Morgunblaðið - 04.05.2012, Page 31

Morgunblaðið - 04.05.2012, Page 31
FÓTBOLTINN 2012 31 Garðar Jóhannsson varð á síðasta tímabili fyrsti leikmaður Stjörn- unnar til að verða markakóngur í efstu deild karla. Garðar skoraði 15 mörk í 21 leik Garðabæjarliðsins í deildinni og átti drjúgan þátt í óvæntri velgengni þess en Stjarnan náði sínum besta árangri með því að hafna í fjórða sætinu. Garðar skoraði tveimur mörkum meira en Atli Viðar Björnsson úr FH, sem var með 13, en 12 mörk skoruðu þeir Kjartan Henry Finn- bogason úr KR og Halldór Orri Björnsson, samherji Garðars úr Stjörnunni. Þrír leikmenn til viðbótar skor- uðu tug marka en Kristinn Stein- dórsson gerði 11 mörk fyrir Breiða- blik og þeir Tryggvi Guðmundsson úr ÍBV og Matthías Vilhjálmsson úr FH skoruðu 10 mörk hvor. Eins og sjá má hér fyrir ofan hafa markakóngarnir dreifst vel á félög- in undanfarinn áratug. Síðustu tíu árin hefur aðeins Grindavík átt markahæsta manninn oftar en einu sinni. Markamet deildarinnar stendur hinsvegar óhaggað en nú eru liðin 15 ár síðan Tryggvi Guðmundsson skoraði 19 mörk fyrir ÍBV og jafn- aði með því met Péturs Péturs- sonar, Guðmundar Torfasonar og Þórðar Guðjónssonar. Þeir skoruðu allir sín mörk í 10 liða deild og hef- ur ekki verið ógnað þrátt fyrir fjölgun liða úr tíu í tólf. vs@mbl.is Garðar fyrsti marka- kóngur Stjörnunnar  Skoraði 15 mörk fyrir Garðbæinga í fyrra Markakóngar síðasta áratuginn 2011 Garðar Jóhannsson Ár Leikmaður Mörk 2011 Garðar Jóhannsson, Stjörnunni 15 2010 Gilles Mbang Ondo, Grindavík 14 2009 Björgólfur Takefusa, KR 16 2008 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 16 2007 Jónas Grani Garðarsson, Fram 13 2006 Marel Baldvinsson, Breiðabliki 11 2005 Tryggvi Guðmundsson, FH 16 2004 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 12 2003 Björgólfur Takefusa, Þrótti R. 10 2002 Grétar Ó.Hjartarson, Grindavík 13 Methafar með 19 mörk á tímabili: Pétur Pétursson (ÍA) 1979 GuðmundurTorfason (Fram) 1986 Þórður Guðjónsson (ÍA) 1993 Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) 1997 EVRÓPUKEPPNI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Að vanda taka fjögur íslensk karlalið þátt í Evrópumótum fé- lagsliða í sumar. KR fer í for- keppni Meistaradeildar Evrópu en FH, ÍBV og Þór taka þátt í for- keppni Evrópudeildar UEFA. ÍBV, FH og Þór fara öll í 1. umferð forkeppni Evrópudeild- arinnar. Nú fara bikarmeist- ararnir ekki beint í 2. umferð eins og undanfarin ár en þessu var breytt fyrir keppnina í ár. Leik- dagar í 1. umferðinni eru fimmtu- dagarnir 5. og 12. júlí. KR kemur síðan til leiks í 2. umferð í forkeppni Meistaradeild- arinnar en aðeins fjögur lægst skrifuðu lið Evrópu taka þátt í fyrstu umferðinni. Leikdagar í 2. umferðinni eru miðvikudagarnir 18. og 25. júlí. KR gengið best undanfarin ár KR-ingar hafa átt bestu gengi að fagna af íslensku liðunum undanfarin ár. Þeir hafa slegið út andstæðinga sína í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar, Larissa frá Grikklandi sumarið 2009, Glentoran frá Norður- Írlandi sumarið 2010 og ÍF frá Fuglafirði í Færeyjum sumarið 2011. KR-ingar fóru svo skrefi lengra en oftast áður í fyrrasumar því í 2. umferð gerðu þeir sér lítið fyrir og sigruðu Zilina frá Slóvakíu, 3:0, á KR-vellinum. Slóvakarnir, sem voru í riðlakeppni Meistaradeild- arinnar haustið 2010, unnu seinni leikinn 2:0 en KR fór áfram. Vesturbæingar mættu svo ofjörlum sínum í 3. umferð þegar þeir töpuðu 1:4 og 0:2 fyrir Di- namo Tbilisi frá Georgíu. Frumraun hjá Þórsurum Þórsarar þreyta frumraun sína í Evrópukeppni og gera það sem 1. deildar lið. Þeir komust í bikarúr- slit gegn KR í fyrra og þar sem KR varð einnig Íslandsmeistari fengu Þórsarar keppnisrétt í Evr- ópudeildinni, enda þótt þeir féllu úr úrvalsdeildinni um haustið. FH hefur leikið samfleytt í Evr- ópukeppni frá 2004 en hefur ekki tekist að komast áfram frá árinu 2008, hvorki í Evrópudeildinni né Meistaradeildinni. FH hefur und- anfarin þrjú ár fallið út í fyrstu tilraun, gegn Aktobe frá Kasakst- an, BATE frá Hvíta-Rússlandi og Nacional frá Portúgal. FH hefur fimm sinnum komist áfram, þar af einu sinni í þriðju umferð, árið 2004. ÍBV tekur þátt í Evrópukeppni annað árið í röð. Í fyrra lék ÍBV við St. Patrick’s frá Írlandi og vann heimaleikinn 1:0 en tapaði útileiknum 0:2 og var þar með úr leik. ÍBV hefur þrisvar komist áfram, síðast árið 1999 þegar Eyjamenn slógu út SK Tirana frá Albaníu. Morgunblaðið/Ómar Evrópuleikir FH hefur tekið þátt í Evrópukeppni samfleytt frá 2004. Hér fagna Atli Guðnason, Pétur Viðarsson og Hólmar Örn Rúnarsson samherja sínum Frey Bjarnasyni eftir að hann skoraði gegn Nacional frá Portúgal í fyrra. Evrópuleikirnir spilaðir í júlí  FH, ÍBV og 1. deildarlið Þórs í 1. umferð Evrópudeildar  KR-ingar í 2. umferð Meistaradeildar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.