Monitor - 24.11.2011, Síða 9

Monitor - 24.11.2011, Síða 9
9 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2011 Monitor Eva Longoria vs. Victoria Beckham Smávaxna eiginkonan er sykursæt í þessum fína bleika kjól en Victoria er þrusugella með hárið slegið, sólgleraugu og í fl ottum platform- hælum. Hún hreppir því vinninginn að þessu sinni, enda er kjóllinn hönnun eftir hana sjálfa. Sarah Jessica Parker vs. Alexa Chung Leikkonan fræga er algjör gella í þessum Proenza Schouler-kjól og bleikum jakka við. Hún púllar hann mun betur en tískugúrúið sem er ekki í nógu fl ottum skóm við. Stíllinn er því fastur á því að Sarah sé fl ottari, eins og svo oft áður. Jessica Stroup vs. Gwen Stefani Söngkonan rokkar Banana Republic-bolinn upp með víðum gallabuxum og hælum, en leikkonan er svaka sæt í bolnum og víðum baige lituðum buxum við. Stutta hárið og fylltu hælarnir klára þetta svo endanlega fyrir hana, Leighton Meester vs. Beatrice prinsessa Prinsessan er falleg í þessum Elie Saab-kjól en það er hins vegar slúðurstjarnan sem sigrar að þessu sinni. Hún er glæsileg í þessum geggjaða kjól, tekur hárið fallega frá andlitinu og er í fl ottum skóm við sem fullkomnar heildarlúkkið. Stjörnustríð Bókin Náttúruleg fegurð eftir Arndísi Sigurðardóttur kemur út á næstu dögum og fjallar hún um hvernig hægt er að búa sjálfur til sínar náttúrulegu og umhverfi svænu snyrtivörur á einfaldan máta. Stíllinn tékkaði á bókinni og valdi fjórar skemmtilegar uppskriftir af hárnæringum sem lesendur geta spreytt sig á. Dekur frá móður náttúru Búðu til þínar eigin snyrtivörur og heilsulind NáttúrulegFegurð Arndís Sigurðardóttir A r dí Si ð dó N BANANA- OG HUNANGSNÆRING Vítamínrík, mýkjandi, rakagefandi og vel lyktandi næring. • ½ banani • 1 tsk. hunang • 4 msk. nýmjólk • Glerskál • Sturtuhetta (eða plastpoki) • Handklæði Stappið bananann í mauk og blandið svo hunanginu vel saman við. Bleytið hárið með volgu vatni og nuddið næringunni í allt hárið. Setjið svo sturtuhettu yfi r hárið, ef þið eigið hana en annars virkar plastpoki ágætlega líka, og loks handklæði yfi r það. Leyfi ð þessu að vera í hárinu í 1 klukkutíma og þvoið svo vel úr með sjampói. Notist samdægurs. KÓKOSDRAUMUR Frábært fyrir fl ókið hár og kókoslyktin verður yndisleg eftir á. • 1 lítil dós kókosmjólk • 2 msk. kókosolía • 2 msk. ólífuolía • Stálpottur • Glerskál • Handklæði Hitið allt hráefnið saman í potti við lágan hita þar til blandan verður volg. Ef hún verður of heit látið þá kólna í smástund. Hrærið vel saman og greiðið svo í gegnum blautt hárið og vefjið í heitt handklæði. Leyfi ð næringunni að vera í hárinu í 20 mínútur. Þvoið svo vel úr með sjampói. Notist samdægurs. ALOE VERA OG AVÓKADÓNÆRING Frískandi hárnæring sem styrkir hárið og gefur því raka. • 1 avókadó, maukað • 1 msk. sítrónusafi • 1 msk. aloe vera gel • Glerskál • Sturtuhetta (eða plastpoki) • Handklæði Hrærið öllu hráefninu vel saman í skál þar til það verður að mauki. Greiðið blönduna í gegn- um allt hárið blautt. Látið svo sturtuhettu (eða plastpoka) yfi r hárið. Vefjið loks með handklæði og bíðið í 20-30 mínútur. Skolið svo vel úr með sjampói. Notist samdægurs. HRÍSGRJÓNANÆRING Um að gera að nota hrísgrjón, sem verða afgangs eftir matinn, og skella þeim í þessa frábæru næringu sem gefur hárinu góða fyllingu. • 6 msk. hrísgrjón, soðin • 2 msk. kókosolía • Stálpottur • Handklæði Sjóðið hrísgrjónin í vatni alveg þar til þau verða að mauki. Þynnið maukið með því að bæta við örlitlu meira vatni og olíu. Þvoið hárið með sjampói og takið rakt handklæði og hitið í örbylgjuofni í 30 sekúndur. Nuddið hrísgrjónamaukinu í allt hárið og vefjið heita handklæðinu um höfuðið. Leyfi ð þessu að vera í hárinu í um 10-15 mínútur. Látið síðan smávegis af sjampói í hárið og skolið úr með vatni. Notist samdægurs.

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.