Monitor - 19.01.2012, Síða 19

Monitor - 19.01.2012, Síða 19
19 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 2012 Monitor Það er hverjum manni hollt að eiga sér fyrirmyndir, fólk sem hver og einn miðar að því að líkjast að einhverju leyti, hvort sem það lýtur að hegðun eða afrekum. Stundum öðlast fyrirmyndirnar meira að segja meira gildi og verða að svokölluðum átrúnaðargoðum. Undirritaður hefur átt sér átrúnaðargoð frá æsku, til dæmis innan tónlistar og fótbolta. Síðan í æsku hafa átrúnaðargoð mín átt eitt og annað sameiginlegt. Ekki einungis leit ég upp til þeirra hvað varðar hæfi leika þeirra og stöðu heldur voru þau líka öll eldri en ég. Ryan Giggs hefur strangt til tekið aldur til að vera pabbi minn. Það er því ógnvænleg uppgötvun að átta sig allt í einu á því að einstaklingar sem nú hafa tekið við stöð- um átrúnaðargoða manns eru skyndilega orðnir jafnaldrar manns eða manni yngri. Sú staðreynd fær mann nánast til að falla í skammtímaþunglyndi yfi r vanmætti sínum á þessari jarðarkringlu. Ég ætlaði alltaf að verða atvinnumaður í fótbolta hjá Manchester United, hvað fór úrskeiðis? Til að útskýra nánar vísa ég til atburðarásar sem ég upplifði fyrir skömmu. Ég sat með vinum mínum og horfði á Manchester United-leik. Þar komst Phil Jones nokkur á blað yfi r markaskorara, gæi sem hefði getað verið á yngra ári á meðan ég var á eldra ári þegar ég æfði fótbolta. Því næst fór ég í bíó og sá þar Kristen Stewart í Twilight* en ég hefði þess vegna getað verið með henni í leikskóla. Á leiðinni heim kveikti ég á útvarpinu í bílnum og þá fékk ég einfaldlega nóg. Strákur sem ég hefði getað tekið þátt í að busa í menntaskóla, Justin Bieber, söng í sífellu: „Smábarn, smábarn, smábarn, ó!“ (e. baby, baby, baby) líkt og til þess að hæðast að því hve miklu yngri hann er en ég en er þrátt fyrir það skærasta poppstjarna heims. Ef til vill hljómar þetta biturlega og uppfullt af öfundsýki en það er óneitanlega skrýtið að geta ekki farið í bíó, horft á fótboltaleik eða hlustað á útvarp án þess að fá þessa staðreynd beint á lúðurinn. Ég er núll og nix miðað við þessa jafnaldra mína og ég sem hélt að gelgjuskeiðið ætti að vera viðkvæmt aldursstig. Ef lesendur Monitor eru í svipuðum hugleiðingum og ég langar mig að koma því að að líklega er best að tækla þessa lífsins krísu með jákvæðnina að vopni. Þangað til að komið verður að okkur að slá í gegn eða skara fram úr verðum við að hughreysta okkur við myndlíkingu. Við erum einfaldlega blóm sem blómstrum seinna en önnur blóm, en þegar það loks gerist verður það þeim mun meira sjónarspil. Okkar tími mun koma. Já, við getum. *Þessi hluti pistilsins var uppspuni. Ég myndi aldrei horfa á Twilight**. **þ.e.a.s. í bíó. Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is ORÐ Í BELG Mun minn tími koma? Ég ætlaði alltaf að verða atvinnumaður í fótbolta hjá Manchester United, hvað fór úrskeiðis? HVAÐ KALLAR MAÐUR SAMBAND TVEGGJA HOMMA? - MEN UNITED Áfram Ísland! Horfðu á enn fleiri EM leiki á stöð 97 og í háskerpu á stöð 96 í Vodafone Sjónvarpi. Allt í opinni dagskrá! Kynntu þér málið á vodafone.is Handboltaveisla í Vodafone Sjónvarpi Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.