Morgunblaðið - 14.05.2012, Page 4
Á HLÍÐARENDA
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íslandsmót kvenna í handknattleik náði
eiginlega nýjum hæðum á Hlíðarenda á
laugardaginn þegar rúmlega 1.800
áhorfendur mættu í Vodafone-höllina til
að berja oddaleik Vals og Fram augum.
Stemningin var frábær og þessi fjöldi
sýndi vel þá kosti sem fylgja því þegar
áhorfendur geta setið hringinn í kring-
um völlinn eins og í Valsheimilinu. Ekki
hefur oft komið til þess þar sem stuðn-
ingsmenn Vals eru nú ekki duglegir við
að mæta á völlinn svona alla jafna. Þeir
mega þó eiga það að þeir mæta þegar
mikið liggur við og það gerðu stuðnings-
menn Fram einnig. Úr varð alvöru um-
gjörð í kringum hreinan úrslitaleik um
titilinn sem Valur vann 24:21.
Valur hafði yfir að loknum fyrri hálf-
leik 11:8 og fyrir þá sem hafa gaman af
tölfræði í íþróttum þá var hálfleiks-
staðan sú sama í öllum sigurleikjum
Vals eða 11:8 fyrir Val.
Valur vann alla fimm titlana
Valur varð þar með fimmfaldur
meistari á keppnistímabilinu og var auk
þess að vinna Íslandsmótið þriðja árið í
röð. Liðið vann Meistarakeppni HSÍ í
haust, FÍ-deildabikarinn í desember,
N1-deildina, Eimskips-bikarinn og nú
Íslandsmótið. Þessi afrek sýna auðvitað
að um besta lið landsins er að ræða. Þó
Fram hafi ekki staðið þeim langt að
baki á síðustu árum þá tekst liðinu engu
að síður ekki að vinna stóra titilinn og
hefur liðið nú hafnað í 2. sæti fimm ár í
röð. Þó það sé vissulega ákveðinn ár-
angur út af fyrir sig þá er það engu að
síður ömurlegt hlutskipti fyrir keppn-
isfólk í íþróttum.
Sterkir persónuleikar
Þar sem Valsliðið hefur staðið upp úr
á umliðnum misserum þá þarf ekki að
rekja hér hversu sterkt lið Stefán Arn-
arson hefur búið til. Eitt af einkennum
liðsins er hversu sterka persónuleika er
þar að finna. Merkilegt verður að telj-
ast að í liðinu eru fimm leikmenn sem
hafa snúið aftur í boltann eftir barns-
burð og eiga þær raunar allar fleiri en
eitt barn. Um er að ræða þær Guðnýju
Jenný Ásmundsdóttur, Dagnýju Skúla-
dóttur, Ágústu Eddu Björnsdóttur,
Hrafnhildi Skúladóttur og Kristínu
Guðmundsdóttir.
Tími af skornum skammti
Eitt er að fara aftur út í íþróttaiðkun
eftir barnsburð en það er annað og
meira að gera það þannig að þú vinnir
alla titla sem í boði eru. Til þess þarf að
leggja mikið á sig og ofan á líkamlega
þáttinn bætist auðvitað sú staðreynd að
handboltakonur á Íslandi eru ekki at-
vinnumenn. Þær eru í störfum eða námi
eftir atvikum og tíminn til þess að æfa
aukalega hlýtur að vera af skornum
skammti þegar börn eru komin í spilið.
Morgunblaðið fékk þær Hrafnhildi og
Kristínu til þess að varpa ljósi á hvernig
hægt er að vinna alla titla undir þessum
kringumstæðum.
Hálft forræði um tíma
„Þetta er auðvitað bara hægt með
góða bakhjarla á bak við sig. Maður
þarf að eiga góðan maka og fjölskyldu
sem nenna að standa í þessu með
manni. Það er ótrúlega mikið sem þarf
að gera í kringum boltann eins og að fá
pössun hér og þar. Á tímabili hélt ég til
dæmis að tengdaforeldrar mínir væru
komin með hálft forræði. Það er gríð-
arlega mikið álag á fólkinu í kringum
mig og ef þau gætu ekki aðstoðað þá
væri þetta ekki hægt. Ég veit um mörg
tilfelli þar sem stelpur hafa viljað halda
áfram í boltanum en hafa einfaldlega
ekki getað það þar sem þær hafa ekki
þetta bakland,“ sagði Hrafnhildur við
Íslandsbikarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir lyfta bikarnum á Hlíðarenda á laugardaginn eftir sigurinn á Fram í oddaleiknum. Þriðji
Mæður í meistar
Valskonur meistarar þriðja árið í röð eftir sigur á Fram í oddaleiknum F
eða þrjú börn Kristín lítur á það sem forréttindi að geta æft og keppt í han
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2012
Möguleikar Al-
freðs Gíslasonar
á að ná því tak-
marki sínu að
vinna þýsku 1.
