Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 26
26 FÓTBOLTINN 2012
ÍA
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Skagamönnum tókst að endurheimta
sæti sitt í efstu deild síðasta sumar en
liðið eyddi þremur árum í 1. deildinni
að þessu sinni. Er það allt of langur
tími fyrir eitt af sigursælustu liðum Ís-
lands að mati margra knattspyrnu-
áhugamanna. ÍA mætir til leiks með
mjög áhugavert lið sem gæti hæglega
blandað sér í baráttuna um titilinn ef
lykilmenn ná sér á strik. Í liðinu eru
ungir og upprennandi leikmenn, öfl-
ugir útlendingar og reyndir íslenskir
leikmenn sem eru að koma heim úr at-
vinnumennsku.
Einn þeirra er Hornfirðingurinn
Ármann Smári Björnsson sem leysir
Reyni Leósson af hólmi í hjarta varn-
arinnar. Ármann þekkir vel til á Skag-
anum en þaðan er tengdafjölskylda
hans og hann veit því út á hvað lífið
gengur á Akranesi. „Jú jú, ég hef oft
verið að sniglast hérna og ég æfði með
liðinu þegar ég var í fríi frá Bretlandi.
Ég vissi að hverju ég gekk varðandi
félagið og spilaði auk þess með Þórði
þjálfara hjá Val á sínum tíma. Þar af
leiðandi þekkti ég hann og það er
örugglega bara kostur. Hann og Dean
Martin hafa séð til þess í vetur að
menn séu á tánum,“ sagði Ármann
þegar Morgunblaðið tók púlsinn á
honum á dögunum.
Stemningin að aukast
Ármann getur ekki neitað því að
stemningin í bænum er að aukast eftir
því sem líður á vorið. „Maður finnur
það nú alveg að fólk er farið að spá í
deildina í sumar. Fólk er farið að
spyrja hvort menn séu ekki klárir í
slaginn og maður finnur það í bænum
að þetta er allt að fara í gang. Ég held
að það sé alveg pottþétt að Skaga-
menn eigi eftir að flykkjast á völlinn
og styðja sitt lið. Búa til smá-
heimagryfju aftur og vera í efstu deild,
þar sem allir vilja vera,“ sagði Ármann
um stemninguna í fótboltabænum.
Fóru snemma út á gras
Nýliðar í efstu deild eiga oft erfitt
uppdráttar og þó þekkt nöfn séu í
Skagaliðinu þá stíga þeir engu að síð-
ur varlega til jarðar svona fyrirfram.
„Við erum nýliðar og verðum bara að
taka því eins og menn og vera klárir
fyrir sumarið. Spennustigið er farið að
magnast aðeins hjá mönnum og mað-
ur sér það á æfingum. Við erum auk
þess byrjaðir að æfa á grasi og þá vita
menn að mótið er að bresta á. Þetta
verður vonandi skemmtilegt sumar og
við förum í alla leiki til að vinna. Þann-
ig er það nú með Skagamenn að þeir
gefast ekkert upp. Við höfum ekki sett
okkur önnur markmið en þau að halda
sæti okkar í deildinni. Við byrjum alla
vega á því eins og nýliðar gera alltaf
en það er hörkureynsla í hópnum sem
á vonandi eftir að nýtast okkur vel,“
sagði Ármann sem hefur verið á Skag-
anum síðan fyrir áramót en hann
hætti hjá Hartlepool í Englandi í maí
2011.
Ekkert lið mun stinga af
Hann hefur því séð liðin spila í vetur
og á von á að deildin verði býsna jöfn.
„Ég gæti alveg trúað því að þetta
verði jöfn og spennandi deild. Mörg lið
hafa misst eitthvað af leikmönnum og
hafa ekki fengið sömu gæði til baka en
eiga kannski eftir að gera það. Svö eru
önnur lið sem hafa styrkt sig eins og
til dæmis við og Selfoss sem eru að
koma upp um deild. Ég held ekki að
einhverju liði takist að stinga af því all-
ir virðast geta unnið alla í þessari
deild,“ sagði Ármann Smári Björns-
son í samtali við Morgunblaðið en
hann hefur áður leikið með bæði Val
og FH í efstu deild auk þess að verða
Noregsmeistari með Brann.
