Monitor - 01.12.2011, Blaðsíða 18

Monitor - 01.12.2011, Blaðsíða 18
18 Monitor FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 Hvað á barnið að heita? Stórstjörnur Hollywood taka oft upp á því að nefna börnin sín algjörlega einstökum nöfnum. Monitor gekk í hlutverk manna- nafnanefndar Hollywood og tók út nokkur af undarlegustu barnanöfnunum þar á bæ. Skírður eftir Superman Kal-el Cage Leikarinn Nicolas Cage er afar ástríðufullur þegar kemur að áhugamálum sínum. Hann er gríðarlegur Elvis-aðdáandi og gekk alla leið með þann áhuga þegar hann gekk að eiga dóttur Elvis, Lisu Marie Presley. Hann er einnig mikill myndasöguáhuga- maður og kom því til skila með því að skíra son sinn Kal-el sem er einmitt fæðingarnafn sjálfs Superman. NICOLAS BÚR Furðunafnaþema í U2? Blue Angel Evans (The Edge) Memphis Eve Hewson (Bono) Dætur þeirra Bono og The Edge, sem hafa gert garðinn frægan með U2, fengu sérstök nöfn þegar þær komu í heiminn. Dóttir Edge var nefnd Blár Engill á meðan nafnið Memphis Kvöld minnir um margt á nafn dóttur Bubba sem heitir Dögun París. NÖFN ÞEIRRA U2 MANNA ERU ALVEG Á BRÚNINNI Nefnd eftir tölvufyrirtækinu? Apple Martin Það væri forvitnilegt að vita hvort Steve Jobs og félagar hjá Apple-fyrirtækinu hafi ekki fagnað því árið 2004 þegar stjörnuparið Chris Martin og Gwyneth Paltrow tóku upp á því að nefna dóttur sína Apple enda ágætisauglýsing fyrir fyrirtæk- ið. Þess má til gamans geta að sonur parsins heitir Moses Martin. PALTROW OG MARTIN SJÁST NÁNAST ALDREI SAMAN OPINBERLEGA Flugmaður Eftirlitsmaður Jónsson Pilot Inspektor Lee Leikarinn Jason Lee úr My Name Is Earl gerðist aldeilis flippaður þegar hann ákvað að nefna son sinn hinu athyglisverða nafni Pilot Inspektor. Hann segist hafa sótt nafnið úr lagatexta eftir hljómsveit- ina Granddaddy en ef nafnið yrði íslenskað gæti það útlagst sem Flugmaður Eftirlitsmaður. ÆTLI JASON LEE SÉ SVONA HRIFINN AF PILOT-PENNUM? Hljóðið í örbylgjuofninum Bingham Hawn Bellamy Síðastliðið sumar eignuðust leikkonan Kate Hudson og rokkarinn Matthew Bellamy soninn Bingham Hawn sem þau hyggjast kalla „Bing“. Þótt Bingham ku vera milli- nafn móður Bellamy þá hafa ýmsir grínast með að hugmynd nafnsins sé komin frá hljóðinu sem örbylgjuofn gefur frá sér þegar poppkornið er tilbúið. VEÐBANKAR SPÁ ÞVÍ AÐ NÆSTA BARN ÞEIRRA MUNI HEITA DING-DONG Blóðugt nafn Sage Moonblood Stallone Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart að leikari sem hefur leikið jafneitilharða persónu og Rambo er, og það í heilum fjórum myndum, skuli skíra son sinn einhverju hörðu nafni. Í beinþýðingu mætti segja að sonurinn heiti Vitringur Mánablóð. SYLVESTER STÁLLÓN Krakki sem heitir Krakki Kyd Duchovny Eflaust er X-Files- og California- cation-stjarnan David Duchovny hrifinn af aulabröndurum og orðagríni því hann tók upp á því snjallræði að skíra son sinn Kyd sem hljómar auðvitað eins og hið enska orð „kid“ sem þýðir einmitt „krakki“ á hinu ástkæra, ylhýra. ER ÞETTA KANNSKI BARA EINS OG ÞEGAR MENN HEITA SVEINN?

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.