Morgunblaðið - 04.05.2012, Síða 36
36 FÓTBOLTINN 2012
TWITTER
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Morgunblaðið gerði könnun á meðal
knattspyrnuáhugamanna á sam-
skiptavefnum Twitter og bauð þeim
að spá um lokastöðuna í Pepsi-
deildinni í sumar.
Þar kom á daginn að þeir voru að
stórum hluta sammála viðmæl-
endum og fréttamönnum blaðsins
um möguleika liðanna.
KR, FH og Fram höfnuðu í þrem-
ur efstu sætunum á Twitter, eins og
í Morgunblaðsspánni.
ÍA er í fjórða sætinu og Stjarnan í
því fimmta og þar hafa liðin því
sætaskipti miðað við hina spána.
Mesti munurinn er á fallbarátt-
unni en ljóst er að á Twitter hafa
menn ekki trú á því að Keflavík
haldi sæti sínu í deildinni en telja
hinsvegar að Fylkir nái að vera fyrir
ofan bæði Suðurnesjaliðin og haldi
sæti sínu í deildinni.
Selfoss síðan á botninum með fæst
stig eins og annars staðar.
Af 42 þátttakendum í Twitter-
spánni telja 27 að KR verði Íslands-
meistari, 8 spá FH-ingum titlinum, 3
telja að Stjarnan verði meistari í
fyrsta sinn, 2 að nýliðar ÍA vinni
mótið og 2 að Framarar hreppi tit-
ilinn.
Hvað fallbaráttuna varðar telja 29
að Selfoss falli, 18 spá Keflvíkingum
niður, 17 Grindvíkingum og 14 telja
að Fylkir falli.
Morgunblaðið á Twitter
Knattspyrnumenn og knattspyrnu-
áhugamenn nota samskiptavefinn
Twitter í auknum mæli. Þar eru fjöl-
margir fjölmiðlar og meðal annars
fara allar fótboltafréttir af mbl.is
þangað inn, undir @mblfotbolti. Þar
eru líka almennar fréttir af mbl.is,
allar aðrar íþróttafréttir þar með-
taldar, undir @mblfrettir.
Ennfremur má einnig finna á Twit-
ter marga þeirra sem skrifa um fót-
boltann í Morgunblaðið og á mbl.is og
það fer ekki á milli mála að Twitter
er stöðugt meira notaður af þeim sem
tengjast íþróttinni, bæði í sam-
skiptum og fréttaöflun.
Hafa meiri trú á Fylki en Keflavík
Ljósmynd/Víkurfréttir
Fallbarátta? Flestir reikna með því að Keflavík og Grindavík muni eiga
erfitt uppdráttar og berjist ásamt Fylki og Selfossi á botninum.
MOGGINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Viðmælendur Morgunblaðsins í
þessu kynningarblaði og íþrótta-
fréttamenn blaðsins ásamt lausa-
pennum sem fjalla um fótboltann
telja KR-inga sigurstranglegasta á
Íslandsmótinu í sumar. Þeir eru
jafnframt vissir um að Selfyssingar
falli úr Pepsi-deildinni og það komi
í hlut Fylkismanna að taka með
þeim skrefin þungu niður í 1. deild-
ina í haust.
Viðmælendurnir eru þrettán tals-
ins, einn frá hverju liði í deildinni
og svo Ólafur Jóhannesson, fyrrv.
landsliðsþjálfari sem er sérfræð-
ingur blaðsins í ár. Hann fer vel yf-
ir sínar skoðanir á liðunum á bls.
38. Þessir aðilar spáðu allir um röð
liðanna, ásamt fjórtán Morg-
unblaðsmönnum.
Niðurstaðan frá þessum 27 að-
ilum er hér til hliðar.
Mesti munur á matinu á ÍA
Viðmælendur og Moggamenn
voru sammála um að KR og FH
yrðu í tveimur efstu sætunum, og
einnig um að Breiðablik og Kefla-
vík yrðu í 8. og 9. sæti og að Sel-
fyssingar myndu hafna í botnsæt-
inu.
Spárnar voru hinsvegar mismun-
andi um hin sjö liðin í deildinni.
Mestu munaði á mati þessara hópa
á liði ÍA því Moggamenn töldu
Skagamenn enda í 4. sætinu en við-
mælendur spáðu því að nýliðarnir
frá Akranesi yrðu í 6.-7. sæti.
Heildarniðurstaðan var 5. sætið til
Skagamanna.
Viðmælendur töldu hinsvegar að
Stjarnan yrði í 3. sætinu, á undan
Fram, en Moggamenn settu hins-
vegar Fram í 3. sætið, ÍA í 4. sætið
og Stjörnuna í 5. sætið.
