Morgunblaðið - 04.05.2012, Page 8

Morgunblaðið - 04.05.2012, Page 8
8 FÓTBOLTINN 2012 ÍBV Kristján Jónsson kris@mbl.is Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, er nokkuð bjartsýnn á gott gengi Eyja- manna í sumar. ÍBV hefur sett svip sinn á toppbaráttuna síðustu tvö sumur. Þó ekki hafi orðið mjög mikl- ar breytingar á leikmannahópi liðs- ins í vetur, þá nefna fáir knatt- spyrnuspekingar liðið til sögunnar sem meistaraefni. Það kann að stafa af því að í upp- hafi móts verður ÍBV án Andra og Gunnars Más Guðmundssonar sem eru meiddir auk Tryggva Guð- mundssonar sem fékk blóðtappa. „Gunnar Már og Tryggvi verða von- andi klárir um mánaðamótin maí/ júní. Ég stefni einnig að því að koma inn í hópinn um það leyti en það er eftir að koma betur í ljós. Við erum búnir að styrkja hópinn og erum komnir með meiri breidd í sóknina. Við gætum kannski verið svolítið spurningarmerki í upphafi móts,“ sagði Andri í samtali við Morg- unblaðið í vikunni. Magnús aftur út í Eyjar Magnús Gylfason sneri aftur til Eyja í vetur og tók við af Heimi Hallgrímssyni sem hafði verið lengi við stjórnvölinn en Magnús þjálfaði ÍBV 2003 og 2004. Andri segir áherslubreytingar fylgja þjálf- araskiptunum. „Það eru ákveðnar áherslubreyt- ingar og Maggi er með sínar hug- myndir sem eru ekki endilega alveg eins og hjá Heimi. Aðstoðarþjálf- arinn er sá sami og það er ekki snið- ugt að breyta allt of miklu þar sem liðinu hefur gengið vel,“ sagði Andri og hann segir nýju leikmennina hafa spilað með liðinu í vetur. Þar af leið- andi er ekki verið að púsla saman liðinu korteri fyrir mót eins og dæmi eru um í Eyjum í gegnum tíðina. „Allir útlendingarnir voru komnir í janúar og liðið hefur því spilað sam- an síðan þá. Undantekningin er Tonny Mawejje en hann þekkir liðið vel. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu og tel okkur vera með sterkt lið. Við höfum skipulagt okkur vel og erum búnir að spila heilan haug af æfingaleikjum. Það er því búið að negla þetta saman hjá okkur,“ út- skýrði Andri sem sjálfur hefur reyndar lítið getað beitt sér vegna meiðsla. Gengi krónunnar herðir baráttuna um Evrópusæti ÍBV á forvitnilegan leik í 1. um- ferð en þá fer liðið ekki langt upp á land heldur mætir Selfossi í Suður- landsslag. „Við byrjum á Selfossi og þar verður örugglega hörkustemn- ing enda fyrsti leikur þeirra í úrvals- deild í tæp tvö ár. Það verður fjör en ég reikna með því að við förum af varkárni inn í mótið. Menn vita ekk- ert af viti um Selfossliðið og maður veit ekki almennilega hvað maður er að fara út í,“ sagði Andri og hann segir að deildin geti hugsanlega orð- ið þrískipt. „Þetta gæti orðið mikill pakki en einnig gæti deildin orðið tví- eða þrí- skipt. Það kæmi mér ekki á óvart ef hún yrði þrískipt. Þá myndu fjögur til fimm lið eiga möguleika á titlinum fyrir lokaumferðirnar, nokkur lið verða örugg með sitt sæti og nokkur lið í fallbaráttunni. Baráttan um að ná Evrópusæti er orðin hrikalega mikil, meðal annars vegna gengis krónunnar. Það hjálpar mikið til í rekstrinum og það horfa örugglega mörg lið til þess að ná Evrópusæti. Mörg lið hafa styrkt sig mikið og mér sýnist að deildin sé bara mjög sterk,“ sagði Andri Ólafsson við Morgunblaðið. Skýrari línur en oft áður Morgunblaðið/Ómar Fyrirliðinn Andri Ólafsson verður fjarri góðu gamni í fyrstu umferðum Ís- landsmótsins ásamt fleiri lykilmönnum Eyjamanna að þessu sinni. Leikmenn árið 2012 Efsta deild Lands- Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá * var í láni 1 Abel Dhaira 1987 9 0 6 Walukuba ‘10 25 Guðjón Orri Sigurjónsson 1992 1 0 0 *KFS ‘11 Markverðir 2 Brynjar Gauti Guðjónsson 1992 12 1 0 Víkingi Ó. ‘11 3 Matt Garner 1984 88 2 0 Northwich ‘06 8 Yngvi Magnús