Morgunblaðið - 04.05.2012, Side 14
14 FÓTBOLTINN 2012
BREIÐABLIK
Ólafur Már Þórisson
omt@mbl.is
Það fer að verða fátítt hér á landi
rétt eins og erlendis, að þjálfarar
haldist í starfi í efstu deild í meira en
fimm ár. Það er hinsvegar stað-
reyndin með Ólaf Kristjánsson hjá
Breiðabliki. Hann er að ýta úr vör
sjöunda tímabil í röð sem þjálfari
Blika en liðið varð í fyrsta skipti Ís-
landsmeistari undir hans stjórn árið
2010. Ári áður varð liðið bikarmeist-
ari.
Væntingarnar fyrir síðasta tímabil
voru miklar en þær eru minni að
þessu sinni í Kópavogi. Spurður út í
þessar minni væntingar segir Ólafur:
„Þegar maður horfir í baksýnisspegil
sést að maður áttaði sig ekki alveg á
væntingum annarra í fyrra. Það var
bæði þannig að við áttum að vera í
toppbaráttu og svo þegar menn
spáðu þá var það yfirleitt í kringum
fjórða sætið. Íslandsmeistaratitillinn
árinu áður varð til þess að menn ætl-
uðust til að við værum í toppbaráttu
en svo þegar við endum tveimur sæt-
um neðar en okkur var oftast spáð,
þá voru þetta gríðarleg vonbrigði.
Nú er verið að spá okkur í þetta 7.
til 8. sæti og þá veltir maður því fyrir
sér hverjar raunverulegu vænting-
arnar eru. Ég held að við séum svo-
lítið óskrifað blað og aðrir eiga erfitt
með að staðsetja okkur fyrir þetta
tímabil.“ Ólafur sagði væntingarnar
hófstilltari nú og að tímabilið í fyrra
hefði verið gott spark í rassinn.
Lykilmenn horfnir á braut
Blikar hafa fengið til sín nokkra
leikmenn úr 1. og 2. deildinni auk
þeirra ungu leikmanna sem hafa far-
ið í gegnum yngri flokka starf félags-
ins. Þeir koma í stað sterkra leik-
manna eins og Guðmundar
Kristjánssonar, Kára Ársælssonar,
Kristins Steindórssonar og Elfars
Freys Helgasonar. Ólafur segir að
breiddin í leikmannahópnum hafi
aukist og að gæðin séu því öðruvísi.
Spurður hvort þessir strákar þurfi
ekki tíma til að aðlagast efstu deild,
segir Ólafur:
„Það er klárt að leikmennirnir
sem fóru voru lykilleikmenn síðustu
ár. Þar af leiðandi myndu menn
segja að hópurinn hefði veikst en
breiddin hefur hinsvegar aukist og
samkeppnin er meiri en í fyrra. Þess-
ar breytingar voru nauðsynlegar fyr-
ir leikmennina og félagið. Þetta eru
hinsvegar miklar hræringar sem
hefðu að ósekju mátt gerast á tveim-
ur árum en ekki einu. Mér finnst þó
að hópurinn sé einbeittari en við er-
um augljóslega reynsluminni en á
síðasta ári. Við rennum því kannski
svolítið blint í sjóinn.“
Elfar með nef eins og Gosi
Ólafur segir jafnframt að mark-
miðin séu skýrari sökum þess að þeir
sem eru í kringum liðið hafi nú meiri
hugmynd um hvar það stendur. „Við
vitum núna hvaðan við erum að fara
og hvert. Það er nauðsynlegt að vita
hvar maður stendur og ég held að við
höfum ekki gert okkur grein fyrir því
í fyrra.“
Elfar Árni Aðalsteinsson reimaði
svo sannarlega á sig markaskóna eft-
ir að hann kom til félagsins í vetur
frá Völsungi þar sem hann hefur
spilað í 2. og 3. deild til þesssa. Hann
gæti orðið sá leikmaður sem kemur
mest á óvart í Pepsi-deildinni í sum-
ar. Markanef hans virðist jafn langt
og á Gosa þegar hann tekur upp á því
að ljúga sem mest. Þetta gætu jafn-
framt orðið kaup vetrarins ef Elfar
heldur áfram á sömu braut, þegar
sólin fer að skína í Kópavogi.