deildina með fullu
húsi stiga jukust
enn í gær þegar
Kiel lagði meist-
ara síðasta árs,
Hamburg, á úti-
velli, 38:34.
Þar með eru sigurleikirnir orðnir
30 í jafnmörgum leikjum og fjórir
leikir eftir en Kiel er þegar orðið
Þýskalandsmeistari. Kiel á eftir að
spila við Wetzlar, N-Lübbecke og
Gummersbach heima og við Hildes-
heim á útivelli og þar er ekki að sjá
neinar hindranir í veginum fyrir því
að Kiel fái 68 stig af 68 mögulegum í
þessari sterkustu deild heims.
Aron Pálmarsson skoraði eitt
mark fyrir Kiel í gær en Kim And-
ersson var atkvæðamestur með 11
mörk og Momir Ilic gerði 9 mörk.
Renato Vugrinec skoraði 7 mörk fyr-
ir Hamburg og Domagoj Duvnjak 6.
Alexander Petersson skoraði 3
mörk fyrir Füchse Berlín sem burst-
aði Grosswallstadt, 35:19, og stendur
vel að vígi í þriðja sætinu. Sverre
Jakobsson fyrirliði Grosswallstadt
fékk rauða spjaldið í leiknum.
Rúnar Kárason og félagar í Berg-
ischer steinlágu í Flensburg, 37:20,
og allt bendir til þess að þeir falli úr
deildinni. Rúnar skoraði eitt mark í
leiknum.
Úrslit, Íslendingarnir og staðan
á bls. 6. vs@mbl.is
Kiel stefnir á
fullt hús stiga
Alfreð
Gíslason
Einar Jónsson,
sem þjálfað hef-
ur kvennalið
Fram í hand-
knattleik síðustu
ár, mun ekki
stýra liðinu
áfram á næstu
leiktíð en þetta
sagði hann eftir
að liðið tapaði
fyrir Val í úr-
slitaleiknum um Íslandsmeistaratit-
ilinn á laugardaginn.
Einar tók við karlaliði Fram fyrir
leiktíðina og stýrði því báðum lið-
um í vetur en hann ætlar nú að ein-
beita sér alfarið að karlaliðinu.
Halldór Jóhann Sigfússon, fyrirliði
karlaliðsins, mun taka við stjórn
kvennaliðsins en hann var á meðal
áhorfenda í Vodafonehöllinni á
laugardaginn. kris@mbl.is
Halldór tekur
við liði Fram
Halldór Jóhann
Sigfússon
Handknattleiks-
maðurinn Sig-
urjón Friðbjörn
Björnsson er
genginn til liðs
við ÍR-inga á nýj-
an leik eftir
tveggja ára dvöl
hjá HK en hann
varð á dögunum
Íslandsmeistari
með Kópavogslið-
inu. Hann samdi í gær við ÍR til
tveggja ára.
Sigurjón er 23 ára gamall horna-
maður. Hann skoraði 20 mörk í 14
leikjum með HK í úrvalsdeildinni í
vetur og var síðan drjúgur með lið-
inu í úrslitakeppninni.
ÍR-ingar sigruðu í 1. deildinni í
vetur og leika því á ný meðal þeirra
bestu næsta vetur. Þeir eru komnir
vel af stað með að styrkja lið sitt því
á dögunum gengu landsliðsmenn-
irnir Ingimundur Ingimundarson og
Sturla Ásgeirsson til liðs við þá. Þeir
eru uppaldir ÍR-ingar, eins og Sig-
urjón, og útlit er fyrir að fleiri slíkir
gangi til liðs við Breiðholtsliðið.
vs@mbl.is
Sigurjón aftur
til ÍR-inga
Sigurjón Friðbjörn
Björnsson