Borgþórsson 1975 54 1 0 KFS ‘07 16 Jón Ingason 1995 2 0 0 19 Arnór Eyvar Ólafsson 1989 43 0 0 26 Bjarki Axelsson 1993 0 0 0 KFR ‘12 28 Rasmus Christiansen 1989 43 0 0 Lyngby ‘10 Varnarmenn 4 Gunnar Már Guðmundsson 1983 75 20 1 Þór ‘12 5 Þórarinn Ingi Valdimarsson 1990 61 11 1 6 Andri Ólafsson 1985 122 19 0 7 Guðmundur Þórarinsson 1992 38 1 0 Selfoss ‘11 14 Ragnar Leósson 1991 4 0 0 ÍA ‘12 15 Tonny Mawejje 1986 64 5 36 *GoldenArrows‘12 24 Óskar Elías Óskarsson 1995 1 0 0 30 Ian Jeffs 1982 125 20 0 Valur ‘11 Miðjumenn 9 Tryggvi Guðmundsson 1974 221 126 42 FH ‘10 10 Aaron Spear 1993 11 6 0 Newcastle ‘11 13 Kjartan Guðjónsson 1992 7 0 0 *KFS ‘10 20 Björn Axel Guðjónsson 1994 0 0 0 21 Christian Steen Olsen 1983 0 0 0 Skive ‘12 22 Gauti Þorvarðarson 1989 26 1 0 *KFS ‘12 23 Eyþór Helgi Birgisson 1989 22 2 0 HK ‘12 29 Víðir Þorvarðarson 1992 17 1 0 Stjörnunni ‘12 Sóknarmenn  ÍBV gat undirbúið sig vel í vetur að þessu sinni  Meiðsli hjá lykilmönnum Magnús Gylfason er kominn aftur í efstu deild eftir fimm ára hlé en hann stýrði 1. deildar liði Hauka á síðasta tímabili. Magnús hefur áður þjálf- að Víking frá Ólafsvík, KR og Víking úr Reykjavík en hann hefur jafnframt áður þjálfað lið ÍBV. Hann er því öll- um hnútum kunnugur í Eyjum. Skemmtikrafturinn Abel Dhaira frá Úganda verður væntanlega á milli stanganna hjá ÍBV en hann vakti talsverða athygli í fyrra. Al- bert Sævarsson virðist einnig vera að endurskoða þá ákvörðun sína að hætta knattspyrnuiðkun en er þó ekki í hópi liðsins til að byrja með. Fyrir framan þá eiga Eyjamenn ekki mjög marga valkosti. ÍBV er með fína breidd á miðsvæðinu og í framlínunni en má ekki við miklum skakkaföllum í vörninni. Liðið stend- ur þó vel að vígi með Danann Ras- mus Christiansen í hjarta varn- arinnar enda var hann einn albesti varnarmaður deildarinnar í fyrra. Með honum gæti Ólsarinn Brynjar Gauti Guð- jónsson verið en Andri Ólafsson getur einnig farið í miðvörðinn ef á þarf að halda. ÍBV fékk til sín Sverri Garð- arsson frá FH en hann hefur tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna enda ekk- ert leikið um nokkurra ára skeið. Matt Garner er þekkt stærð í bak- varðarstöðunni vinstra megin og hægra megin verður væntanlega Arnór Eyvar Ólafsson. Á miðjunni eru margir fjölhæfir leikmenn sem prófað hafa margar stöður á vellinum. Auk Andra má þar nefna Gunnar Má Guðmunds- son, Ian Jeffs, Tonny Mawejje, Guð- mund Þórarinsson, Tryggva Guð- mundsson og Þórarin Inga Valdimarsson. Ljóst er á þessari upptalningu að Eyjamenn verða sterkir á miðjunni og mun Guð- mundur líklega leika sem mið- tengiliður í sumar. Nokkrir þessara leikmanna geta einnig leikið frammi en þar hefur Magnús einnig nokkra valkosti. Ar- on Spear kom vel út seinni hluta mótsins í fyrra og þá hefur liðið fengið Danann Christian Steen Ol- sen. Þá er Eyþór Helgi Birgisson kominn aftur til ÍBV frá HK og Skagamaðurinn Ragnar Leósson mun reyna fyrir sér í Eyjum í sum- ar. Baráttan um stöðurnar í byrj- unarliðinu verður því hörð hjá ÍBV í sumar. ÍBV Magnús Gylfason Þórarinn Ingi Valdimarsson KOMNIR: Bjarki Axelsson frá KFR Christian Steen Olsen frá Skive (Danmörku) Eyþór Helgi Birgisson frá HK Gauti Þorvarðarson frá KFS (úr láni) Gunnar Már Guðmundsson frá FH (lék með Þór 2011) Ragnar Leósson frá ÍA Sverrir Garðarsson frá FH Víðir Þorvarðarson frá Stjörnunni FARNIR: Anton Bjarnason í Hauka (lán) Denis Sytnik í Petrolul (Rúmeníu) Finnur Ólafsson í Fylki Breytingar á liði ÍBV Fótboltasokkar frá kr. 1590.- Fótboltabuxur frá kr 5990.- Æfingapeysa vind-& regnvarin frá kr. 5990.- Úrval af hummel æfingafatnaði fæst í sportvörurverslunum um land allt. www.hummel.net

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.