Morgunblaðið - 06.12.2011, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2011
Strætó Afkoman betri en áætlað var.
● Rekstur Strætó bs. skilaði jákvæðri
afkomu upp á 219 milljónir króna fyrstu
níu mánuði ársins.
Í tilkynningu segir að þessi árangur
sé nokkuð umfram áætlanir sem hljóð-
uðu upp á 96 milljóna afgang. Helsta
skýringin er 63 milljónum meiri tekjur
af fargjaldasölu en ráð var gert fyrir
sem svo skýrist af mikilli fjölgun far-
þega. Einnig voru fjármagnsgjöld á
tímabilinu 26 milljónum króna undir
áætlun.
Strætó með jákvæða af-
komu upp á 219 milljónir
FRÉTTASKÝRING
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Að lokum voru það hagsmunir Þýska-
lands sem vógu þyngra en Frakk-
lands. Á fundi Nicolasar Sarkozy
Frakklandsforseta og Angelu Merkel
Þýskalandskanslara í París í gær
náðu leiðtogarnir samkomulagi um að
aðildarríki evrusvæðisins innleiði
ákvæði í stjórnarskrár sem kveði á
um hámarkshalla í ríkisrekstri sem
nemur 3% af landsframleiðslu. Við-
komandi stjórnvöld sem virða ekki
reglur um halla á ríkisfjárlögum verði
sjálfkrafa beitt refsiaðgerðum. Á
þessari stundu er óljóst hvort hinn nýi
sáttmáli nái til allra 27 aðildarríkja
Evrópusambandsins.
Sameiginleg útgáfa evruskulda-
bréfa – nokkuð sem margir fjárfestar
hafa bundið miklar vonir við sem
lausn á skuldakreppu evrusvæðisins –
virðist ekki vera á döfinni ef marka
má ummæli Sarkozys og Merkels.
„Evruskuldabréf eru engin lausn á
kreppunni,“ sagði Sarkozy. Merkel
hefur löngum haldið því fram að út-
gáfa slíkra skuldabréfa myndi draga
úr þrýstingi á stjórnvöld að sýna að-
hald í ríkisfjármálum.
Merkel féll hins vegar frá fyrri
kröfu sinni um að veita Evrópudóm-
stólnum virkar valdheimildir til að
bregðast við með viðeigandi hætti
gerðust aðildarríki brotleg á reglum
um fjárlagahalla. Þess í stað mun
dómstóllinn aðeins úrskurða um
hvort stjórnarskrárákvæði aðildar-
ríkjanna um hámarkshalla á ríkis-
rekstri sé í samræmi við kröfur hins
nýja sáttmála sambandsins.
Það vekur sömuleiðis athygli að
leiðtogarnir náðu samkomulagi um að
í framtíðinni yrði þess ekki krafist, að
einkaaðilar tækju að hluta til á sig
tap, samhliða endurskipulagningu
ríkisskulda líkt og raunin var með
Grikkland fyrr á þessu ári. Merkel og
Sarkozy munu leggja fram hugmynd-
ir sínar á fundi leiðtogaráðs ESB
næstkomandi fimmtudag.
Bandalag að þýskri forskrift
Ljóst er að með tillögunum vonast
leiðtogar Frakklands og Þýskalands
til, að hægt sé að endurvekja traust
fjárfesta á evrusvæðinu og afstýra
gjaldþroti Grikklands og hugsanlega
Ítalíu. Komi aðrar og umfangsmeiri
aðgerðir ekki til, er hins vegar ósenni-
legt að stefnusmiðum evrusvæðisins
verði að ósk sinni.
Það mun taka mánuði að semja
hinn nýja sáttmála um ríkisfjármál –
og í kjölfarið mörg ár að fá hann sam-
þykktan meðal aðildarríkjanna.
Ríkisfjármálabandalag að þýskri
forskrift – þar sem öll aðildarríki
myntbandalagsins skuldbinda sig
samtímis til að sýna strangt aðhald í
ríkisfjármálum og draga úr skuldum
ríkisins – samfara sífellt versnandi
hagvaxtarhorfum í álfunni mun óum-
flýjanlega leiða til samdráttar í heild-
areftirspurn og þar með auka líkur á
viðvarandi efnahagslægð næstu árin.
Rétt eins og Wolfgang Münchau,
pistlahöfundur Financial Times,
bendir á, þá er með öðrum orðum ver-
ið að koma á fót stöðugleikasáttmála á
sterum. Á þessari stundu er mikil-
vægast fyrir evrusvæðið að kynna til
sögunnar aðgerðir sem eru líklegar til
að stemma stigu við þeim bráðavanda
sem myntbandalagið glímir við.
