Monitor - 22.03.2012, Blaðsíða 14

Monitor - 22.03.2012, Blaðsíða 14
14 MONITOR FIMMTUDAGUR 22. MARS 2012 þess að allt ungt fólk áttaði sig á þessu, helst ættu allir að hafa þrjú mál fyrir utan okkar móðurmál. Eitt Norðurlandamál, ensku og svo eitt til viðbótar eins og þýsku, frönsku eða hvað sem er. Hvað þykir þér um stöðu íslenskrar tungu og talsmáta ungs fólks? Ungt fólk hefur nú alltaf haft sinn talsmáta, það vitum við öll. Ég tel samt að við megum núna fara að vara okkur mjög mikið. Enskan er farin að hafa áhrif á setningaskipan í íslensku. Það eru náttúrlega að týnast svo mikið af gömlum orðatiltækjum sem tengd eru lífi nu eins og það var um aldir í landinu, en fyrst og fremst megum við ekki láta ensku og enska setninga- skipan smjúga inn í málið okkar gagnrýnislaust. Því miður vill það við brenna, mér fi nnst ég stundum verða vör við það að menn hugsa á ensku og þýða það síðan yfi r á íslensku og hvaða vit er í því? Enskan er auðvitað úti um allt, til dæmis í tölvunni og það smitar út frá sér en því má aldrei gleyma að íslenskan er okkar akkeri í heiminum. Íslenskan gerir okkur öðruvísi, hún gerir okkur að sérstakri þjóð og hún er svo tengd landinu. Landið og tungan eru tvö blöð á sömu jurtinni. Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir þessu og langi að vera svo öðruvísi að eiga eigið tungumál. Hver eru helstu verkefni Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungumálum um þessar mundir? Þetta er stórmerkileg stofnun og ég var mjög snortin þegar ég var beðin um það að þessi tungumálastofnun sem snýr að öllum tungumálum sem kennd eru við Háskóla Íslands fengi að bera nafnið mitt. Ég er velgjörðarsendiherra allra tungumála í heiminum og sá eini hjá UNESCO (Menningarmálastofnun SÞ) og þar hef ég unnið mikið á þessum sextán árum síðan ég hætti í embætti. Núna er þessi stofnun sem kennd er við nafnið mitt í Háskóla Íslands komin inn undir UN- ESCO, rétt eins og Þingvellir eru komnir á heimsminja- skrá og Reykjavík er orðin bókmenntaborg, ein af fi mm eða sex í veröldinni. Stofnunin er ein sinnar tegundar í heiminum og markmiðið núna er að reisa hús sem verður miðstöð allra tungumála heimsins, þar á að vera hægt að nálgast kynningar á öllum tungumálum heimsins. Þetta hús verður reist við Suðurgötu við hliðina á Stofnun íslenskrar tungu, mér fi nnst það svo fl ott að íslenskan standi alein við hlið miðstöðvar allra annarra tungumála. Þetta á eftir að verða gríðarlegt aðdráttarafl fyrir þá sem heimsækja landið okkar því þetta er hvergi annars staðar til. Hvað gerir Vigdís Finnbogadóttir í frístundum sínum? Ég held að ég geri bara það sama og aðrir í frístund- um. Ég les, horfi á bíómyndir, fer mikið í leikhús, hlusta á músík og svo fi nnst mér ægilega gaman að hitta vinina og er í mörgum vinahópum. Ég fer út á land og heimsæki fólkið mitt þar. Mér fi nnst gaman að halda boð og fara í boð. Mér fi nnst gaman að fylgjast með þjóðfélaginu og rökræða. Veistu það, ég er svo venjuleg manneskja að það er engin til venjulegri. Hvaða tónlist ratar oftast á fóninn um þessar mundir? Mér fi nnst ægilega gaman að hlusta á Hjálma, Hjalta- lín og Baggalút. Ég held mikið upp á þessa þrenningu og ekki má maður nú gleyma Sigur Rós. Svo fylgist ég nú reyndar sæmilega með nýjustu plötuútgáfu. Ert þú stöðugt að eða kemur fyrir að þú slakir á heima fyrir, pantir þér til dæmis pítsu eða leigir þér kvikmynd á fríkvöldi? Ég held að það sé ekki til sá maður sem ekki slakar á heima hjá sér öðru hverju, guði sé lof. Ég myndi nú síð- ur panta mér pítsu, frekar eitthvað hjá Kínverjunum. Ég á þessa yndislegu fjölskyldu sem býr í grenndinni við mig og ég nýt þess að verja tíma mínum með þeim. Ég horfi mikið á kvikmyndir og var til skamms tíma mikill viðskiptavinur vídjóleigunnar á Klapparstígnum þar sem fi nna má franskar og þýskar myndir sem rata ekki í kvikmyndahúsin. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er á meðal fremstu landsliða í Evrópu í dag. Sparkaðir þú í bolta sem ung stelpa? Nei, það var ekki búið að fi nna upp fótbolta fyrir stelpur í minni tíð, því miður. Við stelpurnar vorum í handbolta. Ég var bakvörður lengi vel, síðar sett í markið en ég var svo hrædd við boltann að ég ætla ekki að segja þér það en hetjulundin var svo mikil að ég lét það aldrei uppi hvað ég væri hrædd. Ég óð bara á móti boltanum, þannig var ég alin upp. Maður mátti aldrei láta á því bera að maður væri hræddur eða hryggur. Svoleiðis var alltaf falið í gamla daga, en slíkt á ekki að gera, hræðslu og hryggð á að sýna ef hún er til staðar – en þó ekki í boltanum. Núorðið virðist vera hægt að komast í samband við hvaða manneskju sem er, hvar og hvenær sem er með aðstoð tölvupósts, farsíma og annarra sam- skiptamáta. Hvernig horfi r öll þessi samskiptatækni við þér? Það á auðvitað að fara varlega með hana eins og allt annað. Auðvitað er fallegt hvernig stofnað er til vináttu á Facebook, menn skiptast á fregnum af fjölskyldu og sjálfum sér og það fi nnst mér fallegt. En þegar farið er að nota Facebook til að höggva í fólk þá fi nnst mér erfi tt að sitja undir því og því miður er of mikið af því í þjóðfélaginu. Fólk er of fl jótt að fara að rífast, það er eins og öllum fi nnist eitthvað að því að fólk hafi mismunandi skoðanir en það er einmitt fl ott að lifa í þjóðfélagi þar sem fólk hefur ólíkar skoðanir, tjáir þær og getur rökrætt þær málefnalega sín á milli. Átt þú Facebook-síðu? Ég er ekki með Facebook-síðu, nei. Ég hefði ekkert þar að gera, ég frétti allt sem ég vil frétta nógu fl jótt. Hversu tæknivædd myndir þú segja að þú værir? Notast þú við tölvur dagsdaglega? Ég vinn við tölvu frá morgni til kvölds og ég var mjög snemma tölvuvædd. Það fyrsta sem ég gerði við þá tölvu var að tefl a við sjálfa hana, ég kunni ekkert annað (hlær). Það fannst mér ægilega sniðugt, þetta var fyrir 1980. Ég gæti þess samt að tapa mér ekki alveg í tölvupóstinum. Maður getur kannski setið heilu dagana og tekið við tölvupósti og sent tölvupóst en allt í einu hugsar maður: Hvar er mannsröddin? Nú vil ég gjarnan heyra í einhverjum. Þá sendi ég svar til einhvers í pósti: „Viltu TALA við mig?“ með áherslu á að „tala“ sé ritað í hástöfum. Sem fulltrúi lands og þjóðar fórst þú í ýmsar opinberar heimsóknir til erlendra þjóðhöfðingja sem og tókst á móti slíkum hérlendis. Hvaða fundur með erlendum þjóðhöfðingja er þér eftirminnilegastur? Ég hitti nú svo marga, meðal annars frú Thatcher í tví- eða þrígang, það var voðalega gaman að hitta hana. Þeir fundir sem höfðu dýpstu áhrifi n á mig voru fundirnir við Vaclav Havel, Tékklandsforseta, og Richard von Weizsäcker sem var bæði borgarstjóri Berlínar og Þýskalandsforseti. Í þeim eignaðist ég virkilega vini sem mér þótti mjög vænt um. Þú hittir einnig fl eiri en einn Bandaríkjaforseta. Já, það var nú ekki leiðinlegt að hitta Reagan og Bush eldri, þeir voru reglulega skemmtilegir karlar. Við Reagan urðum svo miklir mátar því við höfðum bæði unnið við leiklist. Þegar ég hef verið spurð út í það hvernig í ósköpunum ég hoppaði úr leiklistarstarfi yfi r í það að vera forseti hef ég svarað: „Það er hvergi í heiminum hægt að læra að vera for- seti. Það er ekki til neinn háskóli þar sem þú getur útskrifast sem cand. fors. en í leikhúsinu ertu alltaf að skilgreina mannlífi ð frá öllum sjónarhornum. Leikhúsið snýst um mannþekkingu og forsetaembættið snýst fyrst og fremst um að þekkja manneskjuna og viðbrögð hennar.“ Þess vegna þykir mér vænt um fólk og einkum ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í því að átta sig á því hvað mannlífi ð er margbreytilegt. Alla tíð hefur þú verið þekkt fyrir að vera snyrtileg og glæsileg til fara. Sem forseti, varst þú þá með einhvers konar stílista þér til halds og trausts? Á svona ferðalögum gat maður ekki séð um allt svona lagað sjálfur svo maður var háður því að vera með gott fólk með sér. Ég hafði með mér alveg yndis- legt fólk sem aðstoðaði mig til dæmis við hárgreiðslu. Hvað varðar föt hef ég alltaf haft gaman af því að klæða mig franskt, ég er sú týpa. Ég klæði mig franskt og heldur