Blikar vita
hvar þeir eru
Morgunblaðið/Ómar
Fyrirliðinn Finnur Orri Margeirsson er aðeins 21 árs en hefur tekið við fyr-
irliðastöðunni hjá Breiðabliki og getur spilað bæði á miðju og í vörn.
Leikmenn
árið 2012
Efsta deild Lands-
Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá
* var í láni
1 Ingvar Þór Kale 1983 83 0 0 Víkingi R. ‘09
25 Sigmar I. Sigurðarson 1983 10 0 0 Hvöt ‘09
Markverðir
2 Gísli Páll Helgason 1991 21 0 0 Þór ‘12
4 Renee Troost 1988 0 0 0 Apeldoorn ‘12
14 Höskuldur Gunnlaugsson 1994 2 0 0
15 Sverrir Ingi Ingason 1993 0 0 0
16 Adam Örn Arnarson 1995 0 0 0
19 Kristinn Jónsson 1990 77 1 1
21 Þórður S. Hreiðarsson 1986 42 2 0 HB ‘11
22 Hrannar Einarsson 1994 0 0 0
31 Guðmundur Friðriksson 1994 0 0 0
33 Ósvald Jarl Traustason 1995 0 0 0
34 Ingiberg Ólafur Jónsson 1995 0 0 0
Varnarmenn
3 Finnur Orri Margeirsson 1991 78 0 0
5 Sindri Snær Magnússon 1992 0 0 0 ÍR ‘12
9 Haukur Baldvinsson 1990 42 7 0 *Augnabliki ‘07
17 Jökull I. Elísabetarson 1984 129 3 0 Víkingi R. ‘10
10 Rafn Andri Haraldsson 1989 56 2 0 Þrótti R. ‘10
11 Olgeir Sigurgeirsson 1982 110 5 0 ÍBV ‘03
26 Páll O. Þorsteinsson 1995 0 0 0
27 Tómas Óli Garðarsson 1993 18 1 0
29 Viggó Kristjánsson 1993 0 0 0 Gróttu ‘12
30 Andri Rafn Yeoman 1992 46 4 0
32 Alexander H. Sigurðarson 1996 0 0 0
Miðjumenn
7 Elfar Árni Aðalsteinsson 1990 0 0 0 Völsungi ‘12
18 Arnar Már Björgvinsson 1990 43 13 0 Stjörnunni ‘11
20 Stefán Þór Pálsson 1995 0 0 0 ÍR ‘12
23 Árni Vilhjálmsson 1994 10 2 0
24 Guðmundur Pétursson 1986 71 8 0 KR ‘09
28 Petar Rnkovic 1978 0 0 0 Mjöndalen ‘12
Sóknarmenn
Meiri breidd en í fyrra Gæðin eru
öðruvísi Hófstilltar væntingar
Ólafur H. Kristjánsson hefur verið
hjá Breiðablik síðustu sex tímabil og
þetta verður því hans sjöunda. Hann
er sá eini sem
hefur gert félagið
að bæði bikar- og
Íslandsmeist-
urum. Blikar
náðu ekki að
fylgja eftir á síð-
asta ári góðum
árangri sumarið
2010. Margir töl-
uðu um vonbrigði
og það ef til vill
eðlilega. Íslands-
meistararnir voru farnir að nálgast
fallbaráttuna en góður lokasprettur
tryggði þeim áframhaldandi veru á
meðal þeirra bestu þar sem þeir
hafa verið síðan 2006.
