Monitor - 19.01.2012, Blaðsíða 12

Monitor - 19.01.2012, Blaðsíða 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 svo sem farið út í öfgar. Í dag er ég að fara að hitta fullt af fólki og er þá með daginn rækilega skipulagðan en þá liggur við að planið nái líka yfi r hvað við konan eigum að borða saman í kvöld og hvaða mynd við ætlum að horfa á. Það er mikilvægt að vera skipulagður, ég tala nú ekki um þegar kemur að verkefnum eins og að ætla að verða besti markmaður heims. Þið Logi Geirs vöktuð mikla athygli á sínum tíma þegar þið kynntuð hárgelslínuna Silver á markaði. Nú varst þú síðan að stofna nýtt fyrirtæki, SportElítuna. Ert þú algjör viðskiptajöfur? Ég myndi ekki segja það, allavega ekki ennþá. Silver- dæmið byrjaði náttúrlega bara í gríni. Það grín breyttist í viðskiptahugmynd á fi mm mínútum og þá vaknaði skipulagsfríkið og viðskiptagæinn í mér og við settum þetta á laggirnar og það er orðið frábært fyrirtæki í dag. Nýjasta hugmyndin, SportElítan, er eitthvað sem stendur mér í raun enn nærri því hún er íþróttatengd. Þetta er fjarþjálfun, sem er framtíðin í stað einkaþjálfunar sem er rándýr, og grunnpælingin er bara að hjálpa fólkinu í landinu, hvort sem það er að hugsa um að koma sér í form eða ná langt í sinni íþrótt. Það hefur verið frábært að fá svona magnaðan hóp með sér í lið og svona geggjuð viðbrögð. Er fl eira á teikniborðinu? Ásamt kaffi húsahugmyndinni þá hefur mig langað að koma einhverju af stað tengdu ADHD. Þótt ég hafi aldrei verið greindur formlega með ADHD né athyglisbrest þá hefur mér verið sagt það í seinni tíð að líklega hafi ég glímt við það svo mig langar að miðla minni reynslu í gegnum einhvern skóla eða slíkt. Ef börn eru rétt meðhöndluð þegar kemur að ADHD eða öðru þá geta þau orðið landsliðsmenn í handbolta, fl ottir framkvæmda- stjórar, borgarstjórar eins og Jón Gnarr eða margfaldir Ólympíumeistarar eins og Michael Phelps. Oft eru þetta hugmyndafrjóir einstaklingar með mikla orku og mér fi nnst BUGL kannski ekki endilega staðurinn fyrir þá. Ég vil nú ekki umturna skólakerfi nu en ég væri til í að framkvæma einhverja viðbót við það sem tengist þessum málefnum og láta þannig gott af mér leiða. Ég vona samt að fólk banki í mig eftir nokkur ár og skipi mér að raka þetta af mér…“ Hvað kanntu best að meta við það að deila herbergi með Björgvini Páli? Það er nú bara aðallega hvað hann er hress og skemmtilegur gaur sem hægt er að spjalla og djóka eitthvað um allt milli alheimsins og jarðar. Svo er hann ákafl ega hugmyndaríkur og spinnast oft hrikalega gáfulegar umræður okkar á milli. Svo er hann duglegur að passa upp á að ég mæti á réttum tíma í morgunmat, það er líka mjög jákvætt. Hvað fer mest í taugarnar á þér við það að deila herbergi með Björgvini Páli? Það fer nú satt best að segja ekkert í taugarnar á mér við það. Helst að hann á fl eiri vini á Facebook en ég. Hann er reyndar alltaf á geirunum þegar við erum bún- ir að loka herberginu, það fer samt ekkert í taugarnar á mér. Finnst það bara frekar krúttlegt. Getur þú nefnt mér eitthvað eftirminnilegt atvik sem hefur komið upp í sambúð ykkar Björgvins? Það kemur fyrst upp í hugann þegar við vorum í Peking og það var vandamál með rotþróna á klósettinu okkar og fengum við því piss- og kúkalykt að gjöf frá öllu þorpinu inn á klósettið okkar. Þið getið rétt ímyndað ykkur lyktina frá öllu þessu fæðubótaefnaétandi íþróttafólki sem smitaðist auðvitað líka að einhverju leyti inn í herbergi. Við fengum svo að heyra það hvað við værum ógeðslegir og hvað væri eiginlega að okkur með þessa lykt. Það lagaðist svo eftir fyrsta daginn og var bara rósailmur hjá okkur eftir það. Hvað segir Hreiðar Levý? Hreiðar Levý Guðmundsson er herbergisfélagi Björgvins á stórmótum. Monitor fékk hann til að segja sér aðeins frá sambúð markmannanna.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.