Morgunblaðið - 06.12.2011, Síða 38

Morgunblaðið - 06.12.2011, Síða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2011 Vestfirska forlagið gengst fyrir bókakynningu og upplestrum í kvöld, þriðjudag, á Cafe Catal- ina í Kópavogi. Hefst dag- skráin klukkan 20.00. Þeir sem kynna bækur sínar og lesa upp eru Finnbogi Her- mannsson en bækur hans nefn- ast Vestfirskar konur í blíðu og stríðu og Virkið í vestri. Emil R. Hjartarson kynnir Frá Bjargtöngum að Djúpi, bók Guðlaugs Gíslasonar nefnist Þórður Þ. Grunnvík- ingur rímnaskáld og Sigurður Pétursson kynnir Vind í seglum – sögu verkalýðshreyfingar á Vest- fjörðum 1. bindi 1890-1930. Allir eru velkomnir. Bækur Bókakynning Vest- firska forlagsins Finnbogi Hermannsson Kór Neskirkju, Stúlknakór Neskirkju, Bachsveitin í Skál- holti og einsöngvarar koma fram á tónleikum í Neskirkju í kvöld, þriðjudag, og hefjast þeir klukkan 20.00. Á tónleikunum verða flutt tvö verk, Magnificat BWV 243 eftir Johann Sebastian Bach, og Magnificat eftir Steingrím Þórhallsson sem verður frum- flutt. Einsöngvarar á tónleik- unum eru Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jóhanna Halldórsdóttir alt, Ragnhildur Þórhallsdóttir sópran, Gissur Páll Gissurarson tenór og Ágúst Ólafsson bassi. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson. Tónlist Frumflytja Magnifi- cat eftir Steingrím Steingrímur Þórhallsson Jólafundur Handarinnar verð- ur haldinn í neðri sal Áskirkju annað kvöld, miðvikudag, og hefst klukkan 20.30. Meðal dagskráratriða er að Jón Kalman Stefánsson les úr nýrri bók sinni, Hjarta manns- ins, og Sölvi Sveinsson skóla- stjóri segir frá bók sinni Tákn. Jóhannes Kristjánsson eft- irherma fer með gamanmál og hljómsveitin Upplyfting flytur nokkur lög. Þá verða veittar viðurkenningar fólki sem hefur skarað fram úr á sviði mannræktar, flutt hugvekja og fjöldasöngur. Aðgangur á fundinn er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og piparkökur. Jólafundur Fjölbreytileg dag- skrá hjá Hendinni Sölvi Sveinsson Jólalögin hér og þar er yfirskrift hádeg- istónleika sem fram fara í Hafnarborg í dag milli kl. 12.00-12.30. Þar flytja Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir mezzosópran og Antonía Hevesi píanóleikari jólalög frá Spáni, Aust- urríki, Bandaríkjunum og Íslandi, auk tveggja aría úr óperunni Carmen eftir Bi- zet. Aðspurð segir Guðrún jólalögin vera blanda af þekktum og óþekktum lögum. „Ég held alla vega að enginn muni þekkja fyrsta lagið á efnisskránni sem er vöggukvæði sem María syngur til Jesúbarnsins, eftir spænska tónskáldið José R. Gomis,“ segir Guðrún og tekur fram að sér finnist sérlega ánægjulegt að kynna Íslendingum þetta fallega lag. Að sögn Guðrúnar er síðasta lagið á efnis- skránni hins vegar vel þekkt, en það er Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. „Þetta lag er mér mjög kært, enda er þetta eitt af okk- ur bestu íslensku sönglögum. Ég hef sungið þetta lag mjög mikið í hinum ýmsu löndum við afar góðar undirtektir,“ segir Guðrún sem vann m.a. til verðlauna á Ítalíu fyrir flutning á þessu lagi. „Ég hef yfirleitt flutt lagið með píanói, en fékk hljómsveitarstjóra kammersveitar sem ég hef unnið mikið með í Madríd, þar sem ég er búsett, til að útsetja lagið fyrir kammersveit og söngrödd. Sú út- setning hefur slegið í gegn og hljómar nær undantekningarlaust þegar ég kem fram með kammersveitinni, en við höfum haldið tónleika víðs vegar um heiminn. Af öðrum lögum á tónleikunum má nefna Maríu í skóginum. Ég söng það í skólakór Kársnesskóla hjá Þórunni Björnsdóttur í gamla daga. Ég hef alltaf haldið mjög mikið upp á þetta lag enda er textinn undurfal- legur. Ég fann reyndar engar einsöngsnótur að laginu, þannig að Antonía spinnur píanó- leikinn,“ segir Guðrún að lokum. silja@mbl.is Óþekkt jólalög í bland við þekktari  Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Antonía Hevesi flytja jólalög á hádegistónleikum í Hafnarborg Morgunblaðið/Ómar Perlur Antonía og Guðrún flytja jólatónlist í bland við óperuperlur á hádegistónleikum í dag. Afmælisári Jóns Sigurðssonar lýkur á dánardegi þjóðhetjunnar á morg- un. Þá stendur Stofnun Árna Magn- ússonar fyrir málþingi um fræða- störf Jóns í Þjóðminjasafninu milli kl. 10.30-13.00. Í Dómkirkjunni verð- ur milli kl. 13.30-14.30 flutt tónlist sem hljómaði í útför Jóns og Ingi- bjargar Einarsdóttir árið 1880. Dag- skránni lýkur svo með hátíðarfundi afmælisnefndar Jóns sem haldinn verður í hátíðarsal Háskóla Íslands milli kl. 15-17. Meðal frummælenda á fundinum verða Páll Björnsson sagnfræðingur sem nýverið gaf út bók um Jón sem tilnefnd er til ís- lensku bókmenntaverðlaunanna og Margrét Gunnarsdóttir sagnfræð- ingur sem ritað hefur bók um Ingi- björgu konu hans. „Þessi hátíðardagskrá markar lok viðburðaríks afmælisárs. Það hefur verið haldið upp á 200 ára afmæli frelsishetju okkar Íslendinga með ýmsum hætti allt þetta ár,“ segir Sólveig Pétursdóttir, formaður af- mælisnefndar Jóns Sigurðssonar. Nefnir hún í því samhengi nýja sýn- ingu á Hrafnseyri, nýtt leikrit um Jón, samkeppni um minnismerki og ritgerðasamkeppni meðal barna í 8. bekk grunnskólans. Viðburðir af- mælisársins voru fjölmargir og fjöl- breytilegir, en hægt er að lesa um þá á vefnum jonsigurdsson.is. „Okkur í afmælisnefndinni hefur fundist ánægjulegt hversu minning Jóns er enn lifandi í hugum þjóðarinnar.“ Afmælis- árinu að ljúka  Hátíðardagskrá á dánardegi Jóns Frelsishetja Jón Sigurðsson lést í Kaupmannahöfn 7. desember 1879. Þjóðminjasafn Íslands Þetta er viðurkenn- ing fyrir góð störf og mjög gaman að sjá árangur erfiðis síns. 40 » Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Við fluttum gjörninginn átta sinn- um og vorum þarna komnar ansi langt inn í leikhúsið, sem var skemmtilegt, enda er áhugavert að fara þangað,“ segir Sigrún Hrólfs- dóttir, einn meðlima Gjörn- ingaklúbbsins. Í fjögur kvöld, frá fimmtudegi til sunnudags, flutti klúbburinn gjörninginn Think less – Feel more alls átta sinnum í Lilith Performance Studio í Málmey. Stjórnendur listamiðstöðvarinnar hafa sérhæft sig í að setja upp gjörninga myndlistarmanna og út- vega til þess fjármagn, leikara, smiði, dansara og tæknifólk, allt eft- ir því hvað verkefnið krefst. Sigrún segir að þær Jóní Jóns- dóttir og Eirún Sigurðardóttir hafi undirbúið gjörninginn nær allt síð- asta ár og unnu í Málmey síðustu þrjár vikurnar. „Við fórum út í febr- úar og skoðuðum aðstæður og höf- um unnið að undirbúningnum af fullum krafti síðan í haust. Þetta er viðamesti gjörningur okkar í langan tíma,“ segir hún. Auk þeirra þriggja komu fimmtán manns fram í verk- inu. Sokkabuxur eru áberandi í gjörn- ingnum en Sigrún segir að þær hafi fengið marga kassa af sokkabuxum að gjöf, alls 100 kíló, frá sokka- buxnaframleiðanda í Finnlandi. „Við spunnum úr sokkabuxunum þéttan vef um meginrýmið,“ segir Sigrún. „Áhorfendur þurftu fyrst að bíða í gámi fyrir utan en svo var þeim boðið í fremra rými þar sem mætti þeim ströng kennslukona sem hafði gleymt að fara í pilsið sitt. Þar fengu gestir svarta hjálma og sérstök stemning myndaðist. Þá var þeim boðið í hitt rýmið þar sem ýmsir karakterar birtust og trommuleikari flutti hljóðverk. Þetta var óræður heimur þar sem allt gat gerst; reykur, ljós og spilað á öll skilningarvitin.“ Sigrún segir að þeim í Gjörn- ingaklúbbnum finnist mikilvægt að skapa sterkar myndir í gjörningum sínum. „Þarna var enginn texti heldur áhersla á hið sjónræna og myndræna. Þetta var líka frekar súr- realískt og abstrakt en táknin samt skýr.“ „Þetta er viðamesti gjörningur okkar í langan tíma“  Gjörninga- klúbburinn sýndi átta sinnum í Málmey Vefurinn spunninn Sokkabuxur voru áberandi í gjörningi Gjörninga- klúbbsins, Think less - Feel more, og áhersla lögð á sjónræna upplifun. Gjörningaklúbburinn sýndi gjörninginn Think less – Feel more átta sinnum í Lilith Per- formance Studio í Málmey dag- ana fyrsta til fjórða desember. Gjörningaklúbbinn skipa þær Jóní Jónsdóttir, Eirún Sigurð- ardóttir og Sigrún Hrólfsdóttir. Mikið og vinsamlega hefur verið fjallað um gjörninginn í sænsk- um prent- og ljósvakamiðlum en hann tók rúma klukkustund. Lilith Performance Studio er eina sýningarýmið í heiminum í dag sem er sérhæft í að fram- leiða og setja upp gjörninga eft- ir myndlistarmenn. „Stjórnendur þessarar mið- stöðvar eru tveir og kemur annar úr leikhúsinu en hinn úr myndlistinni, það sameinast í metnaðarfullri sýning- arstefnu þeirra,“ segir Sigrún. Þrjátíu gestir komust á hverja sýningu Gjörn- ingaklúbbsins. Löngu uppselt var á þær allar og biðlisti eftir mið- um. Uppselt á sýningarnar GJÖRNINGAKLÚBBURINN Þær Sigrún, Jóní og Eirún skipa Gjörningaklúbbinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.