Morgunblaðið - 04.05.2012, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 04.05.2012, Qupperneq 21
FÓTBOLTINN 2012 21 MARKAHÆSTIR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Seinni hluta síðasta sumars benti allt til þess að nýtt markamet yrði sett í efstu deild. Tryggvi Guðmundsson úr ÍBV saxaði á forskot Inga Björns Al- bertssonar jafnt og þétt en Ingi hafði átt markamet deildarinnar, 126 mörk, í tæpan aldarfjórðung, eða frá 1987. Tryggvi hóf síðasta tímabil með 116 mörk og hann skoraði sitt tíunda mark og jafnaði met Inga með marki gegn Stjörnunni í 19. umferð. Þá voru enn þrír leikir eftir en þeir dugðu Tryggva ekki til að sigla framúr Inga og skora 127. markið. Þessari öruggu vítaskyttu brást meira að segja tví- vegis bogalistin af vítapunktinum í lokaleiknum, gegn Grindavík, þannig að hann og Ingi deila áfram metinu. Dramatíkinni í kringum Tryggva er ekki lokið því seinnipart vetrar fékk hann blóðtappa í fót þannig að hann má ekki spila fótbolta fyrr en í fyrsta lagi í júní. Í versta falli ekki fyrr en síðla sumars. Við verðum því að bíða og sjá til enn um sinn hvort markametið falli á árinu 2012. Arnar og Björgólfur Arnar Gunnlaugsson er orðinn 8. markahæstur í deildinni frá upphafi með 82 mörk eftir að hafa skorað 7 mörk fyrir Fram. Hann er hinsvegar hættur og bætir því ekki frekar við. Björgólfur Takefusa er kominn í 10. sætið með 80 mörk eftir að hafa gert 7 mörk fyrir Víking í fyrra. Hann er nú kominn til liðs við Fylki og getur því hæglega hækkað sig á listanum í sumar. Þessir fimmtán eru markahæstir frá upphafi: Ingi Björn Albertsson................ 126 Tryggvi Guðmundsson .............. 126 Guðmundur Steinsson ............... 101 Hermann Gunnarsson ................. 95 Matthías Hallgrímsson................ 94 Hörður Magnússon...................... 87 Ragnar Margeirsson.................... 83 Arnar Gunnlaugsson.................... 82 Steingrímur Jóhannesson........... 81 Björgólfur Takefusa .................... 80 Ríkharður Jónsson....................... 78 Atli Viðar Björnsson .................... 75 Guðmundur Steinarsson ............. 74 Pétur Pétursson ........................... 72 Steinar Jóhannsson...................... 72 Morgunblaðið/Kristinn 126 Tryggvi Guðmundsson fagnar eftir að hafa markamet Inga Björns Albertssonar í leik ÍBV gegn Stjörnunni. Slær Tryggvi markametið?  Jafnaði met Inga Björns í fyrra  Nýtti ekki tvær vítaspyrnur til að bæta það 31 28 25 24 23 21 21 21 n, McShane fyrstur í 200 Tryggvi Guðmundsson er annar á eftir Guðmundi Steinarssyni af þeim sem spila í deildinni í ár. Einn til við- bótar sem er á fullri ferð í sumar hefur náð 200 leikjum en það er Paul McShane, skoski miðjumaðurinn hjá Grindavík. Hann hefur leikið 201 leik og varð á síðasta ári fyrsti erlendi leik- maðurinn til að ná 200 leikjum í efstu deild hér á landi. Morgunblaðið/Árni Sæberg g er bæði leikja- og markahæsti leikmaður nú skipa liðin tólf í deildinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.