Monitor - 19.01.2012, Side 18

Monitor - 19.01.2012, Side 18
18 Monitor FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 LOKAPRÓFIÐ skólinn | 19. janúar 2012 | fílófaxið fi mmtud19jan. KREPPUKVÖLD Bar 11 21:00 Hljómsveitirnar Náttfari, Heavy Experience og PORQU- ESÍ halda tónleika á Bar 11. Alvörurokk hér á ferð og frítt inn. JANIS JOPLIN TRIBUTE-TÓNLEIKAR Gaukur á stöng 22:00 Söngkonan og nýjasta kærasta Fjölnis Þorgeirs, Bryndís Ásmunds, heldur „tribute-tónleika“ til heiðurs Janis Joplin. Útvarpskonan Andrea Jóns les upp fróðleiksmola um ævi rokkgyðj- unnar frá kl. 21:00 en tónleikarnir hefjast klukkustund síðar. Aðgangseyrir er 1.500 kr. SÓLEY Á GOGOYOKO WIRELESS Kex Hostel 22:00 Tónleikaröðin Gogoyoko Wireless heldur göngu sinni áfram en í þetta sinn á Kex Hostel. Söngkon- an Sóley hefur fengið afar góð viðbrögð við sinni fyrstu breiðskífu, We Sink, sem kom út um mitt ár í fyrra. Miðinn kostar 1.500 kr. Kvikmynd: Sú kvikmynd sem situr hvað mest í mér er Passion of the Christ sem Mel Gibson gerði um árið. Alveg ótrúlega vel gerð mynd sem snertir við fl estum held ég. Önnur í uppáhaldi er V for Vendetta en annars horfi ég voða lítið á bíómyndir og þarf yfi rleitt að klára þær í skömmtum. Þáttur: Big Bang Theory og Mod- ern Family! Það er eitthvað svo ótrúlega fyndið við þessa þætti og það besta er að þeir eru bara 20 mín. þannig að ég hef yfi rleitt þolinmæði í að horfa á heilan þátt án þess að stoppa. Bók: Babettes gestebud hefur verið í uppáhaldi hjá mér frá því að ég las hana í MR. Svo las ég bókina „Ég man þig” eftir Yrsu síðasta sumar og þetta er eina bókin sem hefur gert mig myrkfælna um hábjartan júní. Hún var alveg mögnuð! Plata: Ekki spurning, Sam´s Town sem The Killers gáfu út 2006. Meistaraverk! Vefsíða: Ætli það sé ekki www.ruv. is/songvakeppni þessa dagana. Staður: Laugarvatn! Ég eyddi öllum sumrunum mínum í bústaðnum okkar á Laugarvatni sem krakki og á mínar bestu minningar það- an. Ef mig vantar að kúpla mig út úr annríkinu þá fer ég þangað og hleð batteríin og er einmitt á leiðinni í eina slíka ferð næstu helgi. Síðast en ekki síst » Greta Salóme Stefánsdóttir, fi ðluleikari og söngkona, fílar: Erkifjendurnir í Party Zone á Rás 2 og Funkþættinum á X-inu 97.7 ætla að snúa bökum saman um helgina og frumfl ytja árslistana sína á Kaffi barnum. „Með því að blanda þessum árslistakvöldum saman í eina helgi þá held ég að við eigum eftir að fá allsvaðalega helgi sem er nauðsynlegt á þessum dimmustu og verstu tímum ársins,“ segir Don Balli Funk, umsjónarmaður Funkþáttarins. „Það er gaman að gera þetta svona saman en það er ekki þar með sagt að það sé búið að grafa stríðsöxina. Enda er þetta óttalegt píku- popp sem þeir eru að spila þarna í Party Zone.“ Funk-menn eiga sviðið á föstudeginum en Party Zone sér um stuðið á laugardeginum. Danstónlist er spiluð í báðum þáttunum og fyrir skömmu síðan voru þeir á sama tíma á sitt hvorri rásinni. Helgi Már, umsjónarmaður Party Zone var þó slakur yfi r yfi rlýsing- um Baldurs. „Þegar ég kom í myndatökuna hélt ég að ég væri að fara að hitta Þossa. Var hann ekki einhvern tímann með þennan þátt á X-inu? Þetta er voðalega krúttlegt hjá þeim. Listinn þeirra er bara eins og einn atkvæðaseðill á okkar lista. Þetta er búinn að vera skemmtilegur derringur á milli okkar,“ segir Helgi og bætir við: „Það er gaman að gera þetta svona saman og gera smá festival úr þessu. Það er spurning um að tengja þessi partí saman og hafa bara stanslausa dagskrá.“ Það borgar sig að mæta snemma enda er líklegt að slegist verði um pláss á Kaffi barnum þessi kvöld. Þeir sem mæta snemma fá glaðning hjá styrktaraðila Árslistahelgarinnar. „Fólk fer úr að ofan á Kaffi barnum á miðvikudagskvöldum og er hangandi í ljósa- krónum og skríðandi upp gluggatjöld svo það má búast við því að eitthvað svakalegt gerist um helgina,“ segir Balli léttur í bragði. Stríðsöxin grafi n? FJALLABRÆÐUR OG GESTIR Hof 20:00 Karlakórinn Fjallabræður fær Akureyrarbæ að öllum líkindum til að nötra með kraftmiklum söng á laugardagskvöldið. Með kórnum syngja gestasöngvararnir Sverrir Bergmann og Jónas Sig. Miðaverð er 3.500 kr. TURIN BRAKES ÁSAMT LAY LOW Faktorý 23:00 Breska hljómsveitin Turin Brakes heldur tónleika hérlendis þar sem búist er við að hún leiki nýtt efni í bland við gamalt. Lay Low treður einnig upp. Miðaverð er 2.500 kr. en vakin er athygli á að engin forsala fer fram heldur verða miðar seldir frá kl. 22:00 við hurð. laugardag21jan. ÁRSLISTAHELGI Föstudaginn 20. janúar & Kaffi barinn kl. 23 SYKUR Bar 11 21:00 Rafstuðssveitin Sykur treður upp á Bar 11 en tónleikarnir eru hluti af vetrartónleikaröð staðarins. Heitasta lag hljómsveitarinnar um þessar mundir, Reykjavík, hefur hlotið góða spilun að undanförnu og er því þjóðráð að skella sér á hljómleikana til að dilla sér allrækilega. Frítt inn. föstudagu20jan. laugardaginn 21. janúar

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.