Morgunblaðið - 30.04.2012, Síða 2

Morgunblaðið - 30.04.2012, Síða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2012 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Í KÓRNUM Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Hann var ekki mikið fyrir augað, úr- slitaleikur KR og Fram í Lengjubik- arkeppni karla í knattspyrnu sem fram fór á laugardaginn. KR tryggði sér þó sinn fimmta Lengjubikartitil í 16 ára sögu keppninnar með 1:0 sigri. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik ef undan er skilinn skalli Hólmberts Arons Friðjónssonar sem kom inn á fyrir Steven Lennon. Hann fór af velli meiddur á 27. mín- útu enda tæpur fyrir leikinn. Hólm- bert Aron lét aðeins að sér kveða og var í raun óheppinn að skora ekki með þessum líka ágæta skalla 10 mínútum tæpum eftir skiptinguna. Fram, sem hafði skorað í öllum leikjum sínum í keppninni og unnið 10 leiki í röð, virtist ekki tilbúið til að sækja á mörgum mönnum. Þjálf- ari liðsins Þorvaldur Örlygsson kenndi aðstæðunum, það er að segja að spila inni í Kórnum, um að liðið sótti ekki meira en raun bar vitni. Það háði þeim þó ekki í vetur því þeir spiluðu inni í öllum leikjum sín- um nema tveimur og höfðu auk þess haft góð tök á KR, fram að leiknum í gær. „Leikurinn var mjög hægur og erfitt að koma upp einhverju góðu spili. Að sama skapi var ég ánægður með hversu þéttir við vorum, við fengum ekki mörg færi á okkur.“ Spurður hvort ekki hafi vantað ákveðinn kraft og ákveðni við mark andstæðinganna sagði Þorvaldur: „Þegar völlurinn er svona hægur þá sést það á báðum liðum. Það sést á þessum leikjum bæði hér og í Egils- höllinni að þetta er ekki eins og að spila úti. Menn verða bara að lifa við það.“ Þorvaldur sagði jafnframt að það hefði verið óþarfi að tapa leiknum þar sem KR hefði síst verið betri að- ilinn og að vafaatriði í dómgæslunni hefðu ekki fallið hans mönnum í vil. „Gefur leiknum aukið vægi“ Þorsteinn Már Ragnarsson skor- aði markið sem skildi liðin að. Hann stangaði þá boltann í netið eftir góð- an undirbúning varamannsins Ósk- ars Arnar Haukssyni á 57. mínútu. Það dugði til sigurs og var fyr- irliði liðsins, Bjarni Guðjónsson, ánægður í leikslok, enda ekki annað hægt. „Það er skemmtilegt að enda vetrarvertíðina svona, með bikar. Það sem þetta gerir fyrst og fremst er að gefa okkur alvöru leiki alveg fram að Íslandsmótinu. Við höfum ekki enn tekið æfingaleik og eigum auk þess einn alvöru leik eftir áður en mótið byrjar, sagði Bjarni og vís- aði þar til leiks liðsins gegn FH í keppni meistara meistaranna. Hann var virkilega ánægður með að sá leikur yrði spilaður á Laugardals- vellinum 1. maí. Það er frábært hjá KSÍ, gefur leiknum aukið vægi og vonandi mætir eitthvað af fólki á völlinn.“  Nánar er rætt við Bjarna, þjálf- ara hans, Rúnar Kristinsson, og Kristján Hauksson fyrirliða Fram á mbl.is. Morgunblaðið/Kristinn Fimmti Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, og Grétar S. Sigurðarson handleika fimmta Lengjubikar KR og Gunnar Þór Gunnarsson fylgist með. Skemmtilegur endir  Sigurganga Fram endaði í úrslitum Lengjubikarsins  Fimmti titill KR  Þorsteinn Ragnarsson skoraði sigurmarkið og stöðvaði sigurgöngu Framara Kórinn, úrslitaleikur í Lengjubik- arkeppni karla, laugardaginn 28. apríl 2012. Lið KR: (4-5-1) Mark: Fjalar Þor- geirsson. Vörn: Haukur Heiðar Hauksson, Bjarni