Þörf á umfangsmeiri aðgerðum
Slíkar aðgerðir þurfa að vera af
tvennum toga: annars vegar að heim-
ila Evrópska seðlabankanum að ger-
ast lánveitandi til þrautavara og
kaupa ríkisskuldabréf verst stöddu
evruríkjanna og hins vegar að hefja
undirbúningsvinnu að útgáfu evru-
skuldabréfa. Þjóðverjar standa eftir
sem áður fast gegn öllum slíkum hug-
myndum.
Það er mikilvægt að hafa í huga að
hin djúpstæða skuldakreppa evru-
svæðisins á ekki rætur sínar að rekja
til lausataka í ríkisfjármálum – slíkt
átti aðeins við í tilfelli Grikklands.
Spánn var með afgang á fjárlögum
upp á 2% af landsframleiðslu árið
2006 og braut aldrei stöðugleika- og
vaxtarsáttmála myntbandalagsins –
ólíkt Þjóðverjum og Frökkum – og
Ítalía hefur löngum haft frumjöfnuð á
ríkissjóði.
Það má leiða að því líkur að ein
helsta ástæða þess að allar björgun-
araðgerðir ráðamanna evrusvæðisins
hafa mistekist fram til þessa sé ein-
mitt rangur skilningur á rót þeirra
vandræða sem evrusvæðið glímir við
um þessar mundir. Verði ekki við-
horfsbreyting í þeim efnum á næst-
unni er hætt við því að illa fari.
Stöðugleikasáttmáli á sterum
Reuters
Samstíga? Merkel og Sarkozy hafa ólíka sýn á það hvaða leið skuli fara til að leysa skuldakreppu evrusvæðisins.
Aðildarríki beitt sjálfkrafa refsiaðgerðum nemi halli á ríkisrekstri meira en 3% af landsframleiðslu
Þörf talin á umfangsmeiri aðgerðum eigi að takast að leysa bráðavanda evrusvæðisins
Ríkisfjármálabandalag
» Aðildarrríkjum evrusvæð-
isins gert að innleiða ákvæði í
stjórnarskrá um hámarkshalla
á ríkisrekstri.
» Leiðtogar Frakklands og
Þýskalands útiloka útgáfu
sameiginlegs evruskuldabréfs.
» Tillögurnar gagnrýndar fyrir
að taka ekki á bráðavanda
evrusvæðisins.
» Kreppan á ekki rætur sínar
að rekja til lausataka í ríkisfjár-
málum.
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Ar-
ion banka, greinir frá því í samtali
við Bloomberg-fréttaveituna í gær
að bankinn stefni að alþjóðlegu
skuldabréfaútboði á næstu 12 mán-
uðum. Fyrirsögn og aðalumfjöllun-
arefni greinarinnar var að bankinn
færi í skuldabréfaútboð á næstu 12
mánuðum.
Í viðtali við Bloomberg segir
Höskuldur meðal annars að aðstæð-
ur fyrir skuldabréfaútboð teljist
nokkuð góðar á næstu tólf mánuð-
um. Þegar Haraldur Guðni Eiðsson,
upplýsingafulltrúi hjá Arion banka,
var spurður út í þessi ummæli
bankastjórans í gær sagði hann að
vaxtakjör lægju ekki fyrir. „Enda er
þetta ekki komið á það stig. Und-
irbúningur er í gangi innan bankans
og áhugi erlendra aðila er til staðar.
Þessi mál eru í markvissri vinnslu
innan bankans og verða það áfram.
Við gerum ráð fyrir jákvæðri niður-
stöðu á næstu tólf mánuðum,“ segir
Haraldur Guðni.
Með 21,4% eigið fé
Höskuldur segir margt jákvætt í
gangi á markaðnum á Íslandi í dag í
samanburði við ástandið á mörkuð-
um í Evrópu. En Arion banki var
með 21,4% eiginfjárhlutfall við hálfs
árs uppgjörið í sumar. Það var þrátt
fyrir að lögbundið lágmarkið sé ekki
nema 8% og FME geri kröfu um
16%. Ríkið á13% í Arion banka en
87% er í eigu Kaupskila. Í umfjöllun
Bloomberg kemur fram að Arion
banki skuldi erlendum lánardrottn-
um 1,2 milljarða evra og segir Hösk-
uldur að ekki sé þörf á endurfjár-
mögnun á næstunni. Engu að síður
sé mikilvægt fyrir bankann að fjölga
fjármögnunarvalkostum. Höskuldur
segir einnig að ekki hafi verið tekin
ákvörðun um hversu stórt
skuldabréfaútboðið verði.
