Morgunblaðið - 04.05.2012, Page 33
FÓTBOLTINN 2012 33
Enginn leikmaður liðanna tólf í
Pepsi-deild karla byrjar þetta
keppnistímabil í leikbanni. Valur
Fannar Gíslason og Baldur Ingimar
Aðalsteinsson áttu óúttekið bann en
hvorugur spilar í deildinni í ár.
Stefán Þór Þórðarson hefði
reyndar verið í tveggja leikja banni
hjá ÍA en hann hefur lagt skóna á
hilluna og afplánar því bannið án
þess að það bitni á Skagaliðinu.
Framkvæmdastjóri ÍA, Þórður
Guðjónsson, má hinsvegar ekki
vera á bekk Skagamanna í fyrsta
leik vegna brottvísunar í lokaleik
liðsins í 1. deild síðasta haust.
vs@mbl.is
Þórður byrjar
í leikbanni
Þeir Ólafur Páll Snorrason úr FH
og Guðmundur Steinarsson úr
Keflavík lögðu upp flest mörk
allra í Pepsi-
deildinni árið
2011. Þeir áttu
10 stoðsendingar
hvor á samherja
sína, Ólafur í 18
leikjum FH-inga
en Guðmundur í
21 leik Keflvík-
inga.
Bjarni Guð-
jónsson, fyrirliði
KR, varð þriðji á
þessum lista en hann lagði upp 9
mörk fyrir meistarana. Garðar Jó-
hannsson, markakóngur deild-
arinnar, lagði upp 7 mörk fyrir
Stjörnuna og þeir Atli Sigur-
jónsson úr Þór, Atli Guðnason úr
FH, Guðmundur Kristjánsson og
Rafn Andri Haraldsson úr Breiða-
bliki og Tryggvi Guðmundsson úr
ÍBV lögðu upp 6 mörk hver.
vs@mbl.is
Ólafur og
Guðmundur
Ólafur Páll
Snorrason
Keppnistímabilið 2011 var það
fjórða í röð þar sem skoruð hafa
verið meira en 3 mörk að meðaltali
í leik í efstu deild karla en það gerir
deildina hér á landi eina af þeim
marksæknustu í Evrópu. Meðaltal í
sterkustu deildum álfunnar er á
bilinu 2,5 til 2,7 mörk í leik.
Aukning marka hér á landi varð
áþreifanleg eftir að liðum var fjölg-
að úr 10 í 12 fyrir árið 2008. Fram
að því hafði það aðeins gerst einu
sinni síðustu tíu árin að meðal-
skorið í deildinni næði þremur
mörkum í leik, en síðan hefur það
verið reglan.
Hinsvegar var markaskorið í
fyrra, 2011, það lægsta á þeim fjór-
um árum sem liðin eru frá fjölg-
uninni. Þá voru skoruð 3,04 mörk
að meðaltali í leik en þau voru 3,12
árið 2008, 3,42 árið 2009 og 3,33 ár-
ið 2010. vs@mbl.is
Enn rúm þrjú
mörk í leik
Útlit er fyrir að svipaður fjöldi er-
lendra leikmanna leiki í Pepsi-
deildinni í sumar og í fyrra. Þremur
dögum fyrir mót voru þeir 38 talsins
en á árinu 2011 tóku alls 44 erlendir
leikmenn þátt í leikjum í deildinni.
Samkvæmt fenginni reynslu bætast
einhverjir við áður en lokað er fyrir
félagaskiptin um miðjan maí og síð-
an geta liðin að vanda bætt við sig
mönnum frá 15.-31. júlí.
Dean Martin er aldursforsetinn
og sá sem hefur spilað lengst hér á
landi en þessi sprettharði enski
kantmaður mætir til leiks sem spil-
andi aðstoðarþjálfari ÍA. Hann verð-
ur fertugur síðsumars og þetta er
hans 18. tímabil á Íslandi en Martin
lék fyrst með KA árið 1995.
Scott Ramsay í Grindavík gefur
honum lítið eftir en Skotinn leikni
kom hingað 1996, þá til Reynis í
Sandgerði, og hefur spilað á Íslandi
síðan.
Þá er liðsfélagi hans og landi, Paul
McShane, að hefja sitt 15. tímabil
hér á landi en þessir þrír hafa allir
sett svip sinn á íslenska fótboltann.
Englendingar fjölmennastir
Þeir eru þrír af 17 Bretum sem nú
eru á mála hjá íslensku liðunum.
Englendingar eru fjölmennastir er-
lendra leikmanna hérlendis, tíu tals-
ins í deildinni, og síðan koma fimm
Skotar og fimm Norðmenn. Fjórir af
þeim norsku eru samherjar með ný-
liðum Selfyssinga.
Það eru einmitt Selfyssingar sem
eru með flesta erlenda leikmenn í
upphafi móts, níu talsins. Þar af
fjóra frá Noregi og þrjá frá Senegal.
Eyjamenn koma skammt á eftir
með sjö og voru enn að leita fyrir sér
þegar þetta blað fór í prentun. Þar
eru þrír Englendingar, tveir Danir
og tveir frá Úganda.
Erlendir leikmenn eru til staðar í
öllum liðum deildarinnar að þessu
sinni en í fyrra voru Fylkismenn
með eina „alíslenska“ liðið. Þeir eru
nú komnir með írska miðvörðinn
David Elebert. FH, KR og Valur eru
líka aðeins með einn erlendan leik-
mann hvert félag. vs@mbl.is
Átjánda ár Martins á Íslandi
Englendingurinn snöggi spilar áfram með ÍA Verður fertugur í sumar Öll lið með útlendinga
www.regenovex.is
Gel Perlur Plástur
Icepharm
a
ERU
ÆFINGARNAR
AÐ FARA ILLA MEÐ LIÐINA?
Regenovex vinnur gegn verkjum og
bólgum í liðum á náttúrlegan hátt. Regenovex
dregur úr sársauka af völdum álags á liði.
Gel: Fljótvirk staðbundin verkun
Perlur: Viðhalda heilbrigðum liðum og liðleika
Plástur: 12 tíma staðbundin verkun
fæst í apótekum