Monitor - 19.01.2012, Page 3
Á NETINU
Heimasíðan
einstein.is er
stórsniðug
síða fyrir
tölvu- og
græju-
áhuga-
menn. Þar
er að fi nna
fréttir um
tæki svo sem iPod,
iPad, MacBook og Android síma svo
eitthvað sé nefnt. Fréttirnar hafa
iðulega að geyma góð ráð sem gera
notendum kleift að fá sem mest
út úr fínu tækjunum og tölvunum
sínum.
FYRIR NÁMSMENN
Nú stendur
yfi r leit að
skipulagðasta
námsmanni
landsins.
Skipulagðir
námsmenn
eru því hvattir
til að skella sér
inn á Facebook-síðu
Námunnar og kynna sér leikreglur
en sá sem sýnir mestu skipulags-
hæfi leikana fær iPad 2 að launum.
Þð hefur löngum borgað sig að vera
skipulagður, rétt eins og Björgvin
Páll.
Í HÁLFLEIK
Maður vex
aldrei upp
úr því að
leika sér í
boltaleik
og þykjast
vera einn
af „strák-
unum okkar“.
Nú eru hins
vegar slæmar aðstæður til boltaleiks
utandyra og því er tilvalið að spila
einfaldlega sokkahandbolta heima í
stofu eða frammi á gangi. Nota má
einhverjar góðar dyr á heimilinu
sem mark en munið bara að passa
fínu stofustássin.
Monitor
mælir með
Vikan á …
Maggi Mix
Fór í sund skellti
mér í pottinn
drullu kaldur
potturinn enda
kallt í veðri. Sá feitann mann
sem rann á klaka öskraði hátt.
Er mikið að spila og skemmta
þessa dagana enda ýlla
frægur gvutti. Tjá Tjá Mixarinn
á stjá.
18. janúar kl. 13:48
3FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 Monitor
Feitast í blaðinu
Kristján Sturla
er á leið til Kaup-
mannahafnar í lok
mánaðarins að
spila tónlist.
Björgvin Páll
Gústavsson dúxaði
bakarann og vill
ekki raka af sér
píkutryllinn.
Jóhanna Björg bjó
sér til draumastarfi ð
sitt sjálf og ritstýrir
nú Nude
magazine.
8
Kristmundi Axel
fannst óþægilegt
að vera í þröngum
buxum í
Evróvisjón. 14
Strákarnir okkar
eru fl ottir í tauinu
eins og Stíllinn
fékk að
kynnast. 12
Þetta er ekkert fl ókið þessa vikuna. Áfram Ísland.
4
fyrst&fremst
6
MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is)
Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Lísa Hafl iðadóttir (lisa@monitor.is) Umbrot: George K. Young (george@mbl.is)
Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Sigurgeir Sigurðsson (sigurgeir@mbl.is)
Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136
Efst í huga Monitor
Salt í lagi?
Mamma hringdi í mig í gær og bauð mér að koma heim í grjónagraut og
slátur. Ég var náttúrulega alveg uppi
með mér og fylltist tilhlökkun þar
sem ég sá fyrir mér einn af mínum
uppáhaldsréttum á borðinu heima
í foreldrahúsunum. Ég vissi líka að
það yrði enginn matur á boðstóln-
um heima hjá mér sökum anna
heimilisfólksins. Ég segi samt við
mömmu að það væri mögulegt að
ég yrði upptekinn og kæmist ekki í
matinn. Því hefði ég betur sleppt því
það kom á daginn að eftir fótboltaæfi ngu
þurfti ég að sinna ákveðnum erindum
og var ekki klár í slaginn fyrr en um níu. Þá
vippaði ég upp símanum og hringdi í múttu en viti
menn, grauturinn var búinn.
Ég var þá kominn í gríðarlegt grjónagrautsstuð svo ég skaust í Hagkaup í Garðabæ til að ná mér í eitt
stykki MS-grjónagraut. Hann er nefnilega ljúffengur
mjög þó svo að einfalt sé að framreiða hann. En eftir að
hafa labbað fram og til baka í mjólkurvörunum í rúmar
sjö mínútur án þess að reka augun í grautinn
góða þá spurðist ég fyrir um hvar hann
væri að fi nna. Afgreiðslumaðurinn
horfði á mig og sagði: „Er ekki allt í
lagi? Halló. Wake up. Það er búið að
innkalla hann því hann inniheldur
iðnaðarsalt“ (hann reyndar sagði
þetta ekki heldur benti mér á skilti
með upplýsingunum. Sagan er
betri svona). Þá sagði ég bara: „Saltu
kjafti, drengur. Er ekki salt í lagi
heima hjá þér“ (ég sagði þetta ekki
heldur en var vissulega vonsvikinn.
Fékk mér reyndar 1944 graut í staðinn.
Hann var fínn).
En ég vona heitt og innilega að ykkar uppáhaldsvörur hafi ekki verið innkallaðar sökum iðnaðarsaltsins.
