Morgunblaðið - 04.05.2012, Side 24

Morgunblaðið - 04.05.2012, Side 24
24 FÓTBOLTINN 2012 GRINDAVÍK Kristján Jónsson kris@mbl.is Grindvíkingar fóru til Vestmanna- eyja í lokaumferðinni síðasta haust, sóttu þangað sigur, og björguðu sér þannig frá falli úr Pepsí-deildinni. Liðið hefur ekki bætt við sig mörg- um leikmönnum en sigursælasti þjálfarinn í íslenskri knattspyrnu, Guðjón Þórðarson, er tekinn við lið- inu. Ólafur Örn Bjarnason hafði áð- ur látið af störfum og mun fyrir vik- ið einbeita sér að því að spila. Grindvíkingar hafa orðið tölu- verða reynslu af því að vera í efstu deild en þar lék liðið í fyrsta skiptið sumarið 1995. Grindvíkingar hafa tvívegis náð þriðja sæti í deildinni en sjaldnast hafa þeir verið í efri hluta deildarinnar. Það liggur því kannski beinast við að spyrja Guð- jón að því hvort Grindavík geti tekið næsta skref á komandi árum og blandað sér í hóp betri liða deild- arinnar? Stíga þarf fastar til jarðar „Það er hlutur sem við þurfum náttúrlega að gera. Við þurfum að stíga fastar til jarðar í allri vinnunni í kringum félagið og við allt sem gert er. Það eru margir jákvæðir og góðir hlutir í Grindavík en það þarf samt að bæta ýmislegt. Það þarf markviss vinnubrögð og það þarf að vera faglega að því staðið. Það má ekki vera að sveiflast með persónu- legar tilfinningar í því heldur þarf að vera faglegur rammi sem er lát- inn ráða,“ sagði Guðjón þegar Morgunblaðið ræddi við hann í að- draganda mótsins. Spurður um hvað hann hafi lagt mesta áherslu á í vetur nefndi Guð- jón hugarfar og líkamlegt ástand leikmanna. „Að reyna að breyta hugarfarinu og koma mönnum í betra form. Ég hef reynt að gera mönnum grein fyrir vinnuseminni og aganum sem því fylgir að breyta hugarfarinu. Það skiptir geysilega miklu máli að vera agaður í efstu deild því hún er það erfið að menn þurfa að gá að sér allar rúmlega 90 mínúturnar í hverjum einasta leik.“ Sóknarmennirnir tæpir Guðjón segist miða við að tuttugu frambærilega leikmenn þurfi í leik- mannahóp í efstu deild. Meiðsli sóknarmanna hafa valdið honum áhyggjum að undanförnu. „Alexand- er Magnússon þurfti að fara í spegl- un og það er svolítið kjaftshögg að fá á lokaundirbúningnum. Tomi Ameobi og Pape Mamadou Faye hafa báðir átt í meiðslum sem veld- ur mér smááhyggjum,“ sagði Guð- jón en hann útilokar ekki að safna frekara liði. Hann fékk til sín tvo leikmenn á dögunum. „Gavin Morrison er blint stefnu- mót en Jordan var hjá okkur í nokkra daga og ég ákvað að taka hann. Það er strákur sem getur spil- að fleiri en eina stöðu og breikkar hópinn hjá okkur. Það veitir ekki af þar sem nauðsynlegt reyndist að skoða hnéð á Alexander. Við höfum skoðað leikmenn í vetur og sent menn til baka. Það er alltaf vand- meðfarið að sækja liðsstyrk en það þarf að hafa sterkan tuttugu manna kjarna til að fara í jafn erfiða deild og Pepsí-deildin er. Það er viðmiðið eins og ég les í stöðuna,“ sagði Guð- jón og segist jafnframt hafa komið auga á unga leikmenn í Grindavík. „Það er til að mynda ungur strákur sem er nýr í hópnum hjá mér sem er 16 ára. Auk þess eru tveir til þrír strákar í 2. flokki sem eru spenn- andi. Þeir eru þar undir öruggri handleiðslu Milans Jankovic,“ sagði Guðjón Þórðarson. Markviss vinnubrögð Ljósmynd/Víkurfréttir Töframaður Scott Ramsay þykir einstaklega flinkur með boltann og hefur lengi verið í stóru hlutverki í sóknarleik Grindavíkurliðsins. Leikmenn árið 2012 Efsta deild Lands- Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá * var í láni 1 Óskar Pétursson 1989 57 0 0 12 Ægir Þorsteinsson 1992 0 0 0 Markverðir 2 Loic Mbang Ondo 1990 17 0 0 *BÍ/Bolungarv.‘12 3 Ray Anthony Jónsson 1979 161 5 24 *Völsungi ‘00 5 Bogi Rafn Einarsson 1988 43 1 0 *Njarðvík ‘11 18 Ólafur Örn Bjarnason 1975 154 18 27 Brann ‘10 20 Guðmundur Egill Bergsteins. 