Morgunblaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.01.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2012 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Kjarasamningarnir á almenna vinnumarkaðinum gilda áfram. For- ystumenn ASÍ og Samtaka atvinnu- lífsins undirrituðu upp úr hádegi í gær samkomulag þar sem sú ákvörðun var staðfest að nýta ekki uppsagnarákvæði samninganna 31. janúar nk. Fulltrúar hvorra tveggja samtak- anna lýstu því yfir að rétt væri að framlengja samningana þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ekki efnt fyrirheit sem gefin voru í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar í tengslum við gerð samninganna í maí sl. Forsendan um efndir á fyr- irheitum hefur ekki staðist Forsendur samninganna sem komu til endurskoðunar nú voru fjórþættar; að kaupmáttur færi vax- andi á árinu 2011, verðlag héldist stöðugt, gengi krónunnar styrktist marktækt og að ríkisstjórnin efndi gefin fyrirheit. „SA og ASÍ eru sammála um að ekki sé ástæða til uppsagnar kjara- samninga vegna þróunar kaupmátt- ar, verðlags og gengis krónunnar en að forsendan um efndir ríkisstjórn- arinnar á gefnum fyrirheitum hafi ekki staðist,“ segir í yfirlýsingu SA eftir undirritunina í gær. „SA telja að uppsögn samninga leiði ekki til betri stöðu fyrir at- vinnulífið eða samfélagið í heild. Uppsögn kjarasamninga muni ekki bæta skilyrði fyrir fjárfestingar í at- vinnulífinu, fjölgun starfa og minna atvinnuleysi. Fjölmörg fyrirheit rík- isstjórnarinnar hafa ekki verið efnd en veigamest er að væntingar um auknar fjárfestingar og hagvöxt eru ekki að ganga eftir. Nýleg ákvörðun um skattlagningu lífeyrissjóða bæt- ist síðan við sem gengur þvert á markmið yfirlýsingarinnar um líf- eyrismál og eykur ójafnræði milli al- mennra lífeyrissjóða og þeirra sem eru á vegum hins opinbera,“ segir í yfirlýsingu SA. Það kveður við sama tón í yfirlýs- ingu samninganefndar ASÍ: „Þrátt fyrir að tekist hafi að þoka málum áfram eru það mikil vonbrigði og að sama skapi ámælisvert að vinnu- brögð ríkisstjórnarinnar séu með þeim hætti að málum er hleypt í far- veg átaka um efnisatriði sem sátt hafði náðst um fyrir átta mánuðum. Innan raða Alþýðusambandsins rík- ir mikil gremja í garð stjórnvalda vegna þessa. Það er ólíðandi að ís- lenskt launafólk skuli ekki geta treyst orðum oddvita ríkisstjórnar- innar,“ segir í henni. Næsta endurskoðun að ári Kjarasamningarnir koma næst til endurskoðunar í janúar á næsta ári. Forsvarsmenn SA benda á að for- sendurnar í janúar 2013 séu þær að kaupmáttur hafi vaxið áfram, verð- bólga verði 2,5% og að gengi krón- unnar hafi styrkst þannig að geng- isvísitalan fari í 190 en hún er núna um 220. „Þetta mun vart ganga eftir nema með umtalsverðu innstreymi er- lends fjármagns, einkum vegna orkuframkvæmda og erlendra fjár- festinga í orkufrekum iðnaði,“ segir í yfirlýsingu Samtaka atvinnulífsins í gær. Mjög hörð gagnrýni hefur komið fram á ríkisstjórnina bæði af hálfu forystumanna í ASÍ og SA að und- anförnu. Fulltrúar SA segjast hafa lagt sig fram um að vinna með rík- isstjórninni s.s. við gerð Stöðug- leikasáttmálans í júní 2009 og við gerð kjarasamninganna 5. maí í fyrra en ekki haft erindi sem erfiði. Hún er ekki traustsins verð „Ríkisstjórnin hefur hins vegar skapað mikið vantraust í sinn garð hjá þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem mynda Samtök atvinnulífsins og sýnt að hún er ekki traustsins verð,“ segja forsvarmenn SA. Fulltrúar SA áttu engin samskipti við ríkisstjórnina í tengslum við end- urskoðun kjarasamninganna en for- svarsmenn ASÍ áttu samtöl við ráð- herra til að reyna að knýja fram frekari efndir á yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar. Sögðu þeir í gær að tekist hefði að þoka ýmsum mikil- vægum málum. Ríkisstjórnin tók saman minnisblað um ýmsar að- gerðir sem hún ætlar að beita sér fyrir en það hefur ekki verið birt. M.a. fengu launþegasamtökin lof- orð um að þau fengju að koma að endurskoðun laga um almanna- tryggingar og tilraunaverkefni um flutning á hluta þjónustu við at- vinnulausa til stéttarfélaga er sagt vera í höfn. Í yfirlýsingu ASÍ í gær segir að þegar kemur að atvinnumálum standi enn margt út af borðinu og fátt hafi verið gert. „Sérstök von- brigði vekur sá seinagangur sem er í afgreiðslu rammaáætlunar um nýt- ingu vatnsafls og jarðvarma sem átti að liggja fyrir í lok síðasta árs.“ Engu bættari með uppsögn  ASÍ og SA staðfestu í gær að kjarasamningarnir gildi áfram  Gagnrýna stjórnvöld en ASÍ segir að tekist hafi að þoka áfram mikilvægum málum  SA segja ríkisstjórnina ekki traustsins verða Morgunblaðið/Eggert Staðfest Forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu samkomulag í húsnæði ASÍ eftir hádegi í gær um að virkja ekki endurnýjunarákvæði kjarasamninga. F.v. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, Vilmundur Jósefsson, formaður SA og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Áframhaldandi gildi kjarasamn- inganna þýðir að launþegar fá 3,5% launahækkun 1. febrúar. Lágmarkstekjur fyrir fullt starf hækka úr 182 þús. kr. á mánuði í 193 þús. kr. Þá kemur 11 þúsund kr. krónutöluhækkun á taxta um næstu mánaðamót. Orlofs- uppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí hækkar í 27.800 kr. og desemberuppbótin hækkar hjá flestum félögunum í 50.500 kr. nema meðal verslunarmanna en jólauppbót þeirra hækkar skv. samningunum í 57.300. kr. Laun hækka um 3,5% LAUN OG UPPBÆTUR 2012 Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ, segir að yfirgnæf- andi meirihluti innan aðildar- félaga ASÍ telji mikil verðmæti í þeim launahækk- unum sem kjara- samningarnir tryggja og það þjóni ekki neinum tilgangi að grípa til uppsagna þeirra við núverandi aðstæður. ASÍ gagn- rýnir stjórnvöld fyrir vanefndir en tekist hafi þó að þoka nokkrum mik- ilvægum málum áfram gagnvart rík- isstjórninni. Þau eiga þó eftir að skýr- ast betur. ,,Við teljum að okkur beri skylda til þess að reyna að vinna að því að fá þetta fram,“ segir Gylfi en bendir á að í því felist ekki að menn séu sáttir við framgöngu stjórnvalda í tengslum við kjarasamningana. „Ég hef ekki í þau 20 ár sem ég verið að starfa á þessum vettvangi fundið jafn mikla gremju út í nokkur stjórnvöld,“ segir Gylfi. Vonir standa til að stjórnvöld falli frá skattlagningu á eignir lífeyrissjóð- anna og hafa þau lofað að skoða aðrar leiðir af fullri alvöru en þar er einkum rætt um þann möguleika sem for- svarsmenn lífeyrissjóðanna hafa áður sett fram til að komast hjá skattinum að sjóðirnir kaupi eignir af ríkinu og að hagnaði af þeim viðskiptum verði varið til að standa undir hlut lífeyr- issjóðanna í vaxtaniðurgreiðslum. Niðurstaða í þessu liggur þó ekki fyr- ir. Launþegahreyfingin telur mjög mikilvægt að þetta gangi eftir en reið- in í garð stjórnvalda stafar ekki síst af skattlagningunni á almennu lífeyris- sjóðina. Gylfi segist binda miklar vonir við að atbeini ASÍ að þessu geri að verk- um að þessar breytingar gangi eftir. „Ef tekst að gera þetta þá ætlar rík- isstjórnin að beita sér fyrir því að fella þessi lög úr gildi.