Morgunblaðið - 04.05.2012, Side 27
FÓTBOLTINN 2012 27
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Alls hafa 27 félög leikið í efstu
deild karla frá upphafi Íslands-
mótsins, árið 1912. Þeim fjölgar
ekki í ár því báðir nýliðarnir, ÍA
og Selfoss, koma á ný í deildina.
Skagamenn léku þar síðast 2008
og eru þriðja stigahæsta félag
deildarinnar frá upphafi en Sel-
fyssingar léku í fyrsta skipti á
meðal þeirra bestu árið 2010 og
féllu þá aftur í 1. deild.
KR-ingar eru bæði leikja- og
stigahæstir frá upphafi og þeir
verða nú í maímánuði fyrsta félag-
ið sem leikur 1.000 leiki í efstu
deild. Þeim áfanga ná þeir þegar
þeir sækja Valsmenn heim á Hlíð-
arenda í 4. umferðinni 20. maí en
Valur er einmitt með bæði næst-
flesta leiki og næstflest stig frá
upphafi.
FH spilar 500. leikinn
Sama dag, 20. maí, nær FH
þeim áfanga að spila sinn 500. leik
í efstu deild, en þá fær Hafn-
arfjarðarliðið Breiðablik í heim-
sókn í Kaplakrikann. FH verður
sjöunda félagið frá upphafi til að
ná 500 leikjum í deildinni.
Eftirtalin 27 félög hafa leikið á
Íslandsmótinu 1912-1954 og í efstu
deild frá 1955 en það ár var
mótinu í fyrsta skipti skipt í tvær
deildir. Leikjafjöldi þeirra og stig
fylgja.
Þess ber að geta að stigin eru
reiknuð samkvæmt 3 stigum fyrir
sigur, en sú regla var tekin upp
hér á landi árið 1984. Fram að því
voru gefin 2 stig fyrir sigur.
Leikir Stig
1. KR 996 1615
2. Valur 955 1530
3. ÍA 822 1424
4. Fram 951 1364
5. Keflavík 757 1048
6. ÍBV 649 943
7. FH 496 758
8. Víkingur R. 563 611
9. Breiðablik 470 565
10. Fylkir 286 396
11. Grindavík 304 367
12. Þór 274 314
13. KA 255 287
14. Þróttur R. 265 227
15. ÍBA 177 194
16. Stjarnan 174 190
17. Leiftur 126 159
18. Víðir 72 61
19. Fjölnir 44 46
20. ÍBÍ 46 39
21. HK 40 34
22. Völsungur 36 26
23. Haukar 40 26
24. ÍR 18 17
25. Selfoss 22 17
26. Skallagrímur 18 15
27. ÍBH 21 7
ÍBA var sameiginlegt lið Þórs
og KA á Akureyri.
ÍBÍ var lið Ísfirðinga.
ÍBH var sameiginlegt lið FH
og Hauka í Hafnarfirði .
KR spilar
1.000. leikinn
í 4. umferð
KR-ingar unnu deildabikar KSÍ í
fimmta skipti í vor þegar þeir
lögðu Framara að velli, 1:0, í úr-
slitaleik í Kórnum laugardaginn
28. apríl. Þorsteinn Már Ragn-
arsson, sem kom til Vesturbæinga
frá Víkingi í Ólafsvík í vetur, skor-
aði sigurmarkið og stöðvaði með
því sigurgöngu Framara sem
höfðu ekki tapað mótsleik á þessu
ári.
Fram átti þarna möguleika á að
vinna deildabikarinn í fyrsta skipti
en þarf að bíða enn um sinn eftir
því að fá nafn sitt letrað á þann
verðlaunagrip.
KR og FH hafa nú unnið deilda-
bikarinn oftast, eða 5 sinnum hvort
félag, en keppnin fór fram í 17.
skipti í ár og hét Lengjubikarinn,
eins og mörg undanfarin ár. Skaga-
menn hafa unnið þrisvar og Vals-
menn tvisvar en ÍBV og Grindavík
hafa sigrað einu sinni hvort félag.
KR hefur aldrei náð að fylgja eft-
ir sigri í deildabikarnum með því að
verða Íslandsmeistari. Síðast þegar
KR vann keppnina, vorið 2010, end-
aði liðið í fjórða sæti á Íslands-
mótinu.
Reyndar er FH eina félagið frá
1998 sem hefur tekist að vinna bæði
deildabikarinn og Íslandsmeist-
aratitilinn sama árið en það hefur
Hafnfirðingunum lánast í þrígang.
vs@mbl.is
Fimmti sigur KR-inga
FH og KR sigursælust í deildabikarnum frá upphafi
Morgunblaðið/Kristinn
Bikar Bjarni Guðjónsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Gunnar Þór Gunn-
arsson með sigurlaunin eftir að KR lagði Fram í úrslitaleiknum í Kórnum.
ÍS
L
E
N
SK
A
S
IA
.IS
M
S
A
58
69
9
04
/1
2
100%
HÁGÆÐA
MYSUPRÓTEIN
HLEðSLA ER KJÖRIN FYRIR ALLA ÞÁ SEM TREYSTA Á
HOLLA OG UPPBYGGILEGA NÆRINGU EFTIR GÓðA ÆFINGU,
LANGT HLAUP EðA MILLI MÁLA. ÞAð ER ENGIN TILVILJUN Að
HLEðSLA ER EINN VINSÆLASTI PRÓTEINDRYKKUR Á ÍSLANDI.
HENTAR VEL FÓLKI MEð MJÓLKURSYKURSÓÞOL.
MJÓLKURSAMSALAN WWW.MS.IS
PRÓTEINDRYKKURINN SEM
ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF
NÚ EINNIG MEÐ BRÓMBERJABRAGÐI