Monitor - 08.12.2011, Blaðsíða 13

Monitor - 08.12.2011, Blaðsíða 13
VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. WWW.SENA.IS/ARTHUR FULLT AF VINNINGUM: BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA! SENDU SMS SKEYTIÐ ESL ARTUR Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! 9. HVER VINNUR! FJÖLDI AUKAVINNINGA VILTU VINNA MIÐA? KOMIN Í BÍÓ! Hefurðu velt því fyrir þér hvernig maður fer að því að afhenda tvo milljarða gjafa á einni nóttu? 13 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2011 Monitor Það er hverjum manni nauðsynlegt að eiga gott bakland. Að sama skapi er mikilvægt að styrkja bakland sitt og rækta samböndin við fjölskyldu og vini. Fyrir ekki alls löngu var ég að spjalla við vin minn þegar tal okkar barst að fjölskyldumálum og upp úr þurru hafði hann orð á því að ég yrði efl aust góður afi . Hann var ekki að pæla í hvernig sonur ég væri, hvernig bróðir ég væri né hvernig faðir ég yrði, heldur sá hann eitthvað afalegt í mér. Viðbrögð mín voru á þá leið að ég hló og spurði hann hvern fjárann hann meinti eiginlega með þessu. Ég fékk engar sérstakar útskýringar svo pælingin gleymdist en var þó ekki grafi n. Staðreyndin er sú að ég er hvergi í stakk búinn til að verða afi . Ég kann ekkert að afast. Afar kunna að smíða og kenna barnabörnunum sínum að tálga úti í bílskúr. Afar kunna að veiða og fara með barnabörnin sín í veiðitúra. Afar geta frætt barna- börnin sín um öll helstu örnefni og náttúrufyrirbæri Íslands í bílferð úti á landi. Afar reykja vindla, pípu eða taka að minnsta kosti í nefi ð.* Ég er hins vegar gjörsamlega vonlaus í þessu öllu. Vandamálið er að mig langar að verða góður afi . Einhver kann þá kannski að staldra við og hugsa: „Þú verður ekki afi fyrr en eftir 30-40 ár. Þú hefur nægan tíma til að læra að smíða og læra landafræði Íslands.“ Vandinn er þó annars eðlis. Jafnvel þótt árin séu mörg fram að afaárunum þá veit ég að ég mun aldrei gefa mér tíma til þess að rýna í kortabók spjaldanna á milli eða æfa mig úti í smíðaskúr. Nú til dags þarf maður alltaf að fl ýta sér og hefur aldrei tíma til neins. Að svo sögðu kalla ég eftir aðstoð sem ég hugsa að allir strákar sem hafa áhuga á að verða góðir afar ættu að sjá sér fært að notfæra. Það ætti að sjálfsögðu að vera stofnaður svokallaður afaskóli, sem gæti ef til vill verið sambærilegur við hússtjórnarskólana. Námið gæti maður sótt beint eftir menntaskóla eða þess vegna þegar maður kæmist á ellilífeyri. Þar yrðu kenndar allar kúnstirnar og öll þau fræði sem ég hef þegar nefnt auk afalegs orðaforða. Afar þurfa að geta notað formlegt málfar auk þess að nota einhver fyndin orð yfi r barnabörnin sín eins og að kalla þau „lömbin sín“ eða „mýsnar sínar“. Að lokum myndi maður æfa sig í að borða afalegan mat, þeir eru nefnilega alltaf með svo þroskaða bragðlauka. Það eru forréttindi að eiga fl ottan afa og mig langar gjarnan að geta boðið barnabörnum mínum upp á slík forréttindi. Ég held að möguleikinn að geta skráð sig í svona afanám væri sá hvati sem þarf svo ég geti æft mig upp í að verða sá afi sem mig langar að verða. Svo væri líka bara svo kostulegt að vera busi í Afaskóla Íslands. Alveg afar kostulegt. *Athugið, alhæfi ngar sem þessar og staðalímyndin sem af þeim fæst koma einungis frá kynnum höfundar af öfum. Þeim ber lesendum að taka ekki of alvarlega. Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is ORÐ Í BELG Busi í Afaskóla Íslands AFARNIR ERU ALLTAF Á UPPLEIÐ Í LÍFINU fílófaxið fi mmtud8des MIÐ-ÍSLAND ÁSAMT ANDRÉ WICKSTRÖM Þjóðleikhúskjallarinn 20:00 Hláturtaugakitlararnir í Mið-Íslandi hafa stútfyllt Þjóðleikhúskjallarann í hvert einasta sinn sem þeir hafi blásið til uppistands þar. Í þetta sinn verður með þeim í för Svíinn André Wickström. Miðaverð er 2.900 kr. REYKJAVÍK!, MUCK OG GANG RELATED Gaukur á Stöng 21:00 Hljómsveitirnar Reykjavík!, Muck og Gang Related auglýsa eftir fólki sem er skemmtilegt og ekki fávitar til að koma og skemmta sér á tónleikum. Miðaverð er 1.000 kr. KREPPUKVÖLD – WE MADE GOD Bar 11 21:00 Hin vinsælu Kreppukvöld á Bar 11 halda áfram þegar hljómsveitin We Made God treður upp. Sem fyrr er aðgangur ókeypis og verður öl á vinalegum kjörum fyrir ölþyrsta. Í FREYÐIBAÐI MEÐ SKYTTUNUM Föstudaginn 9. nóvember kl. 22 Prikið „Inn á milli hafa alltaf verið haldin íslensk hipphopp- kvöld en mér fannst of langt liðið frá því síðast og þá datt mér í hug að setja af stað þessa mánaðarlegu tónleikaröð, Í freyðibaði. Nú er komið að þriðja kvöldinu og þá troða Skytturnar upp í fyrsta sinn í Reykjavík í heil sjö ár og þetta verður algjör geðsýki,“ segir Emmsjé Gauti, rappari, sem stendur fyrir tónleikaröðinni sem hýst er af Prikinu. „Svo er ég sjálfur að gefa út „mix-tape“ sem kemur út á föstudaginn og verður selt á Freyðibaðinu. Það verður síð- an fáanlegt á Netinu seinna fyrir þá nísku. En þessi kvöld eru klárlega komin til að vera. Kannski að Freyðibaðið fari bara í samkeppni við Airwaves á næsta ári.“ Frítt er inn á þessa rappveislu og húsið opnar kl. 22:00. Í samkeppni við Airwaves? JÓLATÓNLEIKAR 1860 Café Rosenberg 21:00 Strákarnir í 1860 hyggjast leika prógramm sitt sem samanstendur af uppáhaldsjólalögum meðlima í bland við lög af breiðskífu þeirra sem kom út í haust. Miðaverð er 1.000 kr. laugardag10des MIÐ-ÍSLAND ÁSAMT ANDRÉ WICKSTRÖM Þjóðleikhúskjallarinn 20:00 Mið-Ísland endurtekur leikinn frá því um kvöldið áður. LAY LOW, BENNI H. H. OG PRINS PÓLÓ Faktorý 22:00 Þau Lay Low, Benni Hemm Hemm og Prins Póló standa fyrir tónleikum á Faktorý á föstudaginn. Miðaverð er 1.000 kr. föstudagu9des ÚLFUR ÚLFUR – ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Faktorý 23:00 Hljómsveitin Úlfur Úlfur gefur út sína fyrstu plötu og heldur af því tilefni útgáfutónleika á Faktorý. Platan ber nafnið Föstudagurinn langi og verður aðeins gefi n út í 100 eintökum ásamt því að vera fáanleg á heimasíðu sveitarinnar. Aðgangseyrir eru 999 kr. SÁLIN NASA 23:30 Sálverjar hyggjast taka fram hljóðfærin á ný eftir rólegt ár þegar þeir blása til tónleika þar sem þeir lofa helstu smellunum auk óvæntra uppákoma. Miðaverð er 2.500 kr. og er 20 ára aldurstak- mark inn á giggið.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.