Morgunblaðið - 04.05.2012, Side 18
KEFLAVÍK
Ólafur Már Þórisson
omt@mbl.is
Keflavík hefur gengið í gegnum tölu-
verðar breytingar frá því síðasta
sumar. Uppbygging hófst í vetur þar
sem ungir leikmenn úr 2. flokki fé-
lagsins voru fengnir inn í æfingahóp-
inn. Þar af leiðandi hefur undirbún-
ingstímabilið ekki verið eins og
venjan er hjá reynslumeiri leik-
mönnum liðsins, eins og Guðmundi
Steinarssyni markahrók. Hann segir
að þrátt fyrir það hafi vel gengið.
„Við erum að upplifa sömu tíma og
þegar ég og Jóhann Birnir Guð-
mundsson stigum okkar fyrstu skref
með meistaraflokki en við vorum ein-
mitt að tala um það fyrir skömmu.
Við eldri og reyndari leikmenn fé-
lagsins gerðum okkur allir grein fyrir
því að framundan væru kyn-
slóðaskipti. Í þau hefur verið farið
með skipulögðum hætti og hefur okk-
ur gengið vel að slípa hópinn saman.
Þessi leið var nauðsynleg þar sem við
höfum ekki sama fjármagn og önnur
lið. Við höfum því þurft að treysta á
okkar framleiðslu.“
Renna blint í sjóinn
Það er nýr karl í brúnni hjá Kefla-
vík en Zoran Daníel Ljubicic tók við
stjórnartaumunum af Willum Þór
Þórssyni. Zoran hefur þjálfað yngri
flokka félagsins undanfarin ár við
góðan orðstír. Hann mun ásamt
Gunnari Oddssyni stjórna Keflavík í
sumar og segir Guðmundur að það
hafi verið besti möguleikinn í stöð-
unni. „Yngri strákarnir hafa alist upp
undir stjórn Zorans og þekkja því vel
til hans. Ekki skemmir fyrir að hann
spilaði að sjálfsögðu með liðinu hér á
árum áður og þekkir því vel til félags-
ins og þeirrar baráttu. Gunnar er svo
hokinn af reynslu og mun vega upp
reynsluleysi Zorans, af þjálfun meist-
araflokks í efstu deild.“
Tímabilið í fyrra var miðjuþóf af
bestu gerð þar sem liðið var ekki í
baráttunni á toppnum en sogaðist
reyndar hægt og rólega niður í fall-
baráttuna á lokasprettinum. Guð-
mundur upplifði þó ekki fallbaráttu
eins og hún gerist verst. „Ég hef upp-
lifað það áður með Keflavík og þetta
var allt öðruvísi. Mér fannst eins og
svo mikið þyrfti að gerast í fyrra til
að við myndum falla. Pressan náði
ekki inn í hópinn að því er mér
fannst.“
Spurður um þetta tímabil og hvort
eitthvað svipað muni einkenna tíma-
bilið hjá Keflavík þetta sumarið,
sagði Guðmundur: „Við rennum pínu
blint í sjóinn þó við séum með reynda
menn inn á milli. Það eru strákar hjá
okkur sem þurfa að taka stórt hlut-
verk að sér og við sem eldri erum
þurfum að treysta þeim fyrir því. Það
má því segja að þessir strákar þurfi
að fullorðnast svolítið fljótt. Ég hef
trú á því að þeir geti það og ef svo
verður hef ég svo sem ekki miklar
áhyggjur af sumrinu.“
Deyja fyrir klúbbinn
Guðmundur viðurkennir þó að auð-
vitað geti brugðið til beggja vona en
segir jafnframt að það sé spennandi
sumar framundan.
Ljóst þykir að Keflavík er við-
kvæmt fyrir meiðslum þar sem leik-
mannahópur liðsins er ekki stór. Eins
og staðan er glímir enginn leikmaður
liðsins við alvarleg meiðsl og ætti
Zoran því að geta stillt upp sínu
sterkasta liði í byrjun móts. Það gæti
svo hjálpað Keflavík hversu margir
heimamenn spila með liðinu þetta
sumarið. Vinsælasta slagorð eða
hvatning síðasta sumars, „Deyja fyr-
ir klúbbinn“, gæti verið í hávegum
haft suður með sjó.
Guðmundur segir mikilvægt að
hafa endurheimt fyrirliða liðsins frá
því í fyrra, Harald Frey Guðmunds-
son sem stoppaði stutt í Noregi.
Hann og Gregor Mohar sem kom frá
Slóveníu í vetur gætu reynst dýr-
mætir í vörn liðsins.
Treysta á sína
framleiðslu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fyrirliði Haraldur Freyr Guðmundsson verður áfram í stóru hlutverki í
vörn Keflavíkur en hann lék með Start í Noregi á lokasprettinum í fyrra.
