hins vegar samfelldur ferill Ingva sem þingritari á ársþingum KSÍ, en því starfi sinnti hann af mikilli natni og fagmennsku á árunum 1982-2007 (missti þó líklega úr eitt eða tvö þing á þessum 25 árum). Þinggerðir hans voru einstaklega vel úr garði gerðar og rithöndin fögur. Við störf sín fyrir KSÍ var Ingvi harður og fylginn sér og fag- mennsku hans var við brugðið. Það er mikið nákvæmnisverk að skipuleggja mótahald hjá svo stóru sambandi sem KSÍ er og þarna var því réttur maður á rétt- um stað. Ingvi var sanngjarn og heiðarlegur í samskiptum sínum við aðildarfélögin, en var engu að síður reiðubúinn til þess að taka snerrur við menn þegar á þurfti að halda, t.d. þegar beiðnir um frest- anir leikja voru að hans mati illa ígrundaðar og seint fram komnar. Alltaf stóðu menn þó upp að lok- um sáttir með málalyktir. Nú síðustu árin hitti ég Ingva oft á Stjörnuvellinum í Garðabæ og það fór ekkert á milli mála hversu gríðarlega stoltur hann var af velgengni félagsins, þar sem meistaraflokkar bæði karla og kvenna hafa nú komið sér vel fyrir á toppi íslenskrar knattspyrnu. Fyrsti Íslandsmeistaratitill fé- lagsins í Pepsi-deild kvenna fyllti hann enda miklu stolti. Fyrir hönd stjórnar og starfsfólks KSÍ færi ég fjölskyldu Ingva Guðmunds- sonar og félögum hans úr Stjörn- unni í Garðabæ hugheilar samúð- arkveðjur. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Ingvi Sv. Guðmundsson Gæði Þjónusta Gott verð Úrval Fagmennska Kársnesbraut 98 | Kópavogur | S: 564 4566 www.solsteinar.is | sol@solsteinar.is ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓHANNA VALDIMARSDÓTTIR, áður til heimilis að Haðalandi 15, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 21. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Sigurbjörg Edda Agnarsdóttir, Benóný Eiríksson, Svanhildur Agnarsdóttir, Hafliði Sigtryggur Magnússon, Agnar Rúnar Agnarsson, Guðlaug Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengda- faðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐJÓN TÓMASSON, Kleppsvegi 62, áður Álftamýri 53, lést á Landspítalanum mánudaginn 21. nóvember. Sigríður Guðjónsdóttir, Jón Ingvarsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Guðjón Axel Guðjónsson, Katrín Björk Eyvindsdóttir, Kristín Laufey Guðjónsdóttir, Óðinn Vignir Jónasson, Kristmann Óskarsson, Bergljót Hermundsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.