Morgunblaðið - 04.05.2012, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 04.05.2012, Qupperneq 28
28 FÓTBOLTINN 2012 SELFOSS Kristján Jónsson kris@mbl.is Hinn þrautreyndi þjálfari, Logi Ólafsson, er mættur aftur í efstu deild og nú með Selfyssingum. Logi hefur marga fjöruna sopið og hefur unnið titla með fjórum félögum bæði í karla- og kvennaflokki. Logi segir að Selfyssingar ætli að reyna að festa sig í sessi í efstu deild eins og nýliða sé háttur en Selfoss féll úr deildinni á fyrsta tímabili árið 2010. Uppgangur Selfyssinga hefur ver- ið mikill á undanförnum árum en haustið 2007 komust þeir loks upp úr 2. deild eftir þrettán ára dvöl þar. Þeir fóru beint í toppslag 1. deildar og unnu sig upp í efstu deild í fyrsta skipti haustið 2009 þegar þeir stóðu uppi sem meistarar í 1. deildinni. „Okkar markmið eru þau að tryggja okkur sæti í þessari deild eins og yfirleitt er með alla nýliða. Við teljum okkur vera með mann- skap til þess að ná því. Við erum með Selfyssinga sem tóku þátt í þessu æv- intýri 2009 og 2010 og koma reynsl- unni ríkari til baka. Fyrir utan það höfum við styrkt liðið en við höfum að vísu misst menn eins og Sævar, Ari- líus, Einar Ottó og Ingþór. Þetta eru menn sem hafa spilað hérna í gegn- um tíðina og búa yfir mikilli reynslu. Við þurftum því að fá okkur nýja menn og liðið er því töluvert breytt frá árinu 2009 og ennþá meira frá árinu 2010,“ sagði Logi þegar Morg- unblaðið ræddi við hann skömmu fyr- ir Íslandsmótið. Óttast ekkert Þó breytingarnar á milli ára séu töluverðar þá óttast Logi ekki að það muni taka tíma að slípa liðið til. „Nei, ég óttast í sjálfu sér ekki neitt. Við fylgjum gömlum gildum og venjum í þessu og einbeitum okkur að næsta verkefni sem framundan er. Við lát- um vaða í hverju tilviki fyrir sig og reynum að gera okkar allra ítrasta til að vinna hvern leik fyrir sig. Við sjáum svo til hvernig þetta endar í haust,“ sagði Logi en undir hans stjórn vann Selfoss sig upp úr sterkri 1. deild í fyrra með sannfærandi hætti. „Þrátt fyrir að missa menn þá voru aðrir menn utan við liðið sem koma inn í þetta núna sem betur fer. Við fáum auk þess menn með reynslu úr efstu deild eins og Tómas Leifsson og Ólaf Karl Finsen fyrir utan útlend- ingana sem hafa ágætis reynslu líka. Menn eru ekki alveg óvanir keppni þegar þeir koma upp í efstu deild.“ Tók tíma að smala Leikmannahópur Selfoss hefur smám saman verið að taka á sig mynd á síðustu vikum og spila- mennska liðsins í undirbúningsmót- unum gefur því líklega ekki mikla vísbendingu um hvernig liðið verður í sumar. „Undirbúningurinn hefur gengið nokkuð vel að því undanskildu að það gekk svolítið brösuglega að safna saman þeim mönnum sem við ætlum að hafa í okkar hópi. Þeir hafa verið að koma á síðustu vikum og við höf- um ekki algerlega náð að stilla saman okkar strengi en það kemur. Að öðru leyti komum við mjög vel undirbúnir til leiks,“ sagði Logi Ólafsson sem vafalaust mun setja svip sinn á knatt- spyrnusumarið. Selfyssingar hafa fengið tals- verðan liðsauka erlendis frá í vetur en í hópinn hafa bæst þrír leikmenn frá Noregi og tveir frá Senegal. Þeir verða með stærstan hóp erlendra leikmanna af öllum liðum í deildinni á komandi keppnistímabili. Mikið breytt lið frá 2010 Morgunblaðið/Sigurgeir S Efnilegur Jón Daði Böðvarsson er tæplega tvítugur en hefur verið drjúgur í sóknarleik Selfyssinga undanfarin tvö ár og leikur með 21-árs landsliðinu. Leikmenn árið 2012 Efsta deild Lands- Nr. Nafn Fæddur Leikir/mörk leikir Kom frá 1 Istmet Duracak 1985 0 0 0 Hönefoss ‘12 12 Jóhann Ólafur Sigurðsson 1986 25 0 0 Fylki ‘09 16 Gunnar Már Hallgrímsson 1994 0 0 0 Markverðir 2 Sigurður E. Guðlaugsson 1990 10 0 0 4 Agnar Bragi Magnússon 1987 21 1 0 Fylki ‘07 5 Kjartan Sigurðsson 1989 3 1 0 Hamri ‘10 6 Andri Freyr Björnsson 1986 18 0 0 20 Robert Johann Sandnes 1991 0 0 0 Aalesund ‘12 21 Stefán R. Guðlaugsson 1991 18 1 0 22 Ivar Skjerve 1991 0 0 0 Rosenborg ‘11 30 Endre Ove Brenne 1988 0 0 0 Lillehammer ‘11 Varnarmenn 7 Jón Daði Böðvarsson 1992 21 3 0 8 Babacar Sarr 1991 0 0 0 Ndar Gunedj ‘11 10 Ingólfur Þórarinsson 1986 14 1 0 Víkingi R. ‘11 13 Þorsteinn D. Þorsteinsson 1994 0 0 0 *Árborg ‘12 17 Joe Tillen 1986 55 8 0 Fram ‘11 18 Svavar Berg Jóhannsson 1995 0 0 0 Ægi ‘11 19 Ingvi Rafn Óskarsson 1993 0 0 0 *Árborg ‘12 23 Ingi Rafn Ingibergsson 1983 31 2 0 ÍBV ‘10 24 Tómas Leifsson 1985 66 7 0 Fram ‘12 27 Jon Andre Royrane 1983 0 0 0 Kristiansund ‘12 Miðjumenn 9 Viðar Örn Kjartansson 1990 29 5 0 ÍBV ‘10 11 Ólafur Karl Finsen 1992 20 4 0 Stjörnunni ‘12 14 Moustapha Cissé 1991 0 0 0 RS Yoff ‘12 15 Abdoulaye Ndiaye 1991 0 0 0 Bouanes ‘12 25 Magnús Ingi Einarsson 1994 0 0 0 Sóknarmenn * var í láni  Selfyssingar aftur í efstu deild  Markmiðið er að tryggja sætið Þjálfari Selfoss er Logi Ólafsson og er hann á sínu öðru tímabili með Selfyssinga. Logi þjálfaði síðast í efstu deild fyrri hluta sumars 2010 þegar hann stýrði KR en lét af störfum á miðju sumri. Logi er menntað- ur íþróttakennari og nam meðal annars í Noregi á sínum tíma. Hann hefur langa reynslu sem knatt- spyrnuþjálfari og er sá eini sem stýrt hefur bæði karla- og kvenna- landsliði Íslands. Í efstu deild karla hefur hann þjálfað Víking, ÍA, FH og KR en í efstu deild kvenna þjálf- aði hann Val. Logi á auk þess að baki 66 leiki í efstu deild með FH og skoraði í þeim 2 mörk. Jóhann Ó. Sigurðsson varði mark Selfyssinga þegar liðið lék í efstu deild fyrir tveimur árum og stóð sig vel. Hann hefur nú fengið samkeppni að utan frá Ismet Dura- cak sem lék í Noregi. Leikmannahópurinn á Selfossi byggir ekki eins mikið á heima- mönnum og hann gerði fyrir tveim- ur árum. Telja margir að lið Selfoss sé sterkara á pappírunum að þessu sinni en gengi þess mun velta mikið á því hversu sterkir erlendu leik- mennirnir eru. Stefán Ragnar Guðlaugsson kemur vænt- anlega til með að vera fyrirliði í sumar og verður miðvörður ásamt Norðmanninum Endre Ove Brenne sem var hjá liðinu í fyrra. Norð- mennirnir Ivar Skjerve og Robert Sandnes geta leikið í bakvarðastöð- unum en Ivar var einnig á Selfossi í fyrra. Andri Freyr Björnsson kem- ur til með að spila mikið sem bak- vörður og Sigurður Eyberg Guð- laugsson er einnig bakvörður. Babacar Sarr frá Senegal vakti nokkra athygli í 1. deildinni í fyrra með góðri frammistöðu og verður í stóru hlutverki á miðjunni. Þar hef- ur popparinn Ingólfur Þórarinsson einnig leikið á undirbúnings- tímabilinu. Logi hefur hug á því að nota Jón Daða Böðvarsson á miðj- unni eða fyrir aftan framherjana en gæti þurft að tefla honum fram í framlínunni í upphafi móts. Selfoss er með nóg af fram- bærilegum kantmönnum. Joe Tillen verður væntanlega vinstra megin en hægra megin gætu Tómas Leifsson, Ólafur Karl Finsen og Jon Andre Royrane allir leikið. Ólafur gæti jafnframt leikið í fremstu víglínu og í þá stöðu eiga Selfyssingar einnig Viðar Örn Kjartansson. Selfoss Logi Ólafsson Viðar Örn Kjartansson KOMNIR: Abdoulaye Ndiaye frá AS Bouanes (Senegal) Agnar Bragi Magnússon, byrjaður aftur Ismet Duracak frá Hönefoss (Noregi) Jon Andre Röyrane frá Kristian- sund (Noregi) Moustapha Cissé frá RS Yoff (Senegal) Ólafur Karl Finsen frá Stjörnunni Robert Sandnes frá Aalesund (Noregi) Tómas Leifsson frá Fram FARNIR: Arilíus Marteinsson í Stokkseyri Einar Ottó Antonsson, hættur Elías Örn Einarsson í Árborg (lán) Ibrahima Ndiaye til Malí Ingþór J. Guðmundsson, hættur Peter Klancar í Livar (Slóveníu) Sidy Sow til Senegals Sævar Þór Gíslason, hættur Breytingar á liði Selfoss Sveitarfélagið Árborg hvetur alla til að mæta á Selfossvöll í Pepsi-deild karla og kvenna sumarið 2012 og styðja við bakið á Umf. Selfoss. Áfram Selfoss

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.