Monitor - 22.03.2012, Blaðsíða 3

Monitor - 22.03.2012, Blaðsíða 3
FYRIR ÍSLENDINGA Monitor mælir með því að fólk fari að ráðum forsíðufyrirsætunnar og auki orðaforða sinn með því að lesa íslenskar bókmenntir. Það er um að gera að vera með eina góða bók á náttborðinu sem hægt er að glugga í fyrir svefn. Ekki skemmir fyrir hve þægilegt það er að þreyta sig fyrir svefninn með lestri. Í GOGGINN Það getur verið svo gaman að borða og því hættir mönnum til að vera alltaf að narta í eitthvað. Ef þú ert einn af þeim, þá mælir Monitor með að fólk narti í hnetumix sem hægt er að fá frá ýmsum framleið- endum í hinum ýmsu matvöruversl- unum. Hneturnar eru fínn nartkost- ur en þær innihalda töluvert hollari fi tu en til að mynda súkkulaði. FYRIR FÓTBOLTAFRÍK Það er alltaf gaman af því þegar metnaðarfullar íslenskar vefsíður eru settar á laggirnar. Um síðast- liðna helgi fór heimasíðan 433. is í loftið sem tekur á öllu sem viðkemur fótbolta. Monitor mælir með því að fótboltaáhugamenn gefi þessari síðu gaum um næstkomandi boltahelgi. Í dag kemur út 100. tölublað Monitor í vikuútgáfu en um leið eru 2 ár liðin frá fyrsta vikublaðinu. Hve oft hefur þá Monitor ekki komið út á þeim tíma? fyrst&fremst Saga Sig so ANGRY right now, my gay friends are being attacked on the streets of London just because they are gay, what is wrong with people!!!!!!! 21. mars kl. 14:00 „Þegar við fórum að skoða hvaða málefni í kringum okkur við gætum styrkt leist okkur að lokum best á Kraft. Það er sem sé styrkt- arfélag fyrir ungt fólk sem greinist með krabbamein og aðstandendur þess. Krabbamein er eitthvað sem fl estir kannast við úr sínu lífi , hvort sem um er að ræða nána ættingja eða ekki, svo við tengdum við það,“ segir Anna Lísa Ríkharðsdóttir sem ásamt þremur bekkjarsystrum sínum í tómstunda- og félagsmála- fræði stendur fyrir styrktartón- leikum annað kvöld. Bekkjarsystur Önnu eru þær Ásta Þórðardóttir, Sandra Dís Káradóttir og Sunna Árnadóttir. „Við erum í kúrs í skólanum sem heitir viðburðastjórnun og fengum það verkefni að halda alvöruviðburð. Úr varð að við ákváðum að halda styrktartón- leika en það var í raun alveg valfrjálst hversu stóran viðburð við héldum, það hefði þess vegna mátt vera afmælisveisla. Með tónleik- unum viljum við ekki bara safna pening til að styrkja félagið heldur einnig hvetja fólk til að kynna sér starfsemi styrktarfélagsins, til dæmis með því að fara inn á heimasíðu þess.“ Allur ágóði til Krafts Tónleikarnir fara fram á Faktorý annað kvöld og opnar húsið klukkan 22:00. „Faktorý var í raun fyrsti staðurinn sem okkur datt í hug fyrir svona viðburð. Þegar við settum okkur í samband við eigendur staðarins voru þeir allir af góðum vilja gerðir og þeir styrkja okkur algjörlega í þessu. Yfi rleitt þarf að leggja til kostnað fyrir tæknimann á svona tónleikum en þeir ákváðu að fella þann kostnað niður. Niðurstaðan er því að allir sem að þessu koma eru að gefa vinnuna sína svo hver einasta króna sem skilar sér inn rennur beint til Krafts,“ segir Anna og ítrekar að þær stöllur hafi fundið fyrir virkilega góðum við- brögðum frá fólkinu í kringum sig. „Við höfum fengið ótrúlega jákvæð viðbrögð svo það stefnir í gott djamm. Raftónlistarmaðurinn Viktor Birgiss opnar kvöldið, í kjölfarið stíga Úlfur Úlfur á stokk, þar á eftir For a Minor Refl ection og svo slúttar Sykur þessu. Þetta verður mikið húllumhæ.