Monitor - 19.01.2012, Blaðsíða 16
kvikmyndir
Mark
Wahlberg
Hæð: 173 sentímetrar.
Besta hlutverk: Dirk Diggler í
Boogie Nights.
Staðreynd: Hann er með þrjár
geirvörtur.
Eitruð tilvitnun: „Ég lýg aldrei.
Ég trúi öllu sem ég segi þannig
að það getur ekki verið lygi.“
1971Fæðist þann 5. júní í Boston,
Massachusetts.
1984 Er einn af upprunalegu
meðlimum strákahljómsveit-
arinnar New Kids on the
Block. Verður háður kókaíni og
öðrum fíkniefnum.
1985Hættir í skóla og fer á götuna
þar sem hann svindlar á fólki,
stelur og selur eiturlyf. Hættir í
New Kids on the Block.
1987Situr í fangelsi í 45 daga eftir
að hafa verið kærður fyrir
tilraun til manndráps vegna
þess að hann réðst á mann frá
Víetnam.
1991Stofnar rapp-sveitina Marky
Mark and the Funky Bunch.
Lagið Good Vibrations nær
toppi Billboard Hot 100
vinsældarlistans.
1992 Gefur út tölvuleikinn
Marky Mark and the Funky
Bunch: Make My Video sem
fékk slæma útreið og var af
mörgum talinn einn versti
tölvuleikur allra tíma.
1996Tilnefndur til MTV-kvikmynda-
verðlaunanna fyrir hlutverk
sitt í Fear.
2001Kemur á fót góðgerðarfé-
laginu Mark Wahlberg Youth
Foundation sem ætlað er til að
afl a fjár fyrir æskulýðsfélög.
2006Tilnefndur til Golden Globe-
verðlaunanna sem og Óskars-
verðlaunanna fyrir túlkun sína
á varðstjóranum Sean Dignam
í kvikmyndinni The Departed.
2009Giftist fyrir-sætunni Rhea
Durham en þau byrjuðu
saman árið 2001.
2010Tilnefndur til Golden Globe-
verðlaunanna fyrir hlutverk
sitt í The Fighter þar sem hann
leikur hnefaleikakappann
Micky Ward.
2012 Leikur Chris Far-raday í Contra-
band í leikstjórn Baltasars
Kormáks.
FERILLINN
16 Monitor FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012
The Descendants er frumsýnd um helgina en á Golden Globe-hátíðinni fékk George Clooney
verðlaun fyrir leik sinn í myndinni og myndin var valin besta dramatíska myndin.
Um helgina verður fjórða Underworld-myndin,
Awakening, heimsfrumsýnd. Sem fyrr skartar myndin
stórfenglegum tæknibrellum sem fá áhorfendur til að
grípa andann á lofti. Breska leikkonan Kate Beckinsale
snýr hér aftur fl ottari en nokkru sinni fyrr í hlutverki
hinnar mögnuðu Selenu sem hefur leitt baráttu vamp-
íranna fyrir tilverurétti sínum hingað til í fyrri myndum
og ávallt haft sigur. Nú þarf hún að horfast í augu við
mestu ógnina sem hún og vampírurnar hafa nokkurn
tíma haft yfi r höfði sér og sinn versta og máttugasta
óvin til þessa, manninn.
Árás mannanna er leidd af vísindamanninum Jacob
(Stephen Rea) sem er harðákveðinn í að sýna hvorki
vægð né miskunn. Hann hefur svarið þess eið að linna
ekki árásinni fyrr en allar vampírurnar eru dauðar, og
býr yfi r vopni sem á að tryggja það.
En Selena og þeir sem
eru með henni í liði
eru heldur engin
lömb að leika sér við
og búast nú til varnar
sem aldrei fyrr, vitandi að
sókn er ávallt besta vörnin
og eina leiðin til að sigra
í þessu stríði er að ráðast
beint í greni óvinarins.
Stríðið á milli vampíranna og mannanna er því hafi ð.
Upphafl ega stóð til að Len Wiseman myndi leikstýra
myndinni en hann leikstýrði fyrstu tveimur Under-
world-myndunum. Í nóvember 2010 varð hins vegar
ljóst að leikstjórn yrði í höndum hinna sænsku Måns
Mårlind og Björn Stein.
FRUMSÝNING HELGARINNAR
K V I K M Y N D
50/50
Aðrar frumsýningar: Contraband • J. Edgar • The Descendants FRUMSÝNDAR FÖS. 20. JANÚAR
Underworld: Awakening Leikstjóri: Måns Mårlind
and Björn Stein.
Aðalhlutverk: Kate
Beckinsale, Sandrine Holt,
Theo James, Michael Ealy
og India Eisley.
Lengd: 88 mínútur.
Aldurstakmark: Bönnuð
börnum yngri en sextán.
Kvikmyndahús: Smárabíó
og Háskólabíó.