Svo eru þeir víst að fara að innkalla töluvert af lykla-
borðum því að mörg innihalda svokallað iðnaðaralt
og slíkir takkar eru víst hættulegir. Vá, hvað þessi var
slakur.
Eru ekki allir slakir?
Jónsson
Björgvin Páll
Gústavsson
Nú er allt undir!
Ísland-Noregur!
Wish me luck! ;)
18. janúar kl. 16:45
Logi Geirsson
Lyfta Sofa Éta
EM Lyfta Éta
Sofa þetta er
ekki flókið líf...
18. janúar kl. 16:26
„Það er kannski pínulítið kvikindislegt að spyrja
svona,“ svarar Ólafur Darri Ólafsson, leikari, og
hlær þegar hann er spurður hvort hin íslenska
Reykjavík-Rotterdam eða Hollywood-endur-
gerðin Contraband standi honum nærri hjarta.
Leikarinn geðþekki fer með hlutverk í báðum
myndunum. „Þessu er erfi tt að svara af því að
eðlilega hafði maður aldrei grun um það þegar
maður lék í Reykjavík-Rotterdam að maður
myndi nokkurn tímann leika í einhverri endur-
gerð á ensku með Balta sem leikstjóra. Reykja-
vík-Rotterdam-ferlið var fyrsta skiptið í langan
tíma sem við Balti lékum saman, hann hafði
aðallega leikstýrt mér, svo að því leyti þótti mér
mjög vænt um þá mynd. Auðvitað var samt líka
ótrúlega spennandi að fara að leika í bíómynd í
New Orleans, leika á ensku og svo framvegis. Ég
held að ég geti ekki gert upp á milli enda er þetta
náttúrlega alveg sitthvor myndin. Þótt Contra-
band sé endurgerð þá er hún alveg sér bíómynd.
Ætli þær séu ekki bara jafnnærri hjartanu en
bara sitthvorum megin? Það er líklega besta
svarið.“ En hver er helsti munurinn á því að leika
í kvikmynd ytra og að leika í kvikmynd á hinu
litla Íslandi?
„Munurinn felst fyrst og fremst í aðbúnaði og
þeim fjármunum sem menn hafa yfi r að ráða.
Allt annað hérlendis jafnast í raun á við það sem
gert er úti. Það á við um leikstjórn, leik, handrita-
skrif, vinnubrögð, „krúið“ og allt. Eini munurinn
er eiginlega hversu mikið fólk fær borgað, þetta
er ekki mikið fl óknara en það.
Wahlberg er fyrirmyndarmaður
Eins og venja er á Íslandi er nauðsynlegt að
fá umsögn Ólafs Darra um stórleikarann Mark
Wahlberg. „Við mig var hann afskaplega kurteis,
almennilegur og bara algjör fyrirmyndarmaður,“
er svarið en nánast allar senur myndarinnar sem
Ólafur Darri leikur í innihalda einnig Wahlberg.
Þegar blaðamaður náði tali af leikaranum var
hann yfi r sig spenntur yfi r að sjá Contraband
en hann var á leiðinni á forsýningu síðar það
kvöld. Hann sagðist ekki kvíðinn, þótt hann hefði
ekki hugmynd hvort allar senurnar hans hafi
haldist inni í lokaútgáfu myndarinnar. „Ég hef
ekki hugmynd um það en ég veit að mér bregður
allavega fyrir í henni. Ég er alveg bjartsýnn á að
ég sé eitthvað í myndinni en ég er náttúrlega í
litlu hlutverki og vissi það frá upphafi . Aðallega
hlakka ég til að sjá myndina og hvet fólk til að
gera slíkt hið sama. Ég hlakka til að sjá verkið
hans Balta og vinnuna hennar Elísabetar (Ron-
aldsdóttur),“ en sú síðarnefnda klippti myndina.
Að Contraband undanskilinni munu lands-
menn næst berja Ólaf Darra augum í kvikmynd-
inni Djúpinu, sem Baltasar Kormákur leikstýrir
einnig, en hún verður frumsýnd á fyrri hluta
ársins.
elg
Ólafur Darri Ólafsson leikur í tekjuhæstu mynd síðustu helgar vestanhafs,
Contraband, í leikstjórn Baltasars Kormáks. Hann lék líka í íslensku gerð
myndarinnar, Reykjavík-Rotterdam, og segir hann Wahlberg fyrirmyndarmann.
megin við hjartað
M
yn
d/
G
ol
li
Myndirnar sitthvorum
ÓLAFUR DARRI
Á 30 SEKÚNDUM
Fyrstu sex: 030373.
Uppáhaldsstaður í heiminum: Vestfi rðir.
Uppáhaldssælgæti: Súkkulaði.
Æskuátrúnaðargoð: Duran Duran.
Versta kvikmynd sem ég hef séð: Teen
Wolf 2 skýst upp í kollinn á mér, ekki það
að ég haldi að Teen Wolf 1 sé mikið betri.
Thorunn
Antonia
Magnusdottir
Af hverju vill
enginn koma
með mér í hot yoga?? Fer
alveg að fara að taka þetta
persónulega..
17. janúar kl. 3:47