sportlega. Það fyrirmyndarkvenfólk sem vann á forsetaskrifstofunni hjálpaði mér einnig mikið ef ég þurfti að kaupa eitthvað hérlendis. Ég átti líka vinkonur í búðunum hérna heima og ef þessar konur sáu eitthvað „Vigdísarlegt“, þá bentu þær mér á það. Annars þykir mér best að kaupa föt í Frakklandi. Lagðir þú upp úr að klæðast íslenskri hönnun hvað varðar fatnað og skartgripi? Þegar ég fór í fyrstu heimsóknina til Danmerkur þá var ég í ull frá toppi til táar og mér var svo heitt að ég hef aldrei vitað annað eins (hlær). Þegar ég fór í svona ferðir klæddist ég prjónakjólum, prjónadrögtum, ullardrögtum og lambapels svo ég kynnti Ísland og íslenska framleiðslu í öllum svona ferðum. Ég var eitt auglýsingaskilti fyrir íslenska framleiðslu. Er Ísland best í heimi? Það eru allavega mikil forréttindi að fá að fæðast á Íslandi vegna þess að við erum svo fá að hver og einn sem fæðist hér hefur mikla framtíðarmöguleika. Hér er okkur gefi n besta gjöf sem hægt er að gefa nokkrum manni. Þú færð það afhent á silfurbakka að læra að lesa. Það er gjöf, því það er ólíklegt að þú hafi r þig eftir því upp á eigin spýtur að læra að lesa þegar þú ert fi mm eða sex ára. Þegar til kastanna kemur er þessi þjóð mjög samhent, þú sérð það ef eitthvað bjátar á. Ef það er sjóslys, eldgos eða eitthvað stórt kemur fyrir þjóðina þá standa allir saman eins og einn maður. Það er fámennið og tungan sem gerir það að verkum. Það er hægt að koma skilaboðum á einu tungumáli frá ysta punkti á Reykjanestá út á ysta punkt Langaness. Það eru forréttindi. Þegar á heildina er litið, hvað var erfi ðast við að gegna embætti forseta lýðveldisins í heil sextán ár? Erfi ðast er að maður er aldrei frjáls, maður er alltaf forseti og dagurinn er mjög ásetinn. Svo gat verið erfi tt að vera endalaust að koma fram. Þegar ég fl etti blöðunum á morgnana kveið ég því og vonaði að ég yrði ekki á mynd í þeim. Mér fannst svo óbærilegt að vera endalaust á myndum í blöðunum, ég er ekki sjálfhverfari en það. Að svo mæltu dáist ég þó að því að Íslendingar báru svo mikla virðingu fyrir einkalífi nu að þeir skiptu sér ekkert af því ef við Ástríður færum til dæmis í bíó, að því leyti vorum við alltaf frjálsar. En ánægjulegast? Það ánægjulegasta var auðvitað að vinna að upp- byggingu með fólkinu hvar sem var í landinu. Á þeim langa tíma sem ég var í embættinu tókst mér að fá fólkið í landinu með í mín hugðarefni. Hugðarefnin voru skýr, meðal annars að græða upp landið og hefta uppblásturinn og það lánaðist nú þótt hlegið hafi verið að því fyrst. „Gat nú skeð að kvenmaðurinn þyrfti að fara að setja niður einhver tré?“ Mér hefur alltaf þótt fyndið þegar sagt hefur verið: „Hún hafði ánægju af skógrækt.“ Þetta snerist ekki um það, þetta var mjög marksækið viðfangsefni gagngert til að gera sjálfu landinu til góða. Ég er svo lánsöm að þessu var veitt athygli. Einnig beitti ég mér öll árin mikið fyrir því að reyna að efl a vitund fyrir íslenskri tungu. Spurningin stóra er: Hver á að gæta íslenskunnar? Það er enginn gæslumaður nema við sjálf. Ég hamraði það mikið á þessu að mér fannst ég stundum hafa erindi sem erfi ði en ég veit ekki hvort það gengur áfram. Það eruð þið unga fólkið, lesendur Monitor, sem hafi ð það í hendi ykkar. Mér fi nnst ægilega gaman að hlusta á Hjálma, Hjaltalín og Baggal- út. Ég held mikið upp á þessa þrenningu ... Vigdís elst upp á Ásvalla- götu í Vesturbænum. Gengur í Landakotsskóla og Gaggó Vest. 1930 Vigdís fæðist þann 15. apríl 1949 Útskrifast af málabraut í Mennta- skólanum í Reykjavík. Vigdís kennir frönsku við MR á árunum 1962-1967 og MH á árunum 1967-1972. Vakti einnig athygli fyrir frönskukennslu í Ríkissjónvarpinu á árunum ‘70-’71. 1972 Verður leikhús- stjóri Leikfélags Reykjavíkur árið 1972 sem er þá til húsa í Iðnó og gegnir þeirri stöðu í átta ár. 1980Kjörin fjórði forseti íslenska lýðveld- isins þann 29. júní. Verður þar með fyrst kvenna í heiminum til að vera kjörin þjóðarleiðtogi í lýðræðislegri kosningu.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.