1992 8 0 0 21 Steven Old 1986 0 0 17 Basingstoke ‘12 22 Marko V. Stefánsson 1990 17 0 0 *Oscarshamn ‘12 23 Jósef K. Jósefsson 1989 70 3 0 Chernomorets ‘11 30 Björn Berg Bryde 1992 0 0 0 FH’12 Varnarmenn 4 Paul McShane 1978 201 25 0 Keflavík ‘11 7 Alex Freyr Hilmarsson 1993 0 0 0 Sindra ‘12 8 Páll Guðmundsson 1986 28 3 0 *Reyni S. ‘09 9 Matthías Örn Friðriksson 1986 30 1 0 Þór ‘10 10 Scott Ramsay 1975 177 26 0 Víði ‘07 15 Gavin Morrison 1990 0 0 0 Inverness ‘12 19 Óli Baldur Bjarnason 1989 58 6 0 24 Daníel Leó Grétarsson 1995 0 0 0 25 Alexander Magnússon 1989 32 1 0 Njarðvík ‘10 27 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 1986 91 12 0 Val ‘10 29 Jordan Edridge 1990 0 0 0 New Mills ‘12 Miðjumenn 6 Pape Mamadou Faye 1991 38 5 0 Leikni R. ‘12 11 Tomi Ameobi 1988 0 0 0 BÍ/Bolungarv.‘12 17 Magnús Björgvinsson 1987 45 11 0 Haukum ‘11 Sóknarmenn  Agi og vinnusemi hjá Guðjóni  Reynir að breyta hugarfarinu Guðjón Þórð- arson snýr nú aftur í efstu deild en hann lét af störfum hjá ÍA á miðju sumri 2008. Í fyrra fór hann vestur á firði og var næstum bú- inn að koma Vest- firðingum í bik- arúrslit. Guðjón hefur langa reynslu eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita. Hann hefur gert bæði KA og ÍA að Ís- landsmeisturum og vann auk þess bikarinn með KR. Hann var ráðinn til Grindavíkur síðasta haust. Óskar Pétursson ver mark Grindavíkur og stóð sig með prýði síðasta sumar. Mikilvægt er fyrir Grindavíkurliðið að honum takist vel upp. Óskar er 23 ára en hefur orðið nokkra reynslu. Ólafur Örn Bjarnason er vita- skuld í lykilhlutverki í hjarta varn- arinnar. Heimamaður sem er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu og með mikla reynslu. Loic Ondo verð- ur sjálfsagt einnig í miðverðinum, en Guðjón þjálfaði hann fyrir vestan í fyrra. Ef að líkum lætur mun Grindavík annaðhvort spila 3-5-2 eða 4-3-3. Ef liðið spilar með þrjá miðverði þá er spurning hver verður sá þriðji. Steven Old frá Nýja-Sjálandi gæti bæst í hóp- inn og þá er Marko Valdimar Stefánsson er einnig kominn aftur til félagsins. Í gegnum tíðina hafa þeir Ray Ant- hony Jónsson og Jósef K. Jósefsson verið bakverðir í Grindavík. Alexander Magnússon spilaði talsvert í bakverðinum í fyrra en verður nú í nýju hlutverki sem varn- artengiliður. Paul McShane er vinnusamur og verður væntanlega einnig á miðjunni. Nýi Skotinn Ga- vin Morrison spilar væntanlega á miðjunni og eins voru horfur á að Englendingurinn Jordan Edridge myndi bætast í hópinn. Þá er ótalinn snillingurinn Scott Ramsay sem get- ur verið inni á miðjunni eða á kant- inum og mætir til leiks í hörkuformi þetta sumarið. Auk þess er Hafþór Ægir Vilhjálmsson farinn að beita sér á ný og gæti komið við sögu í sumar. Ef Guðjón leikur 3-5-2 þá mun hann líklega tefla fram Tomi Ameobi og Pape Mamadou Faye saman í framlínunni en þeir eru báð- ir nýir hjá félaginu. Magnús Björg- vinsson hefur mikinn hraða og reyndist liðinu ágætlega á síðustu leiktíð. Þá getur Óli Baldur Bjarna- son einnig spilað frammi eða úti á vinstri kantinum. Grindavík Guðjón Þórðarson Ólafur Örn Bjarnason KOMNIR: Alex Freyr Hilmarsson frá Sindra Björn Berg Bryde frá FH Gavin Morrison frá Inverness (Skotlandi) Hafþór Ægir Vilhjálmsson, var meiddur 2011 Loic Mbang Ondo frá BÍ/- Bolungarvík (úr láni) Marko Valdimar Stefánsson frá Oscarshamn (Sví) (úr láni) Pape Mamadou Faye frá Leikni R Tomi Ameobi frá BÍ/Bolungarvík FARNIR: Elías Fannar Stefnisson í KFS Guðmundur A. Bjarnason, hættur Jamie McCunnie í Stirling Albion (Skotlandi) Jóhann Helgason í KA Michal Pospísil til Tékklands Orri Freyr Hjaltalín í Þór Breytingar á liði Grindavíkur Hvetjum Grindvíkinga að mæta á völlinn og styðja sína menn ...áfram Grindavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.