Ólafur kemur væntanlega til með
breyta um leikkerfi frá því síðasta
sumar þar sem spilað verður hið sí-
gilda 4-4-2.
Ingvar Þór Kale og Sigmar Ingi
Sigurðarson berjast um að leika
milli stanganna. Það gerðu þeir
seinni hluta síðasta tímabils og verð-
ur væntanlega framhald á því.
Gísli Páll Helgason sem kom frá
Þór A. verður væntanlega í hægri
bakverðinum og Kristinn Jónsson
vinstra megin, það er öruggt mál. Í
hjarta varn-
arinnar verða
Sverrir Ingi
Ingason og Þórð-
ur Steinar Hreið-
arsson líklega
þeir sem ráða
ríkjum.
Finnur Orri
Margeirsson fyr-
irliði liðsins verð-
ur svo sá sem
stjórnar umferð-
inni á miðjunni. Þeir Andri Rafn
Yeoman og Jökull I. Elísabetarson
munu svo slást um hina stöðuna á
miðri miðjunni. Á vinstri kanti er lík-
legt að Rafn Andri Haraldsson komi
til með að hlaupa fram og til baka
enda sprækur strákur. Hann er að
jafna sig af meiðslum í hné en ætti
að vera orðinn góður þegar Íslands-
mótið hefst. Haukur Baldvinsson og
Tómas Óli Garðarsson verða svo
báðir til taks á hægri vænginn.
Elfar Árni Aðalsteinsson sem
kom til liðsins frá Völsungi mun án
nokkurs vafa eiga fast sæti í byrj-
unarliðinu. Framganga hans í vetur
hefur verið þannig að hann kæmist
væntanlega að hjá flestum liðum
deildarinnar. Með honum verður
væntanlega Petar Rnkovic frá Nor-
egi en hann kom frá Mjöndalen.
Árni Vilhjálmsson ungur og efnileg-
ur framherji þeirra Blika verður svo
til taks verði einhver langur þurrkur
hjá þeim Elfari eða Rnkovic.
Blikar búa yfir frábæru yngri-
flokkastarfi. Það hefur skilað sér í
mörgum efnilegum leikmönnum og
einhverjir slíkir munu eflaust fá
tækifæri í sumar.
Breiðablik
Ólafur H.
Kristjánsson
Jökull I.
Elísabetarson
KOMNIR:
Elfar Á. Aðalsteinss. frá Völsungi
Gísli Páll Helgason frá Þór
Petar Rnkovic frá Mjöndalen
(Noregi)
Renee Troost frá Apeldoorn
(Hollandi)
Sindri Snær Magnússon frá ÍR
Stefán Þór Pálsson frá ÍR
Viggó Kristjánsson frá Gróttu
FARNIR:
Guðmundur Kristjánsson í Start
(Noregi) (lán)
Kári Ársælsson í ÍA
Kristinn Steindórsson í Halmstad
(Svíþjóð)
Marko Pavlov, óvíst
Reynir Magnússon í ÍR (lán)
Vignir Jóhanness. í Njarðvík (lán)
Viktor Unnar Illugason í Hauka
(lán)
Breytingar á liði Breiðabliks
Manual Therapy
Valgeir Einarsson Mäntylä hefur hafið störf hjá Klínik Sjúkraþjálfun
Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur.
Áhugasvið: Íþróttasjúkraþjálfun og almenn sjúkraþjálfun.
Á stofunni starfa einnig þeir Gísli Sigurðsson MT-sjúkraþjálfari og
Einar Harðarsson sjúkraþjálfari sem hafa áralanga reynslu
í meðhöndlun stoðkerfisvandamála og hafa starfað lengi fyrir íþróttafélög.
Á staðnum er auk þess fullbúinn æfingasalur sem hentar vel fyrir endurhæfingu íþróttafólks
og almenna skjólstæðinga.
Hægt er að panta tíma í skoðun og meðferð í síma 445 4404 Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur