Morgunblaðið - 04.05.2012, Síða 34

Morgunblaðið - 04.05.2012, Síða 34
34 FÓTBOLTINN 2012 ÞJÁLFARAR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Bjarni Jóhannsson úr Stjörnunni er leikjahæsti þjálfarinn í efstu deild karla á þessu ári og sá eini af þeim sem stýra liðunum 12 sem á yfir 200 leiki að baki sem þjálf- ari í deildinni. Hann stýrir sínum 220. leik í deildinni þegar Stjarn- an heimsækir Íslandsmeistara KR í fyrstu umferðinni. Bjarni er að hefja sitt fimmta tímabil sem þjálfari Stjörnunnar en undir hans stjórn vann Garða- bæjarliðið sig upp úr 1. deildinni haustið 2008 og hefur leikið í efstu deild síðan. Stjarnan náði þar sín- um besta árangri í fyrra þegar liðið endaði í fjórða sæti og litlu munaði að það hirti þriðja sætið af Eyjamönnum í lokaumferðinni. Þeir Logi Ólafsson hjá Selfossi og Guðjón Þórðarson hjá Grinda- vík munu að öllu óbreyttu stjórna sínum 200. leik í deildinni í fyrri umferð Íslandsmótsins. Tveir nýliðar eru í þjálf- arahópnum í ár. Þórður Þórðarson hjá ÍA og Zoran Daníel Ljubicic hjá Keflavík hafa ekki áður stýrt liði í efstu deild. Þórður hefur þjálfað Skagamenn í 1. deildinni frá 15. júlí 2009 en Zoran á aðeins eitt ár að baki sem meist- araflokksþjálfari. Það var árið 2005 þegar hann var spilandi þjálfari Völsungs í 1. deild. Leikjafjöldi þjálfaranna tólf í efstu deild er sem hér segir: Bjarni Jóhannsson, Stjörnunni............ 219 Logi Ólafsson, Selfossi ......................... 194 Guðjón Þórðarson, Grindavík .............. 192 Ólafur H. Kristjánsson, Breiðabliki .... 142 Þorvaldur Örlygsson, Fram................. 142 Kristján Guðmundsson, Val ................. 138 Heimir Guðjónsson, FH ......................... 88 Magnús Gylfason, ÍBV ........................... 84 Ásmundur Arnarsson, Fylki .................. 44 Rúnar Kristinsson, KR .......................... 33 Zoran Daníel Ljubicic, Keflavík .............. 0 Þórður Þórðarson, ÍA............................... 0 Þjálfararnir eiga síðan allir feril að baki í efstu deild, nema Krist- ján. Heimir hefur spilað flesta leiki í deildinni, 254, og Guðjón er næstur með 215, en Magnús er með fæsta, 2 talsins. Sex þjálf- aranna hafa spilað A-landsleiki fyrir Ísland. Rúnar á flesta, enda handhafi landsleikjametsins sem er 104 leikir. Guðjón með flesta sigurleiki og Rúnar besta hlutfallið Guðjón Þórðarson er með flesta sigurleiki í deildinni af þessum tólf þjálfurum, 99 talsins, einum meira en Bjarni Jóhannsson og tveimur meira en Logi Ólafsson. Það verður því fróðlegt að sjá hver þeirra verður fyrstur að ná 100. sigurleiknum. Rúnar Kristinsson er hinsvegar með besta sigurhlutfallið af þjálf- urunum í deildinni og Heimir Guðjónsson er skammt á eftir honum. Sigrar og sigurhlutfall þjálfar- anna tíu sem hafa reynslu af efstu deild er sem hér segir: Guðjón Þórðarson, Grindavík . 99 61,5% Bjarni Jóhannsson, Stjörnnni . 98 56,2% Logi Ólafsson, Selfossi ............ 97 61,3% Heimir Guðjónsson, FH .......... 57 73,3% Ólafur H. Kristjánsson, Breiðab ........... 54 51,4% Þorvaldur Örlygsson, Fram .... 54 48,6% Kristján Guðmundsson, Val .... 53 53,3% Magnús Gylfason, ÍBV ............ 28 44,6% Rúnar Kristinsson, KR............ 21 77,3% Ásmundur Arnarsson, Fylki ... 13 37,5% Zoran Daníel Ljubicic, Keflavík .............. 0 Þórður Þórðarson, ÍA............................... 0 Morgunblaðið/Kristinn Sjóaður Bjarni Jóhannsson þjálfaði fyrst í efstu deild árið 1995 og stjórnaði sínum 200. leik á þeim vettvangi síðasta sumar. Bjarni leikjahæsti þjálfarinn  Stýrir sínum 220. leik í efstu deild þegar Stjarnarn mætir KR í 1. umferð  Stutt í 200. leikinn hjá Loga Ólafssyni og Guðjóni Þórðarsyni  Þórður og Zoran Daníel eru nýliðar í deildinni Morgunblaðið/Ómar Mættur Guðjón Þórðarson er kominn í efstu deild á ný. Sjálfur spilaði hann 215 leiki í efstu deild og hefur því verið þátttakandi í 407 leikjum alls. KR-ingar voru enn og aftur með bestu aðsóknina á leikjum efstu deildar karla síðasta sumar. Þeir fengu þá þriðja mesta áhorfenda- fjölda í deildinni frá upphafi en að meðaltali komu 2.148 manns á 11 heimaleiki KR-inga sumarið 2011. Sjálfir gerðu þeir betur árið 1999 þegar meðalaðsóknin var 2.501 áhorfandi á þeirra heima- leikjum en það ár varð KR Ís- landsmeistari í fyrsta skipti í 31 ár. FH er síðan í öðru sæti en 2.306 manns að meðaltali mættu á leiki Hafnarfjarðarliðsins í Kapla- krika sumarið 2007. KR hefur nú verið á toppi að- sóknarlistans fjögur ár í röð en þar á undan hafði FH skákað þeim þrjú ár í röð, frá 2005 til 2007. Það eru einu þrjú árin frá 1997 sem KR hefur ekki verið með flesta áhorfendur í deildinni. Síðastir fyr- ir utan FH til að gera betur en Vesturbæingar á þessu sviði voru Skagamenn árið 1996. Í fyrra mættu að meðaltali 1.122 áhorfendur á hvern leik í Pepsi- deild karla. Það er þriðja besta að- sóknin í efstu deild frá upphafi. Best var hún árið 2007 þegar 1.329 manns mættu að meðaltali á hvern leik og næstbest árið 2010 þegar áhorfendur voru 1.205 að meðaltali á leik. Þess má geta að árið 2001 fór meðalaðsókn á leik í deildinni í fyrsta skipti yfir þúsundið en þá komu 1.076 manns að meðaltali á völlinn. vs@mbl.is KR-ingar enn með bestu aðsóknina  Þriðja besta aðsókn hjá íslensku liði frá upphafi  KR fékk 2.148 á leik Morgunblaðið/Golli Aðsókn Í fyrra komu 1.122 áhorf- endur á völlinn að meðaltali.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.