Morgunblaðið - 04.05.2012, Page 16
16 FÓTBOLTINN 2012
FYLKIR
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
,,Sumarið leggst mjög vel í mig og
Árbæinga yfirhöfuð held ég. Það er
alltaf góð stemning í Árbænum.
Það vantar ekki,“ sagði Bjarni
Þórður Halldórsson, markvörður
Fylkismanna, í samtali við Morg-
unblaðið.
Fylkismenn enduðu í 7. sæti í
Pepsi-deildinni á síðasta tímabili
undir stjórn Ólafs Þórðarsonar. Nú
er Ásmundur Arnarsson við stjórn-
völinn hjá Árbæjarliðinu en Ás-
mundur hefur stýrt Fjölnisliðinu
um árabil, eða samfleytt frá árinu
2005. Hann fór með Fjölni upp í
efstu deild og í tvo bikarúrslitaleiki
á þeim tíma.
Fylkismenn hafa leikið í efstu
deild frá árinu 2000 en þeirra besti
árangur er annað sætið árin 2000
og 2002 og þá urðu þeir bik-
armeistarar tvö ár í röð, 2001 og
2002.
Erfiður vetur að baki
,,Erfiður vetur er að baki en með
hækkandi sól þá tel ég allt mögu-
legt hvað okkar lið varðar. Gengi
okkar á undirbúningstímabilinu
hefur ekki verið gott. Úrslitin hafa
ekki fallið með okkur og þetta er
ekki undirbúningstímabil sem við
getum verið stoltir af. En við höf-
um æft vel og ég held að menn
mæti til leiks í toppstandi nú þegar
alvaran er að hefjast. Við verðum
klárir í bátana 6. maí,“ sagði Bjarni
Þórður, sem mun verja mark Fylk-
ismanna í sumar en í fyrra barðist
hann um markmannsstöðuna við
Fjalar Þorgeirsson, sem er genginn
í raðir Íslandsmeistara KR. Þá
sneri Bjarni aftur í Árbæinn eftir
að hafa leikið með Stjörnunni í
nokkur ár. Fylkismenn hafa misst
sterka pósta úr liði sínu frá því í
fyrra, reynslubolta á borð við Gylfa
Einarsson, Val Fannar Gíslason og
helsta markaskorara liðsins síðustu
árin, Albert Brynjar Ingason, sem
er kominn til FH-inga. Á móti hafa
Fylkismenn fengið til að mynda
sóknarmennina Björgólf Takefusa
og Árna Frey Guðnason og miðju-
manninn sterka Finn Ólafsson, sem
gerði það gott með Eyjamönnum á
síðustu leiktíð.
Töluverð reynsla farin
,,Það hefur farið töluverð reynsla
úr liðinu en við höfum fengið
nokkra sterka leikmenn í staðinn
auk þess sem við eigum helling af
ungum og efnilegum leikmönnum
sem hafa verið að stíga upp í vetur.
Ég tel að það verði hægt að gera
góða hluti með okkar lið,“ segir
Bjarni um þessar breytingar.
Spurður hvar hann staðsetji
Fylkisliðið hvað deildina varðar
segir Bjarni:
,,Við setjum okkur ekki langtíma-
markmið. Nú er bara 6. maí sem
skiptir máli og við hugsum ekkert
lengra fram í tímann en það.
Það er engin beygur í okkur. Það
fullt af hæfileikum hér í Árbænum
sem við höfum sparað fyrir mótið.“
Spurning hvað Fram gerir
Bjarni býst við að sömu lið og
undanfarin ár komi til með að berj-
ast á toppnum.
,,Ég sé klárlega fyrir mér FH og
KR í baráttunni um titilinn og ÍBV
verður ofarlega og svo er spurning
hvað Framararnir gera. Þeir hafa
gert það gott á undirbúnings-
tímabilinu en hvort þeir fylgja því
eftir er eftir að koma í ljós,“ sagði
Bjarni Þórður Halldórsson.
Engin lang-
tímamarkmið
Morgunblaðið/Eggert
Skorar Ingimundur Níels Óskarsson gerði 7 mörk fyrir Fylki í deildinni í
fyrra en lék þó síðustu vikur tímabilsins með Sandnes Ulf í Noregi.
Leikmenn
árið 2012
Efsta deild Lands-
Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá
* var í láni
1 Bjarni Þ. Halldórsson 1983 94 0 0 Stjörnunni ‘11
12 Ísak Björgvin Gylfason 1993 1 0 0
31 Ólafur Íshólm Ólafsson 1995 0 0 0
32 Kristján Finnbogason 1971 265 0 20 Gróttu ‘12
Markverðir
2 Kristján Valdimarsson 1984 137 1 0 Grindavík ‘07
6 Þórir Hannesson 1986 78 6 0 Fjölni ‘06
11 Kjartan Ágúst Breiðdal 1986 87 15 0
13 Benedikt Óli Breiðdal 1993 0 0 0
20 Daníel Freyr Guðmundsson 1991 1 0 0 *Fjarðabyggð ‘12
25 David Elebert 1986 0 0 0 Hamilton ‘12
26 Andri Þór Jónsson 1991 16 1 0
29 Ásgeir Eyþórsson 1993 1 0 0
30 Hjörtur Hermannsson 1995 9 1 0
Varnarmenn
3 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 1987 60 1 0 *Selfossi ‘09
4 Finnur Ólafsson 1984 67 1 0 ÍBV ‘12
5 Davíð Þór Ásbjörnsson 1992 27 2 0
7 Ingimundur N. Óskarsson 1986 74 21 0 KR ‘08
14 Magnús Þ. Matthíasson 1990 52 7 0 Keflavík ‘12
16 Tómas Þorsteinsson 1988 49 1 0 *Aftureldingu ‘09
17 Ásgeir Örn Arnþórsson 1990 31 4 0
19 Oddur Ingi Guðmundsson 1989 14 1 0 Þrótti R. ‘10
22 Andri Már Hermannsson 1993 16 0 0
24 Elís Rafn Björnsson 1992 5 0 0
27 Styrmir Erlendsson 1993 4 1 0
28 Emil Ásmundsson 1995 0 0 0
Miðjumenn
8 Árni Freyr Guðnason 1986 3 0 0 ÍR ‘12
9 Jóhann Þórhallsson 1980 139 39 0 KR ‘08
10 Björgólfur Takefusa 1980 151 80 3 Víkingi R. ‘12
15 Hákon Ingi Jónsson 1995 0 0 0
18 Hermann Ármannsson 1994 0 0 0
23 Rúrik Andri Þorfinnsson 1992 18 0 0 Fram ‘11
Sóknarmenn
Ekki gott undirbúningstímabil hjá
Fylkismönnum Efniviður til staðar
Ásmundur Arnarsson er kominn í
brúna í Árbænum og leiðir ungt lið
Fylkis til leiks í sumar. Ásmundur
tók við Fylkislið-
inu af harðjaxl-
inum Ólafi Þórð-
arsyni, sem er
kominn til Vík-
ings, en Ásmund-
ur hefur und-
anfarin ár verið
við stjórnvölinn
hjá Fjölni í Graf-
arvogi þar sem
hann gerði góða
hluti.
Fylkismenn enduðu í 7. sæti
Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð
og voru í neðri hluta deildarinnar
allt tímabilið og í talsverðu basli.
Ekki er óraunhæft að ætla að Ár-
bæjarliðsins bíði svipað hlutskipti í
sumar en hópur þeirra er frekar lítill
og meiðsli hafa sett strik í reikning-
inn á undirbúningstímabilinu, sem
hefur verið erfitt hjá liðinu, en efni-
viðurinn er til staðar í Árbænum.
Bjarni Þórður Halldórsson verð-
ur á milli stanganna hjá Fylkis-
mönnum en hann missti nokkuð úr á
síðasta tímabili. Reyndur og góður
markvörður þar á ferð sem fær ef-
laust mikið að gera í sumar.
Kristján Valdimarsson, Þórir
Hannesson og
Skotinn David
Elebert, sem
Fylkir fékk fyrir
skömmu, koma til
með að spila í
miðvarðarstöð-
unum og í bak-
varðarstöðunum
Davíð Þór Ás-
björnsson og
Kjartan Ágúst
Breiðdal. Hinn
ungi Ásgeir Eyþórsson gæti líka
komið við sögu í vinstri bakvarð-
arstöðunni.
Á miðjunni kemur til með að
mæða mikið á hinum eitilharða Ás-
geiri Berki Ásgeirssyni sem og
Finni Ólafssyni en Fylkismenn
fengu góðan liðsstyrk þegar þeir
fengu Finn frá Eyjamönnum fyrir
tímabilið. Með þeim verða
Magnús Þórir Matthíasson, Kefl-
víkingurinn sem kom í Árbæinn í
vetur, og Elís Rafn Björnsson.
Sóknarmennirnir sem Fylkir hef-
ur úr að spila og koma til að spila
mikið á leiktíðinni eru Ingimundur
Níels Óskarsson, Jóhann Þórhalls-
son og Árni Freyr Guðnason,
markaskorari ÍR-inga síðustu árin.
Kjartan Ágúst Breiðdal gæti spilað
á vintri kantinum eins og í bakvarð-
arstöðunni.
Þá er ótalinn Björgólfur Take-
fusa en þessi mikli markaskorari
kemur til með að missa af fyrstu
leikjum Fylkismanna vegna meiðsla.
Um leið og hann verður kominn á
skrið mun hann eflaust Árbæjarlið-
inu drjúgur enda markaskorari af
guðs náð.
Fylkir
Ásmundur
Arnarsson
Finnur
Ólafsson
KOMNIR:
Árni Freyr Guðnason frá ÍR
Björgólfur Takefusa frá Víkingi R.
(lán)
David Elebert frá Hamilton
(Skotlandi)
Finnur Ólafsson frá ÍBV
Kristján Finnbogason frá Gróttu
Magnús Þórir Matthíasson frá
Keflavík
FARNIR:
Albert Brynjar Ingason í FH
Baldur Bett í Reyni S.
Fjalar Þorgeirsson í KR
Gylfi Einarsson, hættur
Hjörtur Hermannsson í PSV
(Hollandi) (fer 1. júlí)
Jóhann Andri Kristjánsson í
Leikni R. (lán)
Trausti Björn Ríkharðsson í ÍR
Valur Fannar Gíslason í Hauka
Breytingar á liði Fylkis
– Bros með Hummel
“Rapid Blade” takkaskórinn frá
Hummel. Einstaklega léttur.
Kr. 16.990.-
“Junior Star” barnaskórinn
elskar að sparka í bolta.
Kr. 6.990.-
Nýtt upphaf “Rapid X Blade”
takkaskórinn frá Hummel hefur
fengið frábæra dóma og viðtökur.
Komið og prófið að stíga í þennan.
Kr. 25.990.-
Norðlingabraut 14 • 110 Reykjavík • Sími 569 9000 • www.bros.is