Morgunblaðið - 04.05.2012, Side 35

Morgunblaðið - 04.05.2012, Side 35
FÓTBOLTINN 2012 35 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Framarar eru á toppnum með KR- inga sem helstu keppinauta og ÍA, Grindavík og Breiðablik eru í næstu sætum en Fylkir, ÍBV og Selfoss skera sig úr og eru á hraðleið í bull- andi fallbaráttu. Þetta er ekki spá heldur niðurstaðan ef úrslit í inn- byrðis mótsleikjum úrvalsdeildarlið- anna tólf á þessu ári eru skoðuð, þau reiknuð saman og sett upp staða í deildinni út frá þeim. Þau hafa samtals háð 45 slíka leiki sín á milli frá því í janúar, í Reykja- víkurmótinu, Fótbolta.net-mótinu, Lengjubikarnum og svo nú síðast í Meistarakeppni KSÍ. Leikirnir eru mismargir, eða frá fimm og upp í tíu á lið. Rennum yfir hvernig staðan þeirra á milli er í upphafi Íslands- mótsins og síðan er hægt að bera þetta saman við helstu spár fyrir tímabilið sem eru á bls. 36 og 37: 1. Fram hefur unnið 6 af 7 leikjum sínum gegn liðum úr Pepsi-deildinni. Þrír af þessum sex sigurleikjum eru gegn Íslands- og bikarmeisturum KR, og jafnframt líka eini tapleik- urinn. Markatalan er 16:5 og vinn- ingshlutfall 86 prósent. 2. KR hefur unnið 6 af 10 leikjum sínum og gert eitt jafntefli en allir þrír tapleikirnir eru gegn Fram. Markatalan er 14:13 og vinnings- hlutfall 65 prósent. 3. ÍA hefur unnið 3 leiki, gert 2 jafntefli og tapað tvisvar. Markatal- an er 16:12 og vinningshlutfall 57 prósent. 4. GRINDAVÍK hefur unnið 3 leiki, gert 2 jafntefli og tapað tvisvar. Markatalan er 12:9 og vinningshlut- fall 57 prósent. 5. BREIÐABLIK hefur unnið 4 leiki, gert 2 jafntefli og tapað þrisv- ar, þar af tvívegis gegn KR. Marka- talan er 13:14 og vinningshlutfall 56 prósent. 6. STJARNAN hefur unnið 4 leiki, gert eitt jafntefli og tapað fjórum sinnum. Markatalan er 16:16 og vinningshlutfall 50 prósent. 7. KEFLAVÍK hefur unnið 4 leiki og tapað 4. Markatalan er 12:15 og vinningshlutfall 50 prósent. 8. VALUR hefur aðeins spilað fimm leiki gegn liðum úr deildinni, unnið tvo og gert eitt jafntefli en tapað tvisvar. Markatalan er 10:7 og vinningshlutfall 50 prósent. 9. FH hefur aðeins unnið 2 leiki af 9, en gert fjögur jafntefli og tapað þrisvar. Markatalan er 14:15 og vinningshlutfall 44 prósent. 10. FYLKIR hefur aðeins spilað fimm leiki gegn liðum úr deildinni, vann Val í þeim fyrsta, 3:2, en hefur síðan gert eitt jafntefli og tapað þrisvar. Markatalan er 8:12 og vinn- ingshlutfall 30 prósent. 11. ÍBV hefur unnið einn leik af sjö, 4:3 gegn Selfossi, gert eitt jafn- tefli en tapað fimm leikjum. Marka- talan er 13:18 og vinningshlutfall 21 prósent. 12. SELFOSS hefur unnið einn leik af sjö, 1:0 gegn Keflavík, gert eitt jafntefli en tapað fimm leikjum. Markatalan er 6:14 og vinningshlut- fall 21 prósent. Stærstu tölur vetrarleikjanna eru 5:0 sigur Fram á KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins og 5:0 sigur FH á Grindavík í Fótbolta.net-mótinu. Mesti markaleikur vetrarins er 5:5 jafnteflisleikur ÍA og ÍBV í Fót- bolta.net-mótinu. Framarar með besta stöðu eftir veturinn  Með 86 prósenta vinningshlutfall gegn öðrum liðum úr deildinni  Fylkir, ÍBV og Selfoss í vanda Morgunblaðið/Ómar Öflugir Framararnir Samuel Hewson og Kristinn Ingi Halldórsson fagna einu marka liðsins í vetur. TÓKSTU AÐEINS OF VEL Á ÞVÍ Á ÆFINGU? VÖÐVAVERKIR BAKVERKIR TÍÐAVERKIR TOGNUN HÖGG OFREYNSLA FÆST Í APÓTEKUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.