Morgunblaðið - 14.05.2012, Síða 1

Morgunblaðið - 14.05.2012, Síða 1
FÓTBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta er búið að vera í handritinu síðustu tvö ár og núna er maður búinn að sjá myndina. Auðvitað er þetta samt svakalega leitt þegar það munar svona litlu, en þetta er stórt félag og vonandi tekst því að komast aftur upp í úrvalsdeild sem fyrst,“ sagði Grétar Rafn Steinsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, sem varð að horfa upp á félaga sína í Bolton ná aðeins jafntefli við Stoke, 2:2, í gær sem þýddi að liðið féll niður úr úrvalsdeildinni eftir 11 ára veru þar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ að upplifa svona „ströggl“ en maður lærir bara af þessu. Það er gríð- arlega erfitt andlega að standa í svona og vonandi gerist það ekki aftur. Það sem drepur mann ekki gerir mann sterkari og ég er orðinn helvíti sterkur,“ sagði Grétar léttur en hann gat ekki tekið þátt í síð- ustu leikjum Bolton á leiktíðinni vegna meiðsla í framanverðu læri. Sigurleikur gegn Aston Villa 24. apríl var því síðasti leikur hans fyrir Bolton á leiktíð- inni, og nær örugglega allra síðasti leikur hans fyrir félagið sem hann gekk til liðs við í janúar 2008. „Því miður náði ég ekki að taka þátt í þessum síð- ustu leikjum og hjálpa til en það hefur verið klárt lengi að þetta yrði síðasta tímabilið mitt. Það var vit- að í fyrra líka. Þessi klúbbur stendur mér mjög ná- lægt og það er leiðinlegt að enda þetta svona en stað- an er þannig núna að samningurinn minn rennur út um næstu helgi, og það eru 99% líkur á að ég fari héðan,“ sagði Siglfirðingurinn þrítugi sem vill yf- irgefa Bretlandseyjar og prófa sig á meira framandi slóðum. Stefni ekki landsliðsferlinum í hættu „Enska deildin er náttúrlega frábær og gaman að vera hér í þennan tíma en maður er ekkert að verða yngri. Mig langar til að upplifa eitthvert ævintýri, fara á nýjan stað og læra framandi tungumál. Þetta yrði hins vegar að vera skref í góða deild, og ég vil komast í lið þar sem ég þarf að glíma við erfiða brekku, hvort sem það yrði í Englandi eða á ein- hverjum framandi slóðum,“ sagði Grétar, en horfir hann þá út fyrir Evrópu? „Ég veit það ekki en ég mun bara horfa til þess að spila í deild þar sem ég er áfram inni í myndinni fyrir landsliðið. Ég mun ekki stefna landsliðsferlinum í hættu með því að fara bara eitthvert, því það eru enn markmið sem ég vil ná með landsliðinu. Ég get bara náð þeim með því að spila áfram í deild þar sem toppfótbolti er spilaður,“ sagði Grétar en hann verð- ur sennilega ekki með landsliðinu í leikjunum gegn Frakklandi og Svíþjóð í lok mánaðarins. Lars Lag- erbäck mun tilkynna landsliðshóp sinn í hádeginu í dag. „Ég reyni núna að jafna mig af þessum meiðslum sem hafa verið að hrjá mig framan í læri. Ég er bú- inn að ræða við Lars og reikna ekki með að vera með í leikjunum við Frakka og Svía en við tókum þó enga lokaákvörðun um það. Ef þess þarf, og ég verð orð- inn góður af meiðslunum, þá mun ég taka þátt í leikj- unum en ég er ekki bjartsýnn á það núna,“ sagði Grétar. Flestir aðrir eru leikfærir fyrir þessa tvo vináttu- leiki, þar á meðal Sölvi Geir Ottesen, Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson sem allir hafa átt við meiðsli að stríða. Stefnir á framandi slóðir  Grétar Rafn féll í fyrsta skipti um deild með liði Bolton  Samingurinn rennur út um helgina  Missir líklega af landsleikjunum við Frakkland og Svíþjóð AFP Kveðjuleikur? Grétar Rafn Steinsson á fullri ferð í leik gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni 24. apríl. Nú bendir allt til þess að það hafi verið kveðjuleikur Siglfirðingsins með Bolton. MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012 íþróttir Afturelding Örn Ingi Bjarkason snýr aftur heim í Mosfellsbæinn eftir fjögur ár með FH. Telur þetta rétta tímapunktinn til að hjálpa uppeldisfélaginu í baráttunni. 8 Íþróttir mbl.is Þórunn Helga Jónsdóttir, lands- liðskona í knatt- spyrnu, varð í fyrrakvöld meistari með brasilíska liðinu Vitória. Lið hennar vann þá stórsigur á Sport Recife, 8:0, í síð- ari úrslitaleik lið- anna um meistaratitil Pernambuco- fylkis en Vitória hafði unnið fyrri leikinn 4:0 á útivelli. Þetta er þriðji meistaratitill Vit- ória í röð og sá annar sem Þórunn vinnur með liðinu en hún kom til liðs við félagið á síðasta tímabili. Þórunn hefur áður unnið meist- ara- og bikartitla með Santos, og varð jafnframt tvívegis Suður- Ameríkumeistari með liðinu. Vitória er jafnframt komið í und- anúrslit í brasilísku bikarkeppn- inni. Það er eina keppnin á lands- vísu í Brasilíu en í henni taka þátt meistarar allra fylkja landsins. Dóra María Lárusdóttir lék með Vitória framan af þessu tímabili og skoraði 12 mörk fyrir liðið í deild- inni en hún fór heim áður en að úr- slitaleikjunum kom til að spila með Val á Íslandsmótinu. vs@mbl.is Þórunn Helga vann enn einn titilinn Þórunn Helga Jónsdóttir Björn Bergmann Sigurðarson skoraði þrennu fyrir Lilleström gegn Brann í norsku úrvals- deildinni í gær- kvöld. Hún dugði þó skammt því Lilleström tap- aði, 3:4, og situr eftir í næstneðsta sætinu og hefur enn ekki unnið leik á tímabilinu. Þrennunni náði Björn á sér- stakan hátt. Leikmenn Brann skor- uðu „óvart“ hjá Stefáni Loga Magn- ússyni, markverði Lilleström, í byrjun síðari hálfleiks, þegar þeir ætluðu að skila boltanum aftur eftir að leikurinn var stöðvaður vegna meiðsla. Boltinn fór yfir Stefán sem var framarlega á vellinum og í net- ið. Ekki ósvipað og markið fræga sem Bjarni Guðjónsson, hálfbróðir Björns, skoraði fyrir ÍA gegn Kefla- vík um árið! Leikmenn Brann leyfðu í staðinn Birni að skora óáreittum og þar minnkaði hann muninn í 3:4. Nema hvað markvörður liðsins, Piotr Lic- iejewski, var ekki sáttur við ákvörðun samherja sinna og reyndi að verja frá Birni, en án árangurs! vs@mbl.is Leyfðu Birni að skora þriðja markið Björn Bergmann Sigurðarson Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, hafnaði í 26.-32. sæti á sínu fyrsta móti á þessu ári á Áskorendamótaröð Evrópu þegar Opna Allianz- mótinu lauk í Frakklandi í gær. Birgir lauk keppni á samtals níu höggum yfir pari en óvenjuhátt skor var í mótinu og aðeins þrír kylf- ingar léku holurnar 72 undir pari samanlagt. Slík tölfræði minnir nú bara á opna bandaríska mótið. „Það má eiginlega segja það. Þetta var þvílíkt erfitt. Ef maður hitti ekki brautina þá var mað- ur bara í vondum málum. Annaðhvort týndi maður bolta eða fann hann og var þá bara í ein- hverju hjakki,“ sagði Birgir þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærkvöldi og hann sagði að einnig hefði vindur sett svip sinn á mótið. Æfingar á stutta spilinu að skila sér Birgir lék hringina fjóra á 73, 69, 72 og 75 höggum og fékk 1.344 evrur fyrir árangur sinn í mótinu. Hann er nokkuð ánægður með nið- urstöðuna enda hafði Birgir ekki spilað keppn- ishring síðan í lok nóvember. „Ég sló ekki mörg léleg högg í mótinu en nokkur voru í meðallagi og þau refsuðu mér mjög illa. Það var mínusinn við mótið en það góða við mótið var að púttin og vippin sem ég hef verið að vinna í voru mjög fín. Það er mjög jákvætt og teighöggin voru yf- irhöfuð fín. Það var gott að fá að spila 72 holur og gaman að hafna ofarlega þannig lagað,“ sagði Birgir en honum var refsað grimmilega á fyrstu tveimur holunum á lokahringnum og notaði 7 högg á þeim báðum. „Ég rétt missti brautirnar í teighöggunum og þurfti að taka víti í einhverju drasli á fyrstu og sló þrjú högg á annarri í grasi upp að hnjám rétt fyrir utan braut. Þetta var alvöru prófraun,“ sagði Birgir sem lék síðustu sextán holurnar á höggi undir pari eftir þessi ósköp. kris@mbl.is Alvöru prófraun hjá Birgi  Hafnaði ofarlega í fyrsta móti ársins  Völlurinn var „þvílíkt erfiður“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.