“ Innan ASÍ telja menn einnig mik- ilvægt að sambandið fái aðild að nefnd sem hefur verið að endurskoða al- mannatryggingakerfið. Mjög miklir hagsmunir séu í húfi að koma á frí- tekjumarki vegna greiðslna úr lífeyr- issjóðum því margir félagsmenn hafi þurft að þola miklar skerðingar og ávinningurinn mun meiri en sem nemur grunnhækkun bóta. Ekki fundið jafn mikla gremju í tuttugu ár  Fallið frá skattlagningu lífeyrissjóða gangi ný áform eftir Innsiglað ASÍ og SA urðu sammála um að nýta ekki uppsagnarákvæðið. Gylfi Arnbjörnsson Ný loforð » Samkomulag mun vera að nást um tilraunaverkefnið um að stéttarfélög og atvinnurek- endur komi í ríkara mæli að þjónustu við atvinnuleitendur. » Átak á að gera í baráttu við félagsleg undirboð í tengslum við kennitöluflakk og útboð. Þá fær ASÍ að koma að endur- skoðun almannatryggingalaga. „Þegar upp er staðið teljum við að uppsögn samn- inganna myndi ekki leiða til neitt betri stöðu fyrir atvinnulífið,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, að aflok- inni undirritun samkomulagsins við Alþýðusamband Íslands í gær. ,,Við teljum hins vegar að loforða- kvóti ríkisstjórnarinnar sé uppurinn og það sé tilgangslaust fyrir okkur að fara fram á einhver ný loforð af hennar hálfu um að efna þau loforð sem hún hefur áður gefið,“ segir hann. Koma fjárfestingu í gang Vilhjálmur segir það mikið áhyggjuefni að menn sjá ekki að at- vinnulífið sé að taka við sér af þeim krafti sem vonast var. ,,Það gerist ekkert fyrr en fjárfestingarnar fara í gang af einhverri alvöru. Það er lyk- ill að því að koma hjólum atvinnulífs- ins almennilega af stað. Því miður má segja að of mörg hjól atvinnulífs- ins séu ferköntuð vegna þessarar ríkisstjórnar,“ segir hann. Við gerð samninganna sl. vor lýstu margir áhyggjum af því að um veru- legar kauphækkanir væri að ræða sem mörg fyrirtæki gætu illa ráðið við nema aðstæður breyttust til hins betra í atvinnulífinu. Um næstu mánaðamót hækka laun á almennum vinnumarkaði á ný um 3,5%. Spurð- ur um þetta segir Vilhjálmur: „Við sjáum að útflutningsgrein- arnar munu eiga miklu auðveldar með að bera þessar hækkanir heldur en fyrirtæki sem starfa fyrst og fremst á þröngum heimamarkaði. Þar getur þetta verið mjög erfitt og það sem þarf til að koma er í fyrsta lagi hagræðing. Ef hún næst ekki þá þarf að hækka verð og ef menn geta það ekki, þá þurfa þeir væntanlega að fækka starfsfólki. Að sjálfsögðu vonumst við til þess að menn nái að bregðast við sem mest án þess að fækka fólki,“ segir hann en bendir á að störfum hefur ekki fjölgað að undanförnu. „Eini ljósi punkturinn í starfa- mælingunum er sá að fyrirtæki hafa verið að fækka hlutastörfum og fjölga í heilum störfum. Það er eina tíran í myrkrinu,“ segir Vilhjálmur. Mörg hjól atvinnu- lífsins ferköntuð  Loforðakvóti stjórnarinnar uppurinn Vilhjálmur Egilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.