Skuldabréfaút-
boð framundan
hjá Arion banka
Morgunblaðið/Kristinn
Arionbanki Góð eiginfjárstaða.
Útboð áætlað á næstu 12 mánuðum
● Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt
samruna Byrs hf. og Íslandsbanka hf.
með fyrirvara um að samrunaferlið
verði í samræmi við lög um hlutafélög.
Samruninn var samþykktur á fundi
stjórnar Íslandsbanka og á hluthafa-
fundi Byrs þann 29. nóvember 2011.
Réttindum og skyldum Byrs telst reikn-
ingslega lokið þann 30. júní 2011, en frá
þeim degi tók Íslandsbanki við öllum
réttindum og skyldum vegna Byrs.
Samþykkir samruna
● Velta með innlend hlutabréf í nóvember var um 8,4 milljarðar króna. Á sama
tíma á síðasta ári var veltan rúmlega 1,5 milljarðar. Veltan í nóvember hefur því
rúmlega fimmfaldast milli ára. Þess ber þó að geta að samanlögð velta á
tveimur viðskiptadögum í mánuðinum nam rúmlega 6,5 milljörðum króna eða
næstum 80% af veltu hans, að því er fram kemur í greiningu IFS í gær.
Þar kemur einnig fram að færeyska olíuleitarfyrirtækið Atlantic Petroleum
hækkaði um tæp 33% í nóvembermánuði.
Margföld velta með hlutabréf í nóvember
● Skilanefnd Landsbankans hefur
látið að því liggja að hætt verði við
söluna á verslunarkeðjunni Iceland
Food ef nefndin er ekki ásátt með til-
boðin sem berast.
Eins og áður hefur komið fram vill
Landsbankinn fá 1,5 milljarða punda,
jafnvirði um 280 milljarða íslenskra
króna, fyrir 67% hlut sinn í keðjunni.
Á vefnum This is Money kemur
fram að Morrisons og Asda geri til-
boð í 67% hlut bankans í keðjunni.
Þar kemur jafnframt fram að brátt
verði byrjað að greiða út forgangs-
kröfur í þrotabú bankans.
Hættir kannski við sölu
STUTTAR FRÉTTIR
Þónokkur fjöldi
starfsmanna
mun missa vinn-
una á næstu
mánuðum í kjöl-
far hópupp-
sagna. Fram
kemur í tilkynn-
ingu Vinnu-
málastofnunar
að í nóvember
voru tvær hóp-
uppsagnir, þar sem sagt var upp
72 manns.
Um er að ræða tilkynningu um
uppsagnir í fjármálastarfsemi og
iðnaði, sem flestar koma til fram-
kvæmda í mars á næsta ári. Stað-
an á vinnumarkaði hér á landi er
enn erfið þrátt fyrir að atvinnu-
leysið sé tekið að minnka og störf-
um sé farið að fjölga. Eru þeir
starfsmenn sem misst hafa vinn-
una í hópuppsögnum á fyrstu ell-
efu mánuðum ársins jafnframt að-
eins fleiri en þeir voru í fyrra.
Þannig hafa alls 752 manns misst
vinnuna í hópuppsögnum á árinu
samanber 742 á sama tímabili í
fyrra.
Flestir þeir sem misst hafa vinn-
una nú í ár í hópuppsögnum störf-
uðu í mannvirkjagerð, eða 248
manns, en næstfjölmennasta at-
vinnugreinin í þessum efnum er
upplýsingastarfsemi þar sem 102
manns hafa misst vinnuna og
þriðja fjölmennasta atvinnugreinin
er fjármálastarfsemi þar sem 100
manns hafa misst vinnuna í slíkum
uppsögnum.
752 misst
vinnuna
Flestir unnu við
mannvirkjagerð
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+,0-12
++3-4+
/+-.53
/1-0.0
+2-033
+/,-0,
+-0+3.
+,4-//
+05-+/
++,-3
+,0-0/
++3-20
/+-405
/1-050
+2-3+2
+/,-54
+-0/12
+,4-22
+05-02
/+0-,42.
++,-,,
+,0-52
++2-15
/+-0//
/1-300
+2-33,
+/5-.
+-0/0+
+,0-./
+31-1/
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á