Áhugavert lið
á Skaganum
Morgunblaðið/Eggert
Leikmenn
árið 2012
Efsta deild Lands-
Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá
* var í láni
1 Páll Gísli Jónsson 1983 29 0 0 Breiðabliki ‘05
12 Árni Snær Ólafsson 1991 0 0 0
30 Gísli Þór Gíslason 1993 0 0 0
Markverðir
2 Aron Ýmir Pétursson 1990 11 0 0
4 Kári Ársælsson 1985 70 5 0 Breiðablik ‘12
5 Heimir Einarsson 1987 53 1 1
6 Ármann Smári Björnsson 1981 67 14 6 Hartlepool ‘12
13 Sigurjón Guðmundsson 1992 0 0 0
15 Guðmundur B. Guðjónsson 1989 21 1 0
17 Hlynur Hauksson 1988 1 0 0
23 Einar Logi Einarsson 1991 0 0 0
24 Andri Geir Alexandersson 1990 0 0 0
27 Gylfi Veigar Gylfason 1993 0 0 0
28 Teitur Pétursson 1993 0 0 0
Varnarmenn
8 Jóhannes Karl Guðjónsson 1980 8 1 34 Huddersfield ‘12
10 Jón Vilhelm Ákason 1986 103 14 0 Val ‘12
11 Arnar Már Guðjónsson 1987 7 0 0 KA ‘10
18 Hallur Flosason 1993 0 0 0
22 Mark Doninger 1989 0 0 0 Newcastle ‘11
29 Jón Björgvin Kristjánsson 1992 0 0 0
Miðjumenn
7 Gary John Martin 1990 0 0 0 Middlesbrough‘10
9 Garðar B. Gunnlaugsson 1983 64 19 0 Unterhaching ‘12
14 Ólafur V. Valdimarsson 1990 0 0 0
16 Andri Adolphsson 1992 0 0 0
19 Eggert Kári Karlsson 1991 0 0 0
20 Fjalar Örn Sigurðsson 1994 0 0 0
21 Dean E. Martin 1972 86 7 0 KA ‘11
26 Atli Albertsson 1994 0 0 0
Sóknarmenn
Ármann Smári segir fyrsta mark-
miðið að halda sætinu í deildinni
Stemning Páll Gísli Jónsson markvörður, Mark Doninger og aldursforset-
inn Dean Martin fagna sigri Skagamanna í 1. deildinni síðasta sumar.
Þórður Þórðarson er þjálfari Skaga-
manna en knattspyrnuunnendur
muna væntanlega eftir honum á milli
stanganna í liði ÍA á árum áður.
Þórður er fer-
tugur og tók við
liðinu í 1. deild-
inni á miðju
sumri 2009.
Þórður hefur
Dean Martin sér
til aðstoðar en
Martin leikur
jafnframt með
liðinu.
Páll Gísli
Jónsson er
markvörður og hefur reynslu úr
efstu deild en meiðsli lituðu svolítið
hans feril um tíma. ÍA teflir fram
nýjum miðvörðum í sumar en það eru
þeir Ármann Smári Björnsson og
Kári Ársælsson fráfarandi fyrirliði
Breiðabliks. Óljóst er hvort Heimir
Einarsson geti beitt sér en hann hef-
ur verið fyrirliði ÍA undanfarin ár.
Heimir glímir við bakmeiðsli og hef-
ur gert í nokkur ár en hann er einnig
sterkur miðvörður. Síðast þegar
Skagamenn voru í efstu deild voru
hann og Árni Thor Guðmundsson
miðverðir en báðir hafa farið illa út
úr meiðslum. Guðmundur Böðvar
Guðjónsson og Aron Ýmir Pét-
ursson munu
væntanlega berj-
ast um hægri
bakvarðastöðuna
og vinstra megin
hefur Einar Logi
Einarsson, bróðir
Heimis, leikið.
Akurnesingar
eru með gríð-
arlega öfluga
miðjumenn og fá
lið verða sterkari
á miðsvæðinu en nýliðarnir. Mark
Doninger lék vel í 1. deildinni í fyrra
og Jóhannes Karl Guðjónsson og
Jón Vilhelm Ákason eru báðir komn-
ir heim. Jóhannes ætti að geta verið
einn allra besti leikmaður deild-
arinnar með baráttugleði sinni og
spyrnutækni. Auk þess eiga Skaga-
menn Arnar Má Guðjónsson sem er
vaxandi leikmaður. Á vinstri kant-
inum verður væntanlega ungur leik-
maður Andri Adolphsson en Ólafur
Valur Valdimarsson er einnig kant-
maður. Dean Martin getur hvort
heldur verið hægri kantmaður eða
hægri bakvörður.
Margir bíða spenntir eftir því að
sjá Gary Martin í efstu deild en hann
hefur leikið mjög vel í 1. deildinni síð-
ustu tvö sumur. Hann gæti verið á
hægri kantinum en þegar liðið mun
tefla fram tveimur framherjum þá
verður hann væntanlega frammi með
Garðari Gunnlaugssyni sem kom
heim á Skagann í vetur. Þeir ættu
ekki að vera í vandræðum með að
skapa usla í vörn andstæðinganna
auk þess sem Jón Vilhelm getur leik-
ið í sókninni eins og hann gerði
stundum á Hlíðarenda.
Akranes
Þórður
Þórðarson
Gary
Martin
KOMNIR:
Ármann Smári Björnsson frá
Hartlepool (Englandi)
Garðar B. Gunnlaugsson frá
Unterhaching (Þýskalandi)
Jóhannes Karl Guðjónsson frá
Huddersfield (Englandi)
Jón Vilhelm Ákason frá Val
Kári Ársælsson frá Breiðabliki
FARNIR:
Fannar Freyr Gíslason í Tindastól
(lán)
Guðjón H. Sveinsson, hættur
Hjörtur J. Hjartarson í Víking R.
Ragnar Leósson í ÍBV
Reynir Leósson í Víking R.
Zlatko Krickic, óvíst
Breytingar á liði ÍA