Leikmenn
árið 2012
Efsta deild Lands-
Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá
1 Ómar Jóhannsson 1981 125 0 0 Bunkeflo ‘05
12 Árni Freyr Ásgeirsson 1992 3 0 0
21 Bergsteinn Magnússon 1994 0 0 0
Markverðir
2 Viktor S. Hafsteinsson 1992 13 0 0
3 Jóhann R. Benediktsson 1980 44 1 0 Fjarðabyggð ‘12
4 Haraldur F. Guðmundsson 1981 88 4 2 Staet ‘12
5 Gregor Mohar 1985 0 0 0 Radomlje ‘12
15 Kristinn Björnsson 1987 0 0 0 Njarðvík ‘12
19 Ásgrímur Rúnarsson 1993 3 0 0
22 Magnús Þór Magnússon 1992 13 0 0
26 Grétar Atli Grétarsson 1988 12 0 0 Haukar ‘12
Varnarmenn
6 Einar Orri Einarsson 1989 68 1 0
7 Jóhann B. Guðmundsson 1977 106 27 8 GAIS ‘08
17 Arnór Ingvi Traustason 1993 14 1 0
23 Sigurbergur Elísson 1992 5 0 0
25 Frans Elvarsson 1990 6 1 0 *Njarðvík ‘11
Denis Selimovic 1979 0 0 0 Interblock ‘12
Miðjumenn
8 Bojan Stefán Ljubicic 1992 18 1 0
9 Guðmundur Steinarsson 1979 233 74 3 Vaduz ‘09
10 Hilmar Geir Eiðsson 1985 43 9 0 Haukum ‘11
11 Magnús S. Þorsteinsson 1982 181 26 0 Grindavík ‘06
13 Daníel Gylfason 1993 0 0 0
18 Theodór G. Halldórsson 1993 1 0 0
20 Þorsteinn Þorsteinsson 1988 0 0 0 *Reyni S. ‘12
29 Ísak Örn Þórðarson 1988 3 1 0 Haukum ‘11
Sóknarmenn
* var í láni
Ungir strákar verða að fullorðnast
hratt Viðkvæmir fyrir meiðslum
18 FÓTBOLTINN 2012
Zoran Daníel Ljubicic tók við þjálf-
un Keflavíkur eftir tímabilið í fyrra.
Hann er eftirmaður Willums Þórs
Þórssonar sem þjálfaði liðið und-
anfarin tvö ár. Zorani til aðstoðar
verður Gunnar
Oddsson marg-
reyndur þjálfari
og leikmaður
með Keflavík.
Þetta er í fyrsta
sinn sem Zoran
stjórnar liði í
efstu deild en
hann hefur þjálf-
að yngri flokka
Keflavíkur und-
anfarin ár og
meðal annars gert þá að bikarmeist-
urum. Hans fyrsta þjálfarastarf var
hjá Völsungi árið 2005. Hann spilaði
sex tímabil með Keflavík frá árinu
1999 til 2004.
Ómar Jóhannsson mun verja
mark liðsins í sumar eins og und-
angengin ár. Fyrir framan hann
mun Haraldur Freyr Guðmundsson
fyrirliði liðsins stjórna vörninni.
Hann verður líklega með nýjan leik-
mann, Gregor Mohar, sér við hlið en
Mohar getur reyndar líka leyst
stöðu bakvarðar. Í bakvarðastöð-
unni hægra megin verður að öllum
líkindum Grétar Atli Grétarsson.
Hann kom frá
Stjörnunni eftir
að hafa verið í
láni hjá Haukum
síðasta tímabil.
Hann á ættir að
rekja til Keflavík-
ur en faðir hans,
Grétar Magn-
ússson, var í gull-
aldarliði þeirra
upp úr 1970. Jó-
hann Ragnar
Benediktsson er svo líklegur til að
leysa vinstri bakvarðastöðuna.
Á miðjunni hjá Keflavík er nóg til
af kantmönnum. En miðað við það
kerfi sem er orðið vinsælast hér á
Íslandi og víðar þá er líklegt að Ein-
ar Orri Einarsson verði djúpur á
miðjunni og Arnór Ingvi Trausta-
son og Frans Elvarsson verði fyrir
framan hann. Á köntunum verða svo
líklega Jóhann Birnir Guðmunds-
son og Magnús S. Þorsteinsson.
Guðmundur Steinarsson verður svo
án nokkurs vafa í framlínunni þar
sem þessi markakóngur efstu deild-
ar 2008 skorar mörk og leggur þau
upp. Guðmundur er bæði marka-
hæsti og leikjahæsti leikmaður liðs-
ins í efstu deild og það mun áfram
mæða mikið á honum.
Hilmar Geir Eiðsson sem spilaði
alla leiki liðsins í deildinni á síðustu
leiktíð kemur án efa mikið við sögu í
sumar en gæti spilað aðeins minna
en í fyrra. Bojan Stefán Ljubicic
mun einnig gera frekara tilkall til
sætis í byrjunarliðinu. Ekki vegna
þess að hann er sonur þjálfarans
heldur vegna þess að þar er á ferð
bráðefnilegur leikmaður.
Keflavík
Zoran Daníel
Ljubicic
Jóhann Birnir
Guðmundsson
KOMNIR:
Denis Selimovic frá Interblock
Ljubljana (Slóveníu)
Gregor Mohar frá Radomlje
(Slóveníu)
Grétar Atli Grétarsson frá Haukum
Jóhann Ragnar Benediktsson frá
Fjarðabyggð
FARNIR:
Andri Steinn Birgisson í Leikni R.
Árni Freyr Ásgeirss. í Reyni S. (lán)
Brynjar Örn Guðmundsson, hættur
Grétar Ólafur Hjartarson í Reyni S.
Guðjón Árni Antoníusson í FH
Magnús Þ. Matthíasson í Fylki
Ómar Karl Sigurðsson, hættur
Breytingar á liði Keflavíkur
www.netto.is
Mjódd
Salavegur
Hverafold
Akureyri
Höfn
Grindavík
Reykjanesbær
Borgarnes
Egilsstaðir
Selfoss
KRÆSINGAR
& KOSTAKJÖR
ÞAÐ ER
FÓTBOLTA-
SUMAR Í
NETTÓ!