Morgunblaðið - 06.12.2011, Síða 40

Morgunblaðið - 06.12.2011, Síða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2011 Stilla Meðal leikara í myndinni Á annan veg eru Þorsteinn Bachmann (til hægri á myndinni) og Hilmar Guðjónsson. verðlaun í Tórínó geti haft góð áhrif á almenna dreif- ingu á myndinni á Ítalíu þar sem þessi hátíð og verðlaunin fá allt- af mikla athygli.“ Að sögn Haf- steins er hátíðin í Tórínó ein sú virtasta í heimi. „Þetta þykir ansi flott hátíð, en hún er meira tileinkuð óháðri kvik- myndagerð og upprennandi leik- stjórum, enda leggja skipuleggj- endur sig fram um að uppgötva nýtt hæfileikafólk,“ segir Hafsteinn. Aðspurður um mynd sína segir Hafsteinn Á annan veg vera mjög ís- lenska þar sem hún gerist í sérstöku íslensku samhengi. „En ég hugsa þó að sagan sé alþjóðleg eða sammann- leg, þ.e. eitthvað sem margir geta tengt við,“ segir Hafsteinn. Á annan veg var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian undir lok september sl. „Í kjölfarið höfum við verið töluvert á flakki. Þetta er nokkurs konar snjóbolti sem fer að rúlla,“ segir Hafsteinn og tekur fram að hann hafi reynt að elta mynd sína síðustu vikurnar til að fylgja henni úr hlaði, en í nóvember var myndin á fimm hátíðum og held- ur svo til Þýskalands í næstu viku. „Það er margt í pípunum, en ekkert sem er staðfest,“ segir Hafsteinn og tekur fram að oft komi boð með skömmum fyrirvara. Spurður hvort hann sé farinn að leggja drög að næstu mynd svarar Hafsteinn því játandi. „Ég hef verið að þróa mynd með Huldari Breið- fjörð sem skrifar handritið og ég mun leikstýra. Við erum að reyna að fjármagna myndina núna til þess að geta farið í tökur næsta vor. Myndin gerist í Flatey og fjallar á grát- broslegan hátt um samband feðga.“ Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta var þrususterk hátíð og keppni og því mjög gaman að fá þessi verðlaun,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson kvikmyndaleik- stjóri, en mynd hans Á annan veg vann til fyrstu verðlauna á al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tór- ínó á Ítalíu sl. laugardag. Á annan veg, sem er fyrsta kvikmynd Haf- steins í fullri lengd, keppti í að- alkeppni hátíðarinnar ásamt 15 öðr- um myndum en myndirnar máttu vera fyrsta, önnur eða þriðja mynd leikstjóra. Myndin var auk þess verðlaunuð fyrir besta handritið, sem Hafsteinn er höfundur að. Þá fékk myndin einnig Baltic- verðlaunin á 53. kvikmyndahátíðinni í Lübeck fyrr í mánuðinum. „Þetta er viðurkenning fyrir góð störf og mjög gaman að sjá árangur erfiðis síns. Svo er mér sagt að þessi  Á annan veg með tvenn alþjóðleg verðlaun  Næsta mynd leikstjórans verður unnin með Huldari Breiðfjörð „Viðurkenning fyrir góð störf“ Hafsteinn G. Sigurðsson Sálverjar, þ.e. Sálin hans Jóns míns, ætla að taka fram hljóðfærin á næstunni og leika á nokkrum tónleikum í desember og á milli hátíða. Sveitin var lítt áberandi þetta árið, hefur aðeins komið einu sinni fram það sem af er ári. Fyrsta desembergiggið verður á heimavelli sveitarinnar, í höf- uðvígi djammsins, gamla Sjálf- stæðishúsinu, NASA við Aust- urvöll, 10. des. Að sjálfsögðu verða allir helstu smellirnir viðr- aðir og gera má ráð fyrir óvænt- um uppákomum. Hæstráðandi á staðnum, Inga von Nasa, lofar flugeldasýningu og fádæma stemmningu. 17. des. troða Sál- verjar upp í Stapanum í Njarðvík. 26. des. er það Selfoss og á nýárs- dag verður Sálin á Spot í Kópa- vogi. Sálverjar leika sér af krafti á næstunni Poppkóngar Sálin hans Jóns míns er konungborin og alíslensk poppsveit. Seiðkonan bbbnn Eftir Michael Scott. Guðni Kolbeinsson þýddi, JPV gefur út. 419 síður með aukaefni. Seiðkonan er þriðja bók- in af sex sem segja sögu tvíburanna Sophie og Josh og samskipta þeirra við gullgerðarmanninn ódauð- lega Nicholas Flamel og Perenelle eiginkonu hans. Áður eru komnar á ís- lensku Töframaðurinn og Gullgerðarmaðurinn. Það er freistandi að dæma bækur í slíkri röð sem „meira af því sama“, ekki síst ef ekki er í