“ elg Mynd/Golli ÞAÐ ER KRAFTUR Í ÞESSUM KVARTETT ANNA LÍSA Á 30 SEKÚNDUM Fyrstu sex: 270288. Námsstaða: Tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ. Uppáhaldsmatur: Jólamatur. Uppáhaldsstaður í heiminum: Los Angeles, ég var þar í síðustu viku. Uppáhaldstónlistarmaður: Adele. Bíómynd sem ég get horft á aftur og aftur: Titanic. Anna Lísa og félagar í tómstunda- og félagsmálafræði standa fyrir góð- gerðatónleikabombu annað kvöld til styrktar stuðningsfélaginu Krafti Þetta verður húllumhæ Vikan á Jóhann Alfreð Kristinsson Það skyggði víst aðeins á gleðina við fæðingu 5 millj- ónasta norðmannsins að allar silfurskeiðar eru nú uppseldar í landinu. 20. mars kl. 13:28 Jóhanna Guð- rún Jónsdóttir Æðislegt vídjó. Við komumst langt í ár, alveg viss um það ! :) 19. mars kl. 19:31 Margrét Erla Maack Sirkúsar sig upp á laugardegi. Silfurspandex og gullvængir. Photos coming soon. 17. mars kl. 14:21 MONITOR MÆLIR MEÐ... MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Þórhildur Þorkelsdóttir (thorhildur@monitor.is) Umbrot: Monitorstaðir Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Ernir Eyjólfsson (ernir@ernire.is) Myndvinnsla: Ingólfur Guðmundsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 Efst í huga Monitor Rafmagnaðar Það hafði bætt verulega í snjókomuna þegar við settumst niður í anddyri Morgunblaðshússins til að bíða eftir gestinum okkar. Það var sunnudagur og því enginn í móttökunni svo við þurftum að búa til okkar eigin móttökunefnd. Við höfðum gætt þess að baða okkur, greiða hárið fallega og á boðstóln- um var bakkelsi og kaffi . Klukkan nálgaðist tvö þennan eftirmiðdaginn og spennan jókst með hverju andartaki. Við vorum farnir að stara óvenju mikið á hringtorgið við Hádegismóana til að fylgjast með umferð bílanna. „Þetta hlýtur að vera hún,“ sögðum við annað slagið þegar okkur fannst einstakir bílar skera sig úr fjöldanum. En þegar jepplingur með TAXI-skilti á toppnum keyrði löturhægt inn í hringtorgið eins og eitthvað brothætt væri í bílnum þá var ágiskunarleiknum lokið. Það fór ekki á milli mála að þar var á ferðinni frú Vigdís Finnbogadóttir. Fyrir tveimur árum fór Monitor að koma út vikulega og síðan þá hafa komið út 100 tölublöð. Tvöföld ánægja segja sumir, tvöföld ástæða til að fagna. Okkur Monitor-liðum langaði að fá einhvern með ákafl ega sterkan persónuleika til að prýða forsíðuna þessa vikuna og vorum við frá upphafi sammála um að það væri bara ein manneskja sem kæmi til greina. Okkur langaði að fagna okkar jákvæðu blaðamennsku með því að fá holdgerving kærleika og alls hins góða til að sitja fyrir svörum og á myndum. Til að gera langa sögu stutta þá eyddum við hér fi mm klukku- stundum með þessum fyrsta þjóð- kjörna kvenforseta heimsins. Vigdís fór í förðun, hárgreiðslu, myndatöku og spjall og gæddi sér á vínarbrauði og kaffi . Við vorum í skýjunum með daginn. Í raun hefðum við viljað eiga heila viku með Vigdísi því frá henni streymdi fróðleikurinn, húmorinn og auðmýktin og allt var þetta framreitt af hógværð og virðingu. Vigdís kenndi okkur að senda „rafmagnaðar stuðkveðjur“ og hrósaði okkur fyrir fagmannleg vinnubrögð. Það hrós var á við tólf þúsund gallon af bensíni, það er að segja ef vinnubrögð væru bíll og hrós væri orkan. Takk fyrir okkur, Vigdís. Þú ert alltaf velkomin í heimsókn. Jón Ragnar stuðkveðjur ELGURINN, HIMMI, VIGGA OG JOHNNY SYKUR ÚLFUR ÚLFUR FOR A MINOR REFLECTIONVIKTOR BIRGISS Greta Salóme Stefánsdóttir THANK YOU Hannes Þór Halldórsson and Sagafilm for directing and making the video! You all really did an amazing job!! 17. mars kl. 14:21 3 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2012 MONITOR

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.