Ágætis
ræma
50/50 fjallar um Adam (Joseph
Gordon-Levitt) og vin hans
Kyle (Seth Rogen). Adam fær
þær fréttir einn daginn að
hann er með illkynja æxli
nálægt mænunni. Atburðarásin
einblínir því
aðallega á bar-
áttu hans við
krabbameinið
og hvernig fjöl-
skylda hans og
vinur hans Kyle,
höndla frétt-
irnar. Fyrir það
fyrsta er 50/50 falleg saga en
hún er einnig nokkuð fyndin.
Hún er vel skrifuð, vel leikstýrð
og fl estir leikarar standa sig
nokkuð vel. Will Reiser skrifaði
handritið en myndin er byggð
á hans reynslu. Það var góð
ákvörðun hjá honum að fara
húmorsleiðina. Það hefði verið
hægt að gera þessa mynd að
þungri dramamynd en það er
hún í raun ekki. Vissulega er
eitthvað drama til staðar en það
er frekar lítið miðað við hvað
söguþráðurinn er alvarlegur.
Seth Rogen er ekkert
fyndinn
Eftir að Christopher Nolan
notaði Joseph Gordon-Levitt í
Inception hefur ferill hans rokið
upp á við. Hann stendur sig vel
og fann ég mikið til með honum
enda er hann óttalegt grey alla
myndina. Hann á þessa mynd
skuldlaust. Mér fannst hann
samt ekki sýna neina stór-
kostlega frammistöðu. Svona
hlutverk eru alltaf vinsæl þegar
kemur að verðlaunaafhending-
um þannig að það kæmi ekkert
á óvart ef hann fengi óskarstil-
nefningu. Seth Rogen fer einnig
með stórt hlutverk en ég get
lofað því að hann fær ekki ósk-
arstilnefningu. Rogen er gríð-
arlega takmarkaður leikari og
mjög ofmetinn sem grínleikari.
Ég hef í rauninni aldrei hlegið
almennilega að honum en
hann átti engu að síður ágætis
spretti. Ég gef honum það. 50/50
er áhrifamikil og hjartnæm
saga sem lætur mann hugsa
aðeins um lífi ð. Hún er ekkert
tímamótaverk
en fínasta
mynd engu
að síður.
Tómas
Leifsson
facebook.com/monitorbladidVILTU MIÐA? Monitor ætlar að gefa miða á Under-world: Awakening, fylgstu með …
Þegar menn tala um gamla Goldeneye-leikinn sem
kom út á Nintendo 64 fyrir ca. 15 árum síðan er eins
og þeir séu að tala um gamlan vin. Það er lygnt aftur
augum, sælubros á varir og allur pakkinn. Allir James
Bond-leikir sem gerðir hafa verið síðan hafa allir lent í
„Goldeneye-samanburðinum“ og aldrei átt breik.
Til að sjá til sólar í stóra „gerum góðan James Bond-
leik“ málinu var ákveðið að endurgera Goldeneye-
leikinn og er útkoman Goldeneye Reloaded.
Fyrsta sem var gert til að fríska upp á þetta var að
henda Pierce Brosnan út og inn kemur hinn gullfallegi
Daniel Craig, en andlit hans og rödd eru í leiknum.
Einnig inniheldur leikurinn glænýjan söguþráð sem
inn á milli kemur þó með klassískar tilvitnanir í upp-
runalega leikinn. Sem fyrr þvælist Bond heimshorna á
milli og drepur þar eftirminnilega óvini sem ætla sér
heimsyfi rráð ... ekkert breyst þar.
Söguþráður leiksins er um það bil 10 klukkutímar
í spilun og heldur manni vel við efnið. Spilunin er
blanda af skotbardögum og atriðum þar sem maður
þarf að fara hljóðlega um og ganga frá óvinunum án
þess að nokkur taki eftir því. Þetta gerir spilun leiks-
ins fjölbreyttari og heldur manni kyrfi lega við efnið. Ef
leikmenn kjósa að spila leikinn að efsta erfi ðleikastigi
þá verða óvinirnir mun erfi ðari og auk þess þá bætast
við verkefni sem leikmenn þurfa að leysa.
Fyrir utan söguþráðinn er hægt að spila með
15 öðrum í gegnum Netið og er það vel þess virði,
enda eru stýringar leiksins þægilegar og borðin í
netspiluninni eru vel útfærð. Ofan
á þetta bætist að hægt er að spila
leikinn fjórir saman á einni tölvu
í „splitscreen“ og virkar það
fáránlega vel, sérstaklega í góðra
vina hópi í bland við nokkra
kalda.
Goldeneye Reloaded er
einhver ánægjulegasta ferð
mín í endurvinnsluna og
klárt að Bond-leikirnir geta
lifað góðu lífi . Grafíkin er
góð, verkefnin fjölbreytt og
fjölspilun leiksins gerir sitt.
Ólafur Þór Jóelsson
Bond… Endurvinnslu-Bond
TÖ LV U L E I K U R
Tegund: Skotleikur
PEGI merking: 16+
Útgefandi: Activision
Dómar: Gamespot 8 af 10 /
IGN 8,5 af 10 / Eurogamer 6 af 10
GoldenEye 007: Reloaded