þeim þroska- og þróunarmerki. Mér leið líka þann- ig þegar ég las bók númer tvö í röðinni, fannst hún vera endurtekning fyrstu bókarinnar, bara með meiri sprengingum og ægilegri skrímslum. Að því sögðu þá er ánægjulegt að lesa Seið- konuna, því þó framvindan sé jafnhröð og áð- ur og skrímslin jafnyfirgengileg þá er meira undir núna, meira kveður að Perenelle og tví- burarnir fá bein í nefið. Framhaldið lofar því góðu. Bölvun Faraós bbbmn Eftir Kim M. Kimselius. Urður gefur út. 206 bls. Bölvun Faraós er þriðja bókin um ævintýri Ramónu og Theós á ferðalagi þeirra um tímann. Málið er að Ra- móna hefur lag á að detta aftur í aldir og þar fann hún Theó í fyrstu bókinni þegar hún birtist í Pompei rétt áður en Etna lagði borgina í rúst. Í síðustu bók fóru þau aftur á miðaldir og lentu í galdraofsóknum, en nú alla leið aftur til daga Tútankamons. Kimselius notar tímaflakkið til að kynna fyrir börnum atburði fyrri tíma og ferst það vel úr hendi enda má lesa bækurnar sem hreinar spennu- og ævintýrabækur og fá fróðleikinn í kaupbæti. Það er kostur við bæk- urnar að Kimselius dregur upp mynd af dag- legu lífi og sýnir vel að við erum öll eins, hvort sem við sitjum á Nílarbökkum eða í frosti uppi á Fróni. Það eina sem er út á bækurnar að setja er hve samskipti þeirra Ramónu og Theós eru stirð, en það lagast kannski þegar fram líður, þau eru náttúrlega ekki búin að þekkjast nema þrjár bækur; sjáum til hvað gerist í þeim fjórtán sem enn eru óútgefnar á ís- lensku. Úkk og Glúkk bbbbn Eftir Dave Pilkey. JPV gefur út. 175 bls. með aukaefni. Dave Pilkey er höfundur bókanna óborganlegu um kaftein Ofurbrók, en notar listamannsnöfnin Georg Skeggjason og Haraldur Hugason (George Beard og Harold Hutchins) á þessari bók, sem er einskonar út- skot af Ofurbrókar-röðinni, enda koma fyrir í henni persónur úr þeirri eðlu ser- íu. Nú eru í aðalhlutverki hellisbúarnir Úkk og Glúkk sem ferðast fram í tímann og læra þar kúng-fú til að berjast við illan iðnjöfur sem búinn er að rústa jörðinni í sínum tíma og snýr því aftur á steinöld að arðræna þá sem þar lifa. Mjög frjálslega er farið með stað- reyndir í bókinni, svo vægt sé til orða tekið, enda er hún ætluð meðal annars til að sanna það að steinaldarmenn og risaeðlur hafi lifað á jörðinni á sama tíma. Framvindan er einkar geggjuð, en þó sam- hengi í geggjuninni. teikningar eru bráðvel heppnaðar og ekki skemmta flettibíó í bók- inni, þar sem lesandinn getur gætt frásöguna lífi með því að fletta hratt fram og aftur á til- teknum stöðum. Sagan af fóstbræðrunum Úkk og Glúkk er hin besta skemmtun. Græni atlasinn bbbmn Eftir John Stephens. JPV gefur út. 411 bls. Græni atlasinn hefst á aðfangadagskvöld þegar Kötu, Mikael og Emmu er forðað á síðustu stundu undan dularfullum verum sem hyggjast hreppa þau. Fyrir tilstilli töfra komast þau undan í bíl með vel- gjörðarmanni sínum og næstu árin alast þau upp á flakki á milli munaðarleys- ingjahæla þar til þau komast í örugga höfn í gömlu hefðarsetri á afskekktum stað. Börnin muna lítið eftir foreldrum sínum, voru svo ung þegar þau voru hrifin frá þeim, en Kata man nóg til að vera þess fullviss að foreldrar þeirra séu á lífi. Á vafri um hefðarsetrið rekast börn- in síðan á græna atlasinn sem gerir þeim kleift að ferðast fram og aftur í tíma og fljót- lega kemur í ljós að það eru ill öfl á kreiki. Bókin er skemmtileg aflestrar og gefur góða raun að börnin séu þrjú, hvert þeirra leggur sitt til sögunnar og líklegt að bera muni meira á því þegar líður á sagnaröðina, en þetta mun fyrsta bókin af þremur. Tíma- flakkið er eilítið ruglingslegt, en framvindan í bókinni er hröð og ekkert dregið undan með skelfilega atburði og uppákomur. Fín æv- intýrabók og ég bíð spenntur eftir framhald- inu. Unglingabækur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Yfirlit yfir nýútkomnar þýddar unglingabækur NÝIR MATREIÐSLUÞÆTTIR Í MBL SJÓNVARPI! UNDIR 2.000 KR. MATUR FYRIR FJÓRA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.