Viðmælendur voru með Fylki og
Grindavík hnífjöfn í 10.-11. sætinu
en Moggamenn voru afgerandi í því
að Grindavík myndi halda sér uppi
á kostnað Fylkismanna.
Átján telja KR vinna deildina
Af þeim 27 aðilum sem tóku þátt
í spánni töldu 18 að KR yrði Ís-
landsmeistari. FH var í efsta sæt-
inu hjá 4, Fram hjá 3, Stjarnan hjá
einum og Skagamenn hjá einum en
þess ber að geta að fulltrúar lið-
anna tólf slepptu sínu félagi í
spánni.
KR var 18 sinnum í efsta sæti, 6
sinnum í 2. sæti, einu sinni í þriðja
og einu sinni í 5. sæti í þessari spá.
FH var 10 sinnum í 2. sæti og 4
sinnum í fyrsta sæti en tveir töldu
að FH myndi enda í 5. sætinu.
Fram var spáð 8 sinnum 3. sæt-
inu og þrisvar meistaratitlinum, og
allir nema einn töldu Fram verða í
efri hluta deildarinnar.
Stjarnan var af 11 manns talin
ná einu þriggja efstu sætanna og
þar af spáði einn liðinu Íslands-
meistaratitli. Einn spáði hinsvegar
Garðbæingum falli og fjórir töldu
þá enda fyrir neðan miðja deild.
ÍA er meistaraefni hjá einum,
kandídat í annað sæti hjá tveimur
og í þriðja sæti hjá þremur. Átta
spáðu því hinsvegar að Skagamenn
yrðu í neðri hluta deildarinnar,
neðst í 9. sæti.
Sammála um Hlíðarendaliðið
Valur fékk ansi jafna kosningu
um miðja deild. Einn spáði liðinu 3.
sæti og tveir 9. sætinu en annars
voru menn nokkuð sammála um
Hlíðarendaliðið.
ÍBV sveiflaðist mikið í spánni.
Þrír telja liðið ná 3. sætinu, einn
spáir því botnsætinu og tveir að
það endi í 10. sæti deildarinnar.
Breiðablik var á bilinu 6.-8. sæti
hjá flestum. Einn spáði Kópavogs-
liðinu falli og þrír 10. sætinu. Tveir
töldu hinsvegar að Blikar næðu 3.
sæti.
Keflavík var í 9. til 10. sæti hjá
langflestum. Fjórir töldu Keflvík-
inga komast í efri hlutann, best í 5.
sætið.
Grindavík var líka í efri hlut-
anum hjá fjórum aðilum, best í 5.
sætinu. Hinsvegar spáðu 13 manns
Grindvíkingum falli.
Fylki var best spáð 7. sæti af
einum aðila og 12 manns spáðu Ár-
bæjarliðinu falli.
Allir nema einn spáðu því að Sel-
fyssingar féllu úr deildinni og þar
af settu 19 nýliðana í neðsta sætið.
Sá bjartsýnasti var með þá í 10.
sæti.
Ósammála um sjö liðanna
KR og FH efst í spá Morgunblaðsins Stjörnunni bæði
spáð titli og falli ÍBV sveiflast frá þriðja til tólfta sætis
Morgunblaðið/Eggert
Toppslagur Ef spárnar í upphafi Íslandsmótsins ganga eftir verða það KR
og FH sem slást um Íslandsmeistaratitilinn á komandi keppnistímabili. Hér
eigast við þeir Egill Jónsson úr KR og Ólafur Páll Snorrason úr FH.
Spá Morgunblaðsins
og viðmælenda
1. KR 300
2. FH 269
3. Fram 247
4. Stjarnan 222
5. ÍA 201
6. Valur 179
7. ÍBV 173
8. Breiðablik 152
9. Keflavík 120
10. Grindavík 102
11. Fylkir 84
12. Selfoss 45
Spá áhugamanna
á Twitter
1. KR 488
2. FH 444
3. Fram 392
4. ÍA 373
5. Stjarnan 363
6. Valur 284
7. ÍBV 255
8. Breiðablik 195
9. Fylkir 137
10. Grindavík 132
11. Keflavík 121
12. Selfoss 91
HREIN HOLLUSTA
Berry drykkirnir eru verðlaunavara. Hreinir og án
litar- og rotvarnarefna. Án viðbætts sykurs.
Ber eru full af vítamínum og andoxunarefnum.
Gojiberið er oft kallað Hamingjuberið!
»
Arka ehf | Sundaborg 1 | 104 Reykjavík | Sími 562 6222 | info@arka.is