Guðjónsson, Grét- ar Sigfinnur Sigurðarson, Gunnar Þór Gunnarsson (Björn Jónsson 70.). Miðja: Emil Atlason (Kjartan Henry Finnbogason 46.), Davíð Ein- arsson, Egill Jónsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Dofri Snorrason (Óskar Örn Hauksson, 51.). Sókn: Þor- steinn Már Ragnarsson. Lið Fram: (4-4-2) Mark: Ögmundur Kristinsson. Vörn: Almarr Ormars- son, Kristján Hauksson, Alan Low- ing, Samuel Lee Tillen. Miðja: Hall- dór Hermann Jónsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (Sveinbjörn Jón- asson 66.), Orri Gunnarsson (Stef- án Birgir Jóhannesson 73.). Sókn: Kristinn Ingi Halldórsson, Steven Lennon (Hólmbert Aron Friðjónsson 27.). Dómari: Guðmundur Ársæll Guð- mundsson. Áhorfendur: 627. KR – Fram 1:0 Jón Arnór Stef-ánsson skor- aði 6 stig fyrir Zaragoza þegar liðið lagði Banca, 65:59, í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær. Sigurinn gerði það að verk- um að Jón og samherjar hans eiga enn möguleika á að komast í úr- slitakeppnina. Zaragoza er í níunda sætinu en átta efstu liðin leika í úr- slitakeppninni.    Eyjólfur Héðinsson skoraði eitt afmörkum SönderjyskE þegar liðið gerði 3:3 jafntefli við Bröndby á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Öll mörkin voru skoruð á fyrsta hálftíma leiksins og skoraði Eyjólfur fyrsta mark sinna manna sem var hans sjötta í deildinni á tímabilinu. Eyjólfur spilaði allan tímann sem og Hallgrímur Jón- asson.    SpánverjinnRafael Nadal hrósaði sigri á opna Barcelona-mótinu í tennis í gær og var þetta í sjö- unda skiptið sem hann sigrar á þessu móti. Nadal hafði betur gegn landa sínum David Ferrer í tveimur settum, 7:6 og 7:5. Þetta var 34 sigurleikur Nadals í röð á Barcelona-mótinu og 48. sigur hans á tennismóti á ferlinum.    Thierry Henry tryggði New YorkRed Bulls-sigurinn gegn New England þegar liðin áttust við í bandarísku MLS-deildinni í knatt- spyrnu í fyrrakvöld. Henry skoraði eina mark leiksins á 7. mínútu og var það hans níunda á tímabilinu en hann þurfti síðan að hætta leik eftir 25 mínútur vegna meiðsla. Guðlaugur Victor Pálsson leysti Frakkann af hólmi.    Lyon varð í fyrrakvöld franskurbikarmeistari í knattspyrnu eft- ir 1:0 sigur gegn Quevilly í úrslitaleik sem háður var á Stade de France- vellinum í París. Argentínski fram- herjinn Lisandro Lopez skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik og tryggði þar með Lyon fyrsta titil fé- lagsins í fjögur ár. Þar með lauk öskubuskuævintýri áhugamannaliðs- ins Quevilly frá Normandí en á leið sinni í úrslitaleikinn sló liðið út meist- aralið Marseille og Rennes. Quevilly var síðast í úrslitum fyrir 105 árum.    Arnór ÞórGunnarsson var markahæstur í liði Bittenfeld í þýsku B-deildinni í handknattleik í gær. Arnór skor- aði 6 mörk en þau dugðu skammt því liðið tapaði fyrir Post Schwerin, 33:29. Árni Þór Sig- tryggsson skoraði 2 af mörkum Bit- tenfeld.    Kristianstad, liðið sem ElísabetGunnarsdóttir þjálfar og þær Sif Atladóttir og Katrín Ómars- dóttir leika með, vann sinn fyrsta sig- ur í sænsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í fyrradag þegar liðið hafði betur á útivelli gegn Djurgården, 1:0. Þær Sif og Katrín spiluðu allan leik- inn fyrir Kristianstad og Guðbjörg Gunnarsdóttir og Katrín Jónsdóttir léku allan tímann með Djurgården. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.