Morgunblaðið - 04.05.2012, Page 32

Morgunblaðið - 04.05.2012, Page 32
INNRÁS/ÚTRÁS Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Sjö íslenskir knattspyrnumenn hafa snúið heim á undanförnum vikum eða mánuðum eftir mislanga dvöl í atvinnumennsku erlendis. Við- skiptajöfnuðurinn við útlönd er í góðu jafnvægi að þessu sinni því þeir koma í Pepsi-deildina í sumar í staðinn fyrir sjö leikmenn sem hafa yfirgefið íslensku liðin í vetur og haldið á vit ævintýranna erlend- is. Innanlands er jöfnuðurinn þó ekki til staðar því nýliðar Skaga- manna hafa krækt í þrjá af þessum sjö leikmönnum en hinir eru komn- ir til liðs við FH, Stjörnuna, Val og Grindavík. Jóhannes Karl Guðjónsson er sá sem lengst hefur dvalið fjarri ætt- jörðinni því hann lék síðast með Skagamönnum fyrir 14 árum, þá aðeins 18 ára gamall, en hann hef- ur verið atvinnumaður frá árinu 1998. Jóhannes lék með Genk í Belgíu, MVV Maastricht í Hollandi, Real Betis á Spáni, Aston Villa, Wolves og Leicester í Englandi, þá AZ Alkmaar í Hollandi, en var í Englandi frá 2007 með Burnley og Huddersfield. Jóhannes Karl, sem á 34 lands- leiki að baki, er að sjálfsögðu mikill liðsauki fyrir nýliða Skagamanna, enda gríðarlega reyndur og á að baki 312 deildaleiki með liðum sín- um erlendis. Ármann Smári Björnsson er líka kominn til liðs við Skagamenn en þessi hávaxni og 31 árs gamli Hornfirðingur hefur leikið í Noregi og Englandi frá 2006. Fyrst í þrjú ár með Brann, þar sem hann varð norskur meistari, og síðan með enska liðinu Hartlepool í tvö ár. Hér heima lék Ármann áður með Sindra, Val og FH, og varð meist- ari með FH þrjú ár í röð áður en hann hélt til Noregs. Garðar B. Gunnlaugsson er sá þriðji sem ÍA hefur fengið að utan, en eins og Ármann hafði hann ver- ið í fríi frá fótboltanum frá vorinu 2011. Garðar fór frá ÍA til Vals 2004 og þaðan til Norrköping í Sví- þjóð 2006. Eftir það lék framherj- inn með CSKA í Búlgaríu, LASK í Austurríki og Unterhaching í Þýskalandi. Atli loksins í efstu deild Atli Heimisson er kominn til Valsmanna frá Asker í Noregi en þar hefur Atli átt góðu gengi að fagna undanfarin þrjú ár. Hann skoraði 30 deildamörk á þremur tímabilum, tvö ár í C-deildinni og svo í B-deildinni á síðasta ári en þar gerði Atli 6 mörk. Hann hefur aldrei spilað í efstu deild á ferlinum en Atli, sem er 24 ára, lék með Aft- ureldingu og ÍBV áður en hann fór út og skoraði 22 mörk í 37 leikjum fyrir ÍBV í 1. deildinni árin 2007 og 2008. Arnar Darri Pétursson mark- vörður er kominn í Stjörnuna frá SönderjyskE í Danmörku. Arnar, sem er 21 árs, fór frá Stjörnunni til Lyn í Noregi fyrir fjórum árum og lék þar 15 leiki í tveimur efstu deildunum en hefur verið vara- markvörður SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni frá miðju sumri 2010. Guðmann Þórisson er kominn til liðs við FH eftir að hafa spilað með Nybergsund í norsku B-deildinni undanfarin tvö ár. Guðmann, sem var í stóru hlutverki hjá Nyberg- sund í fyrra, lék með Breiðabliki áður en hann hélt til Noregs. Marko Valdimar Stefánsson er kominn aftur til Grindavíkur eftir að hafa verið í láni hjá sænska lið- inu Oscarshamn á síðasta ári. Sjö til Norðurlandanna Þeir sjö leikmenn sem eru farnir af landi brott frá því í fyrra voru í fjórum félögum, KR, FH, Val og Breiðabliki, og fóru allir til liða á Norðurlöndum. Íslands- og bikarmeistarar KR sáu á bak Guðjóni Baldvinssyni til Halmstad í sænsku B-deildinni og Skúla Jóni Friðgeirssyni til Elfs- borg í sænsku úrvalsdeildinni. Frá Breiðabliki fóru þeir Guð- mundur Kristjánsson til Start í norsku B-deildinni og Kristinn Steindórsson til Halmstad þar sem hann leikur með Guðjóni. Frá Val fóru Haraldur Björns- son markvörður til Sarpsborg í norsku B-deildinni og Ingólfur Sig- urðsson til Lyngby í dönsku úr- valsdeildinni. Þá fór Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, til Start þar sem hann er samherji Guðmundar. Áttundi leikmaðurinn fer síðan á miðju sumri en Hjörtur Her- mannsson, fyrirliði U17 ára lands- liðs Íslands og Fylkismaður, hefur samið við hollenska félagið PSV Eindhoven og gengur til liðs við það 1. júlí. Skagamenn fengu þrjá heim úr atvinnumennsku  Sjö hafa snúið heim til Íslands í vetur  Sjö hafa horfið af landi brott  Jóhannes Karl, Ármann Smári og Garðar komu til liðs við ÍA Morgunblaðið/Golli Heimkoma Jóhannes Karl Guðjónsson lék eitt tímabil með KA í 1. deild og átta leik með ÍA í úrvalsdeildinni áður en hann gerðist atvinnumaður fyrir fjórtán árum. Hann fékk sig lausan frá Huddersfield í Englandi í lok apríl. Morgunblaðið/Golli Skagamaður Ármann Smári Björnsson lék síðast á Íslandi 2006 og varð þá Íslandsmeistari með FH. Morgunblaðið/Ómar Stjörnumaður Arnar Darri Pét- ursson kemur í mark Stjörnunnar eftir fjögur ár erlendis. • Virkur stuðningur • Vandaður vefnaður með góðri öndun • Einstök hönnun • Viðurkennd gæði • Fjölbreytt úrval Stórhöfða 25 • 569 3100 eirberg.is Viðurkenndar stuðningshlífar Opið virka daga kl. 9 -18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.